Morgunblaðið - 16.04.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.04.1933, Blaðsíða 5
Reykjavikurbrjef. 15. apríl. Veðrið vikuna 9.—15. apríl. 1 vikubyrjun var lægðarmiðja yfir landinu og vindstaða breytileg, en siðan fairðist lægðin austur fyrir líndið og gerði N-hríðargarð um alt land. A Suðvesturlandi skall hríðin á aðfaranótt mánudagsins. Á þriðjudag batnaði veður til niuna og á miðvikudag var hæg N-átt og bjartviðri um alt land. Á fimtudagskvöld gerði aftur hríðarbyl af NA, vegna lægðar sem kom sunnan úr hafi upp að suðurströnd landsins- Áhlaup þetta stóð þó aðeins fram á föstudag og varð ekki mjög slæmt norðan lands. Nú er hæg NA-átt um alt land en fremur kalt í veðri, hiti um 0 st. syðra, en 1—2 st. frost nyrðra. Útgerðin Um síðustu mánaðamót var afl- inn á öllu iandinu 2000 smálestúm meiri en á sama tíma 1930, en það ár hefir ársaflinn verið mest- ur hjer á landi. Síðasta hálfa mán- uðinn hefir bátaafli verið stopull sakir gæftaleysis, en togarafli mik- ill enda þótt talsverðar frátafir hafi verið vegna óveðurs. Síð- ustu viku m.jög mikill afli á Sel- vogsbanka, enda er jafnan mestur afli á bankanum á þessum tíma árs. Sadarmarkaðutrinn í Þýskalandi. Eins og kunnugt er, var allmik- ið óselt af saltsíld hjer á landi fram eftir síðastliðnu hausti. En aftur á móti gekk greiðlega með sölu á síld þeirri er verkuð var fyrir Þýskalandsmarkaðinn, „mat- jes“-síldinni. Til þess að gera sjer verð úr saltsildinni tóku margir saltendur það ráð, að útvatna saltsíldina, og gera úr henni vöru fyrir Þýskalandsmarkaðinn. — í þetta sinn fengu eigendur síldar- innar verð fyrir vöru þessa. En nú hefir það komið í ljós, að þessi meðferð á síldinni fyrir Þýskalandsmarkaðinn er stórkost- lega hættuleg. Þessa útvötnuðu síld selja smásalar í Þýskalandi sem „íslenska „matjes“-síld“ og gera kaupendum enga grein fyrir því, að þetta sje í raun og veru ekki hin rjetta vara.. Almenningur gerir samanburð á skosku síldinni, sem Þjóðverjar eru vanir að kaupa, og þessari útvötnuðu ís- lensku síld. UtvatnaSa síldin stenst ekki samanburðinn, fólk kaupir heldur síldina, sem fengið hefir hina rjettu verkun, skosku síldina. Þeir menn, sem stigið hafa þetta víxlspor árið sem leið, og sjeð hafa afleiðingarnar, munu vafalaust ekki fitja upp á því að nýju. En aðrir geta komið í þeirra stað. Og þýskir innflytjendur geta naumast talið sig trygga gagnvart þessum ófögnuði á markaðnum, nema bannað verði með lögum útvötnun á saltsíld til útflutnings. Þjóðverjar kaupa yfir eina milj. flíldartunna á ári. Möguleikar fyr- ir íslenska útgerð á þeim markaði þvi mjög miltlir. Verði ekki með öflugum ráðstöf- wnum tekið fyrir sölu á hinni út- 'wötnuðu síld þangað, má bviast við að sölúmögúleikar íslenskrar síld- arútgerðar í Þýskalandi spillist stórum. Norsku samningarnir. Lögin um norsku samningana náðu samþykt Alþingis á miðviku- daginn í efri deild, með níu atkv. gegn fjórum. • I stuttri ræðu, er Jón Þorláks- son hjelt áður en hann greiddi atkvæði með samningnum, tók liann það fram, að