Morgunblaðið - 16.04.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.1933, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ar gelt er eftir þessari aðferð, og sjálf geldingin tekur aðeins and- artak. Hægt er að gelda 50 naut- kálfa á klukkustund með einni töng. Skepnum þeim, sem geltar hafa verið á þennan hátt, má und ix’ eins sleppa á heit, án þess að óttast þurfi eftirköst eða frekari aðgerðir. H,jer á sjer engin blæð- ing stað, og það er ekki sýnilegt að geldingin hafi orsakað nokk- urn sársauka nje lasleika. Það mun varla valda ágreiningi að svæfing á dýrunum og gelding með gömlu aðferðinni veldur meiri sársauka og þjáningum en Burdizzo-aðferðin, og auk þess veldur gamla aðferðin blæðingum og ef til vill ígerðum. Jeg hefi átt tal tal við bónda, sem sjeð hefir geldingu með svæfingarað- ferðinni, og fórust honum þannig orð. að hroðalegt hefði verið að sjá þær aðfarir, og aldrei skyldi hann láta gelda hesta sína þannig. Á þessum krepputímum, sem vjer lifum nú á, þegar landbiinað- urinn ber sig ekki, bændur flosna upp frá jörðum sínum, og alt virð- ist vera að komast í mesta öng- þveiti, Alþingi skipar sjerstaka kreppunefnd, stjórnin útnefnir sjerstaka nefnd til þess að athuga. skuldabyrða bænda, kemur land- búnaðarnefnd neðri deildar Al- þingis með ofangreint frumvarp, sem hlýtur að bafa í för með sjer talsverð útgjöld fyrir bændur. Ut- gjöld þessi eru tilfinnanleg, og sje út af lögunum brugðið verða bændur að sæta sektum er nema alt að kr. 500.00. Er þetta hjálp i kreppunni, að auka útgjöld bænda og láta þá sæta sektum ef útaf er brugðið. Bændastjett. landsins á heimting á því, að henni verði ekki íþyngt með óþörfum útgjöldum og áíögum á þessum krepputímum, alveg að ástæðulausu. Yfirheyrslur ( máli bresku verkfræðinganna. Moskva 13. apríl. TJnited Press. FB. Að lokinni yfirheyrslu Vassili Gusev. fyrrum yfirmanns Zlat- oust orkuversins í Uralfjöllum, var rjettarböldunum frestað frá kl. 10 að kvöldi til kh 10 árd. á fimtudag (skírdag). Vassili ját- aði, að vingotlr hefði verið milli hans og MacDonalds. „Njósnar- starfsemin olli óláninu", sagði hann m. a., er hann játaði að njósnarstarfsemi hefði fram farið, er hann og MacDonald hefði tekið þátt i. Moskva 15. a.príl. United Press. FB Allmikla athygli vakti við rjett- arhöldin í gær, er Sukhoruehin lýsti yfir því, að í ráði hefði verið að lama algerlega starfsemi orku- vers nokkurs í Moskva og með því koma í veg fyrir, að opin- berar byggingar, fengi nokkurt rafmagn, m. a. þau hús, sem stjórnin hefir aðsetur í og her- mannaskálar borgarinnar, svo og helstu verksmiðjur og verkamanna skálar. Ráðagerð þessa, sem var undirbúin af Bretanum Thomton, áttt.i að framkvæma, er styrjöld væri hafin. Thornton neitaði því mjög ákveðið, að nokkur hæfa væri í þessu. Játning afturkölluð. Moskva 13. apríl. United Press. FB. Við rjettarhöldin í dag, vakti mesta athygli, er MacDonald aft- úrkallaði þá játningu, sem hann gerði í gær, viðvíkjandi sekt sinni. Var hann kallaður fyrir rjettinn er Sokolov nokkur var yfirheyrð- ur. Neitaði MacDonald að hafa gefið lionum fyrirskipanir um að valdi tjóni á vjelum. Afturkallaði hann framburð sinn við undirbún- ingsyfirheyrsluna með þeim um- rnælum, að sjer hefði þótt ráð- legra, eins og ástatt var, að láta svo um mælt sem hann gerði þá. Ný afturköllun. Moskva 14. apríl. United Press. FB. Fádæma athygli vakti við rjett- arhöldin í dag, er MacÐonald sem var nýbúinn að afturkalla sektar- játningu sína, gat ekki framfylgt þeirri staðhæfingu, að- hann véeri saklaus, en tók upp játningu sína og hjelt áfram að kannast við, að ákæruatriðin á hendur sjer væri rjett. • Breska stjórnin viðbúin. London 13. apríl. United Press FB. Breska stjórnin hjelt fund i