Morgunblaðið - 12.02.1933, Page 3
A *•» tt
m
JRorgmiHiiMi
*ef.: H.f. Árvabur, ReyLjarlk
-'jörar J6n HJartanaaon
ValtVr Stef&naaon
ctjörn ok afgrelOala
4usturatrœti 8 — Slmi i
■»a I i'alngjastjórl. B. Hafberg
ua lí'alnjíaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slmi S7ou
< uitalmar:
Jön Kjartansson nr. S742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
K. Hafberg nr. 8770
akrtftaglald-
Innanlanda kr. 2.00 A aAanVL
Utanlanda kr. 2.S0 A aAnnOL
lausasOIu 10 aura slntaklB.
20 aura msB Uasbök.
„íyíslustiettiinai".
í Tímanum er nú tönnlast á
l>ví, að „eyðslustjettir“ kaupstað-
anna eigi að fleyta sveitamönnum
Tfir núverandi fjárhagsörðugleika.
Skilgreining er ekki á því, hvað
átt sje við með nafninu „eyðslu-
■st, jettir/ ‘ en skilið verður það
svo, sem átt sje við þá menn í
kaupstöðum, sem eiga meira en til
•daglegrar lífsframfærslu.
Nii er það sem sje kaupstaða-
fólkið, 'sem á að bjarga sveit-
iinuni, og viljann til ]>ess á að
skerpa með því, að ausa yfir
þetta fólk vikulegum svívirðing-
tim í Tímanum.
Fyrir skömmu voru það á Tím-
:ans máli, Framsóknarmenn einir,
sem rjett kjörnir voru til þess,
að hafa afskifti af málefnum
-sveitanna.
En nú er komið þetta annað
Tiljóð í strokkinn. Nú leggja
Hriflnngar alla ábyrgð frá sjer,
nim afkomn sveitanna,, og segja,
að ekkert hafi — að þessu sinni
orðið úr „hinni alhliða viðreisn“,
sem þeir jióttust á undanförnum
árum hafa komið í kring. Og
.þieir jafnvel líta svo á, sem þeirra
máttar sje jirotinn til viðreisnar
starfsins; kjarkurinn, útsjónin og
þrekið. Alt farið. Nú segja þeir:
Gerið svo vel, kaupstaðahúar,
sem eitthvað kunnið að eiga,
takið við sveitunum; hjálpið þið
jþessum skjólstæðingum okkar.
því við getum ekkert lengur —
síðan alt handbært eyðslufje var
nppetið.
Svona syngur þá í Tímanum
núna, málgagni þeirra manna,
scm á fjórum árúm eyddu 29
miljönum króna umfram fjárlög,
'Og komu öllu því ,fje í lóg, án
þess að rjetta nokkurum atvinnu-
vegi í landinu hjálparhönd sem
heitið gæti.
ÍÞessir menn leyfa sjer auðsjá-
anlega enn í dag að lialda, að
þeirra orð, þeirfa tillögur, og
digurbarkalegt tal um alvarleg
fjárhagsmál þjóðarinnar eigi það
skilið, að ná eyrum landsmanna.
Þrumui- og eldingar í London.
London, 11. febr.
Geysimikla rignýigu gerði í
liondon í gær, með þrumum og
•eldingum, og varð að nokkur
glundroði á samgöngum, þann-
ig, að neðanjarðarlest stöðvað-
íst á einum stað vegna vatns-
flóðs, og eldingu laust á öðrum
stað í járnbrautarstöð, og tafði
ferð lestarinnar. Þetta er sögð
sú mesta hellirigning sem komið
hefir í London síðan 23. okt.
síðastliðinn, og stóð hún í nokkr-
ar klukkustundir og varð víða
flóð um borgarstrætin. (F. Ú.)
- • f'
Kjörd»mamálið
«g „TíminnCi.
Málgagn Hriflunga, Tíminn,
vii-ðist ákaflega hneykslað yfir
því, að því skuli hafa verið haldið
fram hjer í blaðinu að kjördæma-
málið væri grundvöllur samsteypu
stjórnarinnar.
Auðvitað veit Tíminn mjög vel,
að samsteypustjórnin var fyrst og
fremst mynduð með það fyrir
augum, að leysa kjördæmamálið.
Hann veit einnig, að Framsókn-
arstjórnin varð að fara frá völd-
um í þinglokin í fyrra vegna and-
stöðu sinnar í kjördæmamálinu.
Þegar samsteypustjórnin var
mynduð í þinglokin í fyrra, gaf
þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
svohljóðandi tilkynningu:
Alþingi, 2. júní 1932.
Eftir áskorun þingflokks Sjálf-
stæðismanna liefir Magnús Guð-
mundsson alþm. gefið kost á því
ao taka sæti í samsteypuráðuneyti
undir forsæti Ásgeirs Ásgeirsson-
ar. Þessa ákvörðun tók Sjálf-
stæðisflokkurinn eftir að allar til-
raunir til þess að fá kjördæma-
inálið afgreitt á viðunandi hátt á
þessu þingi höfðu reynst árang-
urslausar, og telur flokkurinn að
í liöndum þessarar samsteypu-
stjórnar fáist viðunandi úrlauns
kjördæmamálsins á næsta þingi.
