Morgunblaðið - 12.03.1933, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.03.1933, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÍTlinningarorð. Frú Guðrún Olína Benedikt»- dóttir andaðist 21. des. 1932. Guð- rún sál. var fædd í Vogum syðra 1. maí 1863. Ung fluttist hún til Reykjavíkur frá móður sinni og stjúpa, því hún misti föður sinn á unga aldri. Þá komst hún til sæmdarfólks og ávann hún sjer þar kærleika og virðing húshænda sinna. 11. apríl 1889 giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Guðjóni Bin- arssyni pentara, og lifðu þau sam- an í farsælu hjónabandi í 44 ár. Þau eignuðust fimm sonu, tveir Guðrún Benediktsdóttir. dóu í æsku en þrír lifa fullorðnir og giftir hjer í bæ: Benedikt, Einar og Gunnar Helgi, allir hinir bestu og myndarlegustu menn. Húsmóðurstörfin vann hún með sannri prýði og miklum myndar- skap. Það var ánægja að koma á heimili hennar. Agæt eiginkona var hún, sem mátti ekkert mein manns síns vita, og sVo var hún góð móðir að jeg hefi aldrei þekt blíðari og betri en hana. Mikið var Guðrún sáluga góð við alla bágstadda og oft var þar inni fult af einstæðismanneskjum, sem húsmóðirin var að gera gott og gleðja á alla lund. Nú þegar vegir skiljast þá hugsa jeg til seinustu komunnar þinnar til okkar, þó jeg hugsaði ekki þá, að jeg aldrei sæi þig framar þar. Við sátum úti á túninu á Árbæ, og blessuð sólin vermdi veika lík- amann þinn, og þxi varst að segja eins og oft áður: „Mikið er fallegt á Árbæ“ ; blessuð sólin skein svo fagurt á okkur, og jeg held hún hafi verið að gleðjast yfir þjer, en nú vermir þig eilíf Drott- ins náðar sól, sem aldrei dregur nokkurt ský fyrir, og þú þarft aldrei að skilja við um alla eilífð. Hin langvarandi veikindi bar hún með hinni mestu stillingu og hugarró. Jeg kom oft til hennar, oftar en á nokkurt annað vanda- laust heimili í Reykjavík og altaf var það svar, þegar jeg spurði um líðan hennar: Mjer líður ekki ver; var hún þá kannske fjarska mikið þjáð. En aldrei var höndín svo máttlaus og tungan stirð, að hún ekki hugsaði um að gera mjer gott og greiða götu mína og vera mjer sem best, eins og hún var öllu mínu fólki Jeg hefi aldrei átt betri vin en frú Guðrúnu sálugu og mun jeg minnast hennar með þakklæti, meðan jeg lifi. Árbæ, 12. febrúar 1933. Kristjana Eyleifsdóttr. Uinnuðrið ( þýskalandi og vinnuskóli Rangvellinga. 1 Deutsehe med. Wochenschrift 6. janúar er frá því sagt, að Þjóð- verjar hafi komið á fót hjá sjer nokkurskonar þegnskylduvinnu fyrir ungt fólk, innan 25 á.ra. Tóku 270.000 menn þátt í vinnu þessari árið sem leið, svo hjer er um ekkert smáræði að ræða. Til vinnu þessarar var stofnað út úr atvinnuleysinu. Þegar unglingarnir komust af skólaaldri fengu þeir ekkert að gera, en gátu ekki unað við þetta og buðust til þess að vinna ókeypis, eða öllu heldur fyr- ir svo lágt kaup (2—2.50 rmk. á dag), að það gerði ekki betur en hrökkva fyrir, fötum og fæði. Þó þetta væru engin kostakjör, þá var það þó ólíkt betra en að sitja yðjulaus í heimahúsum og hafa oft lítið fyrir sig að leggja. Þetta stóðust ekki sveitir og bæjastjórn- ir og Ijetu þessa vinnuflokka fá margt að vinna, sem annars hefði verið látið ógert vegna fjeleysis. Að sjálfsögðu varð það óumflýj- anlegt að koma föstu skipulagi á vinnuna, og meðal annars var unga fólkinu sjeð fyrir