Morgunblaðið - 12.02.1933, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Richarð UJagner.
J813 - 1883 - 1933.
Richard Wagner.
Hinn 13. ]>. m. eru liðin 50 ár
síðan tónskáldið Richard Wagner
andaðist suður í Feneyjum. Það
hafa rriörg tónskáld andast fyrr og
síðar, bæði merkileg og ómerki-
leg, en það má segja, að sjaldan
hafi nokkurt það tónskáld andast,
sem hafi haft eins gerumsteypandi
áhrif á hljómhugsun sinnar sam-
tíðar og eftirtíðar sem hann, og var
hann þó ekki aðeins tónskáld held-
ur og ljóðskáld og samdi sjálfur
alla texta við óperur sínar. —
Wagner var saxlenskur, fædd-
ur í Leipzig 1813, en 1833 var
hann orðinn söngstjóri í Wiirz-
burg, og samdi ]>ar fyrstu óperu
sína, sem i-eyndar fyrst var leikin
lcngu eftir að hann var látinn, en
næsta ópera hans „Astabanmð“
var leiltin í Magdeburg- 1835, og
þó ekki nema einu sinni. Næstu
óperurnnar „Rienzi“ og ,,Hol-
lendingurinn fljúgandi*1 áttu mjög
erfitt uppdráttar, og þrátt fyrir
stuðning og meðmæli annars eins
áhrifamanns og Meyerbeer var,
tókst ekki að koma þeim á fram-
færi fyrr en nokkrum árunr seinna
en þær urðu til. Voru þær fyrst
leiknar í Dresden og tekið með
hinum mesta fögnuði, og var
Wagner upp frá því hafður í tölu
hinna stóru spámanna. Bkki virt-
ist honum verða. það svo sem neitt
hægra, að koma véi’kum sínum á
framfæri fyrir ])að, því að það var
rjett með naumindum, að honum
tókst að fá „Tannháuser“ leikinn,
en „Lohengrin", sem er ein vin-
sælastá ópera haiis, tókst honum
að sinni alls ekki að fá leikinn.
Nú var kominn stjórnarbyltingin,
sem varð í maí 1849, og tók Wagn-
er drjtigann þátt í henni, svo að
hann varð að flýja land og lög-
reglan var á hælunum á honum.
Wagner háfði verið og var þeirr-
;ar skoðunar, að listin væri í mestu
niðurlægingu, og upp úr stjórnar-
hyltingunni setti hann fram á
prenti kenningar sínar um það
efni. Kvað hann ástæðuna til
hnignunarinnar vera þá, að þegar
fornlistin hefði liðið undir lok,
hefði skilið með hinutn einstöku
listargreinum, og yrði því að
sveigja þær saman áftur til stefnu
að sameiginlegu marki, en það
væri ekki á færi annars listforms
en hljómleikritsins, og í því formi
myndu listaverk framtíðarinnar
skapast. 011 starfsemi Wagners
upp þaðan miðaði að því, að skapa
slík verk, og eru lii'har ódauðlegu
goðsagna- og þjóðsagnaóperur,
hans til orðnar upp úr þessu. Bkki j
vantaði það, að Wagner fengi við-1
urkenningu nóga, en hann átti þó j
eftir sem áðui- mjög erfitt með að
koma óper’um sínum á framfæri.
Virtust almenningi þær í 'fyrstu
mjög torskildar og óaðgengilegar,;
og vai’ð hann jafnvel að þola það,!
að áheyrendur á söngleikhúsinu j
mikla í París fussuðu við óperunni
,,Tannháuser“, svo að liætta varð
að lcika hana. Af því að Wagner
veittist það svona erfitt að koma
verkum sínum á framfæri, greip
hann til þess ráðs að byggja sjer
leikhús sjálfur í Bayern, i litlum
bæ, sem Bayreuth heitir og er á
stærð við Reykjavík. Hafa þar
siðan alveg fram á þennan dag j
verið leiknar óperur hans.
Enda þótt það væri augljóst
þegar í „Hollendingnum fljúg-
andi“, að Wagner myndi ganga
sínai' eigin brautir, var hann þó,
lengi ao hrista af sjer formsviðj-
ai' fortíðarinnar, og ná s.jálfstæð-
Pietur Jónsson
í ,Lokengrin‘, eftir Wagner.
um stíl. Til fullnustu hefir hann
varla náð honurn, nema í hinum
svonefnda Niflungaþríleik, en
hann hefir fengið þann heildarblæ
og fasta svip, sem mun alveg ein-
stæður í bókmentunum um svo
mikið verk.