gær, miðvikudag, og heimilaði Stanley Baldwin að kalla saman ráðherrafunnd undir eins og lok- ið væri rjettarhöldunum í Moskva, til þess að athuga og taka ákvarð- anir um hvað gera skuli. Heimild þessi var fengin Stanley Baldwin í hendur, vegna ferðar MacDon- alds til Bandaríkjanna. Engin leynistörf fyrir Bretland. London 14. apríl. United Press. FB. Sir John Simon utanríkismála- ráðherra Bretlands hefir neitað því í neðri málstofunni, að nokk- ur starfsmaður Metrovickers fje- lagsins hafi nokkru sinni haft leynistörf á hendi fyrir Bretland, eða verið heitið launum fyrir upp lýsingar. Húsfrú Ingibjörg HaHdö sdittir. Ásvallagötú 10 andaðist 10. apríl síðasti. á St. Josepsspítala, eítir vikulegu þar, og var banameinið lungnabólga, en áður hafði hún uic.ð kcflum þjáðst af nýrnaveilci. Ingibjörg sálugn var fædd í Stokkseyrarseli í Árnessýslu, 29. júlí 1879, og voru foreldrar henn ar Halldór Halldórsson bóndi þar og síðar búandi á Kalastöðum við Stok-kseyrí, og kona hans, Sigríð- ur. Þorkelsdóttir frá Óseyramesi. Ingibjörg sáluga var, eins og Irndir Þorstelnsson Elskaði sonur og augasteínn vor, þjer enginn, sem þekti, mun gleyma. Þú gekst hjer á meðal vor gæfunnar wspor og gladdir hvert mannsharnið heima. Þú föður og móður varst fegursta g.jöf, sem forsjónin mildirík gefur; við óskuðum lengi að ættir þú töf hjá okkur. — Það brugðist nú hefir. ÖI1 okkar framtíðar yndisleg von,* var eigi, livað síst, við þig bundin, og ekkert var sælla, 'en eiga þann son, sem ölkim var hugþekkur fundinn. Sem ástríknr bróðir, með ylinn í sál, þú alt vildir bæta og laga, og tendraðir kærleikans blikandi bál á braut þinni hjervistardaga. A hafinu vildir þú hevja þitt stríð, til hamingju, frægðar og gleði, bar stóðstu, sem hetja í stromum og hríð og stiltuy með jafnaðargeði. Og bót er í hugraun, að barst oss sú fregn, að blessaði drengurinn hafði dáðríkur starfað, sem dugandi þegn, er dauðinn hann örmunum vafði. Þótt legurúm eigir í IjósbTáum, hyl, lunn leystur er andinn úr böndum, liann lyftist úr hafinu bimnanna til til hafnar á sólríkum ströndum. Á sælunnar landi, við sólgeisla skraut þú sóknina’ að nýju munt hefja, Hafnarfirði, Fæddur 21. janúar 1913. Dáinn 7. febrúar 1933. þar farsæll þú lifir á framsóknarbraut og framþróun ekkert mun tefja. En gott er þjer ungum, með gleði í sál, til guðsbarna ltallaður vera, og lifa þar alsæll og laus við alt tál og Ijósdýrðar kórónu bera. Fjcr kveðjum þig, sonur, með kærustu þökk fyrii’ kærleiksrikt líferni’ og tyndi og hefjum upp bæn vora’ í hugunum lilökk til lians, sem þig kallaði’ í skyndi. Yjer biðjum hann annist og umvefji þig í elskunnar sólgeisla bjarta. Hann algóður láti þig umhverfis sig með englunum fegurstu skarta. Vjer svstkinin blessaða bróðurinn nú, með biturri sorg viljum kveðja, og engin er heitari óskin, en sú, að alfaðir vilji þig gleðja. Jeg ein stend á hjarni, minn ástvinur kær, við ung höfðum trygðunum bundist; nú helsært í brjóstinu hjarta mitt slæi% en huggun sú mjer hefir fundist: Að enn ertu hjartkæri unnustinn minn og ást.in mín helguð þjer einum, til enda míns lífs, verð jeg ástvinur þinn, jeg á þig í hugarins leynum. Þín minningin lifir hjá öllum af oss sem ástvinar horfins nú minnumst. Vjer lifum í von um hið langþráða linoss, að lokum vjer öll saman finnumst. hún átti kyn til, hin mesta mynd- arkona í sjón og reynd, og vel metin af öllum, er til hennar þektu, ástrík eiginkona og um- hyggjusöm móðir, erveitti heim- iii sínu forstöðu með mestu sæmd og prýði. — Hún hafði tekið í arf frá ættmennum sínum þá list, 3 geta gert heimilið snoturt og aðlaðandi, og þó hún á margan hátt ljeti gott af sjer leiða utan heimílis, var þó heimili hennar fyrst og fremst sá heilagi reitur yndis og fegurðar, sem alstaðar