Morgunblaðið - 04.06.1933, Side 8

Morgunblaðið - 04.06.1933, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Jóhannes Siguriönsson fyrrum óðalsbóndi á Laxamýri í Þingeyjarsýslu andaðist að heimili sínu, Ránargötu 7 í Reykjavík, þann 1. maí 1933. Þar sem hjer er til moldar hnig- inn sjerkennilegur merkismaður, má ekki láta helstu æfiatriða hans ógetið. Jóhannes Baldvin Sigurjónsson var fæddur á Laxamýri í Þing- eyjarsýslu 22. ágúst 1862, og elst- ur af bömum þeirra ágætu merk- ishjóna og bændahöfðingja, Sigur jóns Jóhannessonar óðalsbónda á Laxamýri og konu hans Snjólaug- ar Þorvaldsdóttur frá Krossum á Arskógsströnd. Þau hjón Sigurjón og Snjólaug eignuðust 13 börn, er öll þeirra, sem upp komust, reynd- ust hið mannvænlegasta sómafólk. Bru nú aðeins 3 þeirra systkina eftir á lífi: Líney, ekkja irna prófasts Björnssonar frá Görðum, Soffía, nuddlæknir á Akureyri, nú búsett í Þýskalandi og Liiðvík, stúdent, kennari í Reykjavík. Var Jóhannes elstur þessara, systkina, eins og áður er sagt, en Jóhann skáld, er mestan orðstýr hefir getið íslenskra leikritaskálda, yngstur. Voru þeir bræður Jó- hannes og Jóhann hinir innileg- ustu vinir, eins og góðir bræður geta framast verið. Bn Jóhann and aðist fyrir örlög fram, aðeins fer- tugur að aldri, árið 1919. — Jó- hannes ólst uþp á Laxamýri hjá foreldrum sínum og var settur til menta eins og þeir bræður fleiri. Sigldi ungur til Hafnar og stund- aði nám tungumála hjá nafnkunn- ujn tungumálakennara. Gekk síðan í lærðaskólann og lauk stúdents- prófi með 1. eink. 1889, en hætti þá frekara námi og fór til Vest- urheims. Þar dvaldi hann 4 ár, iengst þó í bænum Seattle á Kyrra hafsströndinni og stundaði margt, einkum þó laxveiðar. Eftir að heim kom reisti Jóhannes bú á Laxa- mýri, föðurleyfð sinni, í sambýli ▼ið Egil bróður sinn og keyptu þeir bræður jörðina nokkrum ár- um síðar (eða um 1906 ásamt öll- um fylgijörðunum. Bjuggu þeir bræður saman á Laxamýri til ársins 1923, að þeir slitu sambýli og vjek Jóhannes þá burt af jörðinni í fardogum árið eftir. Laust fyrir aldamótin gekk Jó- hannes að eiga frændkonu sína, Þórdísi Þorsteinsdóttur frá Há- mundarstöðum í Eyjafirði, ein- hverja þá alágætustu konu, er hafði flesta þá kosti til að bera, er prýða mega göfugustu eigin- konur og húsmæður þessa lands. Lifðu þau saman í farsælu hjóna- bandi uns Þórdís ljest í des. 1921. Þau hjón Þórdís og Jóhannes eign- uðust 11 börn, 5 drengi og 6 stúlk- ur, en drengirnir dóu allir í æsku, sínu og kröftum. Þótt hann ælist en stúlkurnar lifa. Eru 5 þeirra búsettar í Reykjavík en 1 í Hafn- arfirði. Til Reykjavíkur flutti Jóhannes alfarið fyrir 4 árum síðan, þá mjög þrotinn að heilsu og kröft- um. Jóhannes var á margan hátt hinn sjerkennilegasti maður og hið sama verður með sanni að segja um þá forfeður hans fleiri, svo sem föður hans Sigurjón og afa hans Jóhannes. — En drenglyndi og höfðingsskap þessara feðra hans er þó einkum viðbrugðið. — Laxa- mýri hefir ávalt legið í þjóðbraut og munu þeir með öllu ótaldir, er þar nutu beina og aðhlynningar á dögum þessara manna. Hjeldu þeir bræður Egill og Jóhannes þessari risnu við, svo lengi sem við varð komið. En eins og allir^vita, sem kunnir eru sveitalífi, þá hafa við- horf og siðvenjur eldra tímans, breyst allmikið frá því sem áður var, og kom það auðvitað fram á þessu óðalsbýli eins og annars staðar, þótt rjett s.je að geta þess, að ávalt hefir verið margt gesta og ganganda á Laxamýri. Fjelagsbú höfðu þeir bræður síð ustu árin, er ekki sýndist ósnoturt á yfirborði, en undir niðri mililu erfiðara en sjá mátti með ókunn- ugra augum. Jóhannes heitinn var prýðilega vel að sjer í enskri tungu og ensk- um bókmentum. Talaði og skrifaði það mál eins og innfæddur. Fekk hann