Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 5
Reykjavíkurbrief. 17. júní. Veðrið (vikuna 11.—17. júní.) Framan af vikunni var því nær óslitin S og V-átt lijer á landi eg rigningasamt mjög um vestur- hluta landsins, en oft þurt og vel hlýtt austan lands. Á mánu- dag Ijetti þó til um stundarsakir á Vesturlandi. Á föstudag brá loks til N-áttar vegna, lægðar sem færðist austur fyrir landið. Br nú vindur yfir- 1-eitt allhvass N um alt land og sumstaðar hvassviðri (veðurhæðin 5—8 AÚndstig). Hefir mjög kólnað í veðri, svo snjó hefir fest niður undir sjó á norðanverðum Vest- fjörðum. í Reykjavík varð hitinn mestur 12.6 og lægstur 4.4 (aðfaranótt laugardags). Úrkoman var sam- tf.ls 12 mm. Hafís. Skeyti harst Veðurstofunni í gærkvöldi, þar sem skýrt er frá að norskt skip (ss. Kirkholm) hafi ©rðið að hætta veiðum 15. þ. m. um 42 sjóm. norður' af Straum- nesi vegna hafíss. — Isinn var að sjá þjettastur í nörðaustri. Frá útgerðinni. Það mátti ekki seinna vera að þurkur kæmi hjer sunnanlands til þess að eitthvað gæti fullþornað af fiski þeim sem verið hefir í verkun. Fiskútflutningur hafði tafist svo vegna sífeldra óþurka, að nærri lá, að íslenskir útflytj- endur hefðu orðið af markaði, ef töfin hefði orðið lengri. Nú strax eftir 2—3 daga fiskþurk verða 4-5 fiskifarmar tit, til útflutnings, enda skip \dð hendina er fiskinn taka jafnóðum og hann fullverk- ast. — Á Sámsstöðum. Með ári hverju færir Klemens Kristjánsson út ræktun sínna í korn- og fræræktarstöðinni að Mið Sámsstöðum í Fljótshlíð. 1 fyrra- haust fekk hann 40 tunnur af hyggi og 65 tunnur af höfrum, e naf fullþroskuðu grasfræði um 400 kg. Af því vorn 160 kg. af túnvingulsfræi, spíraði af því 98%, 120 kg. af vallarsveifgrasfræi (spirun 67—70%) og 80 kg. af mjiikfaxfræi (Bromus mollis) (spírun 88%). Mest af kórni sínu selur Klem- ens til útsæðis, og þá helst í nær- sveitir. Kornakur hans í fyrra 1414 dagslátta, en er nú 16 dagslátt- ur. Með míverandi verðlagi á út- sæðiskorni, er enginn efi á, að kornrækt hans borgar sig. Þreski- áhöld hefir Klemens góð. En iítið sem ekkert hafir hann malað til manneldis. Gísli Johnsen konstill fekk 150 kg. af höfrum Klemensar í fyrra haust og sendi myllu einni á Jaðri í Noregi. Fengu hafrarnir þann vitnisburð þar, að þeir væri ágætir í haframjöl til manneldis. Samyrkjan að Seljalandi. Samyrk ju,fj elag V estur-Eyfell- inga hefir ,í vor sáð byggi og höfrum í 10 dagsláttu altur sinn að Seljalandi. Meðal forgöngu- manna þess fjelagsskapar, er Sig- mundur Þorgilsson kennari, hinn ötulasti framfaramaður. Er þetta hinn mesti útbreiðsluárangur enn sem komið er, af ræktunartilrunn- um Klemensar. Og þó er þetta okki nema millispor. Þarna hafa bændur slegið sjer saman um ak- uryrkju án þess að gera hana að heimilisiðju sinni. Takist vel með samyrkju þessa, en á því ætti enginn efi að vera, er næsta sporið það, að bændur undir Eyjafjöll- um fái hver sinn akurreit. Þeir þurfa að samlaga sig um þreski- vjelar og myllu. Ætti það að vera auðgert í þjettbýlinu. Skógr æktarf j elag íslands. Nýlega er komið út fyrsta árs- rit Skógræktarfjelags Islands. — Þar eru hvatningargreinar eftir Sig. Sigurðsson búnaðarmálastjóra, Magga Júl. Magnús lækni og IJákon Bjarnason skógræktarfræð- ing. Þar er skýrt frá framkvæmd um og fyrirætlunum hins unga fjelags. Er þess að vænta að þekk- ing og áhugi haldist svo í hendur í stjórn þessa fjelags, að það íreti sjeð skógræktarmálum lands- ins borgið. 