Morgunblaðið - 27.11.1932, Page 5
SmmudagÍBn 27. nóv. 1932.
5
Huað líður máli
útuarpsstiórans?
Ríkisstjórnin heimtar endurgreiðslu á
nokkru af hinu misnotaða fje.
En Jónas Þorbergsson er áfram út-
varpsstjóri.
Gleymið ekki „garminnm honum
Katli“, útvarpsstjóranum okkar,
Jónasi Þorbergssyni.
Ritstjórn þessa blaðs liefir bor-
ist fjöldi fyrirspurna viðvíkjandi
máli útvarpsstjórans. Menn liafa
spurt, hvort ekki væri búið að
fyrirskipa rannsókn í málinu,
hvort Jónas Þorbergsson yrð i 4-
fram útvarpsstjóri, eða hvort mein
ingin væri að svæfa málið alveg,
án þess nokkuð væri aðhafst. .
Því miður getur Morgunblaðið
ekki gefið fullnægjandi upplýsing-
ar viðvíkjandi máli útvarpsstjór-
ans. En sjálfsagt er, að almenn-
ingur fái að vita um alt, sem gert
er í þessu máli, og mun blaðið
telja það skyldu sína, að reyna
að fylgjast með öllu þ'ví sem fram
fer og skýra almenningi frá því
jafnharðan.
Svo sem kunnugt er, var fjöl-
mennur fundur haldinn í Fjelagi
útvarpsnotenda 28. okt. s.l. Þar
var allmikið rætt um miál útvarps-
stjórans og tvær ályktanir gerðar.
Onnur var yfirlýsing um van-
traust á útvarpsstjórann og til-
mæli til ráðherra, að losa útvarpið
við mann þenna.Hin ályktunin var
áskorun til ráðherra um, að hann
ljeti fram fara opinbera rannsókn
viðvíkjandi meðferð útvarpsstjóra
á fjármálum útvarpsins.
Þessar ályktanir Fjelags út-
varpsnotenda voru þegar í stað
sendar ráðherra, en ekki er kunn-
verið sint, ennþá.
Þerss hefir verið getið lijer í
blaðinu, að fjármálaráðuneytið
hafi verið að endurskoða reikn-
inga útvarpsins fyrir árið 1931. —
Við þá endurskoðun kom að
sjálfsögðu í ljós ýmislegt af því,
sem upplýst hafði verið lijer í
blaðinu viðvíkjandi misnotkun
Jónasar Þorbergssonar á fje út-
varpsins. En eins og blaðið hefir
margoft bent á, getur þessi endur-
skoðun fjármálaráðuneytisins út
af fyrir sig aldrei komist fyrir
allan sannleika í þessu máli. Eltk-
ert nema opinber rannsókn getur
upplýst þetta miál til hlítar.
Fjármálaráðuneytið mun nú
liafa loldð endurskoðun sinni fyr-
ii' 1931. Það hefir, að sögn, krafið
Jónas Þorbergsson um endur-
greiðslu á um 1400 króna og er
það ýmist fje, sem J. Þorb. hefir
notað í eigin þarfir eða þá rang-
lega er greitt>af fje útvarpsins.
Jónas Þorbergsson hafði látið
útvarpið greiða um 1000 kr. ferða-
kostnað frá Ameríku fyrir ungfrú
A. Johnson, sem hann liafði ráðið
að útvarpinu sem frjettaritara,
með 4800 kr. árslaunum. Fjár-
málaráðuneytið mun hafa krafið
J. Þorb. um endurgreiðslu á helm-
ing' þessa ferðakostnaðar. Einnig
var hann krafinn um endur-
greiðslu á 150 kr., sem varið hafði
verið til brúðargjafar.
Risnureiltningur Jónasar Þor-
bergssonar er gott sýnishorn af
frekju og ósvífni þessa; embættis-
manns. IJtvarpsstjóranum er ekki
heimiluð nein fjárveiting til risnu.
Samt sem áður kemur reikningur
yfir risnu fi'á Jónasi Þorbergssyni
sem mun nema nál. 600 kr. árið
1931. Eigi er blaðinu kunnugt
hvað það er, sem fram er talið á
þessum reikningi, en sennilega eru
þar ýms drykkjarföng, tóbak og
sælgæti o. fl. Stjórnin mun hafa
krafið J. Þorb. um endurgreiðslu
á um • 100 kr. af risnufjenu; út-
varpsnotendur eiga eftir því að
greiða 500 kr. til risnu lianda Jón-
asi Þorbergssyni.
Enn eru ótaldar einkabílferðir
útvarpsins. Hefir áður verið á það
bent lijer í blaðinu, að ómögulegt
er að grafast fyrir sannleikann í
jíessu máli nema með ópinberri
rannsokn. Þar gagnar ekkert að
hafa í höndum bílareikninga þá,
som liggja lijá útvarpinu. Það
þarf að rannsaka frumbækur bif-
reiðastöðvanna, sem útvarpsstjór-
inn hefir skift við.
Fjármálaráðuneytið mun hafa
krafist, að Jónas Þorbergsson end-
urgreiddi um 500 kr. af bílkostn-
aðj útvarpsins 1931> Hvað þetta
er mikil upphæð af öllum bílkostn-
aði útvarpsins veit blaðið ekki, en
hitt fullyi'ðir blaðið, að þessi end-
urgreiðsla styðst ekki við undan-
gengna rannsókn og er því algert
liandahóf. Jónas Þorbergsson á
\ vitanlega að endurgreiða alt það
| fje, sem hann liefir látið útvarpið
fgreiða í bílferðir fyrir sig per-
| sónulega og sitt fólk. Hversu
! miklu þetta nemur verður rann-
| sókn að skera úr.
