Morgunblaðið - 27.11.1932, Síða 2
2
M0RGUNBLAÐ7Ð
10—50° o atsláttnr
aðeins þessa vikn. Verslið þar sem að þjer iáið óðýrastar
vðmr. Sfðasta t»kif»ri fyrir jól.
VEBSLUNIN
AHBOBS.
(öcomalt
Best fyrir barnið yðar.
Ekkert eins gott —
Ekkert betra en
Qocomalt
Biðjið kaupmann yðar
um eina reynslu dós.
Frá Mjólkurbúi
Fióamanna.
í ár framleiðir búið 70
smál. af ostum.
Nýlega liafði blaðið tal af Jörg-
ensen bústjóra við Mjólkurbú
Fióamanna og spurði hann tíðinda
frá starfsemi búsins.
Hann sagði m. a.:
Jeg býst við því að í ár taki
búið við um 2.000.000 lítrum frá
fjelagsmönnum. Er það % miljón
lítra meira en í fyrt'a.'’
Fjelagsinenn eru nú 285; og af
þeim um 160 í Flóanum. Nýlega
iiafa Þykkbæingar bæst við. En
lengra er síðan Skeiðamenn,
Hreppamenn og Holtamenn fóru
að flyíja í biiið. Síðan brúin kom
á Þverá eru bændur úr Landeyj-
um að hugsa um að flytja mjólk
til okkar.
1 sumar hafa bændur fengið út-
borgaða 14.5 aura fyrir mjólkur-
lítra með 3.6% fitu. Meðalfita yfir
alt árið í fyrra var 3.71%.
Um afurðasöluna er það að
segja, að langbest gengur salan á
ostunum, enda leggjum við nú
megináhersluna á ostaframleiðsl-
una. —
Ostageymsla búsins hin uppruna
lega var alt of lítil. Höfum við
nú bygt ostageymslu norðan við
mjólkurskálann. Er geymsluhiis
þetta 22 metrar á lengd og 10 m.
á breidd. Eru ostahillurnar sam-
tals 4 kilómetrar á lengd, og er
þar hægt að geyma um 90 smál. af
ost.i.
1 ár framleiðum við 70 smál.
Gera má ráð fyrir, að geyma þurfi
ostana 4—6 mánuði, svo nú höf-
um við nægilega stóra geymslu
þó við tvöföldum framleiðsluna
frá því sem hún er nú.
Engin vandkvæði eru á þvi enn,
að selja alla okkar osta innan
lands.
Skyrsalan gengur einnig ágæt-
lega. Fyrir undanrennuna, sem fer
í akvrið fást einir 8 aurar fyrir
lítrann. Alls framleiðum við í ár
um 100 smál. af skyri.
En tregari er salan á smjörinu.
Af því höfum við oft talsverðar
birgðfr óseldar.
En hjer kemur okkur það að
góðu haldi hve hinir feitu ostar
okkar ganga vel út, ostar með
fituprósentu 45. Mikið af mjólkur-
fitunni fer í þessa osta. En smjör-
framleið^iuna megum við ekki
auka, svo framarlega, sem við ætl-
um að fá markað fyrir alt smjör
vort hjer innanlands. Smjörverðið
á heimsmarkaðinum er, sem kunn-
ugt, er svo lágt nú, að einskis góðs
er að vænta af smjörútflutningi,
| er mjólkurframleiðsla bændanna
1 evkst. Þá væri næst hendi að reyna
að fá markað t. d. í Englandi fyr-
ir feita osta, og fá bærilegt verð
fyrir mjólkurfituna á þann hátt.
En þó getur altaf rekið að því,
að við þurfum að fara að flytja út-
,smjör. Þá verðum við að hafa
lagafyrirmæli okkar í lagi um út-
flutning á smjöri, sjá um, að lög-
festa ákveðið merki á útflutnings-
smjörinu, svo hægt verði að
tryggja, að alt það smjör, sem
lijeðan flyst verði 1. flokks vara.
Á þann hátt einan getum við
trygt okkur besta verð. Þegar að
þvj kemur að útflutningur á
smjöri þarf að byrja fyrir alvöru,
væri best að hafa undirbúning
þennan í lagi.
»9<
SALA
Þrátt fyrir ðll ianflntuingsliðft, hefst okknr venjn-
* ' * f v
lega vetraiátsafa, mánndaginn 28. þ. m og veiða margar
vðrnr verslnnarinnar seldar með sjerstðkn tækifærisverði.
