Morgunblaðið - 16.04.1933, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
T
íslenðingar
}
eru ekki bleyður og ómenni.
Út o f grein þeirri er enska blaðið „Grimsby Evening
Telegrahp“ flutti 6. febrúar, um Guðna Pálsson, skip-
stfóra á enska togaranum „Sabik“, ritaði Þórarinn 01-
geirsson skipstjóri eftirfarandi grein, og birtist hún
skömmu síðar í sama blaði.
Herra ritstjóri! Jeg get ekki
annað en látið í ljós gremju mína
®g margra annara fiskimanna, sem
atunda veiðar við ísland, út af
fregnum í blaði yðar frá 6. febrú-
•ar síðastl. um togarann „Sabik“
•og framkomu íslensks skipstjóra,
sem gefið er í skyn að hafi neit-
að að hlýða S- 0. S. neyðarkalli.
Jeg lá veikur af inflúensu heima
k íslandi þegar jeg frjetti fyrst
um þetta mál og hefi ekki haft
ástœður til að koma fram vörnum
fyrir landa mína fyr en nú eftir
að jeg kom aftur til Grimsby,
sem var í gærdag. Ummælin í
hlaði yðar eru þannig, að þeim
má ekki láta ómótmælt, Jeg get
fullyrt með vissu, að það hefir
aldrei komið fyrir, að íslensk skip
hafi neitað um hjáíp, þegar um
hana hefir verið beðið.
Bf til vill er sjómönnum og tog-
araeigendum í Grimsby ekki kunn-
ugt nm það. að árið 1928 ákváðu
íslenskir skipstjórar og fjelag loft-
skeytamanna að láta jafnan þrjá
togara með loftskeytatækjum
•skiftast á um að halda vörð, á
hverri nóttu, svo að hægt væri
undir eins að koma til hjálpar, ef
•eitthvert skip sendi út neyðarkall.
Þessu fyrirkomulagi er haldið
úfram enn, og því var það að
þakka, að skip mitt komst í sam-
band við norska skipið, sem talað
er um í Sabik-málinu, og hjeldum
við þegar af stað með fullri ferð
til hjálpar. Um loftskeytastöðina
fjekk jeg að vita, að skipið hefði
mist öll siglingatæki og sjálft
•stýrishjólið fvrir borð, ljeti því
ekki að stjórn, en ræki upp að
klettaströndinni með 5 sjómílna
hraða á klukkustund.
Jeg gat reiknað út afstöðu hins
nauðulega stadda skips með mið-
unartækjum mínum og sendi því
þegar þau hughrevstandi boð. að
það væri 20 sjómílur undan strönd
ínni, og að jeg mundi geta verið
búinn að ná því áður en það ræki
upp. Á meðan þetta gerðist voru
einnig íslenski togarinn „Max
Pemberton“, varðskipið ,,Óðinn“
og póstskipið „Goðafoss' öll komin
á vettvang til hjálpar. En þó að
minsta kosti 100 breskir togarar
hafi loftskeytatæki, þá virðist svo
■sem aðeins einn þeirra, togarinn
„Sabik“, hafí heyrt neyðarkallið,
þar sem hann var eina, skipið, auk
hinna fyrnefndu, sem var í sam-
bandi við ..Tngerto". Ef bresk-
ir togaraeigendur og skipstjórar
hefðu komið á sams konar fvrir-
komulagi og hjer hefir verið lýst.
til þess að halda vörð á nóttunni,
þá liefðu að öllum líkindum fleiri
en eitt breskt skip heyrt neyðar-
kallið.
Jeg vil einnig vekja athygli
yðar á því, að þó að meira en 100
breskir togarar stundi fiskiveiðar
á íslenskum miðum, þá er ekkert
gert af hálfu eigenda þessará tog-
ara til að sjá þeim fyrir spítala-
skipi eða nokkurri læknishjálp,
svo að alt slíkt er þeim í tje látið
at íslendingum sjálfum á liöfnun-
um kringum landið. Þar er alls
ekki spurt um þjóðerni. Ollum er j
hjúkrað eftir bestu getu og hjétp- i
að til lieilsu — og oft og mörgum
j sinnuni á sjálfum heimilum landa
minna.
I þessu sambantli vil jeg einnig
minna á, að fjölda breskra sjó-
manna hefir verið bjargað af skip-
um, sem Iiafa strandað við hinar
hættulegu strendur vorar.