A morgun eru liðin 50 ár frá
andláti Wagners og verður þess
minst, ekki eingöngu um allan
germanskan heim, heldur urn all-
au lieim, og er sumsstaðar þegar
búið að minnast þess, svo sem t. d.
í Tokio í Japan.
Nú ber vel í veiði fyrir okkur
Reykvíkinga, því að Pjetur Á.
Jónsson óperusöngvari, sem er
nafnkendur Wagnersöngvari, og
hefir sungið öll helstu hlutverkin
i ópei’um hans á flestum stærstu
söngleikhúsum Þýsltalands, ætlar
af þessu tilefni að lialda minning-
arhljómleika á miðvikudagiun
kemur. Mun hann þar láta menn
fá ofurlítinn gómsmekk úr helstu
óperum Wagners. Hann syngur
bænina úr ,,Rienzi“, „öralsöng-
inn“ úr „Loliengrin“, „Auch ich
darf so glúcklicli werden“ og „O,
Walter der du also sangest“ úr
„Tannháuser", verðlaunasöng-
inn úr „Meistarasöngvararnir“,
vetrarstormar úr „Yalkyrjunni“
og smiðjuljóðin úr „Siegfried“.
Er þetta ágætis yfirlit yfii’ söng-
leiki Wagners, og gefur góða hug-
inynd um liátt hans og gerð. —
Wagnersöngvarar eru ekki á
hverju strái, og er það óneitan-
lega skemtilegt til afspurnar, að
við hjer í fásinninu getum haft
minningarhljómleika um hann, og
liöfum manni þar á að skipa, sem
er kunnur um önnur lönd fyrir
Wagnersöng sinn.
Guðbr. Jónsson.
Hver ber ábyrgðina?
Pyrir skömmu rakst jeg á grein
i dagblaðinu „Yísi“ eftir H. Ólafs
son um „Ohæfilega innheimtu
símagjalda“. Br jeg greinarhöf-
undi sammála í því að innheimtu-
aðferð þessi muni verða illa sjeð
af almenningi.
Það var þó ekki sjálf inn-
heimtubreytingin, sem kom mjer
til þess að rita þessar línur, held-
ur það að H. Ólafsson getui' þess
í grein sinni að „einum innheimtu-
manni símans liafi tekist að hag-
nýta sjer“ allverulega upphæð af
f je því er hann átti að einnheimta
fyrir símann.
Mjer þótti satt að segja ótrú-
legt að slíkt gæti átt sjei stað
svo nokkru næmi, og fór því á
stúfana til þess að komast að raun
um hvað haft væri í þessu. —
Þessi rannsókn mín leiddi það í
Ijós að hjer er um allverulega.
upphæð að ræða, eða um 11.000
krónur.
Mönnum verður nú á að spyrja
í einfeldni sinni : Hvernig má slikt
verða? Br hjer ekki um mjög
ábótavant eftirlit að ræða ? Hver
ber ábyrgð á að fje þett.a 11—12
þúsund tapást ríkissjóði. —- Og
hvernig færi ef slíkt eftirlitsleysi
ríkti hjá flestum ríkisstofnunum.
Mjer er sagt að innheimtu
landssímans hjer í bænum hafi
simast'jórinn í Reykjavík með
höndum, og muni auk launa sinna
hafa allríflega aukaþóknun fyrir
vfirumsjón á innheimtufje bæjar-
símans, og verður því að álykta
að hann beri eimiig fulia ábyrgð
á fje því er kynni að hafa tapast
hjá bæjarsímanum.
Pyrverandi símastjóri hafði
öll þau ár er hann gegndi því
embætti sömu innheímtu með hönd
um, og ekki hefir heyrst að ríkis-
sjóði hafi tapast neitt fje undir
stjórn hans.
Nú liefir því verið fleygt fyrir
að slá eigi stryki yfir misfellur
þessar og skella öllu á ríkissjóð-
inn, það má of til viii segja sem
svo, að. ekki muni um slíkt í svo
mikilll mjólk. Og stjórnin geti
eins gefið þessum flokksmanni
sínum syndakvittun eins og út-
varps-Jónasi.
