Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 7
U O RCT' N B L A Ð í f) 7 5íra 5óti fundinn i fjörunni. Mig fýsti á liðnum degi um flæðatmál að sveima, cn fann þó reyndar á mjer að betra væri heima. Jeg liitti þar í fjörunni hirði snauðra sálna, sem hrömmum skelti á ígildi fiska og líka álna. Br Sóta klerk jeg heyrði og sá á þessum vegi, var sólargangi brugðið og risið látt á degi. Bn undir skolbrún prestsins í elda hrævar glóði, sem ávalt lýsa græðgi, er kjamsar eftir blóði. Á báðum öxlum hólkvíða bar hann kápu sína. Þó birta væri á förum og sjón mín því að dvína, jeg sá það held jeg laukrjett, að Sóta fór hún eigi, að sama skapi og guðvefjar kirtill júnídegi. Við fylgikonur tvær þenna flysjung heyrð’ jeg skrafa. Og fast hann mundi á háðum og þær á honum lafa. Bn Ósvinna er heit.in sú eldri þeirra snóta. Og Óskammfeilni er nafnið á hinni friðlu Sóta. Af ábrýði var klerkurinn allur sem á hjólum, að ósekju mig vænd’ um’: að hjengi í drósa kjólum. Þeim aðdróttunum grálega að mjer stefndi í bræði, -og orðabelgur mannsins og prestsins ljek á þræði. „Jeg kenni þig“ — svo mælt’ jeg ^,á keflavíkna skaga er kall þitt, hinu megin við stöðvar göfgra laga. Bf ungbarn þarf að feðra og ekkju hlut að bjarga <er auðna þeirra í veði — í klóm og goggi varga“. „1 fingrum þínum sýnast mjer fjórar langar kjúkur, og firna mikið inn bjmða þannig vaxnar lúkur“. — í styttingi mjer sýndist við stigaklerk að tala. — ,,Við strandhögg muntu riðinn og þannig manninn ala“. Öll hárin gerðu uppreisn á höfuðleðri Sóta. Og hrævarneista leit jeg úr munni og glyrnum þjóta. A hárbragðinu sá jeg. að hann við kött og rakka •er harla náið tengdur — en vantar ljónsins makka. Með óþveginni tungu og ekki hreinum vörum hann að mjer beindi spáflugu: „að karlinn væri á förum“, ■og gemsaði um það hreykinn: „á grafar stæð’ eg bakka“. Og görnin meir’ en lítið í presti virtist hlakka. Þeim hafra smala og geita jeg hnitmiðaði svarið í hálfkveðinni vísu og tók því ekki af skarið: „í Leyning er jeg bóndi, í lendu hljóðrar sorgar, einn landsetinn, er afgjald með rýru krofi borgar“.k A. nafla sjálfs sín leit ha’nn og bljes út á sjer belginn, og brá á þess manns óráð, sem jafnan veður elginn. — Og bjálfann á sjer hristi og brimhvin gerði í nösum, sem bálreið alda sletti í góm á þöngla flösum. Að spyrja þenna blöðrung úr spjörum við jeg hætti, er spellverk drýgir náttlangt og Bindil kalla mætti — það njósna sperðilmenni, sem neytir allra tækja að ná sjer þar í flyðru, sem bröndu er leyft, að krækja. Með einnar spannar stiku -er auðvelt lclerk að mæla, sem augu hefir þaulreynt úr sóknabörnum kræla, og drykk sem reyndist göróttur dreypt í þeirra munna, og drjúgum kastað eitri í lindir fólks og brunna. En kveðjur urðu stuttar og kuldaleg þau býti — með knjesbótum og svíra þær gerðai’ voru í flýti. Úr brjósti prests kom óskin: að bónda gleipti jörðin. Jeg beiddi Stein í Myllu: að hjálpa Sóta — í fjörðinn. Guðmundur Friðjónsson. meistari lón. Það er mál manna að konurnar sjeu mesta prýði höfuðborgarinn- ar. Svo er hafið, hæðirnar og lit- fögur f jöllin í fjarska. Alt er þetta prýðilegt og uuun þeim er sjá það : sem fyrir