1 grein sinni nefnir Sigurður árangurinn af trjárækt fyrri ára, m. a. 6 metra háu birkitrjen, 7 metra leskitrjen og 8 metra reyni- ti-jen á Akureyri og sýnir fram á, að síst eru skilvrði lakari hjer sunnanlands. Hákon Bjarnason bendir á, hve mikils megi vænta af ræktun trjátegunda, sem enn hafa ekki verið reyndar lijer á landi, og Maggi Júl. Magnús segir frá fjárhag fjelagsins og hinni nýju trjáræktarstöð í Fossvogi. Reykjavíkurbær gaf landið — 30 dagsláttur, Og nú er Hákon byrj- aður að vinna að því, að þarna verði miðstöð sunnlenskrar trjá- ræktar. B æ j ar staðaskógur. Kofoed Hansen skógræktar- stjóri hefir ekki alls fyrir löngu bent á það í blaðagrein, að perla íslenskra skóga, Bæjarstaðaskóg- ur væri í hættu staddur, vegna vanhirðu og átroðnings. í grein er Ásgeir L. Jónsson vatnsvirkja- fræðingur ritar í ársrit Skógrækt- arfjelagsins, segir hann frá komu sinni í skóginn, að skógurinn sje í yfirvofandi hættu vegna upp- blásturs — sandgári frá norðri stefnir á skóginn miðjann, og er þegar farinn að fella trje. Sýnir Ásgeir fram á, að hjer þurfi bráðra aðgerða við, girðing- ar og sandgræðslu. Girðingin vrði tæpir 2 kílómetrar á lengd. Svo lítið er ummál þessa helgireits hins íslenska gróðurríkis. Fje til verndar skóginum þarf að fást á þessu ári. Ásgeir varar í grein sinni við beim barnalega sið skemtiferða- fólks, að rista nafnstafi sína á börk trjáa. Slíkar rispur í börk- inn geta orðið fögrum og viða- miklum trjám að aldurtila. Frá Háskólanum. Með stuttu millibili gerast nú stórir viðburðir á sviði íslenskrar bókmentasögu. útkoma hins stór- merka formála Sigurðar Nordal við Egilssögu og hina nýju forn-. ritaútgáfu og doktorsritgerð og doktorsvörn Einars Ól. Sveinsson- ai um Njálu, uppruna hennar, liöfund o. fl. Ollum íslendingum er það hið mesta ánægjuefni, er svo vel sann- ast sem hjer, að Háskóli íslands er sú menningarmiðstöð, sem hann þarf að vera og til var ætl- ast í upphafi. Hjer við Háskóla íslánds eiga að þróast verðmæt- ustu og gildustu bókmentir til varðveislu og viðgangs íslenskra fræða. Til þess að svo geti orðið, þarf Báskólinn að vera augasteinn þjóðarinnar, og þeim möxjnum vel borgið er við hann starfa. Meðan skilningur manna á þjóð- menningarstarfi Háskólans er ekki gleggri en svo; að sömu laun eru veitt fræðimönnum söm þar starfa og flöskuþvottamönnum Áfengis- verslunar ríkisins, er ekki hægt að segja, að framtíð íslenskra fræðastarfa sje trygð og metin em skyldi. Uppeldismál. Á fundi stjettarfjelags barna- kennara hjer um daginn hóf einn af barnakennurum bæjarins máls á því, að hefja skyldi allsherjar andspyrnu kennara gegn allri við- leitni til þess að hafa pólitísk á- hrif á börnin í skólum bæjarins. Er ekki nema gott til þess að vita, að kennarar skuli nú snúast svo í þessu mál, einkum þegar það eru menn úr flokki sósíalista og Ilriflunga, því þessir flokkar hafa leynt og ljóst, sem kunnugt er, unnið að því á undanförnum árum, að læða pólitískum kenningum sín- um inn í skóiana. Nú hafa þeir snúið yið blaðinu. Ástæða sinnaskiftanna er sú, að beir eru orðnir vondaufir um ár- angur fyrir sitt leyti. Treysta verður þó varlega lieil- indum þeirra í þvi efni. Málshefj- andi á fyrnefndum kennarafundi mun vera í hinum vafasama fje- lagsskap, er nefnist A. S. Y. (Al- bjóðasamhj'álp verkamanna). Fje- lagsskapur sá gefur út fjölritað blað sem ætlað er börnum. í því eru greinar, sem skrifaðar eru í nafni 8—12 ára barna. Eitt barn 10 ára segist ætla að „berjast eegn fjendum sovjetríkjanna“. — Blaðið er væmið lof um kommiin- ista og svívirðilegar stjettahaturs- greinar, sem óþrosltuðum börnum er ætlað að gleypa við. Belgaumsmálið. Merkisatburður í rjettarfars- sögu þjóðarinnar verður sýknu- dómur sá, sem kveðinn var upp í Hæstarjetti yfir skipstjóranum á Belgaum, Aðalsteini Pálssyni, nii í vikunni. í forsendum dómsins eí’ sundurgreidd bin margöfna flækja af fjarstæðum og innbyrð- is ósamrýmanlegum staðhæfingum, er skráðar voru í bækur varð- skipsins Ægis í sambandi við töku Belgaums vestur af pndverðarnesi. 