Morgunblaðið - 16.10.1932, Side 7

Morgunblaðið - 16.10.1932, Side 7
MORGCJNBLAÐIÐ f nonBHBnMBMHnBBaHnBHDIinMHBHHHHHi 'Jiykist jeg vita, að þáð sje jafn ósatt ■og annáð í greininni. Og enda þótt .jeg hafi hvorki sjeð nje .heyrt sr. Kn. A. síðan hann, kom hingað suður, get jeg fullyrt, að það er vitleysa, að heimatrúboðið eigi nokkurn þátt í því "beinlínis eða óbeinlínis, að sr. Kn. A. vildi ekki vera lengur á Húsavík. En ;þegar „óþekta stœrðin' ‘ segir, að Húsvíkingum sje „sómi að því að hafa rekið heimatrúboð Ástvaldar af höndum sjer“, þá get jeg snúið 'því við og frætt „stærðina“ uni, að Hús- víkingar tóku mjer sjálfum prvðilega. í fyrra sumar, eina skiftið sem jeg hefi talað þar í kirkju, og þá ekki síð- ur eina „heimatrúboðan’Um“, er þang- að hefir farið að minni tilhlutun. Er eltki lengra iiðið en um 3 vikur síðan ;sr, Sigurður Þorsteinsson frá Bjarkey "kom til Húsavíkur í heim&trúboðsför um Vestfirði og Korðríand, hjeit hann 3 kristilegar samkomur á Húsavík og lætur hið besta vfir öllur viðtökum þar. Get jeg þessa Húsvíkingum til ■sóma og tii leiðrjettingar fvrgreindu ranghermi. Sem sagt öll uppistaðan er ofskyn.j- anir eða oflieyrnir og ívafið ósann- indi í allri Tímagreininni, og er því •eðlilegt að höf. hennar vilji vera í skugganum. En hver sem svo sparkar, hann sparkar í sjálfan sig, og ætti ■éiðrum að vera það méinlaust. S. Á. Gíslason. Rozsi Cegleöé. Hver er Rozsi Cegledé ? munn marg- Ir spyrja. Árið 1918 hjelt fimm ára gömul telpa hljómleika í stærsta hijómleika- húsinu í Budapest. Áheyrendur rjeðu ejer varla fyrir hrigningu. Barnið ljek A-dúr sónötu Mozarts. Blöð og list- 'dómendur hófu undrabarnið til skýj- anna. Nafn hennar flaug um alla Miðevrópu. Árið 1925 spilar hún C-moll con- sert Beethovens víðsvegar í Ungverja- landi, Þýskalandi og Austurríki við fádæma orðstír, ásamt Symphoni hljómsveit. Þá er sigannatelpan Rozsi 'Cegledé aðeins 12 ára. Þrjú næstu árin fór frægð hennar stöðugt vaxandi, meðan hún lengst af Ijck í konsertnm sendíherrasveitar Austurríkis og Ungverjalands. *Árið 1929 er hún einleikari í hinni heimsfrægu sigauna-symphoni hljóm- sveit Henry Bersuys. Og hin fagra 16 ára sigauna mey vakti eindæma hrifningu um alla Evrópu. Sigurför hennar lá frá einni ihöfuðhorg til annarar, Róm, París, Berlín, London o. s. frv. Og á þeirri ferð kom hún í fyrsta sinn til Norðurlanda. Eyrir einu ári, þegar Bersuy dó, og hljómsveitin ieystist upp, byrjaði hún að ferðast um og balda eigin hljóm- leika. f þessari viku gefst okknr kostur á að hlusta á hana, því að hún er hingað komin og ætlar að halda hjer hljómleika. X. Skipulagsferðir 1932. lifur og hjörtu. Eftir Guðm. Hannesson, Frh. Næsti áfanginn var Stykkishólmur. Bæjarstæði er þar fagurt og ein- kenniiegt,- bærinn snotur og þrifaleg- ur, en stendur að mestu í stað. 1910 voru íbúarnir 591, 1920 680 og 1930 642. Þeim hefir því fækkað á síðasta áratugnum. Þar er fremur erfitt að reka útgerð og landið umhverfis gam- alt hraun, lítið um ræktanlegt land. Takist ekki bæjarbúum að reka arð- sama útgerð, getur bærinn ekki tekið vernlegum stakkaskiftum, en hann get- ur verið snotur og vingjarnlegur fyrir því, ef vel er á haldið. Tilraun hefir