augun ber. Svo koma verkin mannanna. Hjá þeim verður ekki komist. En Reykjavík er sem sagt ekki að öllu leyti af manna höndum gerð. Lof sje guði. Konurnar leggja rækt við fleira en útlit sjálfra sín. Þær leggja rækt við þessi leiðinlegu manna- verk og reyna að bæta um þau, bæði innanhúss og utan. Nú gangast þær fyrir því, að gerður sje blómlegur reitur kring um dómkirkjuna, þar sem nú er flag -—- og meistari Jóh í steinin- um fræga. Mundu þær nú ekki um leið vilja gera bæjarbiáum þann greiða að ljetta af þeim þessum herfilega steini? Mætti ekki nota steininn á eitthvert leiðið í kirkjugarðinum og útvega höfðinu húsaskjól, t. d. í kirkjunni — setja undir það hillu ? Þessi grófi höggni grásteinn er góður, þar sem hann á heima. (Hvernig hefði hann t. d. farið í Alþingishússgarðinn í stað út- skorna steinsins hans Tryggva?). Við rennsljettan, málaðan kirkju- vegginn og girðinguna, með víra- virkinu ofan á fer hann hörmu- lega og eins myndin við steininn. Þetta sjer hver maður, sem á það minnist. Til samanburðar er hinumegin stöpullinn hans Hallgríms Pjet- urssonar í litlu steypujárnsgirð- ingunni. Hann er orðinn nokkuð niðurbarinn og fornfálegur. Bn mikill er sá munur. Á ekki þetta gamla minnismerki að fá að vera kyrt i sinni girð- ingu? Framhald af steingirðing- unni — sem annars er lagleg — yrði einungis til óprýði og' þrengsla. í stað þess væri rjett að leggja hellur í þetta litla horn, al- veg að kirkjunni. Og þó að þarna sje skot, þarf tæpast að gera ráð fyrir, að það komi að sök þarna á almanna færi. Svo mikið vantraust má ekki sýna borgurum bæjarins. Sig. Guðmundsson. Ún$ting fiörefna enn ð ný „Ekki er öll nótt úti enn“, sagði draugur, kom mjer til hug- ar, er jeg las grein hins ágæta verkfræðings Ásgeirs Þorsteinsson- ar: „Ónýting fjörefna“ í Morgun- blaðinu fyrra sunnudag, 4. júní. Og í von um að Morgunblaðið ljái mjer rúm til andsvars, ætla jeg að leiðrjetta ýmislegt í þessari grein Pyrst verð jeg að byrja á því, að mjer þótti nógu gaman að eiga kollgátuna, er jeg nefndi það esm grun minn, að klausan sem hr. Á. Þ. tiffærði eftir dr. Skúla Guð- sjónssyni um hertar feititegundir, mundi vera úr einkabrjefi. — Og sennilegt þykir mjer að í hasti hafi ritað verið, og eigi ætlað til birtingar sem gögn gegn vísinda- niðurstöðum próf. Fridericia á þessu sviði. Þá vil jeg leyfa mjer að leið- rjetta ummæli hr. Á. Þ. um smjör- gildi þeirra smjörlíkistegunda, er próf. Poulsen í Osló rannsakaði 1931, og set hjer því ummæli dr. Gunnl. Claessens um árangurinn af rannsóknum þessum: Hr. yfirlæknir, dr. G. Claes- sen hefir, eins og kunnugt er, átt upptökin að því, að fjórar ís- lenskar smjörlíkistegundir voru rannsakaðar í Osló síðari hluta árs 1931. Hefir hann góðfúslega ■ánað mjer það eintak af Lækna- blaðinu, sem skýrslan um rann- sóknir þessar birtist í og set jeg hjer aðal-ummæli dr. Claessens, sem eru útdráttur úr skýrslu próf. Poulsens í Osló: „Það var A-fjörefnið, sem próf- að var í smjörlíkinu lijeðan, og notaðir í því skyni rottuyrðling- ar. Yar rottuyrðlingunum valið A-fjörefnalaust fóður. Að 5—7 vikum liðnum liættu þeir að dafna. Jafnframt fór augnbólga að gera vart við