Af tilkynningu þessari er ljóst,
að Sjálfstæðisflokkurinn liafði
kjördæmamálið fyrir augum er
liann lagði til mann í samsteypu-
stjórn Ásg. Ásgeirssonar. Þetta
vissi Ásg. Ásgeirsson mjög vel,
enda gaf hann þingheimi þegar þá
yfirlýsingu, að hann teldi sjer
skylt að leggja fyrir næsta þing
frumvarp um sanngjarna lausn
k j ördæm amálsins.
Á þingmálafundi í Borgarnesi á
dögunum lýsti Ásg. Ásgeirsson
einnig yfii* því, að hann ætlaði að
leggja fyrir þingið frumvarp um
lausn kjördæmamálsins.
Má því ganga út frá því sem
alveg gefnu, að slíkt frumvarp
kemur fram frá forsætisráðherra
nú í byrjun þings. En um hitt
verður ekkert sagt á þessu stigi
málsins, hvort þetta frumvarp
verður þannig úr garði gert, að
Sjálfstæðismenn geti við það unað.
Málgagn Hriflunga er sí og* æ
að stagast á því, að Ásg. Ásg. hafi
ekki ,umboð Framsóknarflokksins'
til að bera fram neinar nýjar til-
lögur í kjördæmamálinu. Blaðið
ætti að vita það, að í Framsóknar-
flokknum eru aðrir og fleiri en
Jónas frá Hriflu og hans áhang-
endur. Þeir þingmenn Framsókn-
arflokksins, sem fólu Ásg. Ásg.
að mynda samsteypustjórn, gerðu
þetta vitanlega með það fyrir aug
um, að hann bæri fram nýjar til-
lögur í kjördæmamálinu í sam-
vinnu við fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins. Innan skamms fæst úr
því skorið hvort Ásg. Ásg. tekst
að finna þann grundvöll, sem báð-
ir þeir flokkar er samsteypu-
stjórnina styðja, geta fallist á.
Neonktrchen-slyslð.
Hús jafnast við jörðu.
Á annað þúsund manns særast.
Óvíst hve margir fórust.
H j álparstarf semin.
Neukirchen, 11. febr.
United Press. FB.
Lögreglan giskar á að 100 manns
hafi beðið bana. 1000 meiðst, þaraf
tuttugu og átta hættulega, þegar
gasgeymirinn sprakk. Eldur kom
upp í benzol-verksmðiju, sem er
áföst við gasstöðina, og voru fimm
hundruð menn að verki á þessum
tveimur stöðum, þegar eldurinn
kviknaði. Breiddist liann örhratt
um byggingarnar og ,yfir í gas-
stöðina og var sprengingin hin
ógurlegasta. Næstu hús jöfnuðust
að kalla mátti við jörðu, rúður
brotnuðu í hverju einasta húsi í
borginni, en spýtnabrot, blóma-
pottar og hvað eina, sem laust
var, hentist hátt í loft upp.
Læknar og hjúkrunarlið var
kvatt til bæjarins frá næstu borg-
um og hefir verið stofnaður bráða-
birgðaspítali i útjaðri Neunkirch-
en, en allir, sem meiðst hafa verða
fluttir á brott hið bráðasta. —
Lögreglan hefir slegið hring í
kringum slys-svæðið og leyfir eng-
nm inn fyrir, nema læknum og
björgunarfólki, jafnvél blaðamönn
nm hefir ekki verið leyft að fara
inn fyrir lögregluhringinn. Margir
ibúanna óttast frekari sprengingu
og flýja úr borginni. — Yið lá,
að fjöldi barna væri troðinn undir
fótum er æsingin var mest meðal
íbúanna. — Lögreglan hefir náð
fjörutíu og tveimur líkum úr rúst-
unum.
Síðari fregn:
Járnstykkjum rignir.
Osló, 11. febr.
Nánari fregnir af sprenging-
unni í Neunkirchen segja, að í
gær skömmu fyrir kl. 18 hafi
fyrst komið lítil sprenging í gas-
geyminum, en nokkrum mínút-
um síðar hafi aðalsprengingin
orðið. — Var sprengingin svo
ógurleg, að lokið af geyminum
þeyttist einn kílómeter í burtu,
járnstykkjum rigndi yfir borg-
ina og urðu þau mörgum mönn-
um að bana. — í þorpum, sem
lágu all-langt frá, brotnuðu
gluggar og múrveggir sprungu.
Upptökin.
— Verkstjóri einn segir þannig
frá upptökum sprengingarinn-
ar, að eldur hafi komið upp í
bensíngeymi, sem var aðeins 15
metra frá gasgeyminum og hafi
síðan læst sig í tjörutunnu, sem
stóð upp við gasgeyminn. — Járn-
og stálverksmiðja, sem var 1
bænum, gjöreyðilagðist og eru
því margir þeirra atvinnulausir,
SfflR
fi
Vátryggingarfjelagið
Nye Danske af 1861.
i«
Eitt sinn skal hver deyja.