verið gerð til þess að efla útveginn en óvíst hversu hún tekst. Það er eins og bæjarbúar hafi ekki mikla trú a honum, því nú hafa þeir tekið land, sem hentaði útvegnnm vel, og gefið það ti'l myndarlegs sjúkrahúss, sem kaþólskir bvggja. Þeir treysta sjálf- sagt betur guði en mammoni, en það gera fáir nú á dögum. Sjúkrahúsið og kaþólska kirkjan, sem bygð verður við það, verða sjáifsagt bæjarprýði, þó ekki litist mjer allskostar á útlit [x'irra. Nýmóðins kassi að mestu. Skipulag er sæmilegt í Stykkis- hóimi, en annars hefir verið gerður hráðabirgða-skipnlagsuppdráttur, sem getur verið til nokkurrar leiðbeining- ar. Hefði hann yerið gerður fyr, myndi hafskipabryggjan hafa verið öll önnur. Hún er hið mesta mann- virki og furðuverk, óralöng og öll í hlykkjum. Tíminn leyfði mjer að heimsækja Jón Steingrímsson sýslumann og sjera Sigurð Lárusson. Yar mjer vel tekið á báðum stöðnm. Barst meðal annars í tal, hvorum myndi betur farnast, strangtrúuðum mönnum eðn, kommún- istum, ef hvorir um sig ættu að nema land eða ráðast í önnnr stórræði. Þótti líklegt, að trúmennirnir myndu falla á knje og biðja til guðs óður en þeir 'legðu hönd á plóginn, en hinir syngja alþjóðasöng sinn. Kom mönnum sam- an um það, að trúmennirnir mvndu bera hærri hlut og farnast betur, eins og sjá ffiá á landnámi í Bandaríkj- unum. En af öllum þeim aragrúa af tilraunum, sem socíalistar hafa gert til þess að stofna þjóðfjelag fyrir sig, hefir engin hepnast. Hvað úr Rúss- iandi verður veit enginn að ,svo stöddu, en ekki er sýnilegt að reglu- legur socíalismus ætli að verða lang- gæður þar. Jeg get varla sagt jeg kæmi á Pat- reksfjörð, og kom jeg þó snöggvast í land. Bærinn stendur í undirlendislít- illi hlíð með nokkru skriðufalli. Hús eru flest úr timbri, skipulagi ábóta- vant og væri þörf að bæta það sem fyrst, því bærinn er að vaxa. Árið 1920 voru þar 436 íbúar en 1930 606. Þessi fjörkippur er eflaust að þakka Ólafi Jóhannessyni konsúl, sem hefir hafið þar togaraútgerð. Ganga þaðan 2 togarar og bjargast vel, að því mjer var sagt. Yæri það nmhugsunasefni fyrir Reykvíkinga hvers vegna út- gerðin ber sig betur þar en í Rvík. Á Þingeyri við Dýrafjörð athugaði jeg ekki skipulagið sem skyldi, því jeg stóðst ekki freistinguna að líta inn til Gunniaugs læknis og spjalla dálítið við hann. Skipulag hefir ekki verið gert þar, en bærinn er tiltölu- lega þrifalegur og landrými nóg, ef vöxtur hlypi í hann. Annars stendur hnnn að mestu í stað. Árið 1920 voru þa- 366 íbúar, en 1930 360. Þetta er ijeieg afkoma á þessari fólksfjölgun- aröld. Jeg er að vísu ókunnugur öllum staðháttum, en mjer virðist að þetta myndi óðara breytast, ef bæjarbúar væru samtaka um að auka útveginn. Þó getur þetta því aðeins blessast, að hæfur maður standi við stýrið og hafi nokkur skildingaráð. Hvað sem þessu líður, þá veitti ekki af því að gera skipulag fyrir bæinn áður langt um líður. Loksins komst jeg til Flateyrar á Önundarfirði. Eyrin sjálf er einskonar furðuverk, sem sjórinn hefir sennilega myndað: Langur og mjór tangi, sem gengur frá norðurströnd fjarðarins beint til suðurs út í fjörðinn, eins og risavaxinn hafnargarður, flatnr og hæðalaus, eins og nafnið bendir til, nema að