jafnan og las hin stærri og merkari blöð og tímarit sem gefin voru út í Englandi og Ameríku. Hann hafði og stöðug brjefavið- skifti og naut mikils vinskapar margra þeirra enskumælandi iranna, er dvalið höfðu að lax- veiðum á heimili þeirra bræðra. Af grasafræði hafði Jóhannes hið mesta yndi og hafði komið sjer upp stórmiklu og merku safni ís- lenskra jurta og grasa, er hann hafði safnað víðsvegar um landið á stúdentsárum sínum. Alt þetta mikla safn sitt fór hann með til Vesturheims, en í stórborginni New York glataðist safn hans af óviðráðanlegum orsökum. í sálarlífi þessa manns var hlað- ið saman öllum þeim hugsanleg- ustu og sjerkennilegustu andstæð- um, triimenska, viðkvæmni og spaugsemi, vafðist og fljettaðist innan um öfgar og fjarstæður í hálfgildings flaustursamlegum og vafasömum 'átökum, er í fljótu bragði virtist benda til forsjálítils kafpphlaups og ósjálfstæðis — en í hina röndina barnsleg blíða og hrekkleysi þess manns, sem aldrei gat lært svik eða pretti, aldrei fals eða ósannindi, aldrei vísvit- andi gert á hluta nokkurs manns, eða haft af nokkrum ranglega; en kemur og hverfur sjónnm eins og saklaust barn, sem rjett hofir mannlífinu, —- þessu blinda, eigin- g.jarna nátttrölli — litla og veika hönd sína og viljað leiða það út til ljóssins og friðarins! Slíkur maður var Jóhannes Sig- urjónsson. Vinnukapp hans var með af- brigðum og þvílík liamhlepya var hann til allra þeirra verka er hann fekkst við, að kappið virtist stund- um bera athugula forsjá ofurliði. En skyldurækni hans við börn sín og vandafólk, var það, sem öllu rjeði og hann fórnaði fyrir lífi upp hjá góðum og mikilhæfum foreldrum, er vildu börnum sínum alt hið besta, þá hafði uppeldi þessarar efnismiklu, viðkvæmu sál- ar að nokkru leyti mishepnast, enda var Sigurjón faðir Jóhannes- ar, þótt merkilegur væri á ýmsa lund, stórgallagur maður, en ekki þó svo, að mannkostir hans stæðu ekki göllunum langtum ofar. Jóhannes átti um fjölda mörg ár við mikla vanheilsu að stríða, þjáðist af ólæknandi höfuðverk —- æðakölkun og blóðþrýstingi — er olli honum svo mikilla þjáninga, að hann fekk varla nokkra stúnd 'á heilum sjer tekið, en þrek hans, lífsfjör og skyldurækni, virtist þó næstum óbilandi. — Síðla ársins 1931 fekk hann heilablæðingu, en sumarið eftir komst hann þó á fæt- ur, en allan síðastliðinn vetur lá hann algerlega rvimfastur áður en hann Ijest. Hann andaðist á heimili sínu, hjá dætrum sínum og ástvinum, er hann unni mest og veittu hon- um þá aðhlvnningu og hjúkrun, sem völ var á. Jóhannes var hinn mesti sóma- maður og drengur svo góður, sem best verður á kosið. Og ef meta skal látinn mann eftir verðleikum, bá verður að segja þetta um hann: Hann var lijálpfús og sanngjarn drengskaparmaður, er ekkert mátti aumt sjá. 011 sín búskaparár bar hann hæst gjöld búandi manna til þarfa sveitarfjelags síns. Hann var binn ágætasti og skylduræknasti eiginmaður og^ faðir, er var alla sína æfi veitandi en ekki þyggj- andi. Og síðast en ekki síst: Hon- um tókst að lifa þannig, að eign- ast ekki nokkurn persónulegan ó- vin eða andstæðing og tókst því, að stýra hjá þeim skerjum, sem háskalegust eru í samlífi manna, en hvort sú aflrauu hefir verið honum sjálfum þjáningalaus, geð- ríkum manni — um það vill sá er þetta ritar ekki dæma. Segi svo hver sem vill að slíkur maður hafi lifað til einskis. Og ef sá er þetta ritar ætti kost einnar óskar, er hann mætti fá uppfylta, þá yrði hún engin önn- tu’ en sú, að finnast mætti einn einasti maður honum líkur á ó- förnu æfiskeiði. Vinur. Tuíeggjað suerð. Hinn 1. janúar s.l. gengu í gildi í Danmörku ný lög um skips- hafnir. Voru þau sett eftir ósk sjómanna, þvert ofan í vilja út- gerðarmanna. En nú hefir sjó- mannafjelagið danska hafið