Morgunblaðið - 12.02.1933, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.02.1933, Qupperneq 2
2 h ». . % i A t B m Mristján Hristiðnsson. söngvari syngur fyrir gesti okkar kl. 3i/2 í dag. Café Víffil Sími 3275. « Hljómsveit Reykjavíkur: « ..« ■ . ■»-« , • j Jðnó í dag klukkan 5%. — • « Það, sem eftir kann að verða • • af aðgöngnmiðum, verður J • selt við innganginn frá kl. 4. « • í Emall Balar rúnnir og ávalr, nýkomnir í stóru úrvali í - JARNVÖRUDEILD Jes Zimsen. Búskapur mussolini. Það má Mussolini, ítalíuráðs- inaður eiga, að margt lætur hann gera til viðreisnar landi og lýð. Meðal annars hefir hann gert stór feldar jarðabætur þar syðra, þurk að upp flóa og mýrar og komið óræktuðum lendum í bestu rækt. Þetta hefir komið sjer vel, því fólki fjölgar með hverju ári, svo gamla landrýmið hrekkur ekki til. T’erðamaður segir þannig frá í Times: Þegar komið er suður fyrir Písa má sjá inikla breytingu á bygð- ínni. Hingað og þangað meðfram járnbrautinni sjest nýplægt land með nýbvgðum smáhúsum, hvít- um og rauðum, þar sem áður voru saltar mýrar eða ófrjóar heiðar. Þessi nýrækt tekur yfir margra mílna svæði. Ef spurt er um hvernig á þessu landnámi standi, þá er svarað að þetta sje nokkur hluti af „bona- fica“, jarðabótum, sem unnar hafa verið síðan fascistar komust til valda. Þær eru svo miklar og marg breyttar, að sennilega er hjer að ræða um hið mesta þrekvirki, sem ley.;t hefir verið af höndum eftir ófriðinn, og óvíst, að 5 ára áætlun in rússneska hafi gert betur í nokkurri grein. Eitt af hinum þýðingarmesta liagnaði við jarðabæturnar er út- rýmíng suðrænu hitasóttarinnar •(malaria), sem gerði alt mýrlendi ,-að pestarbæli, svo landið varð að eins notað til beitar. Þannig var Jietta í Oumpagna sumsstaðar í Pódalnum, við Adriahafsströndina' •o. v. Nú er landið þurkað, ræktað og pestarlaust. Á öðrum stöðum iiafa ófrjóar fjallahlíðar verið ræktaðar, uppblástur á landi stöðv aður, skógur græddur þar sejn liann var að hverfa. Hvað mest liefir stríðið verið við árnar. Þær þorna nálega í sumarþurkunum, en vaxa á vetr- i:m og flytja með sjer óhemju af sandi og leir úr fjöllunum, sem myndar grynningar við árósana og saltar óhollar mýrar, því sjávar föll eru lítil sem engin í Miðjarð- arhafi til þess að flytja framburð- inn burtu. Ármynnin hafa verið grafin niður, mýrarnar þui’kaðar, leirrensli í fjöllum víða stöðvuð og vatni verið veitt á þurlendi, srm skorti vatn. Það má geta nærri hve mikið þrekvirki alt þetta hefir veríð, en mikið hefir og komið í aðra hönd: Fjöldi frjósamra nýbýla víðsvegar um landið. Þessar framkvæmdir hafa að miklu lejdi gengið á þann hátt, að smáfjelög standa fyrir þeim, en njóta aftur allskonar stuðnings lijá stjórninni. Hún lætur sjer- fróða menn rannsaka hvort fyrir- tækið sje heilbrigt, lánar fje fyrir 2*4%, tekiu' jarðir eignarnámi ef þess gerist þörf o. s. frv. Ný- býlabændurnir geta svo smámsam- an eignast jarðir sínar. Eru þeir oftast verkamenn, sem unnið liafa að