hann greiddi honum atkvæði sitt með tilliti til þess, að enn væri í fullri óvissu livernig tiltækist að halda í hinn enska hluta kjötmarkaðsins. Samþykt samniugsins bæri því að skoða sem bráðabirgða ákvörð- un í þessu máli, enda er úppsagn- arfrestur 6 mánuðir. Ef einhver af þeim hrakspám rætist, um tjón fyrir íslenska liagsmuni, vegna samnings þessa, á .sumri komanda, verða menn að ganga að því vísu, að uppsögn samningsins beri að hið bráðasta, enda vórði þá sjeð hvernig kjöt- markaðurinn verður. Guðmundur á Sandi. Guðmundur Friðjónsson er ný- lega farinn hjeðan heimleiðis eft- ir nokkurra vikna viðdvöl í höf- nðstaðnum. Þó vinnudagur hans sje tekinn að lengjast á sviði íslenskra hókmenta, og menning- armála, heldur hann uppteknum hætti, að láta menn eigi lengi eiga hjá sjer andsvörin, þegar á hann er yrt. Frá því fyrir aldamót hefir altaf við og við staðið styr um Guðmund, um bækur hans, um skoðanir hans, er hann ætíð hefir flutt með sömu einurðinni, áhug- anum, fyrir velferð og gengi ís- lenskrar menningar og manndóms. Þó ekki sje annar en andlegur mýriskítur, eins og Sigurður Ein- arsson, er yrðir á Guðmund, tek- ur hinn þingeyski bóndi sjer staf : hönd, fer til Reykjavíkur, flytur þar erindi um stefnu sína á skáld- skap og þjóðmálum, og hirtir hinn landskunna froðusnakk, Sigurð, á mjög viðkunnanlegan hátt. Fjárlögin. Neðri deild lauk 3. umræðu fjár laganna á miðvikudaginn var. — Hafði umræða staðið yfir undan- farna daga. Umræða þessi var með svipuðum hætti og hin fyrri ár, og þinginu til lineisu. Gangur málsins er þessi. Þingmenn flytja fleiri og færri breytingartillögur, þar á meðal allmargar um persónustyrki. Flutn ingsmenn tala hver fyrir sínum til- lögum að viðstöddum forseta og skrifurum. Þingmenn, sem greiða eiga atkvæði um breytingatillögur þessar, styrki og annað. sýna sig ekki í deildinni tímunum eða jafn- vel dögum saman, eru ýmist við önnur störf í þinghúsinu, ellegar út í bæ. Flutningsmenn breytinga- tillagna koma þarna hver af öðr- um og rausa upp ræðum sínum yfir langlúnum forseta og tómum stólum. En alt er þetta skrifað og kostuð prentun upp á fyrir ærið fje. Samviskubit. Um 130 þúsund hækkaði út- gjaldabálkur fjárlaganna við 3. umræðu Neðri deildar. Sýnir það enga inngróna sparnaðarviðleitni hjá þingmönnum. En einsltonar samviskubit kom þar í endalokin i tillögu formi. Ríkisstjórn veitist heimild til, að draga af öllum fjárveitingum fjárlaganna, sem ekki eru öðrum lögum bundnar, alt að 25%, eftir er best að kaupa ! Ðókhlöðunni Lækjarg. 2. Bdkkiúiúh’ Lækjargötu 2. Sími 3736. frfi AIH Islenskw tkipum' '*"”L V * því sem við vevður komið, og enn- fremur, að fresta um ákveðinn | tíma rekstri stofnana. Verður sii ályktun ekki skilin á annan veg en þann, að þingið sjálft segist ekki hafa manndóm í sjer til þess að miða útgjöldin iið g.jaldgetu þjóðarinnar, og sje því hálft um hálft að afsala sjer f jár veit in ga val dinu. Uppástunga. Þörf uppástunga heíir komið fram um meðferð fjárlaga á Al- þingi sú, að bitlingaræður þing- manna