Jeg veit ekki betur en hingað
til hafi sú regla gilt að opinberir
starfsmenn, hve smánarlega sem
þeir hafa'verið lauuaðir, bafi ver-
ið látnir bera fulla ábyrgð á fje
því er þeir liafa haft með höndum
og átt að staúda ríkissjóði skil á.
Ef nú á að breyta út af þessari
venju, og gera lijer undantekn-
ingu þar sem i lilut á maður, er
hefir nægan starfskraft. á skrifstof
um sínum, og þess utan mun vera
langhæst launaði starfsmaður sím-
ans, ef alt er með talið — hefir
ca. 14—18 þúsund kr. árslaun að
meðtalihni ókeypis íbúð á samt
Ijósi og hita á ritsímastöðinni
nýju; þá fæ jeg ekki betur sjeð
en hjer sje að ræða um fullkomi^
lineykslismál, er ekki gefi máli
útvarpsstjórans mikið eftir, auk
þess sem þetta er álitshnekkir
fyrir landssímann sjálfan.
Því verður að krefjast, að allir
verði látnir vera jafnir fyrir lög-
unum.
Það verður að lcrefjast þess að
starfsmenn hins opinbera ræki
störf sín svo við sje unandi en
launa þeim hins vegar sómasam-
lega, en ekki láta einstaka starfs-
menn hafa margfökl laun annara
starfsmanna, eins og lijer hefir
verið bent á og' leysa, þá svo
undan ábyrgðinni.
Við bíðurn og sjáum hvað setur.
Símanotandi.
Ófriðurinn í Asíu.
Samkvæmt frjett frá Was-
hington álíta menn nú það, að
stríðið milli Japana og Kín-
veria sjé óhjákvæmilegt sökum
\Jehoul-málsins. — Stimsom ut-
anríkisráðherra hefir látið hafa
það eftir sjer, að ástandið 1 Aust
ur-Asíu sje altaf að verða hættu-
Jegra og hættulegra. — Menn
búast ef til vill við því, að for-
sætisráðherra Japdna muni
koma til Washington til þess að
ræða við Bandaríkjastjóm um
málið. — (F. Ú.)
Tollabandaiag.
Holland, Belgia og Luxem-
burg gerðu með sjer samning í
fyrra í Ouchy um tollabandalag.
— Samningur þessi er ekki geng
inn í gildi ennþá sökum þess, að
menn búast við, að aðrar þjóðir
muni hefja mótmæli gegn samn-
ingi þessum. —Þjóðimar ætla að
leggja samninginn fyrir við-
skiftaráðstefnuna og á ráðstefn
an að leggja blessun sína á hann
áður en hann gengur í gildi.
(F. Ú.)
Úisalan
hætiir
laugardagskvðld
seljum ennþá:
Kaffistell 12 manna 20.06
Matarstell blárós. 6 m. 20.00
Matardiskar blárósóttir 0,66
Smádiskar með bekk 0.28
Ávaxtasett 6 manna 4.60
Kr'yddsett 6 stk. 3.60
Smjörföt með bekk 0.65
Þvottabalar galvanis, 8.60
Skólpfötur emaill. 2.40
Eggjabikara gylt rönd 0.45
Bollapör japönsk 0.76
Matarskálar rósóttar 0.76
Vatnsglös þunn 0.46
Blómsturvasar rósóttir 1.20
Borðhnífar ryðfríir 0.80
Vekjaraklukkur nikkeleraðar 6.00
Rafmagnsperur 16—25—40 w. 0.80
Hitaflöskur besta teg. 1.20
Dömutöskur m. teg. 5.00
Sjálfblekungar 14 karat 6.50
Sjálfblekungar m. glerpenna 1.50
Handspeglar 0.80
1 Ein «n.
Bankastræti 11
islenskt
smjOr
frá bændnm.
Hidies Pálsson.
Pramnesveg 2. Sími 3962
við íslenskan búning fáið þið best
og ódýrast unnið úr rothári í
Versl. Goðafoss.
Laugaveg 5. Sími 3436.
Tilbúin:
Sængurver
Koddaver
Lök og
Rúmteppi
Lægst verð.
Bestar vörur.
Vöruhúsið.