sig. Nú var kominn tím- inn til að rannsaka smjörlíkið. Margföld reynsla hefir fært heim sanninn um, að 30 eenigrömm af venjulegu smjöri á dag nægja til bess að koma tilraunadýrunum til þroska á ný. í stað þess að nota smjör var yrðlingunum nú bættnr þessi skamtur af smjörlíki í fóðr- ið og prófað á nokkrum dýra- hópum. Smjörlíkið rejmdist á- hrifálaust, og gat ekki bjargað skepnunum frá þeim kyrkingi og vesaldómi, sem fylgja A-fjörefna- leysi. Yrðlingarnir hjeldu áfram að Ijettast og drápust af upp- dráttarsýki, ef þeir þá elcki voru deyddir, þegar útsjeð var um þá, eða jetnir upp af fjelögum sínum, þegar líkamskraftar voru þrotnir. Fylgisjúkdómar voru: Augnáta (xeroptkalmi), eyrnaígerðir, nið- urgangur, cyanose og bronchitis.“ Þetta eru aðalatriðin úr grein- argerð dr. Claessen. Skal je.g að- eins bæta því við, að fjórar teg- undir smjörlíkis voru rannsakaðar á þennan hátt, 10 tilraunadýr 7oru höfð í hverjum flokki og fekk sína smjörlíkistegund hvor flokkurinn. Þeim sem vilja sjá skýrslu próf. Poulsen á afdrifum þessara ves- alings tilraunadýra AÚsa jeg í þetta eintak af Læknablaðinu fyr- ir maí—júní 1932. Viðvíkjandi því, að A-fjörefni sje að einhverju leyti í sambandi við litarmegin næringarefna —- hinn rauð-gula lit — þá virðist svo vera sums staðar. En þó eru fjörefnafræðingar enn eigi ásáttir um, hvernig þessu sambandi' sje varið. — Og einkennilegt er það, að samkvæmt tilraunum próf. Poulsen þá fá þau tilraunadýrin yfirleitt bráðasta afturför og dauða, sem fóðruð eru á þeim teg- undum, þar sem litarrannsóknir virðast benda á, að helst votti fyr- ir A-fjörefnum. Ber þetta órækan Arott um óáreiðanleik litarefnis þessa, sem sönnun á tilveru A- fjörefnis í smjörlíkistegundum þessum. Þá vil jeg líka nefna það, að eklti fær sauðamjólk gulan lit, eins og kúamjólk, í gróandanum á vorin. Og sauðasmjör er altaf jafnhvítt — og sennilega er þó sauðamjólk allauðug að A-fjör- efnum. Og eklti vex A-fjörefnið í lýsinu þó að það gulni — þvert á móti — guli liturinn kemur þar í Ijós, þegar lýsið þránar — en þá ónýtast einmitt fjörefni þess. Þá nefnir hr. A. Þ. að rann- sóknir próf. Fridericia á' A-fjör- efnabanvæni hertrar lu'alfeiti sjeu 10 ára gamlar — en sá aldur er ekki svo hár, að hann rýri gildi þeirra rannsókna að neinu leyti. — Og víst hafa rannsóknir þessar haft allmikil áhrif innan vje- banda þeirrar iðju, sem smjörlík- isgerðin er í Danmörku, því nú er allmikið kapp lagt á þar að gera smjörlíki úr eintómri jurtafeiti (Plantemargarine) og hefir það orðið einkar vinsælt — enda ger- sneytt efnum, sem ónýti fjörefni. Á sama liátt íná með sanni segja, að þekking manna á því, að geril- sneyðing mjólkur við suðuhita (pasteurisering) ónýtti ýms fjör- efni hennar, hafi með.'tímanum orðið tilefni til þess, að mönnum lu'rðist að gerilsneyða mjólkina við lægri hita og í loftþjettum geymirum, og vernda þannig fjör- efni hennar frá ónýting. Á svipaðan hátt er eigi ósenni- legt að mönnum takist að kom- ast upp á lagið með að hækka bræðslupunkt ýmsra fljótandi feititegunda, þ. e. a. s. „herðá“ þær, án þess að ónýta fjörefni þeirra, og þó einkum og sjerílagi án þess að framleiða í þeim