um fjáriögin yrou lagðar niður, en þingmönnum gert að skyldu að skrifa stuttorða grein- argerð um hverja breytingartil- lögu sína. Á þann hátt sparaðist bæði þingtími og prentkostnaður, því greinargerðirnar yrðu mun styttri en ræðurnar, og þing- menn þeir, sem greiða eiga atkvæði um tillögurnar fengju með hægu móti nokkra vitneskju um hvert atriði, sem atkvæði er greitt um. Jafnframt ætti að hafa þá reglu að atkvæðagreiðsla um breytingar- tillögur fjárlaga færi fram fyrir luktum dyrum, svo þingmenn losnuðu við öll forvitnisaugu um það hvernig hver og einn greiðir atkvæði r;m persónuleg hagsmuna- mál manna. Fr amsóknarþingið. Þing Framsóknarflokksins, hið þriðja í röðinni síðan 1919, var haldið hjer um síðustu helgi, sem kunnugt er, og mun því hafa verið lokið á þriðjudag. Má; segja, að þing þetta hafi komið saman á mjög hentugum tíma. Orð hefir leikið á því, að sam- komulag hafi á stundum ekki ver- ið upp á það besta innan Fram- sóknarflokksins. En misjafnlega mikið hafa menn lagt upp úr þeim sögnum. Að vísu hefir það komið greini- lega í ljús að forystumenn flokks- ins hafa haft mismunandi greiðan aðgang fyrir greinar í málgagn flokksins, Tímann, enda muir Ás- geir Ásgeirsson forsætisráðherra liafa gefið flokksmönnum sínurn það í skyn, að honum hafi jafnvel verið neitað um rúm í blaðinu. í Tímanum hefir það aftur á móti verið gefið í skyn, að þing- menn flokksins ættu að bíða með ákvarðanir sínar í aðalmálum þingsins, uns flokksþingið hefði sagt álit sitt og tekið ákvarðanir sinar. fengum með e.s. Dettifoss: Ágætar appelsínui Jaffa 144 stk. Citrónur. Lauk. Sími: Einn—tveir—þrír—fjórir. Námskeið í erlendum tungumálum (þýsku, ensku, frönsku, spænsku, ítölsku). Byrjendur læra að tala og skrifa málið ásamt hraðritun og vjelritun á 4 mán., en á 3 mánuðum, ef menn eru áður nokkuð kunandi. 7—8 kenslustundir á dag. Húsnæði og fæði fæst ef óskað er. íslendingur á heimilinu. Skriflegar upplýsingar ókeypis frá Dr. phil. E. Nagel’s Seminar fúr fremde Sprachen, Leipzig C. 1. Harkortstrasse 6, Þýskalandi. Frekari upplýsingar á Bókhlöðustíg 2 (sími 2566). H. B. 160. Kanpmemi! Munið eftir að kaupa „Gold-Medal“ og „R. R. R.“ hveitið í 5 kg. pokunun H. Beuediktsson & Co. Sími 1228 (3 línur). UPPBOÐ fer fram laugardaginn 29. þ. m. á afnotarjetti bryggju hafnarsjóðs fyrir norðan dr. Paul og Anlegginu frá 1. júní n.k. til 1. apríl 1934, kl. 1 síðd. á Anlegginu, en kl. 4 síðd. á bryggjunni fyrir norðan dr. Paul. Væntanleg boð liggja undir samþykt hafnarnefndar og bæjarstjórnar, sem setja nánari skilyrði um tryggingu fyrir boðinu. Skrifstofu Siglufjarðar, 5. apríl 1933. B»|arfógetiaii. 9 Þeir sem vilfa gjarnan hafa plögg sín í góðri reglu — samninga, sendibrjef, reikn- inga og önnur verðmæt skjöl — ættu að líta á skjalabindin i Békurerslu Sigfdsar Eymundssonur (og bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 341. Fyrirligg jandi s Handsápur — margar tegundir. Eggert Kristjánssen & Ce. Sími 1400 (3 línur). I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.