Álveg nýlega strönduðu tveir
breskir togarar við norðurströnd
íslands. Báðar skipshafnirnar nutu
húsaskjóls og hjúkrunar á sveita-
bæjum, þar sem húsakynni eru
þröng og aðstæður erfiðar. Onnur
þessara skipshafna var veik af
inflúensu. Islendingarnir veittu
henni alla hjúkrun, en tóku svo
sjálfir sömu veikina. Þessi hjálp
var veitt án endurgjalds, og fólk-
ið taldi sig ekld hafa gei’t annað
en skyldu sína, og að það væri
ekki neitt til að hrósa sjer af-
Loks er mjer kunnugt um, að
landar mínir liafa veitt breskum
skipum á veiðum við fslands-
strendur ómetanlega hjálp, hætt
lífi sínu í ofviðrum í þágu þeirra.
Bleyðiorðin, sem vitnin í rjett-
inum hafa borið, og ásokunin í
blaði yðar, er hvorttveggja órök-
stutt og í æði mikilli mótsögn
við þá rjettsýni og þann dreng-
skap, sem ætla má að hver bresk-
ur þegn telji sjer skylt að iðka.
Hugrekki og hreysti er ekki
einkaeign neinnar þjóðar, heldur
dygðir, sem landar mínir eru
gæddir í engu minna mæli en
aðrir.
Grimsbv 16. mars 1933.
Þórarinn Olgeirsson
(skipstjóri á íslenska togaranum
,,Venusi“.)
Þingrrof í Danzig.
Hanzig 14. apríl.
United P’,ess. FB.
Þingið í fríborginni Danzig hef-
iv með 66 atkvæðum gegn 6, samþ.
þingrof. Þingmenn jafnaðarmanna
— nítján að tölu — greiddu ekki
atkvæði. Nýjar lcosningar fara
fram 28. maí.
Kampavín.
Kampavíns-bændur kvarta und-
an því, að kampavínssölu í heim-
inum hraki. Orsökin talin sú, að
þeir sem hafa efni á að drekka
kampavín kæri sig ekki svo mjög
um það, því það sje ekki lengur
talið eins fínt og áður var.
Göring,
önnur hönd Plitlers, kom að sögn
á heimili um daginn, þar sem
framreitt var danskt smjör á borð-
um. H-ann sneri sjer samstundis
þaðah með þeim ummælum, að
hann stigi ekki fæti sínum inn á
heimili er hefðu slíkan ósóma í
frammi!
niheimsmót skáta.
„UJorlú-iamboree" 1933.
Með fjögurra ára millibili eru
haldin alþjóðaskátamót eða„Jam-
boree“, en svo eru þau kölluð. Á
mót þessi streyma þúsundir af
skátum víðsvegar úr hinum ment-
aða lieimi, fullir af eftirvæntingu
og tilhlökkun, enda verða þeir
ekki fyrii’ vonbrigðum, .því mót
þessi eru stórviðburður í sögu
skátahreyfingarinnar, og bera ljós-
an vott um þroska hennar og fram
•ang. Fyrsta skátamótið (Jam-
boree) yar haldið í Englandi árið
1921. Annað var í Danmörku 1924
og voru þar eitthvað 5000 skátar.
Ilið þriðja var í Englandi 1929.
Það var haklið í skemtigarði
skamt frá Birkenhead, sem er lítil
borg andspænis Liverpool. Þar
voru kringum 50.000 skátar sam-
ankomnir, þar á meðal 32 frá ís-
ur sýnt svifflug.
Mestum tíma verður várið í
mótið sjálft, meðan það stendur
vfir, en 2—3 dögum til ferða-
laga um nágrennið.
Baden Powell lávarður verður
lieiðraður á þessu móti á þann
hátt, að honum verður gefið vand-
að tjald með öllum hugsanlegum
útbúnaði og skrauti, sem hægt er
þar við að koma, en þar sem hon-
um á að koma þetta á óvart, er
því haklið leyndu fyi’ir honum.
Ollum skátum er heimilt að
sækja mót þetta:
n. Ef þeir hafa lokið II- flokks
prófi.
b. Ef þeir liafa verið starfandi
skátar í tvö ár.
c Ef þeir hafa skriflegt leyfi
sveitaforingja og forráðamanns
d. Ef þeir eru fullra 14 ára að
aldri.
Enn er ekki hægt að segja með
fullri vissu hve margir íslenskir
Gata á Jamboree 1929.
landi, Hið fjórða Jamboree verð-
ur baldið í Ungverjalandi í borg
sem heitir Göddöllö, og er 25 km.
frá Búdapest. Til þess' að gera
mót þetta sem fullkomnast og
best hefir verið við liafður geysi-
mikill undirbúningur, svo sem:
Lagðir yægir, leitt vatn,, sími o.
fl. Einnig verður útvarpað ræð-
um o. fl. meðan mótið stendur yf-
ir. Þá hafa og verið haldin mörg
námskeið undanfarin tvö ár með-
al ungverskra skáta, til þess að
gera þá sem hæfasta til þess að
vera leiðbeinendur og stjórnend-
ur á þessu skátamóti. Mótið
stendur yfir frá 1.—15. ágúst í
sumar. Fyrirkomulagið á þessu
móti verður nokltuð svipáð því og
var 1929, að skift verður niður
í tjaldbúðahjeruð — Sub camp —
með 2500 til 3000 skátum í hverju.
skátar muni sækja þetta mót en
gert er ráð fyrir, að vegna krepp-
unnar fari talsvert færri en á hið
síðasta.
