Morgunblaðið - 26.02.1933, Side 6

Morgunblaðið - 26.02.1933, Side 6
6 MORGUNBLAf)IP Nam. Tveir nemeudur geta komist að í (vjelaverkstæði Hamars í Hafnarfirði (17 ára eða eldri). H. Sandholt. Vesturbrú 4 — Hafnarfirði. Tilkynning. Hjer eftir verður eigi afgreitt ómengað eða ljett- mengað iðnaðaráfengi, nema fyrir liggi skrifleg beiðni frá hlutaðeigandi iðnaðannanni í hvert sinn. Reykjavík, 24. febr. 1933. Áfengisverslnn rikisius. Trjesmiðafjelag Reykjavíkur. Nefncl sú, sem kosin var til að athuga skiftingu fjelagsins, boðai' alla skipasmiði og húsgagnasmiði, — sveina, — á fund í Baðstofunni, mánudag 27. b- m. kl. 8i/, síðd. Til umræðu: Deildarskifting fjelagsins. NEFNDIN. Tnnnnr, ódýrt beint frá útlöndum. Lýsistunnur, tvær stæröir, Hrognatunnur Eggeri Kristjánsson & Co. Sími 1400 (3 línur). því. er í lanclbúnaðinn hefiv verið ldgt. En hjer hefir, sem kunnugt er, að ákaflega miklu leyti verið unn- i<5 í blindni, fje lagt í ýmiskonar umbætur, er kallaðar bafa verið því nafni, án þess reiknað hafi verið hvaða arð umbæturnar gefa bvaða vexti stofnfjeð ber eða get- nr borið. Og svo kemur sá dagur, að vext- ír 35—40 sknldamiljóna leggjast eins og mara á atvinnurekstur bænda. Gengið. t fyrnefndri grein Páls Jóns- sonar er á það minst, að Bretar bafi tekið því illa, er Danir með valdboði lækkuðu gengi sitl, um leið og þeir settu lög um baun gegn verkfölkan. Háfa breskir fjármálamenn litið svo á, að með því að lækka gengið, hafi Dan- ir gert tilraun til að gera sjer samkeppnina auðveldári en ætlað ysr, við breska framleiðendur á breskum markaði, og því verði nú að bverfa frá þeim samningsgrund velli er áður var gerður til við- skiftasámnings milli þjóðanna. Þeir sem hjer kunna að líta býru auga til gengislækkunar ís- Iensku krónunnar verða því að taka þessa afstöðu Englendingá með í reikninginn. Sendinefnd er nú komiu frá Dónum til Englands, til að reyna. að binda enda á viðskiftasamn- ing þeirra á milli. Nýjung. Vilmundiu' Jónsson landlæknir hefir nýlega gefið skýrslu um álit sitt á ónytjungsbætti lækna og fá- nýt-i læknisfræðinnav yfirleitt. Til þess að gera alþjóð manna skiljanlega litilsvirðing sína á starfsemi læknanna, Kkir hann þeim við veðurfræðingana; segir, að eins og það sje hlutverk veður- fræðinganna að segjð fyrir um veður, eins kunni læknarnir að geta borið kens) á sjúkdómana, en eins og veðurfræðingarnir geti ekki haft áhrif á veðrið, geti lækn arnir engin ábrif haft, á mein- semdir manna. Þó dregur landlæknir úr þessum fullyrðingum og gefur læknnnum þann vitnisburð, að í 10% sjúk- dómstilfella, sjeu þeir ábrifameiri a sjiíkdómana, en veðui*fræðingar iá vindáttir og veður. Ef læknar landsins telja grein landlæknis á annað borð svara- verða, verður fróðlegt að heyi’a unrlirtektir þeirra ttndir ádrepu þessa. Ókunnugir geta fnrðað gig á, að Vilmundur Jónsson skuli hafa lagt út á læknisfræðisbrautina, þar sem bann að hans dómi í 9 tilfell- í nm af 10, er dæmdur til að vera ; úrræðalaus og einkis megnugur, | nema hvað ba.nn þá getur talað út í loftið. Eða ber að skoða skrif og um- mæli landlæknisins sem vott um það, að þegar starf hans á ein- bvern hátt snertir deilumál þjóð- arinnar, þá snúist þessi forystu- maður læknastjettarinnar eins og vindhani á bæjarbust eftir hinum pólitíska goluþyt í það og það skiftið, og þaðan stafi samtíking hans við veðráttuna. Eysteinn skattstjóri. Það gegnir furðu, að Hriflungar sknli