Fullyrt er, að endurskoðun fjár-
málaráðuneytisins hafi einnig rek-
ist á grunsamlega símareikninga
frá útvarpsstjóranum og að Jónas
Þorbergsson hafi verið krafinn um
endurgreiðslu á nál. 70 kr. af
þessu fje. Þetta sýnir, að það er
ekki eitt, heldur alt, sem styður
þá sjálfsögðu kröfu, að Jónas Þor-
bergsson fari frá útvarpinu nú
þegar.
Þannig er þá máli útvarpsstjór-
ans komið:
Fjármálaráðuneytið hefir látið
endurskoða reikninga útvarpsins
fyrir árið 1931 og úrskurðað, að
Jónas Þorbergsson skuli endur-
greiða um 1400 krónur.
Fjármálaráðuneytið telur sig
þar með vafalaust hafa lokið sínu
verlcefni, að því er iitvarpsstjór-
ann snertir. En svo kemur það til
kasta atvinnumálaráðherrans að
skera úr því, hvað gera skuli við
embættismann, sem hefir hagað
sjer eins og Jónas Þorbergsson
hefir gert.
Það er upplýst og játað af
Jónasi Þorbergssyni sjálfum, aú
hann hefir notað fje xitvarpsins í
persónulegar þarfir. Hve stórfeld
þessi misnotkun hefir verið veit
blaðið ekki, því að engin rann-
sókn hefir enn fram farið. En
það getur ekki talist forsvaranlegt
að skiljast svo við þetta mál, að
engin rannsókn fari fram. Hitt
er og óverjandi, að hafa Jónas
Þorbergsson áfram í útvarpsstjóra-
stöðunni, eftir að upplýst er um
framferði hans þar.
Þjóðin gerir sjer áreiðanlega
ekki að góðu, að mál þetta verði
leyst á þann hátt, að Jónas Þor-
bergsson endurgreiði nokkuð af
því fje, sem liann hefir ranglega
látið útvarpið greiða fyrir sig og
aðia, óviðkomandi útvarpsstarf-
seminni. en sjálfur sitji hann svo
áfram í útvarpsstjórastöðunni eins
og ekkert hafi í skorist. Þjóðin
krefst þess, að þetta mál verði
rannsakað ofan í kjölinn, og að
Jónasi Þorbergssyni verði tafar-
laust vikið frá útvarpsstjórastarf-
inu. —
Stjórninni er það vel kunnugt,
að Jónas Þorbergsson hefir ekki
aðeins notað fje útvarpsins í eigin
þarfir árið 1931. Sama gerir hann
á yfirstandandi ári og í enn stærri
stíl. Þar sem þetta er vitanlegt,
hvernig getur þá stjórnin látið
mann þenna sitja áfram í embætti?
Síðastliðið sumar fór Jónas Þor-
bergsson utan í forboði ráðherra
og útvarpsráðs. Samt leyfir hann
sjer, að láta útvarpið greiða ferða-
kostnaðinn. Þetta er lítið sýnis-
horn af framferði þessa embættis-
manns.
Fátækir útvarpsnotendur um land
alt klífa þrítugan hamarinn til
að standa i skilum við útvarpið.
Margir gefast upp, því þeir hafa
ekki fje til. Ef gætt væri sparnað-
ar í hvívetna við rekstur útvarps-
ins, myndi hægt að lækka stór-
lega árgjald notendanna. Stærsta
spamaðarráðstöfunin, sem hægt er
að gera við útvarpið er áreiðanlega
sú, að leysa f járplógsmanninn Jón-
Fjarstæðan
blægilega
er að ætla sjer þá firru að halda því fram, að ekki sje
til nema aðeins einn kaffibætir, sem nothæfur sje.
Þeirri ástæðu hefir G. S. Kaffibætir eftirminnilega
hrundið. Enda er hann nú viðurkendur einn af þeim
bestu kaffibætum, sem þekst hefir hjer á landi.
ugt, að þeim hafi að neinu leyti Jónasar Þorbergssonar á kostnað
K. B. i GO.
Kanpmenn I
HARD0L
er þ&ð fcesta sem fáanlegt er til að halda W.C -skálnm
hreinam. Hafið það ávalt tii f verslunum yðar.
H, Beisedilkfssoii & Co.
Sími 8 (4 línur).
fDótorbátar,
2—3 geta ennþá fengið viðlegupláss hjá okkur í Sandgerði
yfir næstkomandi vetrarvertíð, ef samið er strax.
Haralður Böðvarsson & Co.
Akranesi.
Nyjir ávextir.
Fáum með næstu skipum:
Epli Delecious 3 teg., ennfremur Machintos og
Jonathan epli.
Appelsinur fl. teg.
Kaupmenn! Athugið verðið hjá okkur áður en þjer festið
kaup á ávöxtum tit jólanna.
Egyert Kristjánsson & COr
Sími 1317 og 1400.
JStmw. Efnalauq ij
avtluk
jScmisk faiaittctttíttþ $$ littm
34 ^ímtð
Endurnýjum við hreinsun eða litun eftir ástæðum, notaðan
fatnað yðar og ýmsa húsmuni, sem þess þarfnast fljótt og vel og
ódýrt. — Við höfum: fullkomnustu tækin, æft starfsfólk, bestu efnin
og lengsta reynslu.
Sækjum og sendum aftur ef óskað er.
Allir mnna A. S. L