r vottur þess, hverju heimilis- rækin og árvökur umsjá góðra og kyriátra, íslenskra húsmæðra getur til vegar komið. Maður hennar, sem vegna starfs síns var oft — og stundum langdvölum - fjarri heimili sínu, mun best þekkja það, hvers virði honum var að koma heim á hið myndar- iega heimiii sitt, og mæta þar ástríki og umhyggju. Má nærri geta, hve þungur harmur það hef- ir verið fyrir hann og ungan og fnilegan son þeirra, áð koma beim af sjónum, nú síðast, fáum klukkustundum eftir andlát hennar, en huggun má honum vera það og fullkomin hannabót, að vita, að þessi skilnaður þeirra aðeins um stundar sakir. Sá gleðilegi páskaatburður, sem gerð t fvrir 1900 árum.er trygging fyrir þeirri harmabót. Ingibjörg sál. verður borin til moldar þriðjudaginn 18. þ. m., og fyigja henni hugheilar kveðjur frá vinum og vandamönnum, og bakkir fyrir hennar fagra lífs- starf, og vinir og kunning.iar senda eftirlifandi ástvinum henn ar hjartanlegar hluttekningar- kveðjur. S. Þ. Hfnðm bannsins Fimleikakeppnin um Oslo-bikar ’f’urnforening fer fram summdag- ínn 30. þ. m. í Bandaríkjum og af- leiðingar þess. Hið iögiega áfenga öl verður hjer eft.ir eiua vopn yfirvaldanna I í baráttunni gegn hinum sterku | drykkjum, sem enn eru bannaðir. Og til þess að nota það sem best, hefir stjórnin gefið lögreglunni fyrirskipun um það, að hún skuli ekki skifta sjer neitt af leyni- knæpunum. Forstjóri bannlögregl- unnar, Amos Woodcock, hefir lýst yfir því opinberlega, að með þessu sje bannið í raun og veru numið algerlega úr gildi. Einstök ríki geti að vísu reynt að lialda uppi hálfgildings banni hjá sjer, ef þau vilji. En tveir þriðju hlutar þeirra bafa þegar á seinni árum snúist gegn banninu, og eins og nú horf- ir, er enginn efi á því að hinum ríkjunum mun ekki finnast það borga sig að halda í ræksnið af bannlögunum, sem aliur aimenn- , ingur telur upp hafin. | Afleiðingar þess, að löglegt, sterkt öl kemur á markaðinn og leyniknæpurnar mega opna, koma liart niður á launsöiunum. En þær , koma iíka hart niður á tugum þúsunda af stjórnmálamönnum, lögreglumönnum og ýmsum em- bættismönnum, sem að mestu leyti hafa lifað á mútum friá launsölun- um, eða þá á því að hræða fje út úr veitingamönnum, með hótunum ; og kærur fyrir bannlagabrot. Stjómin hefir þegar, af sparnað-j ar ástæðum, ákveðið að skera i stórkostlega niður fjárveitingu tii eftirlits með bannlögunum- (Eftir Q. H. S. T.). bað er ekkl l fyrsfa sinn. Það er ekki í fyrsta sinn, sem stjórnmálamenn hafa lítið döpruna> augum á ástandið í heiminum. | j ságði breski stjórnmálamaðurinn , Josiah Stamp, í fyrirlestri er hanrs i hjelt nýlega. I Hann vitnaði í ummæli breskra stjórnmálanianna fyr á tímum. Meðal annars þessi: Árið 1819’ sagði stjórnmálamað- urinn Grey lávarður, að nú væri alt að kollvarpast í heiminum. Árið 1848 sagði Shaftesbury l.ávarður, að nú gæti ekkert bjarg- að Bretlandi frá tortímingu. Sama ár sagði Disraeli, að hvorki iðnaður, verslun nje land- búnaður ætti nú nolckra framtíð fyrir sjer. Og hertoginn af Wellington dó 1851 með þan orð á vörunum, að sem betur færi Jifði hann ekki að sjá hörmungar þær, sem nú stæði' fyrir dyrum um gervallan heim. William Pitt, einn af mestu stjórnmálamönnum Englands á 18- öld sagði eitt sinn: Framtíðin ber- ekki annað í skanti sínu, en rústir og örvænting. Wilberforce, frægur og ríkur- enskur umbótaraaður sagði árið 1800, að bann þvrði ekki að gifta sig og eignast bÖrn, því ekkert biði binnar nppvaxandi kynslóðar nema vandræði og erfiðleikar. Á skautaleiksvæðum suður í Olpum var byrjað á þeirri nýlundu í vetur, að hafa veitingaborð á svellinu. Þjónunum t.il flýtisauka fengu þeir skautá til að renna sjer á við fram- reiðsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.