jarðábótunum. Hve stórfelt alt. þetta landnám er má marka af því, að stjórnin hefir á 10 árum varið 682 miljónum ltróna í þessar framkvæmdir, og er þó kaupgjald í ítalíu afarlágt. Það er að vísu harðstjóri, sem stendur fyrir öllu þessu, en sú liarðstjórn er á þann veg, að allur almenningur tekur þessum umbót- um fegins hendi og blessar stjórn- ina fyrir þær. Aftur eiga ítalir hægra um vik en vjer, því landið er frjósamt og ærinn markaður fyrir sveitavörur í borgunum. Söngskemtun. Jóhanna Jóhannsdóttir. Það er ekki svo lítil listamanns skapgerð sem þessi unga söng- mær býr yfir. Röddin, sem er ..bjartur ,,koloratur“-sopran með ofurlitlum málmblæ, virðist enn ekki hafa náð þeim þroska sem hún gefur vonir um. Fullmikið bar á titringi í röddinni í fyrstu. lögunum, en það fór af þegar fram í sótti. Að öðru leyti var meðferð ungfrúarintiav á verk- efnunum yfirleitt mjög góð og Ibar fagran vott um næman skiln tng og alvarlegan áhuga hín? einlæga listamanns. Auðheyrt var að söngmærin hefir notið hinnar bestu söngmentunar, enda fóru henni þau lög best úr hendi sem hún hefir æft undir handleiðslu kennara síns, svo sem t. d. lögin eftir Schubert, Ha'sse, Scarlatti og Haydn. Ungfrú Jóhanna mun vera sest hjer að sem söngkennari og er ekki að efa að hún fær nóg að starfa. Það er ekki ómerki-, legt starfssvið hjer fyrir góða söngkennara, þar sem mikið er um góðar raddir sem ganga þurfa í gegn um hreinsunareld rækilegrar þjálfunar, svo að þær megi koma að fullu gagni í þeim kórum, sem nu starfa hjer og öðrum sem rísa munu upp í framtíðinni. Páll ísólfsson. fTlirabelli-unörin, Það eru liðin allmörg ár síðan próf. Haraldur Nielsson sagði frá óvenjulega góðum miðli, Mira- belli að nafni, sem kom fram í Brasilíu. Honum áttu að fylgja hinir kynlegustu fýrirburðir, jafn- vel um hábjartan daginn. Líklega: hefir það staðið í einhverju sam- bandi við Mirabelli, að Brasilíu- menn ætluðu að stofna prófessors- embætti í rannsókn dularfullra fyrirbrigða, hvort sem nokkuð hefir orðið úr því eða ekki. Síðan hefir lítið eða ekkert heyrst hjer um Mirabelli, og munu flestir hafa haldið að frásögnin um hann hafi verið orðum aukin, og ef til vill skáldskapur. Ef trúa má Upsala Nj a Tidn. er hann þó enn í fullu f jöri og magnaður mið- ill. Blaðið segir svo frá: Nýlega hjelt spiritistafjelagið „Atma“ í Rio Janeiro rannsókna- fund og var liinn lieimsfrægi Mira- belli miðillinn. Átján menn voru viðstaddir, alt mentaðir menn. Af þeim voru 5 læknar, margir verk- fræðingar og tveir eðH.sfræð- ingar. Fundarherbergið var á 4 hæð í stóru íbúðarhúsi. Áður en fundurinn hófst var dyrunum lok- að og lykilinn geymdi Bartolli læknir í vasa sínum. Mirabelli var settur í stól á miðju gólfi, vand- lega bundinn á höndum og fótum. Fundarmenn sátu í hring um- liverfis hann. Þetta var um hádag og albjart í hei’berginu. Fyrstu 5 mínúturnar bar ekkert til tíðinda. Síðan sýndist reyk eða gufu leggja út úr miðlinum og liuldi hiín hann að lokum, en var þó ekki