Morgunblaðið - 26.02.1933, Blaðsíða 3
morgunrlaðtb
ssas
Úísef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltetjörar: Jön KJartanaeon.
Valtýr Stefánaaon.
Sltatjörn og afg-relSala:
Austurstrœtl 8. — Slaal 1«00.
▲uglýsingastjörl: H. Hafberg.
▲ugiy-alngaskrifstofa:
Austurstræti J 7. — Slaal 8700
Heissaalmar:
Jön Kjartansson nr. 8742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
B. Hafberg nr. 8770.
Áakrlftag.lald:
Innanlanda kr. 2.00 á. mánuVl.
Utanlanda kr. 2.50 á mánuOl
I lauaaaölu 10 aura elntaklO.
20 aura meO Uesbök.
Rafurmagn og kol.
# Á aukafundi bæjarstjórnar á.
■dög-nnum, þar sem rætt var um
Tpfmagnsmálin, greiddi Hjalti
JTónsson, sem kunnugt er, atkv.
með sósíalistum, með tillögu St.
Jóhanns, um það, að haldið yrði
'áfram samningum við hf. Sogs-
virkjun, er gert hafði bænum hið
fáránlega tilhoð um rafmagn.
Talaði Hjalti á fundinum, sagði
hann að sjer kæmi það á óvart,
«f hægt væri að hafa gagn af
framhaldsvirkjun Elliðaánna. En
njeð fullvirkjun þeirra er hægt
að fá 2000 kilowött fyrir kr. 32.50
•árskilowattið. Tilhoð hf. Sogsvirkj
unar var að selja Rafveitunni árs-
Mlowattið fyrir rúmlega 5-falt
]þetta verð, eða kr. 169 — í 30 iá,r.
Jón Þorláksson borgarstjóri
sag’ði m. a.:
Það lítur út fyrir að nokkrum
íbæjarfulftrúunum, sem hjer hafa
talað, sje sjerlega illa við, að hægt
sje að fá talsvert rafmagn úr Ell-
iðaánum fyrir sjerlega ódýrt verð.
Hjalti Jónsson segir, að sjev
komi það á óvart, að nú eigi að
vera hægt að lát.a Elliðaárnar
framleiða alt það rafmagn, sem
bærinn þarf í framtíðinni.
En þetta er misskilningur hjá
Hjalta Jónssyni. Það er hægt að
fá þaðan 2000 kw. sjérlega ódýr.
Og það er engin ástæða til þess
að notfæra sjer ekki þenna mögu-
Jeika.
'Til þess að gera þetta skiljan-
legra fyrir Hjalta Jónssyni, er
vanur er kolaverslun, er hægt að
henda honum á hliðstætt dæmi.
Hugsum okkur að kolaverslun
Hjalta Jónssonar þurfi 8000 tonn
af kolum, það sje talið mátulegt
kolamagn fyrir eftirspurn þá, sem
verslun hans getur húist við.
Svo fengi liann tilbQð frá Pól-
landi t. d. um að þar gæti liann
fengið kol fyrir kr. 32.50 tonnið.
En hann gæti ekki fengið nemá
2000 tonn. Onnur kol sem hann
þyrfti að kaupa yrði hann að
gefa kr. 122 fyrir (sem er áætlað
rafmagnsverð frá hæjaryirkjaðri
Sogsstöð) ellegar kr. 169, fyrir
fonnið.
]Það er engum efa hundið, að
enda þótt Hjalti Jónsson fengi ekki
Öll sín kol fyrir hið lægra verð
kr. 32.50, myndi hann ekki hafna
þeim möguleika að fá þenna hluta
.— 2000 tonnin — fyrir lága verð
og bæta síðan yið sig eftir þörfum
af hinum dýrari kolum.
Því skyldi Revkjavíkurbær þá
neita sjer um að fá. þessi 2000
kw. úr Elliðaánum, fyrir hið lága
verð, þó þaðan yerði ekki fullnægt
allri framtíðarraforknþörf bæj-
grins ?
Dagbók.
□ Edda 59332287 — I.
I. O. O. F. 3. = 1142278 = 8lh O.
Veðrið í gær: Háþrýstisvæði
yfir íslandi samfara stiltu og víða
björtu veðri. Frost sumstaðar á
A-Iandi, en alt að 9 st. frost
ryrðra. Alldjúp en nærri kyrstæð
lægð yfir Irlandi veldur all-
livassri SA-átt og víða talsverðri
snjókomu um Bretlandseyjar og
hvassri A eða NA átt á milli ís-
lands og Skollands.
