Morgunblaðið - 15.01.1933, Page 5

Morgunblaðið - 15.01.1933, Page 5
Sunmidaginn 15. jan. 1933. 0 JAovjðttttblafttö Frá Hússíandí. Ðaráttan viD bændurna. Eins og flestum er kunnugt, Iiefir rfissneska stjórnin lagt mik- ið kapp á það, að gerbreyta öllum sveitabiiskap í landinu. Sveitafólk- ið er 85% af þjóðinni og það vill feúa að sínu, en hefir fæst trú á sameignarstefnu • st jórnarinnar, sem krefst þess að fá mestan hlut- ann af framleiðslu bændanna fyr- ír lítið sem ekkert. Þá hefir og stjórnin ofsóft alla efnabændur af hinni mestu grimd, en það telur hún })á vera sem eiga 2 kýr eða fjeiri, jafnvel eina sláttuvjel. Má af því marka fátæktina í Rúss- íandi. Það liggur í augum uppj, að stjórnin stendur á völtum fótum meðan sveitafólkið er fráhyerft henni. Ur þessu vill liún bæta með þvj að útrýma sjálfstæðum bænd- um og Iáta ríkið reka búskapinn, a<5 svo miklu leyti, sem unt er Bændurnir verða þá sljettir og rjettir verkamenn yíkisins, og þá vonar stjórnin að sjer takist að fá þá í lið með sjer með illu eða góðu. Að }>essu hefir verið kappsam- lega unnið síðustu árin. Smájörð- uuum rússnesku hefir verið slegið saman í risavaxna ríkisbúgarða og stóreflis samvinnujarðir. Auk þess sem þetta kom vel heim við sam- signarstefnuna, þá var ekki ólík- ?egt. að þetta gæti borgað sig. Jarðrækt rússneskra bænda hefir verið á fremur lágu stigi en á þessum nýju risajörðum, sem taka snmar yfir heil hjeruð, mátti reka. alt í stórum stýl, og nota full- komnustu vinnuvjelar og vinnu- aðferðit. Tækist þetta með góð- tm árangri, svo að fólkinu gæti liðið brtur en áður, var ekki ó- mögulegt að það sætti sig smárn saman við breytinguna, jafnvel bó sjálfstæðir bændur hyrfi úr sögunni. Stjórnin hefði þá komið sínu fram og brotið bændurna á bak aftur. Vísi er um það, að stjórain hef- ir verið umsvifamikil í búskapar- brask i sínu, og er nú talið að ekki færri en 250.000 ríkis- eða samvirmúbúgarðar hafi komist á fót.. Það er látið í veðri vaka. að þeim Ita'fi farnast ágætlega, en þó fer tvennum sögum um það. Frakkneskur fræðimaður. Price Hubevt. segir nokkru nánar frá þessu í tímaritinu Mercure de France (ág.). Er hann kunnugur í Rússlandi og tilfærir fjölda heimilda úr rússneskum skýrslum og blöðuui. Hjer er getið um fátt eitt úr grein kans. Á samvinmibúgörðunum er bæudunum skift í flokka og ei- flokksstjóri fyrir hverjum, bæjar- maður sem kommúnistar hafa. ráð- ið. Flokksstjórinn segir fyrir Öll- um verkum hjá sínum flokksmönn- um og eru þeir sltyldir að hlýða boði hans og bjmni, ekki aðeins a búgarðinum, heldur má hann senda þá til annara starfa hvar sem er, t. d. setja þá í námugröft. Þung refsing er lög við því, ef nokkur neitar að lilýða fyrirskip- lUinm forstjórans. Það má þá reka hann bnrtu, og missir hann þá jafnframt allan rjett til þess að fá vinnu uokkurs staðar. Hann missir og sinn part af jörð og búi, og stendur allslaus eftir. Eun stærri og margbi-otnari eru stjómarbúgarðarnir (kolk- hoz) Stundum er þar tugum af sveitaþorpum slegið saman í eitt. Er talið að yfir 2 miljónir manna lifi nú 4 slíkum jörðjim. Fjöldi manna hefir þar stjórnina á hendi, borgarmenn sem