þjettari en svo, að vel mátti sjá M. inni í þessari þoku. Skömmu síðar hvarf bæði miðillinn og þokan. Þegar fundarmenn sáu hann hvergi í herberginu, aðgættu þeir hvort dyrnar væru lokaðar. Þær voru það, og Bartolli hafði altaf haldið utan um lykilinn í vasanum. Mennirnir voru undrun slegnir, en fóru þó bráðlega að leita að miðlinum. Hann var hvergi í her- berginu, en eftir nokkurn tíma fundu þeir hann í litlum lokuðum klefa, sem var í 14 metra fjar- lægð frá fundarherberginu. Hann lá þar sofandi á gólfinu og voru böndin á höndum og fótum ó- hreifð, eins og gengið var frá þeim. Það var þá ekki annað sýnilegt en að M. hefði farið bókstaflega gegnurn heila veggi eða lokaðar dyr, fyrir augunum á 18 völdum mönnum, og það í fullu dagsljósi. Sjálfur sagði hann, að þykkir veggir væru engin fyrirstaða fyrir sig og heldur ekki þó vegalengdin hefði verið miklu meiri. Því miður hefir M. ekki verið rannsakaður hjer í álfu, svo full vissa fáist fyrir því hvað satt er í þessum undrum, sem ekki eru að vísu eins dæmi að sögn fróðra manna. G. Kommúnistafjelagsskapur bannaður í Rúmeníu. Berlín 11. febr. FIT Herstjórnin i Rúmeníu hefir sam- kvæmt boði ríkisstjórnarinnar, bannað allan fjelagsskap kom- múnísta í landinu. Innilegar þakkir fyrir hlýlegar kveðjur, heimsóknir og J önnur vináttumerki, er mjer voru auðsýnd á fimtugsafmæli • mínu. • Haraldur Sigurðsson, yfirvjelstjóri. • G Þorvaldur sonur okkar drukknaði 8. þ. m.. Guðbjörg og Ögmundur Sigurðsson, Hafnarfirði. Hjartans þakkir sendi jeg öllum þeim, sem á margan hátt sýndu mjer samúð við andlát Halldóru systur minnar. Ragnhildur Jakobsdóttir, Ögri. Jarðarför Sigríðar Guðmundsdóttur, Kirkjugarðsstíg 8, fer fram á þriðjudaginn þ. 14. þ. m. og hefst með bæn frá heimili hinnar látnu kl. 2 síðd. Guðmundur Einarsson. Guðný Ásbjörnsdóttir. Ritvje apappír, margar ágætar tegundir nýkomnar. — Lágt verð. Einnig ágætur þerripappír í ýmsum litum. P E N N I N N, Pappírs- og ritfangaverslun Ingólfshvoli. Heimdallur. Aðalfundur fjelagsins verður næstkomandi þriðjudag kl. 8y2 í Varðarhúsinu. Dagskrá samkvæmt fjelagslögum. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Gerlð Ifðan yðar betri, klæðið yðnr i „Alafoss"-fðt. í dag gefst yður tækifæri til þess að sjá í búðarglugga okkar í Bankastræti 4. Nýjasta snið af sportfötum. Skíðamannafötum. — Vanalegum karlmanna fötum 0g kuldajökkum 0. fl. Alt íslensk vara — ódýr og góð Verslið þar sem þjer fáið vör- una tilbúna að öllu leyti hjer á landi. Ef þjer kaupið af okkur — þá eflið Jxjer atvinnulífið hjer á landi Verið íslendingar — kaupið Álafoss föt. Álafoss útibix, Bankastræti 4. Hraðsaumastofa á Laugavegi 44 sími 3404. AV. íslensk skíði frá Jób. Reykdal, Hafnarfirði. Heftivjelar ágæt tegund. Festa einnig merkiseðla á trje. — Ómissandi fyrir skrifstofur og pakkhús. — Kosta aðeins kr. 9.00. Gerið svo vel að líta á þær. PENNINN, Pappírs- og ritfangaverslun Ingólfshvoli. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.