Morgunblaðið - 15.01.1933, Síða 6

Morgunblaðið - 15.01.1933, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ sem eftir eru af samferðahópnum, sem nú er að vísu verulega tekinn að skerðast, minnast þess og þá eigi síst Vestmanneyingar er komu hjer í bæinn, og þau hjón af ein- stakri trygð tóku á móti opnum öj-mum á heimili sitt og greiddu fyrir ý- alla lund. Með Jóni Arnasyni er genginn einn af hinum gömlu og góðu frumherjum hins unga höfuðstað- ar vors. Blessuð veri minning hans. Kunnugur. Bcrnöafunöur ö Kjalamesi. Eftirfarandi fundargerð liefir blaðinu borist til birtingar: Ar 1933, liinn 7. janúar, var haldinn almennur bændafundur á Kljebergi á Kjalafnesi, til þess að ræða um skulda- og viðskiftamíál bænda. Fundinn sóttu menn úr öll- um sveitum Kjósarsýslu og af Álftanesi. Fundarboðendur voru: Ólafur Bjarnason, Kolbeinn Högna son, Þ. Magnús Þorláksson, Jónas Björnsson og Björn Birnir. Ólafur Bjarnason í Brautarholti setti fundinn og nefndi til fund- arstjóra Kolbein Högnason í Kolla firði. Tók hann þá við fundar- stjórn og tilnefndi sem fundar- skrifara Ellert Eggertsson á Með- alfelli. Störf fundarins voru sem hjer segir: Ólafur Bjarnason hóf umræður. Rakti hann fyrst í stórum dráttum ástæðurnar til skuldasöfnunar bænda, s. s. stórum auknar húsa- og jarðabætur á síðustu árum, en á sömu árum stórkostlegt verðfall á afurðum bænda. Síðan kom hann að viðreisnarstarfinu, sem nú vrði að hefja á þessu sviði, taldi hann upp nokkrar leiðir sem bent hefði verið á til björgunar út úr þessum ógöngum, en stefna frum- mælanda og annara fundarboð- enda kemur skýrast fram í tillög- um þeim, sem lagðar voru fyrir fundinn Allmargir fundarmenn tóku til máls og komu ýmsar skoð- anir •fram. Tillögur fundarboðenda eru svo- hl jóðandi: „Fundur bænda í Kjósarsýslu samþykkir að skora á Alþingi og rikisstjórn að hlutast til um: 1. Að samþykkja nú þegar al- hliða löggjöf um sölu búnaðaraf- urða, með hliðsjón af löggjöf Norð manna um sama efni. 2. Að öll þau lán, sem trygð eru með fasteignaveði og ábyrgð hreppsfjelaga sjeu lengd í 60 ára lán, er greiðist með jðfnum afborg unum árlega og vðstum 3%. 3. Að víxilskuldunum sje breytt í sjálfskuldarábyrgðarlán, sem greiðist á 25—30 árum, með jöfn- um afborgunum árlega og vextir 2%—3%. Fyrstu 5 árin skulu lán- ir: vera afborgunarlaus. 4. Að ósamningsbundnar skuldir (verslunarskuldir o. fl.) sjeu gerð- a. upp og viss afborgun sje greidd árlega. Sje þessi afborgun miðuð víð gjaldþol hlutaðeiganda að dómi skilanefndar, sem skipuð er samkvæmt lögum um „gjaldfrest bænda“. Samningstíminn má eigi vera skemri en 10 ár (og vaxta- laust). 