kommúnista- stjórnin sendir þangað „til þess að hjálpa bændunum“, en í raun og veru eru þeir flestir þungir ómagar á vinnandi fólki á bú- garðinum, því mikið af vinnu þeiri-a eru endalausar skýrslu- sbriftir og skrifstofustörf. Er það að orðtæki haft, að „þar sje meira um skriftir en um nauðsynleg á- höld“. — Bændurnir á þúgörðum þessum eiga að vísu að hafa fje- lagsskap með sjer, en alls engu ræður hann um rekstur javðarinn- ar. Það lætui- því nærri, að bænd- urnir sjeu aftur orðnir að þrælum, eins og þeir voru fyrrum. Þeir hafa aðeius um tvent að hugsa. að hlýða og vinna. Hvernig una svo bændurnir þessari mikhi þreytingu á högum sínum? Nauð,ugir Ijetu þeir jarðir sínar og fjenað af hendi til stjórn- arinnar, eins og sjá má á þvi, að þeir slátruðu 85.700.000 gripa, svo þeir kæmust ekki í hendur henn- ar. Voru þetta hin mestu örþrifa- ráð, því síðan skorti hesta til plægingar o. s. frv. Eigi að síður beygðu þeiv s.ig fyrir kröfum stjórnarinnar og gerðust verka- menn á búgörðum hennar, því þeir áttu ekki annars úrkosta. Þeir tóku þann kostinn af tveim illum, sem þeim þótti skárri. Stjórnin taldi þetta „heimsfrægan sigur“ í'yrii' sig. og sagði að brátt yrði Eússland hið rrjesta akuryrkju- land heimsins og myndi standa öllum framar í vinnubrögðum. Það var fullyrt, að búskapurinn gengi þegar miklu betur á stórjörðunum en nokkru sinni hjá bændum á tnájörðunum. Þá átti og hugsun- arháttur fólksins að hafa breyst stórum, er það kyntist lifinn á j stórjörðunum. Kæmi þettá meðal anuars fram í því, að kirkjum þar væri lokað og fólkið orðið frá- hverft trúarbrögðum. Síðar hefir þó stjórnin kannast við, að ekki væri bitið úr náliuni með ríkisbúskapinn. Yakölef bún- aðarráðherra (eommissiore) sagði um þetta í fvrra: „Ríkisbúgaro- avnir eru eins og hús í smíðum. Utveggirnir eru komnir en alt jsmíðað að inuan. Þar er hvorki loft nje gólf nje skilrúm ennþá smíðuð“. Mætti það og mikið vera, bændui', sem reknir voru nauð- ugir af jörðnm sínum vrðu á kömmum tíma hrifnir af því að vei'a orðnii' ósjálfstæðir vei'ka- ’menn misjafnra húshænda. Það ;ar meinið við alla þessa bylt- ingu, að hún var alls ekki sprott- ii' af óskum og þörfum bændanna heldur knúð fram af stjórninni, af pólitískum ástæðmn. Óánægjá bændanna kemur marg víslega í ljós, meðal annars í því, að þeir láta sjer á sam'a standa hversu búskapurimi gengur. Rit- höfundtirmn Gladkof, sem skoðaði stóru búgarðana ber þeim þannig söguna: ,.011 vimmstjórn þav er lje.leg og í.'lt er lát-iS einhvernveginn drasl- ast. Skipulag á vinnunni eí* ófull- koinið og mikill skortur á plæg- ingai'hestum ogdráttarvjelum.Hest arnir eru útþrælaðir og fullnr þriðjnngur dráttarvjelanna í lama- sessi, af því að nauðsynlega hluti, sem skemst hafa,vantar i þær.Yíða liggur slegið hveiti á ökrunum, án þess að um það sje birt. Þresk- ing hveitis gengus- seint og korn- birgðirnar vaxa Iítið“. Ekki er vitnisburðurinn betri hjá kommúnistanum Kisselef, sem skoðaði búgarðana í Volgahjerað- inu sunnan til. „Oft er kvartað um illa stjórn á öllum vinnubrögðum og að hún hafi ill áhrif á bændurna, sem áð- ui' voru iðjusamir og hugsuðu um sitt. Skepnurnar eru illa