nokkurri kenslu samhliða vinnunni. Það lítur út fyrir, að þessi sjálfs bjargarviðleitni unga fólksins hafi blessast sæmilega og vinnumenn- irnir verið rnægðir með hana, því að samþykt var á almennu stú- dentaþingi x fyrra, að stúdentum væri gefinn kostur á að taka eitt ár þátt í vinnu þessari. Margir þeirra eru, hvort sem er, atvinnu- lausir að loknu stúdentsprófi og vita ekki hyað þeir eiga við sig að gera, því ekki er atvinnuleysið minna nú orðið meðal háskólageng inna manna en alls almennings. Þessu var talíð til gildis, að stú- dentum væri holt að vinna eitt ár iíkamlega vinnu, að þeir kyntust fjölda jafnaldra sinna úr ýmsum stjettum, að þeir kæmust betur inn í alt daglegt líf og starf þjóð- arinnar og að þeir gætu betur eftir en áður áttað sig á því, hvað þeim væri hentast að taka fyrir. Það varð þó niðurstaðan, að byrja fyrst með hálfs árs vinnu. Ekki er það óhugsandi, að upp úr þessu spretti þegnskylduvinna fyrir allan landslýð, sem komi í stað langrar herskyldu áður. Hug- mýndin er í fyrstu íslensk, en hún hefir orðið að engu hjá oss. Aðrar þjóðir hafa framkvæmt hana. Þetta tiltæki Þjóðverja minnir mig á vinnuskólahugmynd Rang- æinga. Þar áttu ungir menn, sem óskuðxx þess, að vinna 7 vikna tíma að vorinu og fá að launum 6 mánaða skólavist að vetrinum. — Þetta myndu Þjóðverjum þykja kostakjör, jafnvel þó vinnan st.æði lengur en 7 vikur. Jeg skal ekki um það dæma hvort slíkur skóli gæti borið sig fjármunalega eða ekki, en það er nýjabragð að þessari hugmynd. Hjer eiga nemendurnir ekki að fá eingöngu bókmentun heldur einn- ig vinnumentun, sem gæti komið að góðum notum, ef vel væri hald- ið á. Þeir eiga að vinna sjáJfir fyrir mentun sinni og þurfa því ekki að vera upp á aðra komnir. Og beri þetta sig, þá geta sýslu- búar sagt „skák“ við önnur hjer- uð, sem ekkert geta nema með rík- isstyrk. f öllu þessu er einhver lieilbrigð sjálfstæðis- og sjálfs- bjargarviðleitni, sem er fásjeð á þessum tímum. I Rangárvallasýslu eru árlega um 40 karlmenn á þeim aldri, sem helst myndi tekinn til kenslunnar. Slíkur hópxir gæti afkastað miklu á mánuði hverjum ef vel er stjórn- að. Það mætti ekki eingöngu bæta vegi og leggja nýja, heldur byggja bæi, rækta land o. fl. þvíl. Nóg eru verkefnin á þessu hálfbygða, óræktaða landi. Það er ekki ólíklegt, að innan fárra ára færi sýslan að bera aug- ljós merki þessara sýsluvinnu- manna, færi að skara fram úr öðrum hjeruðum í verklegum fram kvæmdum. Ekki væri það heldur óhugsandi, að eitthvað yrði bygt og ræktað af nýbýlum. Björgvin sýslumaður hefir mik- ið fyrir því haft að herja út heim- ildarlög fyrir Rangvellinga til þess að koma slíkum skóla upp, en Al- þingi hefir hvað eftir annað neitað vendingu. Hver veit nema þetta þing slái til og leyfi Rangæingum að ríða á vaðið með þessa ný- breytni. Mikið sýnist ekki í húfi en mikið í aðra hönd ef vel gengi. G. H. Slæmt skölafyrirkomulag J Vafalaust hafa allir þeir, sem í keisarans fylgd voru, í æfintýrinu „Keisarans nýju föt“, sjeð að keis- arinn var ekki í neinum fötum, en það var aðeins barnið — ein- lægnin og • hreinskilnin — sem þorði að segja sannleikann. Vafa- iaust sjiá allir hugsandi menn það, að fyrirkomulag skóla hjer á landi og víðar er slæmt, já, næst- um óþolandi að sumu leyti. Mjer er fyllilega kunnugt um. að margir kennarar sjá þetta