Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ I JfHcrgtusMaMft t b*í, : H.Í. Árrakar, KaykJkTdb 'lt- *tJ6rar: J6n Kjartnnsaoa. Valtjr Statánuon. 3 '»tjðrn og afgrolOala: Auaturntrsetl 8. — SlKl 1(08, A a*lý«lnga*tJ6rl: H. Hafborg. A ciýalngaakrtfrtofa: Auaturatrastl JT. — Slaal 8708 ■ «lawalmar: Jön KJartanaaon nr. 1741. Valtýr Stefánaaon nr. 4110. ». Hafberg nr. 1770. JL Krlftaglald: Innanlanda kr. 1.00 A aaániVI, Utanlanda kr. 1.10 á aaánaBl. f lauaaaðlu 10 aura alntaklB. 10 aura ma( Uaabðk. Úti á þekju. Pálmi Loftsson forstjóri Sltipa- útgerðar ríkisins virðist mjög úti á þekju, eftir grein þá, sem birt- ist hjer í föstudagsblaðinu, þar sem flett var ofan af framferði Tians sem starfsmanns og trúnað- •armanns ríkisins. P. L. skrifar grein í ,Pram- ■sókn1 í gœr, og ber sig þar ákaf- lega aumiega. Hann segir þar, að Morgunbiaðið, í árásum á hann, skríði bak við „dylgjur og ill- mæli“, en kemst þó að þeirri nið- urstöðu, að ekki sje hægt að lög- sækja blaðið fyrir. Per forstjórinn því fram á það við blaðið, að það skrifi framvegis svo greini- lega að hann geti leitað rjettar .síns „lögum samkvæmt." Svona er nfi ástandið hjá for- "Stjóra þessarar ríkisstofnunar. Hingað til hefir það verið á.litið •svo, að auðveldast væri að lög- -sækja fyrir staðlausar „dylgjur og illmæli‘!, en P. L. virðist annarar -skoðunar um þetta. Hann um það. Annars þarf P. L. ekki yfir því að kvarta, að eigi hafi verið skýrt •og greinilega að orði kveðið í nm- ræddri Morgunblaðs-grein. P. L. var þar ákærður fyrir að hafá notað fie Landlielgissjóðs til út- [ gáfu Tímablaðs, með lvgar um í mál, sem alþjóð varðar. TTm þetta voru engar dylgjur eða illmæli. 'heldur voru „verkin“ látin ,tala‘. *Og það má vel vera, að Morgun- blaðinu gefist bráðlega tækifæri til að láta ,,verk“ P. L. í Skipa- útgerðinni „tala“ um ýmislegt ‘fléifa sem þar liefir fram farið. vEn það verður ekki sök Moi'g- unblaðsins þó Pálmi Loftsson geti •ekki leitað rjettar síns „lögnm •samkvæmt", vegna þess að ,verlt‘ 'hans „tala“ sannleikann. Það er P L. sjálfur sem á alla sökina á þesSu. P. L. birtir „vottorð" frá Her- manni Jónassyni um það, að ';afrit“ af afsali fyrir Þór liggi við skipaskrá Reykjavíkur. — í Morgunblaðsgreininni var sagt, að frumrit afsalsins fyndist hvergi. Af „vottorði“ Hermanns verður það eitt rláðið. að lögreglustjór- inn hafi ekki frumritið í sínum fórum, og er það staðfesting á því, sem Morgunblaðið sagði. Skipafrjettir, Gullfoss kom frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi. — Goðafoss fór frá Hamborg í gær. Brúarföss fór frá Vestmanna- -eyjum í fyrradag, áleiðis til Leith. 'Lagarfoss var á Akureyri í gær. Dettifoss kom til Akureyrar í gær. 