Morgunblaðið - 12.02.1933, Side 5

Morgunblaðið - 12.02.1933, Side 5
Stmnudagiun 12. febrúar 1933 3¥lorðtmbUií>íí> F)thuga5emöir við brjef Vilmundar Jónssonar landlæknis, til dómsmálaráðuneytisins, dagsett þ. 17. ágúst 1932. Þar segir meðal annars: „Raunar má segja, að yfir- leeknirinn, sem að vísu er skyn- samur læknir, hafi ekki þá fylstu •jerfra&ðimentun í þessari grein leeknisfræðinnar, en lítt ætla jeg að það þurfi að koma niður á sjúklingum, með því að lækn- ingatilraunir við geðveika sjúk- linga, munu yfirleitt ekki hafa ýkjamikið gildi fyrir þá,1) og er höfuðatriðið, að hjúkra þeim með nákvæmni, en á það þarf ekki að skorta. Um lækningar geðveikra sjúklinga er ráðandi mjög mikil hjátrú hjer á landi, og halda menn jafnvel að þar sje töfralyfjum og aðferðum beitt, sem ver.julegum læknum sje ó- kunnugt um. Hefir nokkuð verið atið á þessu hin síðari árin og jafnvel af þeim sem síst skyldi. Má heilbrigðisstiórnin ekki láta blekkjast af því*1.1) Að Lárus Jónsson sje skyn- samur læknir, skal órengt látið, þó að ýmislegt í framferði hans (t. d. svik hans við stjett sína) bendi frekar í gagnstæða átt, og að hann hafi „ekki þá fylstu sjer- fræðimentun í þessari grein lælcn isfræðinnar“ skal fúslega viður- kent. Ætti sjálfum landlæknin- um að vera kunnugt um, að þar skortir mikið á. En er það í raun og veru skoðun landlæknisins sem hann segir í framhaldi af þessu? Hyggur hann að þekk- ingarskortur læknis komi ekki á sjúklingum hans? Hygg ur hann að lækningatilraunir við geðveika sjúklinga hafi svo lítið gildi, að það skifti ekki miklu máli þó að þekkingu læknsiins sje mjög ábótavant? Hann ætti þó að vita, að hvarvetna út um heim eru gerðar mjög strangar kröfur um mentun sjerfræðinga í geðsjúkdómum. Hafa á síðustu árum verið gerðar þýðingar- miklar rannsóknir um eðli og orsakir ýmissa geðsjúkdóma. Sýnist það ekki nema sanngjörn krafa, að yfirlæknir við jafn veglegan spítala og Nýja Klepp, hafi þá þekkingu til brunns að bera og þann áhuga fyrir starfi sínu, að hann fylgist með öllum nýjungum geðveikisfræðmnar og hagnýti þær í þágu sjúkling- anna. Þó að slept væri allri therapi, má landlæknir ekki gleyma, að það getur riðið á miklu, bæði fyr- ir einstaklinga og þjóðfjelagið, að geðveikralæknir sje sem best mentur. Að Nýja Kleppi eru sendir menn, sem framið hafa eitthvert afbrot, ef grunur er á um að þeir hafi ekki verið sjálf- ráðir gerða sinna. Eftir úrskurði og áliti geðveikralæknisins er einnig oft farið, þegar til greina kemur að svifta menn fjárfor- ráðum o. fl. Það skal játað, að ýmsir geð- sjúkdómar eru torlæknaðir og aðrir ólæknandi, ekki síður en sjúkdómar er heyra undir aðr- ar greinir læknisfræðinnar. En eigi að síður eiga sjúklingar með Sjálfyirkl þvoHiielni 7 x) Leturbreyting Læknabl. geðsjúkdóma þá kröfu, að fá sem hæfastan lækni. Sýnist sú krafa ennþá eðlilegri, þegar þess er gætt, að þeir oft og einatt ekki geta valið sjer lækni sjálfir. Við marga geðsjúkdóma er beitt að- ferðum, sem við — þrátt fyrir ummæli landlæknis — viljum staðhæfa að venjulegum lækn- um sje flestum að mestu leyti ó- kunnugt um eða kunni ekki að beita (svo eem við psychogen, organiskar infections og intoxica tions psychosur o. fl.): Vilmund- ur Jónsson verður því víst nokk- uð einmana með þá skoðun, að