Veðurútlit í dag: Stilt og hjart
veður.
Heimdallur, blað ungra Sjálf-
slæðismanna, hefir fjölgað út-
komudögum og kemur nú út ann-
an hvern virkan da,g, þriðjudaga,
fimtudaga og laugardaga. Einnig
kemur blaðið út i talsvert stærra
broti en áður. Afgreiðsla blaðsins
e.r flutt í Bankastræti 3 (Herberts-
prent).
Heimdallur. 4. deild fjelagsins
heldur fund og bolludagsfagnað
annað kvöld kl. 8 að Hótel Borg.
Áríðandi að deildai-menn fjölmenni
stuúdvíslega.
Björnsbakarí efnir til verðlauna
setraunar eins og að undanförnu,
um það, hve margar bollur þar
bafi selst á bolludaginn. — Fimm
nc-ningaverðlaun verða veitt. —
Miðar til útfyllingar fást í búð-
unum og útsölunum.
Sjómannastofan. Samkoma í
dag kl. 6 1 Varðarhúsinu. Allir
velkomnir.
1 dag er síðasti dagur sem sýn-
ing Ferðafjelagsins í Sundhöllinni
er opin. Ætti þeir sem ekki hafa
enn sjeð sýninguna að nota til
])ess daginn í dag. Hún verður
opin frá kl. 1—10 og ganga bif-
reiðar allan daginn frá Bifreiða-
stöð Steindórs inn að Sundhöllinni.
zEttí það að vera þeim til hægð-
arauka sem þykir langt að ganga
þessa leið. Að líkindum verður
langt þangað til slík sýning sem
þessi sjest hjer aftur.
Eethania. Samkoma í kvöld kl.
Bi/o. Stud theol. Sigurbjörn Gunn-
arsson talar. Allir velkomnir.
Smámeyjadeildin hefir fund kl.
sy2 síðd. Allar smámeyjar vel-
komnar.
Álfafell, leikrit eftir Óskar
Kjartansson hefir verið sýnt nokk
urum sinnum og fengið góðar und-
irtektir; Litla leikfjelagið hefji'
annast sýningar þessar. Leikurinn
er fyrst og fremst sniðinn við
barna hæfi, en fullorðnir hafa
einnig haft gaman af að sjá hann.
Efni leiksins sem er gamla sagan
nm tástir huldufólks og menskra
manna er flestum hugnæmt. Með-
ferð leikenda á hlutverkum sínum
hefir yfirleitt þótt góð, og, á Litla
leikfjelagið þakkir skilið fyrir
dugnað sinn og áhuga. Leikurinn
verður sýndur i síðasta sinn í
dag kl. 3y2 í Iðnó.
Magister Áirni Friðriksson flyt-
ur erindi í Nýja Bíó í dag kl. 3.;
Er erindi þetta um bandorma og
sulli. Má búast við góðri aðsólrn
að erindi þessu. því Árni er mik-
ill fræðimaður og mjög sýnt um
að flytja vísindalog efni í skemti-
legum og alþýðlegum búningi.
Aðalfundur Starfsmannafjelags
Reykjavíkurbæjar verður haldinn
í dag kl. 114 í Kaupþingssalnum
í Eimskipafjelagshúsinu.
Barnaguðsþjónusta í Franska
spítalanum kl. 3 í dag. Oll börn
velkomin.
Um nauðsyn slysavarna flytur
Ólafur Björnsson kaupmaður á
Akranesi erindi í Nýja Bíó í dag
kl. 1 y2 (ekki kl. 2 eins og auglýst
hafði verið). Allur ágóði rennur
til Slysavarnafjelagsins. Erindi
þetta flutti Ó. Bj. áður í útvarp-
inu, en hann liefir fengið fjölda
áskorana um, að flytja það aftur.
Hefir hann breytt þvi nokkuð og
jafnframt aukið við það. Væntan-
lega fjölmenna Reykvíkingar í
Nýja Bíó í dag; þeir munu áreið-
anlega ekki iðrast þess að lilýða
á þetta erindi, en jafnframt ber að
minnast þess, að hjer er verið að
styrkja eitt hið mesta nauðsynja-
mál okkar fslendinga.
