Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Kreppan og þjóðernismálin uestan hafs. Ásmundur P. Jóhannsson segir frá Fyrir nokki-u kom Tiingað vest- an um liaf Ásm. P. Jóhannsson byggingameistari, kona hans og sonur þeirra, Jónas Yaldimar að nafni. í fylgd með þeim er Oscar Anderson, sonur Pjeturs Ander- son hveitikaupmanns í Winnipeg. Br Ásmundur hingað kominn m. a. til að sitja fund Eimskipa- fjelags íslands, er haldinn verður innan skamms. Blaðið hefir hitt Ásmund að máli, og spurt hann ýmsra frjetta að vestan, um kreppu atvinunlífs- ins þar og ýms málefni fslendinga ]>ar vestra. — Þegar jeg er að því spurður, segir Ásmundur, hvernig íslend- íngar komast af þar vestra í þeirri erfiðu kreppu er þar ríkir, þá get jeg ekki annað sagt, en að þeir komist a. m. k. eins vel af eins og annara þjóða menn —; ef ekki hetur. Því hvar svo sem fslend- ingar setjast að í heiminum, eru þeir yfirleitt samkepnisfærir. En ástandið vestra er slæmt, erfiðleikar miklir, atvinnuleysi talsvert og fjárhagsvandræði, eins og geta má nærri þegar aðalfram- Teiðsluvörur landsins; hveitið og kjötið fer niður í fjórðapart af því sem talið hefir verið viðunanlegt verð. Hveiti hushel af bestu tegund komst í vetur niður í 38 cent. En áður var vanalegt verð 1—2 doll- ara mælirinn. Og álíka verðfall Tiefir verið á kjötinu. Landsstjórn, fylki og bæjarfjelög hafa orðið að leggja fram geysi- miklar fjárhæðir til lífsviðurhalds átvinnulausu fólki, og hafa skatt- ar verið hækkaðir mikið til þess að standast, þann kostnað. Ný lög «ru um það í Manitoha, að hver sá verkamaður, sem vinnur fyrir níu hundruð dollurum á ári ■skuli í viðbótarskatt greiða 2% af vinnukaupi sínu. Til að bæta fyrír markaði á útflutningsvöru. Canadamanna tók Bennett forseti upp samninga við Bretastjórn 1930. Gerði hann mikl- ar kröfur til Breta um það, að beir veittu Ca.nada sjerstök hlunn- Tn.'íí áfrrðlr sínar. En Benn- ■ett var teliið mjög fálega, og fekk hann' litla . áhevrn. Árið 1931 sigkli hann aftur ti1 Englands. Þá fekk hann alt aðrar viðtökur. Þá hafði Bretastjórn í millitíð komist að raun um, að •’eigi myndi hlýða að daufhevrast við kröfum Canadamanna. Þá fekk hann því framgengt, að lialdin yrði Ottawaráðstefnan á næsta ári, er síðar lagði grund- völl að þeirri verslunarstefnu er nú ríkir innan breska heimsveld- isins. Nú hefir opnast markaðsleið fyrir Canadahændur með kvikfje sitt til Bretlands. Alla leið frá vesturfylkjunum eru nú sendir nautgripir á fæti til stórhorga Bretlands. Tekur ferðin 12—14 <laga. Kjötmarkaður fer því batn- andi, og kjötverð hækkandi. Lakara er útlitið á hveitimark- aðinum. Aldrei hefir hveitiverðið verið Tægra en á síðastliðnum vetri. Til verðhrunsins á cana- diska hveitinu liggja þær orsakir, að hveitiframleiðslan hefir aukist svo mikið á undanförnum ár- um, en hver þjóð varðveitir sína framleiðslu eftir mætti. Fpphaf þessa máls var það, að þegar hveitiverðið fór að falla fyrir einum 4—5 árum, mynduðu Canadabændur í sljettufylkjunum sölusamlag. Allir hveitiframleið- endur landsins skjddu vera í því samlagi, og gengu flestir í samtök þessi. Með því að safna útflutnings- hveitinu öllu á sömu hendur tókst um skeið að halda verðinu iippi. Samlagið hafði sína eigin sölu- menn