En þeir, sem fara, leggja af
stað frá Revkjavík með e.s. Detti'-
fossi 19. júlí til Hamborgar, það-
an á járnbraut um Berlín, Prag
og Vín, til Búdapest og þaðan á
mótið í Göddöllö og til baka ,sömu
leið til Leipzig, þaðan til iVai’ne-
munde og á ferju yfir til Gedser
og þaðan til Kaupmannahafnar.
Þar verður höfð þriggja daga við-
dvöl, og síðan haldið lieim með
Brúarfossi 22. ágúst og komið til
Revkjavíkur 29. sama mánaðar.
Kostnaður verður kr. 475.00 á
mann. f því eru innifaldar allar
ferðir, uppihald og annar kostn-
aður. Að því athugiiðu, hvað þetta
cr löng ferð með viðkomustöðum
felenskir skátar glíma við tjaldbúðii' sínar á Jamboree 1929.
Á móti þessu er gert ráð fyrir,
að esperanto verði notað mikið
sem hjálparmál, enda verður flokk
að niður eftir þyú, hvaða mál af
fjórum; ensku, þýsltu, fronsku
eða esperanto menn vilja tala- í
tilefni af mótinu hefir alþjóða-
bandalagið gengist fyrir brjefa-
skriftum milli skáta yúðsvegar um
heim, sem væntanlega munu kom-
ast í persónulega kynningu á Jam-
borée. Á mótinu verða allskonar
sýningar, sa7o sem: íþróttasýning-
ar og sýningar frá skátalífinu á
útisamkomusvæðinu. Einnig verð-
í Englandi, Þýskalandi, Tjekkó-
slóvakíu, Austurríki, Ungverja-
landi og Danmörku; er hjer sjer-
stakt tækifæri fyrir skáta til að
sjá sig um og kynnast erlendum
fjelögum sínum.
Jamboree-nefnd fslands, póst-
hólf 831, Reykjavík, veitir fús-
lega allar frekari upplýsingar.
Tr. Kr.
Eldtrygg- gluggatjöld.
í Englandi hafa nýlega’ verið
s'erð gluggatjöld. sem ekki geta
brunnið. '
Seljast vegna
gæðanna.
40,000 tPílir
óskast lánaðar gegn 1. veðrjetti í
stórri og góðri eign hjer í bænum.
Sje lánveitandi reglusamur og
duglegur maður, getur hann feng- \
ið fasta atvinnu með 5.000 kr. árs-
launum. Tilboð merkt „Sólvalla-
gata“, sendist A. S. í.
Geldingafrumvarpið
og Burdizzo aðferðin.
Landbúnaðarnefnd neðri deild-
ai flytur frumvarp um að hesta
og naut, sem gelda þarf, skuli
svæfa áður en gelding fer frarn.
Er gert ráð fyrir því, að x hverri
sýslu sjeu hæfilega margir geld-
ingamenn, sem læri að fara með
chloroform (svæfingarefni) og
einnig afla sjer þeirrar þekkingar
og leikni, sem þarf til að leysa.
verkið af hendi. Á undanförnum
þingum hefir þetta sama frum-
varp verið flutt, en ekki náð fram
að ganga. Nxi á enn á ný að reyna
að koma frumvarpimi fram, og er
það eftir tilmælum Dýraverndun-
arfjelags fslands.
Þær ástæður, sem liggja til
grundvallar fyrir því, að frum-
varp þetta er fram komið, munu
vera þær, að geldingar eins og
þær hafa verið framkvæmdar hjer
á landi, eru mjög ómannúðlegar
og verða dýrin að þola miklar
þjáningar. Það virðist því vera,
góðverk að fá frumvarpið gert að
lögum, ef geldingxi á fi’amvegis að
framkvæma með sömu aðferð og
hingað til. En hjer er að verða
breyting á, því á síðustu árum
hafa flust hingað verkfæri til
g.eldingar með nýrri aðferð. Geld-
ingaraðferð þessi hefir rutt sjer
til rúms um hinn mentaða heim.
og er nú nær eingöngu notuð í
Englandi. Canada. Ástralíu og víð-
ar. Aðferð þessi er komin frá Ital-
in og er kend við Burdizzo. Hún
er bæði fljótvirk og mannúðleg.
Það þarf enga svæfingu yúð, þeg-
i