efst á eyrinni er allhár hóll, Goðhóll, og má hamingjan vita hvern- ig hann hefir orðið til. Sagt er að þar sje haugur fommanns, en ekki er þó hóllinn gerður af mannahöndum. Eyrin hefir verið græn og grasi vaxin óður en bærinn tók að byggjast, en nú er mestur hluti hennar sandorpinn með hærri grastorfum hingað og þarigað, sem enn hafa staðist uppblásturinn. Jarðvegurinn er að mestu sandur klæddnr þnnnu grasigrónn moldarlagi, svo uppblástnr byrjar hvar sem það trampast sundur. Ofan eyrinnar teknr við hratt fjallið og er þar víðast snjóflóðahætt. Þar stóð áður á dálitlum hjalla bærinn Eyri. Er þar fagurt hæjarstæði og þar hafa iSnjóflóð ekki komið. Fornmenn kunna að velja sjer bæjarstæði. Svo virðist sem innan eyrinnar sje hin ágætasta höfn, en í raun og veru er þar svo mikið útgrynni, að víkin er að méstu þnr nm háfjöru, og haf- skipabryggjan er því úti undir evrar- odda. Eigi að síður er þar góð höfn. Skamt fyrir innan eyrína er Só.1- bakkasíldarverksmiðjan og eru þar nokkur íbúðarhús. Þar er að sjálf- sögðu góð hafskipahryggja. Pyrrum höfðu Norðmenn þar hvalveiðastöð. Hún hefir sennilega átt mestan þátt í því, að bær tók að myndast á eyr- inni. íbúatalan á Fiafceyri hefir vérið þessi: 1910 218, 1920 302, 1930 327. Framförin hefir verið smávaxin síð- asta iáratuginn, og ekki lík því sem eiganda jarðarinnar, Kristján heitinn Torfason, dreymdi um. Hann hafði þá trú, að hafið fyrir utan væri ótæm- andi gnllnáma, ef menn kynnu að bera sig eftir björginni. Þar var fisk- urinn, síldin, hvalirnir og fleiri auðs- uppsprettur, en járnsteinn og aðrir málmar í fjöllunum og ótæmandi afl- gjafi í fossnm þar í nágrenninu. Á Flateyri var höfnin sjálfgefin, tii þess að koma auðæfunnm í iand og breyta þeim í hvers konar verðmætar vörnr, þar var auðvelt að reisa verk- smiðjur til málmvinslu o. fl. Hann sá fyrir sjer þjettbygðan, ötulan npp- gangsbæ á eyrinni, og alla leiruna þakta verksmiðjum og útvegshúsnm. — Draumur var þetta en ekki veru- leiki, en það eru þessir og þvílíkir draumar, sem hafa skapað allar fram- farir. Síldarverksmiðjan kom, og hver veit nema fleira rætist af hugsjónum Kristjáns heitins. Víst er um það, að þar sem engum dettur neitt nýtt í hng, þar verður framförin engin. Jeg er vanur að ljúka því af, sem jeg á að gera, áður en jeg fer að hngsa um annað, og tók strax að vinna að KI e i n, Baldursgötu 14. Sími 73. skipulaginn. Jeg fjekk að nota stofu í barnaskólanum til þess að vinna í, og fór þangað með uppdrætti mína og hafurtaisk. Það var tiltölulega fljót- unnið verk að skoða bæinn, og eina reglulega gatna, sem var þar, og lá með sjónum meðfram höfninni, var auðsjá- anlega á rjettum stað og hyggilega lögð. Þá hafði og verið hugsað fyrir annari götu ofan hennar eftir endi- iangri eyrinni, og hafði nokkrum hús- um verið skipað með tilliti til þess. Þriðjá gatan gat síðan legið með sjón- um vestast á eyrinni. Með þessum hætti var skipulagið nýtilegt en fá- breytilegt, ekkert í því sem gæti „glatt mannisins h jarta* ‘. Þá kom það og npp úr kafinu, að bæjarbúar höfðu nýlega lagt vatnsveitu ofan úr fjalli, og höfðu þeir ekki gáð þess, að láta hana fylgja þessari fyrirhug- uðu götu, nema að nokkru leyti. Þá