Ættn nn þeir, sem þnrfa að fá sjer vefnaðarvðrnr,
tilbá'nn fatnað og ifeira, að nota þetta sjerstaka tækifæri
í peaingafeysinn.
i ci
Frjettaburður
frá ísfandf.
j í norska blaðinu „Aftenposten"
birtist 7. nóvember eftirfarandi
grein:
— Stórkostlegt smyglunarmál á
Islandi. Mörg útlend firmu við
það riðin. (Brjef til Aftenposten)
Reykjavík í nóvember:
Stórkostlegt og víðtækt smygl-
unarmál hefir nú komist upp. Að
þessu sinni er ekki um áfengi að
ræða, heldur um fjölda vara sem
innflutningsbann er á •
Þegar innfultningsbann var sett
á íslandi í fyrra á ýmsar óhófs-
vörur og aðrar vörur, sem landið
sjálft getur framleitt, höfðu flest-
ar Aærslanir miklar birgðir, svo
að það vakti enga undrun þótt í
flutningshaftanna gætti ekki í
fyrstu. En þegar verslun minkaði
ekki, þrátt fyrir það að ár var
liðið síðan innflutningshöftin voru
sett, fór yfirvöldin að gruna
margt og tollstjórnin í Reykjavík
hóf þá rannsókn. Hún leiddi það
í ljós að ýms af stærstu firmum
j í Reykjavík liöfðu altaf — og
, reglulega — fengið sendar jafn
| miklar vörur eins og áður en inn-
! flutningshöftin voru á iögð. —
I Smyglunin hefir farið fram á þann
hátt að hinar bönnuðu vörur hafa
verið sendar í pökkum, en á vöru-
skránum hafa verið tilnefndar
vörur, sem innflutningur er leyfð-
ur á. Mörg erlend firmu hafa!
þannig hjáipað til við smyglunina.
Menn hafa enn eigi glögt yfirlit
um það live víðtæk smyglunin hef-
ir verið, nje hve miklu af vörum
hefir verið smyglað, en þar eð
verslun með fjölda margar bann-
vörur hefir altaf verið nær jafn
jmikil og áður en höftin komu,
áiíta menn að hjer sje um svo
mikinn vöruforða að ræða, að talið
er að þetta sje stærsta smyglun-
armál, sem komið hefir fyrir á
Islandi.
Hreinn
lsson.
Það er kunnugt að norski blaða-
maðurinn Per Björnson-Soot, sem
hjer var um skeið, hefir skrifað
ýmsar villandi og niðrandi frjettir
um ísland og ýmsa íslendinga
bæði í „Aftenposten<r og „Ber-
lingi“. Sá frjettaburður hefir á
Sjjer öll einkenni Hrifkimenskunn-
ar, enda er sagt að Jónas Jónsson
I hafi oft spýtt í blaðamanninn.
j Sje nú þessi frjettaburður ekki
|frá blaðamanninum, heldur kom-
i inn í brjefi frá Reykjavík, eins
1 og blaðið segir, má nærri geta
hver höfundurinn er.
Nýjustu isleus&ar plHlnr
nýkomnar á markaðinn.
Yorgyðjan kemur. — Vor og haust.
Þess bera menn sár. — Móðurást.
Hún kysti mig. — Minning.
Bergljót. — Sofðu unga ástin mín.
Hærra minn guð til þín. — Klukknahljóð.
Láttu ekki guð minn. — Faðir andanna.
Kvöldvers. — Dauðsmannssundið.
Vögguljóð. — Ástarljóð.
Syng mig heim. — Sýn.
Litla skáld. — Tárið.
Athfoíi skal vakin á þvl, að flest af þessnm löfjum
hafa ekki komið út á plötnm hjer áðnr.
Plötur þessar eru allar sungnar inn með hljómsveit
og betur uppteknar en aðrar íslenskar plötur, sem hjer
hafa komið á markaðinn áður.
Verksmiðjan Fálkinn.
elmdalln..
Fundur verður í dag klukkan 2 síðdegis í Varð-
arhúsinu.
Dagskrá: 1. Samvinnumál. (Sigurður Jóhannsson).
2. Fjelagsmál.
Varðarfjelagar velkomnir. Mætið stundvíslega.
STJÓRNIN.