stofnun sem Nýi Kleppur eigi að vera einskonar geymsluhús fyr- ir sjúklingana og yfirlæknirinn að eins nokkurskonar „yfir- hjúkrunarkona“, því að ekki verð- ur sjeð að landlæknir álíti nauð- synlegt að maður með vérulega sjerþekkingu segi fyrir umhvern- ig hverjum einstökum sjúklingi skuli hjúkrað. En fyrst þetta er nú skoðun hans, virðist ekki „hneykslana- laust“ að heilbrigðisstjómin skuli ekki eiga í annað hús að venda, þegar henni liggur á holl- um ráðum í heilbrigðismálum. Virðist því full nauðsyn til þess, að koma sem fyrst á stofn „heil- brigðisráði", þar sem einum manni virðist ofvaxið að gegna landlæknisstarfinu svo viðun- andi sje. Okkur er kunnugt um, að deprimeruðum sjúklingum hef- ir sumum hnykt óþægilega við, er þeir lásu áðurgreind ummæli landlæknis. Vonleysi um bata legst oft þungt á þessa sjúklinga, þó að vitanlegtsje, að þeim batni jafnan, og að læknirinn getur mikið stuðlað að því. Nú er ekki að furða, þó að sumir leggi trún- að á ummæli, sem koma beint frá yfirmanni læknastjettarinnar, og gæti þá þetta gáleysisskrif hans orðið til þess, að sumum sjúklingum batni seinna en ella. Er hörmulegt, þegar sá heggur, er hlífa skyldi. Landlæknirinn segir, að mik- il hjátrú ráði hjer á landi um lækningar geðveikra, og að nokkuð hafi verið alið á þessu hin síðustu árin, og „jafnvel af þeim, sem síst skyldi“. Getur þetta ekki skoðast öðruvísi en dylgjur, og þá helst í garð lækna. Viljum við því skora á landlækni að leysa frá skjóð- unni og skýra frá, við hvað hann á með aðdróttunum þessum. Landlæknir segir líka: „Helgi Tómasson hefir ærið að starfa í bænum í sjergrein sinni, og virð- ist ekki á það bætandi". Hvaða einstök umhyggja er þetta fyrir dr. Helga? Færi ekki betur á því, að þoka henni yfir á sjúk- lingana? Helgi Tómasson hefir víst hingað til komist af án sjer- stakrar umhyggju núverandi landlæknis. Landlæknir minnist á, að skort- ur sje á samvinnu milli lækna og Nýja Klepps. Verður ekki sjeð, að betur verði úr því bætt með öðru, en að veita þeim manni HeiÖraða húsmóðir! Fyrst að ekki finst betra og ómengaðra þvottaefni en FLIK-FLAK, og FLIK-FLAK er eins gott og það er drjúgt — og þegar þjer vitið að FLIK-FLAK getur sparað yður tíma, peninga, erfiði og áhættu — er þá ekki sjálf- sagt að þjér þvoið að eins með FLIK-FLAK. FLIK FLAK er algerlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og þvottinn; það uppleysir öll óhreinindi á ótrúlega stuttum tíma — og það er sótthreinsandi. Hvort sem þjer þvoið strigapoka eða silki- sokka, er FLIK-FLAK besta þvottaefnið. forstöðu spítalans, sem Lækna- fjelag Islands hvað eftir annað hefir eindregið mælt með. V. A. og Á. P. (Læknablaðið). Huert er hlutuerfc uaralögreglunnar? Þannig spyrja nú margir, þeg- ar þeir mæta kunningjum sínum á götunni eða inni á kaffihúsum. Þeir sem mina frelsi sínu og vilja 1 lifa eins og mönnum sæmir i j frjálsu, kristnu landi, svara 4 þessa leið: Varalögreglau gerir skyldu sína verndar einstaklingsrjettinn fyrir lárásum tögleysingja. Þeir varalögreglumenn er gengið hafa af fúsum vilja út í baráttu við illmælgi og alls konar for- dæmingu fyrir góðum málstað, og 1 gerst rjettlætisþjónar fyrir sárlítil laun, eiga sanna virðingu skilið 1 hjá öllu ærlegu og heiðarlegu j fólki .Hinir sem skeyta hvorki