harða baráttu gegn þessum lögum, sem það fekk samþykt, og mótmælt þeim harðlega á aðalfundi sín- um, sem nýlega var haldinn. — Segir þar að hin nýju lög hafi ekki náð tilgangi sínum, heldur þvert á móti aukið atvinnuleysi sjómanna ,,og stóikostlega dregið úr örygginu á sjónum.11 Krefst sjómannafjelagið þess því, að lög- iu sje þegar endurskoðuð. (Sam- kvæmt þeim var fjölgað sjómönn- um á smærri skipum, en fækkað á skipum, sem eru .yfir 2000 smá- lestir). Ut af þessu hefir Stauning for- sætisráðherra mint á það, að lögin hafi verið sett fyrir einbeitta á- skorun Sjómannafjelagsins. — Þegar börnin fá það, sem þau heimta, skæla þau líka. (G.H. S.T.) Nýjasta hraðlestin. Gleymdð ekki að vátryggja Vátryggingarfjelagið 1. f. Stofnað í Drammen 1857. BrnnatrygBiBg. Aðalumboð & íslandi: Jón Ólafsson, Tnálaflm. Lækjartorgi 1, Reykjavík. Sími 1250. Duglegir umboðsmenn gefi sig fram, þar aem umboðs- menn ekki eru fyrir. Norskt skip rekst á ísjaka o£ ferst. Hinn 15. maí byrjuðu sumar- ferðir þýsku járnbrautanna og um leið var hraðlestin „Hamborgarinn fljúgandi" látinn hefja fastar ferðir milli Berlín og Hamborgar. Það er hraðskreiðasta járnbrautar- lest í heimi — fer 150 km. á klukkustund — og hefir rúm fyrir 98 farþega. Hraðlest þessi líkar svo vel að Belgar hafa pantað einn samskon- ar eimvagn. Frakkar fjóra og Hol- lendingar 40. Samninffar Breta við Norð- menr. og Svía. Laust eftir miðjan maímánuð rakst norska gufuskipið „Sejer- stad“ á ísjaka um 440 sjómílur norðvestur af þeim stað þar sem „Titanic11 fórst forðum. Jakinn kom á skipið miðskipa og braut á það stórt gat. Sjór fell þar inn kolblár og „dynamoinn" eyðilagð- ist svo að ekki var hægt að nota loftskeytastöð skipsins. Skipverjar, 39 alls, flýttu sjer í bát.ana, en þorðu ekki að tefja sig á því að bjarga neinu af farangri sínum. Heldu þeir til í nánd við skipið alla nóttina og áttu von á því að það mundi sökkva á hverri stundu, en það sökk ekki fyr en eftir 12 stunjdir. Það var hlaðið með málmi og átti að fara til Rotterdam. Er skip og farmur talinn um 1SA milj. kr. virði. Skipverjar komust heilu og höldnu til St. Johns á Newfound- landi. í viðskiftasamningum þeim, sem Norðmenn og Svíar hafa gert við Breta, hafa þeir skuldbundið sig til þess að kaupa mikið meira af kolum en áður. Svíar hafa orðið að hækka sinn innflutning úr 23% í 45% af öllum kolainnflutningi, en Norðmenn hafa lofað að kaupa frá Bretum 65% af kolum sem þeir þurfa. Er búist við því að kolaút- flutningur Breta til þessara landa) muni hækka um 1% miljón smá- lesta á ári. Brahmshátíðahöldin. Minna varð úr þeim í Þýskalandi en ætlað var í byrjun. Brahms var Gyð- ingaættar. EGQERT CLAESSEN hæstaxjetta.rmálaflutningsmaður., Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangur um austurdyr). Sími 1171. Viðtalstími 10—12 árd. Hvítt daiask 5,60 í veriö, Lakaefni á 2,75 i lakið. MaiGhester Laueaves: 40. Sími 3894, Ameríkufrjett. Maður að nafni Charles Short datt nýlega fram af 50 metra háum kletti í Cali- forníu. Hann var með fult fangið af sprengiefni. Hann meiddi sig ekkert — segir sagan. Fjölskylda fær sjer bíl. Hús- bóndinn spyr: Hve langt er hægt að aka með einum lítra af ben- síni ? Húsfreyjan spyr: Eru sætin mjúk ? Dóttirin spyr: Hvernig er hljóðið í lúðrinum? Sonurinn: Hve hart er hægt að aka? Og ná- grannamir: Hvernig í dauðans ó- sköpunum hefir fólkið efni á að fá sjer bíl? Ranðkðl þnrkað, alveg eins og nýtt. fæst í Til Borgarfiarðar og Borgarness alla mánudaga or fimtudaga, Nýja Biireiðastððiii Símar 1216 (tvær línur). Sjondepra og sjónskekkja. Ókeypis rannsókn af okkar út- lærða „Refraktionist“. Viðtals- tími: Kl. 10—12 og 3—7. F A. Thtele. Austurstræti 20. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.