5. Að breyta lögum um skila- nefndir í samræmi við undanfarn- ar tillögur og rjettur til að kom- ast undir þau verði: a) að eign- inni hafi verið og sje vel við hald- ið. b) að atvinnurekstur hlutað- eiganda hafi verið rekinn á heil- brigðum grundvelli hin síðari ár. 6. Að gera þær breytingar á nauðasamningalögunum, að þau nái betur til bænda, og greiða fyr- ir því með styi’k úr ríkissjóði að þeim veitist auðveldara að ná slík- um sainningum“. Allar þessar tillögur voru sam- þyktar í einu hljóði. Ennfremur var þessi tilaga frá fundarboð- endum: „Fundurinn lítur svo á, að á slíkum þrengingatímum, sem nú standa yfir, sje það sjálfsögð skylda allra, að gæta hins ítrasta sparnaðar á öllum sviðum. Telur fundurinn nauðsynlegt., að ríkis- stjórn og Alþingi hafi forgöngu í þessum efnum, og skorar því á ríkisstjórnina að leggja fyrir næsta Alþingi víðtækar sparnað- artillögur er hnígi að því að spara svo sem hægt, er á ríkisbúskapn- uin. Fyrst og fremst. með því að fækka. starfsmönnum og embættis- mönnum ríkisins, samræma laun þeirra, sem nauðsyn er að hafa, og lækka eftir því sem fært þykir“. Tillagan var samþykt í einu hljóði. Svohljóðandi tillaga kom fram frá Sigurjóni Pjeturssyni: „Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að samþykkja nú þegar á næsta þingi lög um vinnu- frið einstaklinga í landinu og sjá um að hver maður fái rjett til þess að vinna hverja löglega vinnu er hann óskar, öhindrað af óviðltom- andi mönnum“. Samþykt með öllum greiddum atkvæðum gegn 1. Tillaga frá sama: ..Fundurinn skorar á ríkisstjórn ina að gangast fvrir lækkun á gengi íslenskrar myntar í rjettu hlutfalli við framleiðslukostnaðinn í landinu. eða í kr. 30.00 fyrir pund sterling“. Um þessa tillögu urðu miklar umræður; að þeim loknum var hún feld með 20 at- Kvæðum gegn 2. Tillaga frá Gesti Andrjessyni: „Að hefja nú þegar undirbúning undir löggjöf um að ríkið kaupi allar jarðir í landiuu og veiti þær aftur í erfðaábúð með sanngjörnu afgjaldi, eða samþykkja aðra þá löggjöf, er komið geti í veg fyrir óeðlilega verðhækkun jarðar“. — Feld með 20 atkv. gegn 6. Tillaga frá B. Birnir: „Að hefja nú þegar undirbún- ing undir löggjöf uir. erfðaábúð og óðalsrjett. eða annað er komið geti í veg fyrir óeðlilega verð- hækkun jarðar“. Samþykt, með 11 atkvæðum gegn 2. Tillaga frá Jónasi Björnssyni: „Fundurinn skorar á næsta Al- þingi að Ijetta sköttum af at- vinnuvegum þjóðarinnar svo sem mögulegt er, en ná inn því fje sem ríkið þarf á annan hátt, og má í því sambandi benda á eftir- farandi: a. Hátekjuskatt, svo háan, að enginn hafi hærri laun nettó, en kr. 8000.00. b. Skemtanaskatt, mjög hækk- aðan. c. Veitingaskatt, sem væri hár, o. fk“ Samþykt með iillum greiddum atkvæðum. Tillaga frá Stefáni Jónssyni: „Fundurinn skorar á alþingi að styrkjá bændur til kaupa á til- búnum áburði eins og að undan- förnu, með því að greiða flutn- ingsgjald til lándsins á honum.“ Samþykt í einu hljóði. Tillaga frá B. Birnir og Kol- beini Högnasyni: „Fundurinn lítur svo á, að 'sam- vinnufjelög bænda sjeu um alla afkomu sama og bændurnir sjálf- ir, og beri því að veita þeim sama styrk og bændunum í þess- um málum“. Samþ. í einu hljóði. Tillagk frá B. Birnir: „Fundurinn skorar á Alþingi að styrkja framleiðslusöíuf jelög bænda til þess að koma á fót og starfrækja fullkomna sútunai verk smiðju.