Húsgagnaversl. Reykjavíkur sýri-
ir í dag nokkrar gerðir af ný-
komnum barnavögnum og kerrum
5 búðargluggum Marteins Einars-
sonar og Co.
Einkakennari við Háskólann dr.
Björg C. Þorlákson byrjar fyrir-
lestra í iþáskólanum um samþró-
un líkama og sálar á morgun,
mánudag 27. febr. kl. 8 síðd. —
Arerða fyrirlestrarnir tvisvar í
viku, mánudaga og fimtudaga á
fyrnefndum tíma. Öllum lreímill
aðgangur.
Pjetur Sigurðsson endurtekur 14
þriðja og síðasta sinn erindi sitt;;
um ástalíf í dag kl. 3 í Varðar-
liúsinu, en kl. 8y2 í Templarahús-
inu í Hafnarfirði.
Alþýðufræðsla Guðspekifjelags-
ins. Jóhanna Þórðardóttir flytur
erindi í húsi fjel.agsins í kyöld
kl. 8y> um Eðlisþætti mannsins.
Fimleikasýning. í dag kl. 4—6
verða fimleikasýriingar r leikfimis
sal Austurbæjarbarnaskólans und-
ir stjórn Aðalst. Hallssonar. Þrírl
5. bekkir úr Miðbæjarskólanum
keppa í leikfimi, leikjum, stökk-
um og boðhlaupi við þrjiá 5. bekki
í Austurbæjarskólanum. í hvorum
flokki verða um 30 drengir, og
hafa þeir sL- mánuð æft sömu
leikfimisæfingar, leiki og stökk
hjá sama kennara. Þriggja manna
dómnefnd dæmir um það hvor
flokkurinn verður betri. Foreldr-
ar barnanna ásamt skólanefnd
barnaskólans eru öll velkomin.
Knattspjrrnufjel. Víkingur. Fje-
lagar mætið á innanhúsæfingu i
í R. húsinu kl. 2 í dag.
Skipafrjettir. Gullfoss er í Rvík
— Goðafoss var á Akureyri í gær.
Bniarfoss fór frá Vestmannaeyj-
nm í gær áleiðis til Hafnar. Detti-
foss fór frá Grimsby í fyrrinótt.
Lagarfoss fór frá Leith í gær. —
Selfoss fór frá Hull 22. fehr.
Sendisveinar. Fimleikaæfing í
d,ag kl. 2 sUuidvísJ. Mjög áríðandi
að þið fjölmenpið því nú verður
valið úrvelslið, sem á að keppa
í handknattleik í vor á væntan-
legu allsherjar fimleikamóti Ts-
lands. Kennarinn.
Línuveiðararnir Freyja, Alden
Og Jarlinn ,komn af veiðum í gær
allir fulllilaðnir af fiski.
Togararnir. Á saltflskveiðar eru
nú sex togarar fárnir, Max Pemb-
erton, Baldur, Hannes ráðherra,
Gyllir, Gulltoppur og Sindri. Max
Pemberton kom af veiðum í gær
eftir 5 daga með 100 tunnur lifr-
ar. Baldur kom líka inn í gær
eftir tvo daga vegna þess að
vindan liafði brotnað. Sindri. Gyll-
ir og Gulltoppur fóru á veiðar
í gær. Allir liinir togararnir eru
nú að búast lá veiðar og fara.
sennilega út í þessari viku.
Færeyskt fiskiskip, Nordfari,
kom hingað í gær að leita sjer
viðgerðar. Það er nýlega komið
frá Færeyjum og hafði ekki afl-
að neitt.
Fa'rþegar nmð Gullfossi frá út-
löndum vbru Einar Pjetursson,
Jón Ólafsson, Jóhann Kristjáns-
son, Þorst. Símonarson, Rinar
Gunnarsson, Einar Karlsson, Gísli
Halldórsson 0. fl.
Útvarpið í dag: 10,40 Veður-
fregnir. 11,00 Messa í Dómkirkj-
unni. (Síra Friðrik Hallgrímsson)
13,20 Fyrirlestur Búnaðarfjelags
íslands. 15.30 Miðdegisútvarp. Er-
indi: Trú framtíðarinnar (Síra
Eiríkiir Albertsson). Tónleikar.