var og erfitt að finna góðan stað fvrir kirkju, skóla, samkomuhús og fleira með þessu einfalda skipulagi. Jeg sá því eftir nokkrar „umþenkingar", að ekki var þetta einfalda skipulag alls kolstar gott.' Eittíhvert salt þurfti í þessa súpu! Þannig gengur það oft með skipu- lag, að það sem manni dettnr fyrst í hug, eða vakað hefir fyrir öðrnm, reynist svo gallað við nánari athugun, að manni finst það ekki nothæft. Og þá gildir um að láta sjer detta eitt- hvað gott í hug, helst margt og fjöl- breytt, svo mörgu sje úr að velja. Það er nú hægar sagt en gert, að láta sjer detta fleira eða færra gott í hug. Margt flýgur að vísu gegnum hugann, stundum fjölda margt. En þegar svo farið er að reyna að prófa h\erja hugmynd á fætnr annari, þá vill oftast fara svo, að hún rekur sig illilega á eitthvað. Stundum er pl'ássið of .lítið, stundum of stórt, en oftast stendur eitthvert stæðilegt hús eins og þrándur í götu, og þá fer sparn- aðardjöfullinn í mann, svo allur loft- kastalinn hrynur. Stundum sýnist alt koma heim og saman á nppdrættinum, en svo rekur maður sig á nýtt stein- hús, sem bygt hefir verið síðan hann var gerðnr. Og það getnr farið svo, þegar fleiri hugmyndir reynast ekki nothæfar, að fleirum skjóti ekki upp og þá líður manni illa. Maður snýr sjer þá að einhverjn öðrn, sem gera þarf eða lætur þetta óleysta vanda- mál bíða næsta dags. Þá fer oftast svo, að alt í einu sjer maður ráð, dettur það alt í einu í hug, og ekki sjaldan reynist það þá nýtilegt eða jáfnvel gott. Það er ekki nóg við skipulagsgerð, að sjá fyrir sæmilegum götum með hæfilegum haHa, hæfilega breiðum hyggingareitum o. þvfl. Fvrir öllu slíku þarf að sjá, og það er til- tölulega hægur galdur, en hitt er erf- iðara að sjá jafnframt fyrir því, að bærinn verði fagur og skemtilegur að búa í, alt svo smekklegt sem landslag og önnur atvik leyfa. Og þó manni finnist að lokum, að nú sje þessi vandi leystur, þá getur maðnr ekki varist þeirri hngsun, að hefði ágætur lista- maður í bæjagerð gert uppdráttinn, þá hefði hann orðið allur annar, orðið eins og innhlásið kvæði í samanburði við hversdegs Vísu. í þetta sinn sakn- aði jeg auðvitað vinar míns próf. Guðjóns Samúelssonar, sem annars ræður mestu um það, sem að listinni lítur og er oft fundvís á úrræði. Það IUUarkjólatau. Gardínur. Stores. Drengjapeysur Matrósaföt. Náttföt. | Manchester. Lauagveg 40. Sími 894. Reckitts Þvottablámi G i ör i r* I inid f h n n hvitt Heii ávalt tiibúnar líkkistur frá allra ódýrnstu ti.1 fullkomnustu gerðar. Leigi vand- aðasta líkbílmn fvrir lægstu leigu. Sje um útfarið að öllu leyti. Tryggvi Árnason, Njálsgötu 9. Sími 862. WKQIIIÍ: Matarstell — Þvottastell — Kryddsett — Kæfuílát — Skálasett 6 st. 5.25 — Bolla- pör 0.55 — Matardiskar — Barnadiskar — Mjólkur- könnur — Ölglös — Vínglös — Vatnsglös með stöfum og margt fleira. [fiH Ifinssn Bankastrœti 11. EGGERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: OddfeUowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangnr um austnrdyr). Sími 871. Viðtalstími 10—12 árdegis. hún er jafngild bestn er- lendri, en er ódýrari og þar að anki Innlend. 1 Kjósið C-listann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.