enn í dag láta þetta verk- fæii sitt, Eysteinn Jónsson skatt- stjóra, taka þátt í opinberum um- ræðum, því aldrei talar hann svo eða ritar opinberlega að hann ekki geri annað hvort flokki sínum tjón eða sjálfum sjer skömm. Eftirminnilegur er verðlagsút- reikningur hans í fyrra, þar sem hann varð til þess að sanna öllum landslýð, að verðlag kaupfjelag- j anna í landinu væri síst hagkvæm- ara en verðlag hinnar margrægðu kaupmannaverslunar. Eftir útvarpsnmræðnrnar á dög- unnm Skrifar liann grein í Tím- ann, þav sem hann, skattstjórinn jsjálfur, heldur því fram, að npp- bæðir þær, sem notaðar eru til áð horga skuldir, megi reikna sem tap(!) Þetta segir hann til að afsaka málæði sitt og vitleysu í útvarp- inu, er hann talaði um greiðslu- hafla Reykjavíkurbæjar, sem hann taldi um miljón hærri en skulda- aukningu — og talaði þá um greiðsluhallann í því skyni að láta hlustendur halda, að skuldir bsgj- arins hefðu hækkað að því skapi. Merkilegt að flokksmönnum skattstjórans skuli elcki takast að lcenna honum þá reglu, sem honum er allra manna gullvægust — að þegja. í Svíþjóð. Kommúnisti einn danskur, Lar- sen að nafni, er nýlega var kos- inn á ríkisþing Dana, brá sjer nm daginn yfir Eyrarsund til Svi- bjóðar. Er þangað kom hjelt liann upp- teknum hætti og prjedikaði ,,bless- un kommúnismans". Svíum þótti binn danski þingmaður óvelkom- inn og óþarfur gestur. Var mað- .urinn tekinn fastur, og dönskum vfirvöldum gert aðvart um, að hann hefði verið settur inn. Síðan var Larsen skilað heim yfir sundið, raeð þeim skilaboð- um, að Svíar kærðu sig ekki um endurheimsóknir af því tægi. En hjer eru kommúnistaspraut- urnar í innilegum þingum, og jafn vel samvinnu við fyrverandi dóms máJaráðherra þjóðarinnar. Á næturþeli. Pyrst nú fyrir nokkrum clögum hefir blaðið fengið áreiðanlega vit r eskju um samband Jónasar Jóns- sonar og kommúnista í undirbún- ingnum undir bardagann 9 nóvem ber síðastliðinn. Nóttina áður lijeldu .kommúnist- ar undirbúningsfund, og lögðu ráðin á um árásina á lögreglulið bæjarins. Jónas JónssOn var ekki á þeim fundi. En seúdimaður hans. sem blaðið hirðir ékki um að nafngreina, fór um nóttina rak- leitt af fundiuum og niðnr í Sam- bnndshús. Fundur. Nokkrum dögum fyrir þingsetn- ingu boðaði Jónas Jónsson til flokksfundar við Ölfusárbrú. Á fundinn komu 7 —- sjö —, og af þeim voru þrír frá Laugai’vatni. Þingmenn kjördæmisins áttu leið um á fundarstaðnum um það leyti er Jónas hjelt. fundiun við áttunda maun. En ekki hirtu þeir um að „prýða hópinn“. Mniif Guðindsson fyrv, hjeraðslæknir áttræður. Hann er ejsti læknir landsius, og varð áttræður þ. 23. þ. m. Hann liefir þjónað víðlendum sveitahjer uðum í yfir 40 ár, og myndu þó fæstir æt.la að hann væri svo mjög við aldur, síst þeim, sem spjalla við hann í góðu tómi. Guðmundi lækni hefir verið margt vel gefið. Karlmeuni hefir hann verið og þolað stritið, eins og raun her vitni um. Þá hafði hann ætíð á sjer almenningsorð sem læknir, skaraði fram úr sam- tíðarmönnum sínum í sumum grein um og var þar á ofan dvengskap- armtaður í hvívetna. Var því ekki að undra þó hann væri vel látinn. Þó læknislistinni hafi fleygt á- ,fram á síðari árum, þá er eins og fæstir ungu læknamir geti alls kostar farið í fötin gömlu mann- anna, Þeim óx ekki í augum að gegna miklu stærri lijeruðum en nú gerast. Þar á ofan voru þeir allajafna hmraðshöfðingjar og bjuggu stórhúi. Guðm. læknir bjó •lengi miklu