'Selfoss er í Leith. framboð við alþingiskosningar 16. júlí. Þó að framboðsfrestur sje eigi út runninn fyr en ltl. 12 á híádegi í dag má gera ráð fyrir, að flest eða öll framboð hafi verið fram komin í gær. Hjer verður skýrt frá þeim framboðum sem kunn voru í gær- kvöldi. (Skammstafanir: S — Sjálfstæðisflokkur. P = Pram- sóknarflokkur. J = Jafnaðar- menn. K. = Kommúnistar). Reykjavík: Þar verða þrír listar í kjöri: A-listi Alþýðuflokksins: Hjeðinn Valdimarsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Jónína Jónatansdótt- og Sigurður Ólafsson. B-listi Kommúnistaflokksins: Brynjólfur Bjarnason, Guðjón Benediktsson, Stefán Pjetursson, og Guðbrandur Guðmundsson. C-listi Sjálfstæðisflokksins: Jakob Möller, Magnús Jónsson, Pjetur Halldórssoh og Jóhann G. Möller. Hafnarfjörður: Bjarni Snæ- björnsson (S), Kjartan Ólafsson (J), Björn Bjarnason (K). Gullbringu og Kjósarsýsla: Ól- afur Thors (S), Klemens Jónsson kennari (P), Guðbrandur Jónsson (J), Hjörtur Helgason (K). Borgarfjarðarsýsla: Pjetur Otte- sen (S), Jón Hannesson (P), Sig- urjón Jónsson (J). ' Mýrasýsla: Torfi Hjartarson 'S), Bjarni Ásgeirsson (F), Matt- hías Guðbjartsson (K). Snæfellsness- og Hnappadals- sýsla: Thor Thors (S), Hannes Jónsson (F), Jón Baldvinsson (J). Ennfremur: Arthur Alexand- er Guðmundsson og Óskar Clausen Dalasýsla: Þorsteinn Þorsteins- son sýslum. (S). Þorsteinn Briem (P). ' Barðastrandarsýsla: Sigurður Kristjánsson (S), Bergur Jónsson (P), Piáll Þorbjarnarson (J), Andrjes Straumiand (K). Vestur-fsafjarðarsýsla: Guðm. Benediktsson bæjargjaldkeri (S), Ásg. Ásgeirsson (P). Gunnar Magnúss (J). ísafjörður: Jóhann Þorsteins- son (S). Pinnur Jónsson (J). Jón Rafnsson (K). Norður-ísafjarðarsýsla: Jón A. Jónsson (S), Vilmundur Jónsson (J) . Strandasýsla: Tryggvi Þórhalls- son (P). Vestur-Húnavatnssýsla: Þórar- inn Jónsson (S), Hannes Mónsson (P), Ingólfur Gunnlaugsson (K). Austur-Húnavatnssýsla: Jón Pálmason, Akri (S), Guðmundur Ólafsson (P), Erling Ellingsen (K) . Skagaf jarðarsýsla: Jón Sigurðs- son, Revnistað (S), Magnús Guð- mundsson (S), Brynleifur Tobías- son (F), Steingrtmur Steinþórs- son (P). Guðjón B. Baldvinsson (J). Elísabet Eiríksdóttir (K), Pjetur Laxdal (K). Eyjafjarðarsýsla: Einar Jónas- son (S), Garðar Þorsteinssori (S), Bernharð Stefánsson (P), Einar Árnason (P), Pelix Guðmundsson Italska hópflugið. Samkvæmt fregnum er hingað bárust í gærkvöldi, er búist við því, að ítalska flugsveitin leggi upp frá flugstöðvunum 'ýiö Rómaborg á hádegi í dag. Perðaáætlun er þessi: Til Amsterdam í dag. Til Londonderiry í írlandi á morgun, og hingað til Reylrjavíkur á þriðjudag. t lön Hristbiöinsson hinri ágæti markvörður Vals, sem slasaðist i úrslitakappleiknum um daginn andaðist i Landsspítalan- um i gær. (J), Jóhann Guðmundsson (J). Gunnar Jóhannesson (K), Stein- grímur Aðalsteinsson (K). Akureyri: Guðbrandur fsberg (S), Árni Jóhannsson (P), Stefán Jóh. Stefánsson (J), Einar 01- geirsson (K) Suður-Þingeyjarsýsla: Kár-i Sig- urjónsson (S), Ingólfur Bjarnason (P). Aðalbjörn Pjetursson (K). Jón H. Þorbergsson (þjóðernis- hreyfing). Norður-Þingeyjarsýsla: Júlíus Havsteen sýslum. (S). Björn Kristjánsson (P). Norður-Múlasýsla: Gísli Helga- son (S), Jón Sveinsson (S), Hall- dór Stefánsson (P), Páll Her- mansson (P), Gunnar Benedikts- son- (K). Sigurður Árnason (K). Seyðisfjörður: Lárus Jóhannes- son (S), Haraldur Guðmundsson (J) . Suður-Múlasýsla: Jón Pálsson dýralæknir (S), Magnús Gíslason sýslum. (S). Ingvar Pálmason (P) (óvist var hver yrði með Ingvari), Árni Ágústsson (J), Jónas Guð- mundsson (J). Austur-Skaftafellssýsla: Stefán Jónsson, Hlíð (S), Þorleifur Jóns- son (P). Eiríkur Helgason (J). Vestur-Skaftafellssýsla: Gísli Sveinsson (S), Lárus Helgason (P). Rangárvallasýsla: Jón Ólafsson (S), Pjetur Magmisson (S), Páll Zophoniasson (F), Sveinbjörn Högnason (P). Vestmannaeyjar: Jóhann Þ. Jósefsson (S), Guðmundnr Pjet- ursson (J), ísleifur Högnason (K) . Árnessýsla: Eiríkur Einarsson (S), Lúðvík Norðdal (S), Jör- undur Brynjólfsson (P), Magnús Torfason (P). Einar Magnússon (J), Ingimar Jónsson (J), Hauk- ni' Björnsson (K), Magnús Magn- ússson (K). Óyíst var í gærkvöldi um nokk- ur bramboð sósíalista, en senni- legt talið að þeir hefðn menn í lcjöri í Rangárvallasýslu, Mýra- sýslu ,og Vestur-Húnavatnssýslu. Rlþjóðaskákþingið f Folkstone. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. Folkestone. 17. maí. Einar tapaði biðskákinni við Miiller. Skákin við Dani fór þannig, að Þráinn tapaði fyrir J. Nielsen, en hinar þrjár skákirnar eru bið- skákir. í dag tefla íslendingar bæði við Litliauensmenn og ítali. ••4#— Ritstjóraskifti. Ólafur Friðriks- son liefir látið af ritstjórn Al- þýðublaðsins. Seinasta blaðið, und- ir ritstjórn hans, kom út í gær. Einar Magnússon kennari, tekur við af honum. Iþróttamó ið hófst í gær í norðan- roki og við litla að- sókn. Sumum íþróttunum varð að fresta veffna veðurs. í gær, á’afmæli Jóns Sigurðs- sonar forseta, hófst eftir venju íþróttamót hjer í bænum, því að iþróttamenn halda þennan dag há- tíðlegan til minningar um það, að Jón Sigurðsson varð fyrstur manna til þess að opna augu þjóð- arinnar fyrir nytsemi íþrótta og vildi gera þær að námsgrein í skólum landsins. Það var orðið almæli, að sjálf náttúran blessaði þessa. viðleitni íþróttamanna, því að í fjölda mörg ár brást ekki gott veður 17. júní, hvernig sem viðraði að öðru leyti. En í gær brá út af þessu. Að vísu var sólskin og þurt veður, en ó- notalega hvass og kaldur norðan- vindur flæmdi fólk frá því að koma, suður á íþróttavöll, og haml- aði mjög, eða ruglaði, rjett til- þrif íþróttamanna. Kl. 2y2 var gengið í skrúð- göngu frá Austurvelli suður að kirkjugarði. Eftir venju var þar staðnæmst og blómsveigur lagður á leiði Jóns' Sigurðssonar. Því næst hjelt Ásgeir forsætisráðherra Ásgeirsson ræðu um Jón Sigurðs- son. Mælti hann meða.l annars eitthvað á þessa leið: — f æsku kyntist Jón sjóróðr- um, var sjálfur sjómaður, og þekti auk þess kjör bænda vel. Þegar fram í sótti varð hann mesti vís- ij’idamaður fslands, og langmesti stjórnmálamaður. — Pinst mjer, þegar jeg hugsa um Jón Sigurðs- son, að undarlega sje samtengdir hjá honum allir þessir hæfileikar: áræði sjómannsins, gætni og þrautseigja, bóndans, glöggskygni og varfærni vísindamannsins, og metnaðarþrá st jórnmálamannsins. En allir þessir hæfileikar vorn í samræmi hver við annan, enginn bar annan ofui’liði, héldur hjeld- ust þeir í hendnr. Að