víðs vegar um markaðslönd. Aðrir hveitikaupmenn, er áður höfðu haft Canadahveiti til sölu, fengu það nú ekki lengur. Til þess þess að geta haldið hveitiverslun áfram, urðu' þeir að taka upp sölu á hveiti annara þjóða, svo sem Argentínumanna og Ástralíu. Þjóðir þær, sem keypt höfðu Canadahveiti, fepgu nú meira framboðí af hveiti annara þjóða. Og sakir þess, hve verðið var um tíma óeðlilega hátt, fóru ýmsar þjóðir að spara við sig liveiti- kaup, og leitast við að rækta meira hveiti sjálfar. Hafa þær síð- an verndað þá framleioslu sina eftir mætti. Hveitiframleiðslan í heild sinni varð svo mikil í heiminum, að öll forðabúr fyltust, og liefði hveiti verið nægilegt til neyslu, þó ekk- ert hefði verið ræktað í viðbót i 1—2 ár. En óvinsældir Canadahveitis urðu svo magnaðar um tíma, vegna samlagsins, að í Englandi þektist það, að matsöluhús auglýstu sjer- staklega fyrir géstum sínum, að þau notuðu ekki Canadahveiti í brauð sín. En nú er -slíkri óvild hrundið. Hvernig ráðið verðnr fram úr fjárhagsmálnm og fjárhagsvand- ræðum vestra, er ómögulegt að segja. Menn búast við að dollar- gengið falli. En gengismálið verð- ur eitt þeirra stórmála sem við- skiftastefnán í Lundúntim fær til vneðferðar. Þ j óðræknisf j elagið, Síðan barst ’takð ’-að málefnum Vestur-íslenclinga og Þjóðræknis- fielagsins. Sagði Ásmúnd’ur að þeim fjelagsskap vegnaði sífelt betur og betur. Hefir fjelagið nvv ýms nýmæli með höndnm. Eitt er það, m. a. að gangast fvrir því, að endur- varpað yrði vestra íslensku útvarpi nokkrum sinnum á ári. Hefir þing rnaður Winnipeg W. W. Kennedey lofað stuðningi sínum við það mál. Þá er það markmið fjelagsins, að örfa viðskifti Canada og Ts- lands. En um árangur af þeirri viðleítni verður ekki sagt enn. 1 því sambandi mintist Ásmundur á hina margumræddu Hudsonflóa braut, og hveit.i útflutninginn um Hudsonflóa. TTann er nú byrjaður. En hve lengi á ári verður hægt. að halda uppi skipasamgöngum um Hudsonflóa, er óvíst enn, og eins hvort, þessi nýja samgöngu- leið hefir áhrif á íslenskt við- skiftalíf. Mjög lætur Ásmundur af því, hve ánægðir Vestur-lslendingar voru með hingaðkomu sína Al- þingishátíðarsumarið, og ekki síst unga fólkið, er aldrei hafði sjeð ísland fyr. Flestir þeirra, sem ungir voru í heimfararhópunum, hugsa til þess að líta ísland síðar á æfinni. Dómsmálaráðherra Manitoba- fylkis, W. J. Major, sem var fulltrúi Manitoba á Alþingishátíð- inni hefir haldið fjölmarga fyrir lestra . um ísland, síðan, og látið mjög vel af TancTi og þjóð, og liátíðahöldunum 1930. Hafa Vest ur-íslendingar glaðst mjög vfir því, hve vel þessi merki Vest- urheimsmaður hefir kynt þjóð vora. Lækkun á uppbótargreiðsl- ura til uppgjafahermanna. Washington, 16. júní. United Press. FB. Áform Roosevelts forseta um að lækka nppbótargreiðslur til upp- gjafarhermanna um á að giska 260 miljónir dollara, hafa loks náð fram að ganga. Voru miklar deilur úih þetta mál á þjóðþinginu og segja má, að í þessu máli einu hafi Roosevelt mætt harðvítugri mót- spyrnu á þingi. Þegar mál þetta hafði fengið afgreiðslu var þing- fundum frestað um sinn. Skuldir Þjóðverja. London, 16. júní. United Press. PB. Þeir lánveitendur Þjóðverja, sem íafa veitt þeim lán til skamms tíma, hafa fallist á nýtt