búi í Gaugardælum og farnaðist vel, þó hann gæfi sjer líka tíma til laxveiða og veiðifara því liann var ágætur veiðimaður og skytta. Hann hefir hlotið að hafa margt um að hugsa á þeim dogum. Guðmundur Iæknir er einkenni- legur gáfumaður, hefir lesið öll ógrynni, ágætur í tungumálum, ekki síst fornmálunum og ensku, sem hai\n talar reiprennandi. Það mun þó flestum hvað minnisstæð- ast, hve einltennilega hann sýnist hugsa og tala oft og einatt. Alt í einu þýtur bann samhengislaust yfir í fjarskyldnstu umtalsefni, svo að samtalið verður alt sundur slitið. þó hann segi eitthvart gull- korn um hvert atriði. Hann hefir því fengið orð fyrir að vera ein- kennilega viðutan (distræt), og nokkuð kann að vera til í því. Þó mun oftar liggja þannig í þessu, að þyki honum samræðan um eitt- bvert efni lítt. skeratileg, þá stekk ur hann alt í einu frá því yfir í alt aunað og reynir hvort þá gangi betur, og stundum hvað eftir anu- að. Þegar Guðm. læknir verður aUt í einu viðutan, þá hefir maður sjálfur staðið sig illa í viðræðunnit Læknisstarfinu fylgja margs- ko.nar hætt.ur og læknar verða sjaldnast mjög gamlir. Aðeins einn íslenskur læknir mun hafa komist yfir áttrætt. G uðmundur er manna líklegastur að bæta við sig að minsta kosti einnm áratugnum enu og halda sínu andlega atgervi. G. Hý skipategunö. „Archfonnship“. 8ir Joseph Isherwood heitir breskur maður og hefir hann ný- lega fundið upp nýtt lag á skip- um, og taka hin nýju skip fram öllum öðrum skipum, sem smíðuð hafa verið og eru þeim mjög frA brugðin í laginu. Enn hefir þó ekki frjettst nema á skotspónum í hverju þetta er fólgið, því að Sir Joseph fer afar dult með uppfinn- ingu sína, vegna þess að hann hef- ir ekki fengið einkaleyfi á henni. Eu hann hefir þegar látið byrja á smíði þi’iggja skipa. af þessari gerð og ætlaði að eiga. þau sjálfur.Eiga þan að vera tilbúin eftir sex mán- uði. En svo mikla trú hafa menn á skipunum, að Sir Joseph helst ekki á þeim, og seldi hann þau því öll, áður en kjölurinn var lagður að þeim. En svo ætlar hanu að láta smíða önnur þrjú skip fyrir sig, þegar smíði þessara er lokið. Skip þessi eru 7000 smál. hvért. Ef þau eiga að sigla 11% mílu á klukkustund þá eyða þau 21 smál. á sólarhring; með 10 mílna ferð eyða þau 16 smál. og með 9 mílna ferð aðeins 12 smál. Eftir því sem heyrst liefir er stafn skipanna líkastur þorskhans í lag- ir.u. aftari hlutinn líkist mest aft- ari hlúta á laxi, en um miðþikið er skipið fráhrugðnast öðrum skip um, því að þar er það líkast tunnu og vegna þess rúmar það hlutfalls lega méira heldur en önnur skip. Sir Joseph segir, að menn hafi yf- irleitt altof ki-aftmiklar vjelar í skipunum á móts við smálestatal. Þessi skip hans eiga að spara 15% af kolum miðað við hraða ]ieirra og annara skipa, og þó bera þau tiltölulega miklu meira. Þetta er n.iðað við hin nýjustu og bestu skip. Munurinn verður miklu meiri ef miðað er við skip, sem smíðuð voru á stríðsárunum, eða fyrir stríð. Lloyds kallar þessi nýju skip „Archformship“ og hef ir þau í sjerstökum flokki þégar þar að kemur. Kanslaralaun Hitlers. Hitler ætlar ekki að hirða kansl- aralaun sín, lieldur hefir hann á- kveðið að verja þeim til styrktar' hágstöddum ættingjum lögreglu- þjóna og varnarliðsmanna, sem skotnlr hafa verið í óspektununi að undanförnu. Til Strandarkirkju Prá í. P. 4 kr. Gamalt áheit frá ónefndum 5 krónur. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.