og al- menningur einnig, en því nenna menn ekki að laga gallana. Ef skólar og mentastofnanir ekki ná því takmarki að maima menn, bæði andlega og líkamlega, þá koma þær ekki að tilætluðum notum fyrir einstaklingslíf og þjóðlíf, og eiga þá ekki skilið að heita mentastofnanir. Til þess að heita vel úr garði gerður mað- xxr og vel hæfur til þess að lifa, þarf menning mannsins að vera mjög jafnvægisgóð, því lífið er fjölþætt. Skólar verða því að sjá um, að nemandinn auðgist ekki af fróðleik á kostnað líkamlegrar vellíðunar og heilsu. Því verður ekki neitað, að ýmislegt er gert til þess að fyrirbyggja að svo geti farið, en að áliti mínxx eru gallar fyrirkomulagsins enn mjög áberandi.Jeg skal hreinskilnislega j.áita það, að jeg er sjálfur enginn skólamaður, en jeg hefi rætt þetta skólafyrirkomulag við margan góðan mann, bæði lærðan og leik- an. Þar að auki á jeg börn, sem hafa gengið í skóla frá 7—13 og 14 ára aldurs. Það hefir gefið mjer tækifæri til þess að sjá, hvaða áhrif skúlavistin hefir á börnin, sjerstaklega um dimmasta tíma ársins. Börnin hafa líka not- ið þess, sem kallað mundi verða sæmilega góð heilsa, en það er stundum full erfitt að halda í horfi og sjá um, að fjör og kraft- ar sjeu það, sem samboðið er blómaskeiði lífsins. Hvað á annars allur þessi ógn- ar tími í skólunum að þýða? — Verða þeir sem í skóla gangaí frá 6—20 ára aldxxrs, sex daga í viku og níu mánuði af árinu, betur hæfir menn til þess að kom- ast áfram í lífinu, heldur en hin- ir, sem litla eða enga skólament- un hafa fengið? Flestir munu nxx svara: „Já“, og er það ekki á- stæðulaust. Það má heldur engin skilja mig þannig, að jeg kunni ekki að meta skólamentun. Jeg vildi að jeg hefði fengið meira af henni, en mjer hlotnaðist.. En spurningin er þessi: Þarf ungling- urinn allan þennan tíma í skól- um til þess að geta heitið ment- aður maðxxr ? Verður þetta ekki óeðlilegt æskulíf og eins konar þrældómur? Hvað verður af björt- um æskuárum, sem gefur blóminu fult svigrúm til þess að þroskast og vaxa heilbrigðum vexti ? Er æskumanninum það holt og eðli- legt að tjóðrast þannig á skóla- bekk allan þennan tíma? Eiga ekki einmitt skólarnir að verða sú uppsprettxxlind vísdóms og þekkingar, sxi hjxxkrandi móðxxr- hönd í þjóðlífnu, sem sannan og ófúinn grundvöll leggur að fram- tíðar hamingju mannsins, og það engu síður líkamlega en andlega. Er til dæmist nokkurt vit og nokkxxr sanngirni í þessu, sem nú skal vikið að? Börn og unglingar verða að alast upp með fullorðn- um, haldast við í húsum þeirra og semja sig að mestu að hiáttum þeirra, en nú er það orðin ríkj- andi hefð, í borgum og jafnvel bygðum, að menn slæpast fram á miðjar nætxir. Samsætis- og skemtanalíf tískumannsins út- heimtir þetta. Börn og unglingar verða oftast að berast með straumnum. Víða er ekkert hugs- að um að koma börnum snemma í rúmið, en sums staðar leyfa hxxsakynni börnunum engin slík rjettindi fyr en fullorðnir hafa; gengið til hvílu. Ef gestir eru, verða börnin víða að vaka fram eftir kvöldinu líka. Þetta fólk, sem vakir á nóttunni, sefur flest á daginn. Það fer seint á fætur, nema þeir, sem þurfa að rífa upp blessuð bömin og reka þau af stað í skóla. Verslunarbúðir opxx- ast ekki fyr en klukkan níxx, póst- hús og skrifstofur ekki fyr en klukkan tíu,' en börn á þeim aldri, sem rnikinn