“ Samþ. með öllum greidd- um atkvæðum. Að síðustu þakkaði fundafstjóri fundarmönnum fyrir fundaraókn og góð störf á fundinum og hvatti menn til að standa fast saman um rjettlátar kröfur bændanna. Upplesið og samþykt. Fundi slitið, Kolb. Högnason. Ellert Eggertsson. } Skðlholt ð sænsku. Nokkur ummæli. Þrjú fyrstu bindin af sögu Guð- mundar Kambans, Skálholt, eru nú komin út á sænsku og skipa höfuðblöð Svía bókinni eínróma á bekk með hinum mestu verkum í nýrri bókméntum. Hjer fara á eftir ummæli eftir nokkra af merkustu ritdómendum í Svíþjóð. Anders Österling, eitt af nafn- kunnustu skáldum Svía og einn af hinum átján meðlimum sænska akademísins, skrifar formála fyrir sænsku útgáfunni og segir þar m. a.: „Þessi sögulega skáldsaga frá 17. öldinni á íslandi, sem nú kem- ur út í sænskri þýðingu, er tví- mælalaust eitt hið mesta stórvirki í þessari tegund bókmenta. Hjer er lýst ógæfusftmri konu, sem virð- ist eiga ætt ;að rekja beint til hinna stórfenglegustu kvenhetja, í íslendingasögum, og hvergi miss- ir skáldið sítí frábærlega sterku tök á þessú efni. Skáldið lýsir baráttu bennar eins og hann hefði sjeð hana og lifað.... Sagan hefir mikilfenglegan episkan hrynjanda., menn og konur koma fram á sjón- arsviðið með föstum, skýrum dráttum, og hvert atvik er aðdá- anlega svipríkt, vegna innra, lífs og ytri dramatísks krafts. Sem söguleg skáldsaga þolir Skálholt að mörgu leyti samanburð við meistaraverk Sigríðar Undset, Kristínu Lavransdóttur. og hið Islenska skáld hefir vissulega með þessari bók unnið stórvirki, sem svo er þungt á metum, að ekki er líklegt að það gleymist“. Torsten Fogelqvist skrifar í „Dagens Nyhéter“ : „Það er tæp- ast of mikið sagt, að með Skál- holti sje íslenska ættarsagan end- urvakin, og að meira en ein mann- lýsing í verkinu eigi rót. sína í scnn í sögunum og í lífinu. Bisk- upsdótturinni í Skálholti hefir ver- ið líkt við Kristínu Lavrahsdóttur. Slíkan samjöfnuð er erfitt að gers, enda þótt hann virðist liggja H. B. i Go. Kanpmenn! Hrísmjðl og kartðflnmjðl í 50 kg. sekkjnm sðljum viö mjðg odýrt. . « ' %. • ■ & Co. Sími 1228 (þrjár línur). Sitmisk fatateeittstt# ttttm í34 «$ímts 4300 J(e]íijaotk. Fullkomnar vjelar. Nýjnstu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. 10 ára reynsla. beint við. Ef til vill nægir að segja. að i báðurn verkum hafi skapancli imyndunarafl notast við sögulegt efni, en losað sig úr fjötrum þess. Og því má bæta við, að þetta er að minsta kosti eins fjett um Kamban og um Sigríði Undset. En í þessu sambandi yrði manni þó ef til vill belst á að velja nafn Ibsens.. .. I samanburði við Hjördísi og Ragnheiði er Kristín Lavransdóttir fremur móðurdýr, og síður valkyrja. Yerk Kambans er hinsvegar jafnvel úr garði gert að mannlýsingum og sögulegri lýs ing tíðaranda og umhverfis. Sann- hermi þess í einstökum dráttum er verk vísindamanns, samhengið og hin skýra heildarsýn. verk skálds- ins“. G. M. Silverstolpe skrifar í „Stockholms Tidning“ : „Skáldið og vísindamaðurinn vinna vel sam an í þessu verki, og þó að manni finnist sem allir smámunir sjeu þjóðfræðilega