hirt- ar, kýr ldeprugar og skítugar, og meðferð hesta svo ljeleg, að miklu fleiri drepast en vera skyldi“. Fóðurskorti er aðallega kent um, en auk þess kulda og Ije- legum húsum. Prawda segir t. d. frá því, að af 2237 hestum hafi 464 drepist úr hor og harðrjetti. Um vinnuhrögðiu á sumum sam- vinnubúgörðunum segir búnaðar- ráðherrann (1931): „Fólkið fer á fætur kl 8 á morgiiana, þegar sem mest er að gera á ökrunum. — Klukkutímum saman spjalla svo mennirnir saman, leita að hestum sinum, dytta að plógi og aktýgj- um og komast svo að lokum til vinnunnar um það bil sein þeir voru áður vanir að borða miðdeg- ismat“. t lón Rrnason fyTverandi kaupmaður. Hann ljest þann 9. þ. m. að heimili sínu. Sólvallagötu 7, á 78. aldursári. Jón Árnason var fæddur á Vil- borgarstöðum í Vestmannaeyjum 24. maí 1855 og voru foreldrar hans sæmdar- og merkishjónin daunebrogsmaður Árni Einarsson bóndi á Vilborgarstöðum, hrepp- stjóri og alþingismaður og kona. hans Guðfinna Jónsdóttir Aust- mann, prests á öfanleiti í Vest- manvaeyjum og konu hans Þór- dísai' Magnúsdóttur umboðsmanns á Þykkvabæjarklaustri, Andrjes- sonar, en foreldrar síra Jóns Aust manns voru þau síra Jón Jónsson prestnr á Kálfafelli, af hinni al- kunnu Ilöfðabrekkuætt og kona hans Guðný Jónsdóttir prófasts Steingrípissonar á Kirkjnbæjar- kla.ustri ’ og Þorunnar Hannesdótt- ur Scheving, sýslumanhs í Vaðla- sýslú, Lárussonar Schevings, sýslu ntánna á Möðrúvölum í Hörgárdal, ife nssonar. Jón ólst upp hjá' foreldrum sin- um á Vilborgarstöðum fram yfir tvítugt og þótti snemma afbragð aauara ungra manna að atgjörvi og vaskleik; minnast gamlir Vest- manneyingar hans ennþá sem for- ingja og' þrekmannsins bæði í sjó- íerðum og fjallaferðum. Jón byrj- aoi sjómensku innan við fermingu og formaður var hann orðinn 16 ára gamall á vertíðarskipi, tein- æring. En hugurinn leitaði víðar. 24 ára garnall fór hann úv foreldra- Ný bö .: Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Tólf sönglög fyrir karlakór: (Inni- iiald: Lofsöngur — Til stjörnunnar — Sumarkveðja — Ó, fögur er vor fósturjörð — Aldamótaljóð — Töframynd í Atlantsál — Ingólfs miimi — Dettifoss (með undirleik) — Fífilbrekka — Móðurmálið — Olafur og álfamær — Þar sem elfan er tær.) 48 bls. 4vo, með mynd höf. Kostar ób. 4.00. Gefið út af sambandi ísl. karlakóra. Ágæt jólagjöf handa söngvinum. Fæst hjá bóksölum. B . ve u Síöiq i í vii. ouar (og bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34). húsum til Kaupmannahafnar og lærði þar verslunarfræði; kom heim aftur 1881, staðnæmdist lítið eitt í Eyjunum, fór með sveit- unga sínum, Axel Möller, seinna í Keflavík, upp í Landeyjar áleiðis til Reykjavíkur, þangað var þá kominn bróðir Jóns, Éinar Árna- son, kaupmaður i Reykjavík, dá- inn fyrir nokkrum árum. Fóru beir fjelagar Axel og Jón fót- gangandi úr Landeyjum á tveimur dögum til Reykja- víkur um hávetur í verstu færð, óðu árnar. Þótti þetta rösklega gert. Þessa er getið hjer, því það sýnir glögt samgönguerfiðleikana við Reykjávík í þá daga. Jón rjeðist verslunarmaður hjá J. P. T. Brydesverslun hjer í bæ 1881 og var t því starfi til 'ái'sins 1906. er hann stofnaði