18,45 Barnatími (Aðalsteinn Sig-
munclsson kennari). 19,30 Veður-;
fregnir. 19,40 Grammófónsöngur:
Puccíni: Lög úr ,,La Bohéme“ :
Jeg er kölluð Mimi (Rosetta
Pampanini). O Mimi, tu piu non
torni (Caruso og Scotti). Dauða-
senan (Lucrezia Bori og Tito
Schipa). 20,00 Klukkuslá,ttur.
Frjettir. 20,30 Austurrískt kvöld.
Julius Schopka, konsril]: Ræða.
Dr. Max Keil: Um listir. Gunnl.
Einarsson, læknir: Um Vínarborg.
Kristján Kristjánsson: Einsöngur.
Austurrísk þjóðlög: (Dr. Mixa,
Stepanek, Björn Ólafsson, Þórh.
Árnason).
Útvarpið á morgun: 10,00 Veð-
urfregnir. 12,15 Hádegisútvarp.
16.00 Veðurfregnir. 19,05 Þing-
frjettir, 19,30 Veðurfregnir. 19.40
Tilkynningar. Tónleikar. 20.00
Klukkusliáttur. Frjettir. 20.30 Er-
indi: Frá. útlöndum. (Sr. Sigurð-
ur Einarsson). 21.00 Tónleikar:
Alþýðulög. (Útvarpskvartettinn).
Einsöngur (Einar Markan'.
Grammófón: iSaint-Saens: Carne-]
val dýranna /Philadelphia Symp-
þony Orch., Leopold Stokowski).
Mötuneyti safnaðanna hafa bor-
ist eftirtaldar gjafir: Frá Ölgerð-
in Egill Skallagrimsson 20 Itr.
saft. Smjörlíkisger.ðín Svanur 25.
kg. smjörlíki og 5 kg. kaffi, Alli-
ance 4 skippund kol, M. 10 kr.,
Smjörlíkisgerðin ,Smári‘ 25 kg.
smjörlíki 'og 20 kg. grænsápa. Með’
þakklæti. F. h. Mötujieytis safn-
aðanna. Friðrik Sigurbjörnsson.
Náttúrufræðifjelagið hefir sam-
komu mánudaginn 27. þ. m- kl.
8% síðd. í ’ náttúrusögubekk
Mentaskólans.
Happdrætti. Eins og kunnugt er
af auglýsingum í Mbl. var 10. þ.
m. dregið hjá lögmanni um des.
—jan. verðlaunin, sem kaffibrenslai
O. Johnson & Kaaber veitir við-
skiftavinum sínum. Hæstu vinning
anna hefir nú verið vitjað og,
hlutu þá þessir: 300 kr. Ellilieim-
ilið Grund, Reykjavík, 100 kr.
Guðm. Halldórsson, Grettisgötu
81, 50 kr. Dana Eiríksdóttir, Mel-
húsum, 25 kr. Þorbjörg Halldórs-
dóttir, Grettisgötu 53, 25 kr. Þor-
steinn Kristjánsson, Reykjavík.
BÓKHLAÐAN.
Lækjargötu 2.
Ný blSð
komu í gær:
DÖNSK DAGBLÖÐ:
Dagens Nyheder.
Extra-Bladet.
Politiken.
Social-Demokraten.
Berlingske Tidende.
Idrætsbladet.
Ude og Hjemme.
Köbenhavnerinden.
Ugebladet.
Film-Journalen.
Das Leben.
Die Woche.
Vor-tískublöð:
Élégance Feminine.
Elite.
la Mode de Paris.
la Parisienne.
Stella.
I’Enfant Star.
I’Art et la Mode’s
(Hattablað).
Jolie Chapeaux.
Butterick.
Trés Elégant.
Madame fait s. Robes
(Merv. de Modes).
la Mode de Demain.
Home Fashion.
Children Dress.
Mabs.
Weldon Children.
Weldon Ladies.
Pariser Record.
Pariser Chic.
Elegante Welt.
Le Jardin des Modes.
Romas Pictorial Fashion
Praktische Damen- únd
Kinder-Mode.
Lækjargötu 2. Sími 3736.
Baunir
margar
tegandir
UersUVfsír.
Brnl frilrlksson
Erindi:
Bandormar og sulllr í
Nýja Bíó kl. 3 í dag.
Aðffönsrumiðar á 1 krónu.