ræðunni lokinni Ijek Lúðra- sveitin þjóðsöng íslendinga. en fólkið blýddi á í lotningn. Var nú haldið suður á fþrót.ta- völl. Þar mun veðui’hæð hafa verið meiri en niðri í bænum. Hr. Guðm. Pinnbogason átti að halda ræðu. en vegna stormsins varð hann að tala í gjallarhornið. í stað þess að ávarpa fólk frá leikvang. Er gjallarhornið ekki gott, og því miður mun mikill hluti ræðu hans liafa farið fram hjá þeim, sem þarna voru, því að orð og setning- ar fnku út í veðnr og vind. Minningarathöfn. Að ræðu dr. Guðmundar Pinn- bogasonar lokinni fór fram hríf- andi minningarathöfn á vellinum. Var þar minst hins ágæta íþrótta- manns, Jóns Kristbjömssonar, markvarðar Vals, sem slasaðist í úrslitakappleiknum um daginn, og andaðist af þeim meiðslum í gær- morgun. Stjórn leikmótsins ffrir- skipaði algera þögn í eina mínú'tu. Hlýddu allir því fúslega. Stóðu karlmenn berhöfðaðir, en konur drupu höfði, og börnjn, sem altaf eru hávær þarna á fþróttávellin- um, stóðu öll þögul og hljóð. — Komst þá eflaust margur við út af hinum sviplegu forlögum hins unga og efnilega manns. • fbróttirnar. Að þessu loknu hófust íþrótt- irnar. Var fvrst þreytt : 100 metra hlaup. (Keppendur 5 af 8 á leilcskrá). Pyrstur varð Tngvar Ólafsson (KR) á 11.7 sek. (hafði í fyrra spretti hlauþið skeiðið á 11.3 sek.), næstur Bald- ur Möller (Á) á 11.7 sek. og þriðji Ölafur Guðmundsson (KR) á 11.8 sek. 80 metra stúlknahlaup. Pyrst Guðrún Sigurðardóttir (Á) 11 sek., önnur Halldóra, Guðmunds- dóttir (ÍR) 11,1 sek. og þriðja Kristín Pálsdóttir 11,2 sek. Af 7. stúlkum, sem voru á leikskrá keptu fjórar. 1500 metra hlaup. Af 7 mönn- um á leikskrá keptu fjórir. Veðnr var þá með hvassasta móti og i-ykfok mikið á. vellinum. Hættu tveir góðir þolhlauparar i raiðju kafi. Magnús Guðbjörnsson (KR) rann skeiðið á 4 mín. 51 sek. og Jóhann Jóhannesson (Á) á 4 m. 57 sek. Kúluvarp. Af 5 mönnum á leik- skrá mættu aðeins 3. Præknastur- varð Þorsteinn Einarsson, kast- aði með betri hendi 12.37 metra (er það nýtt met), næstur Sig. I. Sigur(5sson 11.51 meter og þriðji Ágúst Kristjárisson 10.56 m. Langstökk. Af 7 mönnum á leik- skrá mættu aðeins þrír, en sá fjórði bættist við, Ingvar ólafs- son (KR). Rryndist hann frækn- astur, stökk 5.95 metra. Ahnar •Hinrik Þórðarson (KR) 5.86 metra og þrið ji Sfeinn Guðmundsson (Á) 5.83 metra. Gæta verður þess, að þeir hlupu og stukku undan vincfi. 5000 metra hlaup. Þar gelrk ekki nema. einn maður úr af 5, sem voru á leikskrá. Fjn-st.ur varð Karl Sigurhansson, hlauparinu frægi frá Vestmannaeyjnm, á 17 mín. 33,7 sek. Næstur Sverrir Jóhannesson (KR) 17 mín. 45 sek. og þriðji Gísli Albertsson (tB) 17 mín. 52.2 sek. — Sverrir hljóp prýðilega, og fylgdi Karli eftir fram á seinustu stundu, en brast þá þol á við hann, og dróst aftur úr á seinustu tveimur hringunum. Það mun rætast, sem Morgun- blaðið spáði í fyrra, að Sverrir væri einhver allra efnilegasti þol- hlaupari hjer í Reykjavík. Annars skal þess getið. að það mátti heita óforsvaranlegt að láta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.