efni, sem sjeu banvæn fjörefnum í mat- artegundum, sem þeim kann að vera blandað í. En þangað til þetta tekst, eigum við íslendingar ekki að nota fjörefnabanvænar feititegundir, hvorki til baksturs eða í smjörlíki. Við erum nefni- iega svo snauðir að fjörefnaauð- ugum matvælum, að þjóðinni staf- ar liætta af. — Heilbrigði alþjóð- ar verður ekki metin til peninga- verðs. Og hver sú iðngrein, sem á þátt í því að spilla heilbrigði al- þjóðar, á sáralítinn eða alls eng- an rjett á sjer á voru fátæka landi. Þetta munu og flestir viður- kenna og þykist jeg viss um, að hr. Á. Þ. verði einn meðal þeirra. er hann gjörhugsar þetta mál. Björg C. Þorlákson. Hallgrfmsklrkla. Tillaga Ólafs B. Björnssonar um fjársöfnun. Allmörg ár eru nú liðin síðan ungur maður á Akranesi, Ólafur B. Björnsson, fór fyrst að taka opinberan þátt í almennum þjóð- málum og alla þá tíð hefir hann sýnt sig sem einn hinn tillagnabesta þeirra manna er það gera. Það eru einkum sjávarútvegsmál, slysavarnamál og kirkjumál, sem hann hefir látið til sin taka. — Hann hefir starfað að þeim öll- um af góðri greind, stakri góð- vild og hviklausri festu. Það er því ýkjulaust að segja, að þar sem hann stóð í fylkingunni, hafi rúmið verið skipað góðum liðs- manni og nýtum. Þegar útvarpið tilkynti að Ó- lafur mundi flytja þar erindi um hið svonefnda Hallgrímskirkjumál, þá hefir víst enginn efast um að liann mundi hafa eitthvað gott til þess að leggja. Hitt hefir ef til aúII fæsta grunað að erindi hans mundi marka tímamót í sögu þessa langdregna máls, Svo muu þó reynast; það skilst mjer að flestum sje þegar ljóst þeim er á hann hlýddu. Engum þykir vandi að láta eggið standa upp á endann síðan Kolumbus sýndi hvernig það mætti gera, og þó að fjársöfnun til Hallgrímskirkju hafi gengið tregt fram á þenna dag, þá er eins og allir sjái það núna, þeir er heyrðu Ólaf bera fram tillögur sínar, að ekki muni neinum vmndkvæðum bundið að fá inn það fje, sem til þess þarf að reist verði sú kirkja, er þjóð- inni sje sæmandi. Það er annars síst of snemma ð nú sje fundið ráð til þess að koma þessu máli á öruggan relc- spöl. Því verður sem sje ekki neit- að, að í því er þjóðin búin að verða sjer til vansa. I tuttugu ár er hún búin að stritast A’ið að safna sjóði til þess að koma upp þessu húsi og í þau tuttugu ár hefir önglast saman sem svara muni fimtungi þess fjár, sem nauðsynlegt er til þess að kirkjan get.i eftir atvikum talist sómasam- leg. Þó eru í þessu tímabili inni- falin þau almestu gnægta ár og hagsældar, sem gengið hafa vfir þetta land frá því er það bygðist, og fjeð, sem á þurfti að halda er ekki nema lítill hluti þess, sem þjóðin geldur árlega fvrir tóbak og aðrar gagnslausar nautnaA’ör- ur. Það væri því frámunaleg fjar- stæða að ætla að berja við fjár- skorti'og getuleysi. Þá er hitt og eftirtektarvert, að yfirgnæfandi meiri hluti þess fjár, sem safnast hefir, er án alls efa runninn frá hinum fjeminni meðlimum þjóð- fjelagsins, þeim sem gáfu af fá- tækt sinni. Það lítur út fyrir að hjerna norður á Islandi komi fjeð ? guðskistuna á sama hátt og austur á Gyðingalandi forðum daga. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.