samkomu- lag, að því er snertir lán, sem falla í gjalddaga frá 1. júlí til 28. febr. 1934. en t.il þess tíma er samkomulagið í gildi. Heildarupp- hæð lána þeirra, sem hjer um ræð- ir, er 80 miljónir ríkismarka, og falla lánveitendurnir frá fyrri kröfum um endurgreiðslur á þessu tímabili, en vextir lækka úr 4%% í 4%%. Aukakosning í Bretlandi. London, 15. júní. Unitcd Press. FP». ", Aukakosning hefir fram farið í Altringham, Cheshire. íhaldsfram- bjóðandinn, Sir Edward Grigg, bar sigur úr býtum. Hlaut hann 25.392 atkvæði. P. M. Oliver, löinm fyrirliggjandi: Sagogrjón. Hrísgrjón. Hrísmjöl. Haframjöl. Kartöflumjöí. Sími einn, tveir, þrír, f jórir. Fyrirliggjandi: Kartöflur norskar. Appelsínur 150, 240 og 300 stk. Epli. Laukur. Eggert Kristjánsson 4k Ge. Sími 1400 (3 línur). i BiireiðastSð íslands, WWW //ssz/ ^ Hafnarstræti 21. Sími 1540. sssss/ \ww\ Breska stjórnin hefir tilkynt verslunarmálaráðuneytinu, að al- þjóðamerkjabókin (signalbok) verði tekin í notkun frá 1. jan. 1934. Yerðfesting punds og dollars. 'London, 15. júní. United Press. FB. Tilkynt hefir verið. að Bret- land og Bandaríkin hafi náð sam- komulagi í aðalatriðum um vevð- festingu dollars og sterlingspunds, einnig gagnvart frankanum, en skoðanamunur sje enn um mikil- væg einstök atriði milli þeirra Roosevelts og Chamberlain, sem nauðsynlegt sje að ná fullnaðar- amkomulagi um. COLGATES rakkrem mýkir skeggrótina. Græðir hörundið. Fljótastur og bestur rakstur fæst með COLGATES RAKKREMI, Heildsölubirgðir. H. Ólafsson & Bernhöft. ’rjálsl. hlaut 15.892 atkvæði. J. H. ITudson hlant 8.333 atkvæði. -— Aukakosningin fór fram vegna þess, að fráfarandi þingmaðnr, Cyril Atkinsson, var skipaður dómari. Frá Noregi. Oslo, 15. júni. NRP. FB. Uta n ríkism ál anefn d Stórþingsins hefir lagt til, þrátt fyrir nokkra óánægju, að Stórþingið samþykti norsk-bresku viðskiftasamningana til fnllnustu. Norska eimskipið Seierstad, rakst á ísjaka við Newfotfndlancl í maímánuði s.I. og sökk. Skipið sökk þar sem Atlantshafssæsima- leiðslur eru á botninum og hefir höggvið sundur tvær leiðslurnar. Átján hlaðamenn frá Suður- Ameríku eru komnir til Noregs. Movinkel forsætisráðherra hjelt þeim veislu í gær. Ófriðarskuldir Breta. London, 16. júní. United Press. FB. Skuldamálanefnd, sem er að, hálfu leyti opinber nefnd, fer af hálfu Breta til Washington í á- gust mánuði. Formaður nefndar- innar verður Neville Chamberlain. f nefndinni er m. a. fjármálasjer- fræðingurinn Sir Frederick Tæith. Bréská stjómin býst nú við; að i árslok verði unt að ganga frá bráðabirgðasamkomnlagi um ó- friðarskuldirnar, því 'næst verði bráðabirgðasamkomulagið sent þinginu til umræðu og fullnaðar- samþyktar. Ófriðarskuldir Frakka. Washington, 16. júní. United Press. FB. Samkvæmt áreiðanlegri heimild hefir frakkneska stjórnin sent Bandaríkjastjórn varfærnislega, orðaða orðsendingu til Roosevelts um skuldamálin. T orðsendingunni mótmælir stjórnin. því, að Frakk- lancl hafi nokkurn tíma ætlað sjer að neita að standa við skuldhind- ingar sínar. Jafnframt lýsir stjórn in yfir því, að hún geri sjer vonir um, að innan langs tíma verði málið til lykta leitt. Teomiii cigarettur eru reyktar um alt land'. 20 stk. 1.25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.