1 skipsbókunum miá heita að engu beri saman. — Á einum stað t. d. sagt að varðskipið hafi lagt af stað nokkru eftir að það átti, samkA’æmt annari bókun, að hafa farið fram hjá Öndverðar- nesi. Og aflestur hornamælinganna allur innbyrðis ósamkynja, svo að mælingarnar á fjarlægðinni til lands levsast upp í vi’tleysu. En þegar „sigurvíman“ rennur af j skipherranum byrjar krábullið í bókunum, með tölubreytingar, sem þó aldrei geta samræmst eða gert sannsýnilegar hinar uppruna- legu vitleysur, er þar voru skráðar. Eftir lestur dómsins skilja menn ennþá betur en áðpr hve sam- valdir menn þeir eru Einar M. Einarsson fyrverandi skipherra og Jónas Jónsson, og hina öfundar- blöndnu lotningu sem Jónas Jóns- son hefir borið fyrir Einari. SjáiS hvaS hin yndislega RENÉE ADORÉE segir : AS halda við æskuútliti sínu er mest undir því komiS a'ö rækja vel hörund sitt. Þessvegna notum viö Lux Handsápuna. Þessi hvíta ilmandi sápa, heldur hörundinu sljettu og silki-mjúku." HANDSAPAN Fegur ÐARMEÐAL FILM- STJARNANNA Ummhyggjan fyrir hörundinu, er þaÖ fyrsta, sem leikkonan hefi í huga, til pess að viöhalda fegurÖ sinni, pví hiÖ næma auga ljósmyndavjelarinnar sjer og stækkar hverja misfellu. , Þess- vegna nota pær Lux Handsá- puna. HiÖ iimandi löður hennar heldur hörundinu mjúku og fögru. Því ekki að taka pær til fyrirmyndar og nota einnig þessa úrvals sápu ? LEVER BROTHERS LlMTTED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND X-LTS 232-50 IC Því það hefði vissulega átt við mann eins og Jónas Jónsson að þurfa ekki að liáta sjer nægja að bera fram ósannindi sín í blöðum bg á mannfundum, en hann hefði blátt áfram, sem valdsmaður í ein- kennisbúningi, getað krotað ósann indin í þar til gerðar bækur, og látið síðan dómstóla dæma fjand- menn sína eftir því kroti, í sektir og fangelsi. Orðsendinp til velgeriatmanna Slysavarnafielagsins- Jeg hefi orðið þess var, að nokltrir vinir og velunnarar Slysa varnafjelagsins eru óánægðir yfir birtingu gjafalistanna til fjelags- ins í Mbl., þeir hafa ekki ætlast til að nöfn þeirra yrðu birt sem gefenda. Jeg vil því skýra þetta með nokkrum oröum. Þegar fjelaginu fóru að berast gjafir frá mönnum og konum, í brjefum og á annan hátt, sem ekki vildu láta nafns síns .getið en kölluðu sig aðeins N. N., gömul kona, bóndi xir Skagafirði o. s. frv. varö brýn nauðsvn á að aug- lýsa gjafirnar. í öðru lagi hafa1 nokkrir menn og konur, drengir og stúlkur tekið lista fyrir fjelag- ið til þess að safna á fjelögum. Á þessa lista lætur svo fólk skrifa sig og þá upphæð sem það hefir greitt, sem venjulega er 2, 5 og 10 krónur. Flestir af þeim sem ger- ast fjelagar á þenna hátt, hafa ekki lesið eða fengið fjelagslögin. Konur halda t. d. að þær eigi að greiða sömu upphæð og karlmenn, 2 kr., það sje árstillagiö. En sam- kvæmt lögum fjelagsins er árs- tillag fyrir öll ungmeni og konur 1 kr„ en 2 kr. fyrir fullorðna EGGERT CLAESSEN hæstar j ettar málaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, . Vonarstræti 10. (Inngangur tun austurdyr). Sími 1171. Viðtalstími 10—12 árd. karlmenn, og 50 kr. æfitillag, og er það jafnt fyrir alla. Þegar sjm listarnir berast skrif- stofunni og hinir nýju fjelagar eru bókfærðir þar, ltemur mismun- nrinn fram. Af 2 kr. upphæð, er kona hefir greitt, er t. d. önnur krónan færð sem árstillag en hin á gjafalista. Af 5 kr. upphæð sem karlmaður hefir borgað, verða 2 kr. færðar sem árstillag, en 3 kr. sem gjöf o.s.frv. Sumir sem s.já nöfn sín á gjafalistanum vilja jafnvel ekki kannast við að þeir hafi gefið fjelaginu neitt. Jeg get vel skilið að fólki, sem greiðir svo þúsundum króna skift- ir í opinber gjöld og tugi eða hundruð króna til ýmiskonar góð- gerðastarfsemi, sem hvergi er op- inberlega getið, finnist það dá- lítið kyndugt, að siá nafns síns getið við gjöf til Slysavarnafje- lags Islands með 1 krónu. En jeg vil minna á, að litlu gjöfunum, sem svo eru kallaðar, getur mikil blessun fylgt eins og beim stóru og enginn getur fyrir fram vitað að hvað miklu liði smáu upphæðirnar kunna að verða. Tóverksspotti, sem ekki kostar nema eina krónu, getur orðið til þess að frelsa mann frá druknun, en það er ekki lítilsvert að hafa gefið krónuna sem til þess fer. Þetta vona jeg að vinir Slysa- varnafjelagsins vilji muna og mis- virði ekki þó það komi fyrir, að nöfn þeirra sjáist á gjafalistanum. J. E. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.