um skömm nje heiður og virða lands- j lög að vettugi, vilja enga varalög- j regl». Þeir hata hana álíka eins og rjettlætið. Þeir viðurkenna aldrei hennar tilverurjett. Þeir álíta liana illgresi á sinum eigin akri, sem þeir vilja helst af öllu eyðileggja í fæðingnnni, svo liinn haslaði völl ur hermdarverka og upphlaupa sje ekki á þeirra máli saurgaður j af lögunum. Slíkir afvegaleiddir aumingjar eiga í vissum skilningi verulegft bágt,. í fyrsta lagi af því, að þeir eru sínir eigin böðlar með þv! að slíta friðinn. í öðru lagi af því að þeir eyðileggja sína eigin velferð með sundrung og öfund. Þeh’ egna rjettvísina, með stork- andi lítiLsvirðingu til rjettlátrar reiði. Þeir rífa niður skjólveggi kærleikans og eitra lieilbrigt mann líl í öllum greinum. Þessir van- þroskuðu menn kalla sig ýmist komúnista eða krata eftir því á hvaða vettvangi þeir hyggja að finna sjer viðeigandi maka. Og vilji svo heppilega til, að einhver lítilsigld sál verði á vegi þeirra, þá vantar ekki falsyrðm í grírnu- kiæddum frelsisbúningi. Ótal dæmi sanna þetta. Hjer í Reykjavík eru að gerast þeir viðburðir sem benda manni átakanlega á þessar meinsemdir í okkar þjóðlífi. ,Flestum mun í fersku minni það sem gerðist 9. nóvember hjer í höfuðstaðnum. Þá voru sprengingaherrarnir vel að verki, að bana sínum þjóðar- sóma, með því að spana og æsa friðsamt fólk út í svívirðilega höggorustu gegn fámennri lög- reglu, sem var að vernda rjettar- öryggið í bænum. Það mun vera alveg sjerstæður viðbnrður í sögu þessa lands, þó leitað sje í gegnum allar bardagasögur fornaldarinn- ar, að múgur af tryltum ofstopa- lýð hafi ráðist með bareflum að sárfáum mönnum í því augnamiði að ráða niðurlögum þeirra- Það er svo mikil grimd á bak við slíkt tiltæki að fáh' vel hugsandi menn hefðu getað trúar því um landa sína að þeir gætu fengið sig til annars eins. — En koinmúnistum er trúandi til alls ills, þeir eru altaf reiðubúnir að spilla friðnum. hvar sem þeir koma. Þeir eiga enga hugsjón æðri Koasalan sí Síxmi 4514. en þá, að æsa og- kveikja lægstu hvatir liinna vinnandi stejtta, til uppreisnar og mótþróa við gild- andi landslög og raska sem mest öllu frjálsu athafnalífi innan þjóð- fjelagsins, svo að enginn einstak- lingur getur verið óhultur að skapa sjer og sínum sjálfstæða at- vinnu eftir sínu eigin framtaki og hyggjuviti. Þess vegna er það siðferðisleg krafa allra rjetthugsandi manna bæði hjer í Reykjavík og annars staðar þar sem lögbrjótar valda rösknn og óspektum, að þeir sjeu hindraðir í trma með öflugu ríkis- | valdi og þeim kent á þaim hiátt að beygja sig fyrir jafnrjetti laganna. En til þess að það geti orðiS, þarf í að stvrkja að miklum mun lög- i regluvaldið í landinu með aukinni ! löggæslu, sjerstaklega í öllum stærri kaupstöðum, þar sem óeirð- ir eru tíðastar. Auðvitað dylst það engum að það er dýrt fyrir fá- menna og fátæka þjóð eins og okkur íslendinga að framfleyta fjölmennu varnarliði til styrktar | atvinnufrelsinu og öryggisjafn- i væginu, •— en það getur líka orðið dýrt fyrir þjóðina að láta reka á 1 reiðanum og lofa illþýðinu að lanm meir og meir bjargráðamöguleik- ana til ,lands og sjávar — ,þv! með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða“. Þ. Ben. Þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.