eigin versl- ■ mi í húsi sínu, Vesturgötu 39, em hann rak í mörg ár. Sumarið 1883 gekk hann að eiga heitittey sína Juliane S. M. Bjarna- sen frá Vestmannaeyjum, dóttur Pjeturs J. Bjarnasen verslunar- stjóra í Vestmannaevjum, hins mætasta menns, d. 1869, systur hiuna kunuu Bjarnasensbræðra hjer í bæ, Nieolaj Bjaraason og þeirra bræðra. Frú Juliane, sem lifir mann sinn, er svo vel þekt af mörgnm Reykvíkingum, að óþarfi er að fjölyrða um hana hjer, eu þáð er víst. að ástúðlegri og betri eigin- kona manni sínum og' betri móðir sonum sínum en hún, verður uaum ast fundin, enda var hjónaband beirra, sem varð. tæpum 5 mánuð- um fátt í 50 ár, hið farsæl- asta og sö.nn fýrirmynd. Það sem og- sjerstaklega einkeudi samlíf þessarar fjölskvldu var hið óvenju sterka kærleiksband og virðing milli foreldra, og sona, sem allir hlutu að dást að, sem þektu. .Fyrstu hjúskaparár sín. bjuggu þau hjón í húsi Björns Guðmunds- sonar múrara við Skólastræti, nú hús Hans Petersen kaupm. og þar er fæddur elsti sonur þeirra Pjet- ur Árni Jónsson. hinn alþekti ó- perusöngvari, sem er nýlega kom- inn hingað til lands og náði að ■ vera við dánarbeð föður síns; er j hanu kvæntur danskri konu, Kar-' en Louise að nafni, f. Köhler. Eignuðust þau hjón tvo aðra syni, Þorstein Jónsson fulltrúa í Lands- hanka íslands og Carl, sem dó ungbarn. Ilafa þau hjónin um öll hin síðari ár húið með Þorsteini syni sínum og átt góða ellidaga hjá honum. Eitt ár voru þau í Bremen í Þýskalandi hjá Pjetri syni sínnm. Sonnm sínum veittu þau ágætt uppeldi og kostuðu til mentn. Pjetur nm mörg ár riS náni erlendis, af eigin efnum. Jón heitinn var í orðsins eigin- legu merkingu þjettur á velli og þjettui' i lund, skapgerðarmaður, sem eigi Ijet undan er hann átti ' rjettu að standa, allur undir- lægjuháttur var honum fjarlægur, hann var einarður og ‘hispurslaus. en óhlutdeilinn við aðra og vildi. ‘.'iigum rangt. gera. Hann var starfsmaðui', og heira- ilisfaðir ágætur, fjelagslyndur og tók hann mikinn þátt í fjelagslífi bæjayins og athöfnum á hlómaár- urn sínum. Stjettarmálum sínum studdi hann ætíð mjög að og var um tíma í stjórn Verslunarmanna- fjelags Reykjavíkur. Hann var einn af þeim 4 reyk- vískvi borgurum, sem um alda- mótin stofnnðn til kartöflnrækt- unar á Melunum í allstórum mæli- kvarða, á þess tíma visu. Eins og fíeiri móðurfrændur hans var Jón heit. söngmaðm- góður. Afi hans síra Jón Austmann, var orðlagður raddmaður, og víða er þess ætt- tolks getið lengra fram fyrir á- gæta sönghæfileika. Þeir Vilborg- arsteðabræðnr glæddu mjög söng- Ut' í Vestmannaeyjum, Sigfús Árnason alþm., dáinn 1922, hróðir Jóns æfði fyrstur manna söng í Vestmannaeyjum, sem Bryujólfur sonuv hans. organisti þar við kirkj uná, heldur áfram. Jón var með í stofnun söngfje- lagsins ,.IIarpa“ hjer í bæ 1881, sem Jóuas Helgaso’n stýrði, hann var og í söngfjelaginu ,,14. janú- ar“, sem Steingrímur Johnsen frændi hans stofnaði hjer 1892. A heimili þeirra Jóns og Juliane komu margir. og var þar að mæta sannri ísl. gestrisni, sem þeim háðum var í blóð runnin. Munu margir reykvískir vinir þeirra,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.