svefn xxtheimtir, eru rifin á fætur — vakin — klukkan sjö á morgnana til þess að komast í skóla klukkan átta. Væru þau ekki vakin mundu þau sofa til kl. níu eða tíu, og veitir þeinx börn- um ekkert af þeim svefni, sem seint hátta. Meðan jeg hafði hús alveg út af fyrir mig og nægilegt fyrir fjölskyldxx og gat látið börn- ixi mín fara að hiátta klukkan á.tt á kvöldin, þurfti aldrei að vekja þaxx til þess að fara í skóla, ön þar sem jeg þá átti heima, byrjuðu skólar ekki heldur fyr en klukkan níxi og voru ekki heldur nema fimm daga í viku. Það er ekki aðeins að þessi langi skólatími sje óheppilegur fyrir heilsu og líðan barna og ung- linga, heldur gerir hann fullorðn- um líka mikil óþægindi. Þettá skapar eins konar annríki allan veturinn, menn verða að rífa sig Raflagn r, nýjar lagnir, viðgerðir og breytingar á eldri lögnnm. Unnið fljótt, vel og ódýrt. Jnllns Björnsson, löggiltur rafvirki Austurstræti 12. Sími 3837. á fætur eins og um háslátt í sveit. Það er gott að fara snemma á fætur, ef hægt er að komast í ró á kvöldin, en hvernig má það verða í þessu sambýlis- og tísku- lífi borgaranna. Það lendir líka oftast á þeirri manneskjunni, sem mesta hvíld þarfnast og mesrt þreytandi störfin vinnur — kon- unni — móðurinni — að farft snemma á fætur til þess að hjálpa börnunum, gefa þeim að borða og- koma þeim af stað í skóla. Vilji fólk flytja úr borgum út á lanci eða ráðstafa sjer á einhvern sjer- stakan hátt með vorinu, til þess að bjargast betur af, þá er þetté einnig gert næstum ómögulegt með þessum langa skólatíma, því skól- ar eru þá ekki úti fyr en seinfc < í júní. Jeg vissi til þess, að þetta. gei’ði mönnum, til dæmis í Kanada„ oft töluverð óþægindi. Vorið kom þar snemma og tækifærin með því, en fjölskyldan varð að sætta sigr við þessar hömlur, sem sumarvist skólanna lagði á hana. Að vita börn þar sitja inni dag eftir dag, mikinn hluta dagsins, þegar kom- inn var 30 stiga hita (celsius) og náttúran kallaði þau að öðrur — var ömurleg tilhugsun. Til þess að ráða bót á þessu mætti vafalaust sleppa siimixns skyldu-náimsgreinum. Þeir ung- lingar, sem vilja og gáfunx eru <yæddir, þurfa ekki allan þennan tíma til^þess að læra hið nauðsyn- lega, en hinir, sem ekki geta lært„ verða aldrei lærðir að neinu gagni„ hvort heldur er. Jeg hefi vakið máls á þessu í þeirri góðu von, að menn, sem málið er enn meira skylt, hefjisfc. ú handa og heimti bót á þessu. Það er nóg að kenna fimm daga í viku og nóg að byrja skóladag- inn klukkan níu að morgni. — Kennarar ættu að fá nóg af þvx að troða alls konar dauðum fræð- um, og oft í hálfgerða tossa, fimm daga í vikú, þó ekki væri nema átta mánuði af árinu og 5—6 tímæ á dag. Þótt orðum mínum verði nú enginn gaumur gefinn, þá er jeg sannfærður um, að komandi tím- ar munu gera rökstuddar og eft- irtektarverðar athxxgasemdir við skólafyrirkomulag það, sem nú sit ur af völdum. Námslýður ætti að gefa sig meira við líkamlegrí vinnu. Ymislegt, bendir á að betur færi ef svo væri. Alls konar ])rót,tleysis sjiikdómar ógna upp- vaxandi kynslóðum. „Lífið er meira en maturinn og líkaminn meira en fötin“, stendur þar. 1— Hraustleiki og hamingja er meiræ vii*ði en mikið nám, ef hvort tveggja getur ekki fylgst að. Hið fyrsta á altaf að koma fyrst. Pjetur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.