Hverju heimili er það lífs-
nauðsyn að héimilisfaðirinn sje líf-
trygður.
=Enginn veit sína Aðalumboðsniaður
æfina — _
Sigfó* Siqbvatssoo.
Amtniannsstíg 2.
Japanskir sfálfbleknngar
með glerpenna. Hafa þann kost fram yfir aðra penna, að hægt er
að „kopiera“ með þeim. Kosta aðeins kr. 1.60. Komið, sjáið og reynið’
þá! »— Einnig nýkomið mikið úrval af „Luxor“ skrúfblýöntum, ííað-
arpennum og ritsettum, svo og hinir góðkunnu „PeKkan**-
sjálkblekungar.
PENNINN,
Pappírs- og* ritfangaverslun
IngólfshvoK.
í Aastnrstrati 14
losna nokkur ágæt skrifstofuherbergi 14. maí. Upplýsing-
ar hjá umsjónarmanni hússins. Sími 3740.
J6n Þorláksson.
sem sluppu ómeiddir. — í bæn- Frá flugköppunum.
um er ógurlegt um að líta, ljósa-
og símastauírar eru brotnir og á
einum stað liggur sporvagn möl-
brotinn, en farþegar hans fór-
ust eða særðust flestir. — Lög-
regluliðið hefir verið kallað til
bæjarins frá Kaiserslautern, því
að menn óttast óeirðir.
Hj álparstarf semi.
Berlin, 11. febrúar.
Björgunarlið ei* nú í óða önn að
grafa í rústunum eftir sprenging-
una í Neunkirchen. — Vegna þess,
hve tjónið er mikið, mun starf
björgunarliðsins taka mjög langan
tíma.
Hindenburg sendi bæjarstjórn
inni í Neunkirchen samúðarskeyti
og 100 þúsmid mörk til bjálpar
nauðstöddum. — Stjórnin í Saar
hefir boðið bænum Neunkirchen
lán til þess að bæta úr ástandinu
og hefir hún fyrirskipað, að fánar
skuli dregnir í hálfa stöng í öllu
Saar-hjeraðinu þangað til líkin
liafa verið borin til moldar. —
Ríkisfulltrúar Prússa hafa
einnig sent bænum Neunkirchen
100 þúsund mörk. — Margir fleiri
London, 11. febrúar.
Mollison kom við í Caravellos 1
Brasilíu á leið sinni til Rio Ae
Janiero í gær.
Franski flugmaðurinn, sem flaug
frá Evrópu til Suður-Ameríkn
nokkrum dögum á undan MoUisonj
lagði af stað heimleiðis í gær, og
flaug þá frá Buenos Ayres til
Rio de Janeiero, en þaðan ætlar
liann í dag til Port Natal. Frá
Port Natal leggur hann svo af
stað yfir Atlantshaf.
Frakkarnir tveir, sem lögðu af
stað frá Frakklandi í gær, og ætl-
uðu sjer að setja nýtt met í lang-
flugi með því að fljúga viðkomu-
laust til Suður-Ameríku, urðu að
nauðlenda í Casablanca í Marokko
og þar með liefir tilraun þeirra
mistekist.
Breslcu flugmennirnir, Gayfoíd-.
og Nicholas, sem nú í vikuniii
settu met í langflugi með því að
fljúga frá Cramvell í Englandi til
Walfish Bav í Suður-Afríku við-'
komulaust, lögðu af stað snemmai..
morgun frá Walfisli Bay til Höfða
borgar. (FÚ.).
hafa vottað samúð sína, svo sem
Hugenberg, evangeliska kirkjuráð
ið í Berlin, stjóruin í Bayern og
fleiri. — (FÚ.).
Síðustu fregnir frá United Press
hcrma, að á annað þúsund manns
hafi særst; um 60 þegar dáið. —
Samskot hafin um alt Þýskaland
til bjargar nauðstöddu fólki.
Hjálpræðisherinn. Samkomur í
dag: Kl. 11 árd. helgunarsam-
lcoma, kl. 2 barnasamkoma, kl. 4
hallelújasamkoma, kl. 8 hjálpræð-
issamkoma. Lúðra- og strengja-
sveitin aðstoða.
London, 11. febr.
Ensku flugmennirnir Gay-
ford og Nicholas eru nú komn-
ir til Höfðaborgar, og var þeim
tekið þar með kostum og kynj-
um, og þeim veitt opinber m 't>
taka, af stjórnarvaldanna hálfu.
Þeim verður send ný vjel í flug-
vjel sína, áður en þeir leggja uop
í flug sitt heim aftur til Eng-
lands. Mollison er nú kominn til
Rioi de Janeiero, kom þangað
skömmu eftir að franski flug-
1 maðurinn fór þaðan áleiðis til
;Port Natal. (F. Ú.)