og sögulega rjettir, þá hrærist hið volduga efni stöð- ugt í sterku Ijósi skáldlegrar andagiftar. Anders Osterling tal- ar rjettilega í formála sínum um hiua „skygnu návist“ skáldsins í þeim horfna heimi, sem hann lýs- ir. Skáld, sem hefir Kambans sterka og frjálsa ímyndnnarafl, þarf hvorki á að halda, pírumpári í orðfæri nje ómerkilegum sögn- legum samtýningi, til þess að anka litskrúð lýsingarinnar. — er.gin pappírslvkt „sögnlegrar skáldsögu* ‘ loðir við þenna fleygi- frjálsa epos nm heitar ástríður og óhugandi vilja. — Annars er fult af skýrt dregnum andlitum í þessu stóra málverki. og hinu töfr- andi umhverfi er lýst af hug- kvæmni, sem hvergi hregst. Jeg held jeg hafi aldrei komist í nán- ari kynni við prótestanismann á 17. öld en í þessari lýsing'frá hans vstu heimkynnum- — Skál- liolt Gnðmundar Kamhans er til- komumikill vottnr nm það, að hið unga ísland heldnr við sinni frægi- legu og tígulegu bókmentalegu hefð með krafti og glæsileik. Þar norðnr frá er sýnilega lögð rækt við þá hörðu mannþekkingn og siðferðilegu alvöm, sem eru frjó- mold alls mikils skáldskapar.“ G-östa Attorps skrifar í „Svenska Daghladet“ : „Höfundurinn segir sjálfur, að sumt af því fólki sem hann héfir reynt að lýsa, hefði getað komið fyrir í sögunum. Það hefir ekki rninkað í hans höndum. Hann blæs lífsanda í þær persón- ur, sem hann eygir í aldafjarlægð, og sýnir hvernig hin eilífa barátta hjartnanna og viljanna rennur sitt skeið, í þungum og dimmum boða- föllum“. Dr. Harald Schiller skrifar í „Sydsvenska Dagbladet“ : „Eitt er víst, að ineð Skálholti hefir Kamban reist landi sínu og sjálf- um sjer óbrotgjarnan minnis- varða. Þriðja bindi Skálholts svar- ar til allra þeirra vona, sem leg- endurnir höfðu gert sjer nm Kamban. Verkið hefir episka breidd og fylling. í því er arn- súgur, sem minnir á íslensku sög- urnar, sem vafalaust hafa verið fvrirmynd Kambans. Mörgum at- vikum (og þar á meðal er hin meistaralega lýsing, þegar Hall- grímur Pjetursson kemst að því að hann er holdsveikur) er sagt frá í þeim fáfróða, einbeitta stíl, sem einkennir sögurnar og skapað liefir sjerstöðu þeirra í bókment- nm heimsins- Kamhan hefir líka tckið að arfi list íslendingasagna í mannlýsingum. — Enginn gétnr neitað því, að Skálholt sje ein mesta sögulega skáldsaga vorra tíma“. Stalin tekur ráðherra fasta. Milli jóla og nýárs kom sú fregn að Stalin hefði látið talca fasta þrjá ráðherra (eða þjóðarumboðs- menn, eins og þeir eru kallaðir í Rússlandi). Voru það þeir Smirn- off landbúnaðarráðherra, Tolma- tjeff samgöngumálaráðherra og Eismond matvælaráðherra. Er þeim gefið það að sök. að þeir hafi tekið höndum saman um það að steypa Stalin. Auk þess voru handteknir margir af fnlltrúum stjórnarinnar, sem talið er að hafi verið í vitorði með þeim. Atlantshafsflugið. Franski flugmaðurinn, sem lagði upp frá Marseilles nýl. til þess svo að fljúga frá Afríku til flnður Ameríku, hefir orðið að lenda í Norðvestnr-Afríku sökum leka á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.