Morgunblaðið - 24.09.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fataefni og frakkaefni. Nýtt úrval, liaustlitlr. Árni & Bjarni. tlótel §kfaldbreið afgreiðir samkvæmis-mat. Sendir hann lieim ef óskað er. Einnig afgreitt smurt brauð með litlum fyrirvara. Get bætt við nokkurum í fast fæði. Virðingarfylst Hótel Skjaldbreíð. Fundarboð. Til undirbúnings atkvæðagreiðslunni um áfengislög- gjöf íslands, þ. 1. vetrardag, verður fundur haldinn í Góð- templarahúsinu við Vonarstræti sunnudaginn 24. þ. m. kl. 5 síðd. Þangað er hjermeð skorað á alla þá kjósendur bæj- arins að koma, sem með atkvæði sínu vilja gera sitt til, að koma í veg fyrir þá ógæfu, að flóði sterkra, áfengra drykkja (brennivín, wisky, koníak, rom o. fl.) verði veitt yfir landið. ■ - _ Tf Fjölmennið stundvíslega. Starisnafnd góflfempfam til saAirhitiiHgs atkvæðagr eiflslnnni. TlUcynniiig frá Fielagi veinaðarvðrukaupmanna i Reykjavík. Belðnnm nm g|afir á h!ntaveltnr og þ. h rerflnr ekki sint. Stjórnin. Allir ntnna K* 9.1 Karakúlfjeð. Þær tuttugu karakúlkindur, sem landsstjórnin keypti í sumar, eru nú dreifðar viðsvegar um landið. Sjö af þeim ætlar lancLsstjórnin að eíga, og verða þær á Hólum í Hjaltadal. Eru það fimm ær tveir brútar, hreint karakulfje- En brútar 13, sem seldir eru, eru 4 af hreinu karakul kyni, en 9 kynblendingar. Verðið á þeim lireinræktuðu var 1700—1850 kr., en verð hinna 670—990 kr. Hreinræktuðu hrútarnir voru seldir sem hjer segir: Einn til fjelags bænda í Homafirði, annar til nokkurra bænda í sunnan- verðri Múlasýslu, þriðji til Bún- aðarsambands Austfjarða, fjórði til fjelags bænda í Þverárhreppi í V.-Húnavatnssýslu. Hinir voru seldir þetta, einn í hvorn stað, í Öræfi, til Búnaðar- fjel. Kaldrananeshr., til fjelags bænda í Gnúpverjalxreppi, og einn keypti Halldór Stefánsson alþm. fyrir bændur í Vopnafirði og annan Sigurb. dóbannsson, Grænhól í Ölfusi; en tvo keypti Búnaðarsamband Þingeyinga og aðra tvo Búnaðarsamband Borg- íirðinga. Siglingar aukast. Oslo, 22. sept. FB. Á fundi í útgerðarmannafjelag- inu í Bergen í gær skýrði formað- ur þess frá því, að frá 1. max til 1. sept. hefði 122 skip verið tekin í notkun á ný og við það hefði 3000 manna fengið atvinnu. Sam- anlögð smálestatala skipa ekki í notkun var 1. maí 1.260.000, en 1. sept. 860.000. Atvinnubætur í Noregi. Oslo, 22. sept. FB. Samþykt hefir verið á ráðuneyt- isfundi að nota alt að 400.000 kr. til þess að halda áfram lagningu þjóðvegarins í Norður-Noregi. — Upphæð þessi verður tekin af fje, sem varið er til þess að draga úr atvinnuleysi af völdum kreppunn- ar. — ——<m>—■— Einkennileg erfðaskrá. Auðmaður einn í New York liafði í erfðaskrá sinni skipað, að ^25.000 dollara skyldi varið til þess að rannsaka nánara orsök til dauða síns. Ennfremur hafði hann ákveðið, að sá sem hefði upp á morðingja sínum og sæi um, að honum yrði refsað, skyldi fá 100,- C00 dollara að launum. Hinn látni, Horace E. Wodsworth, hafði í mörg ár verið síhræddur um að liann yrði myrtur. Hafði hann alt- af um sig lífvörð, og var hús hans umgirt. Enginn veit hvern hann óttaðist. En út af þessu hneigðist hann til ofdrykkju, og segja lækn- ar að það hafi orðið honum að bana. Roosevelt hefir fyrirskipað að verja skuli 75 milj. dollara til matar og fatakaupa handa atvinnu leysingjum í vetur. Matarkaupin verða undir eftirliti landhúnaðar- ráðuneytisins og öll kaup og út- hlutun undir opinberu eftirliti. 30.000 Gyðingar hafa yfir- gefið Þýskaland. Á Gyðingafundi þeim, er hald- inxi var í Prag, kom það í ljós, að um 30.000 Gyðingar hefðu farið frá Þýskalandi. Af þeim hafa 2500 flúið til Belgíu, 700—800 til Danmerkur, 2500 til Englands, 5000 til Frakklands, 3000 til Hol- lands, 100 til ítalíu, 5000 til Lux- emborg, 750 til Austurríkis, 4000 til Póllands, 1000 til Tjekkóslóva- kíu. Tjaldbúðir innflytjenda í G-yð- ingaland. Fjöldin allur af þeim Gyðingum, sem flúið hafa frá Þýskalandi, hefir leitað til landsins helga. Ætlar fólk það að setjast þar að, en hvergi átti það höfði sínu„&ð að halla er það kom þangað, og varð fyrst um sinn að hafast við í tjaldbúðum. eins og sjest hjer á myndinni. Flóðbylgja í Japan. I ágústmánuði voru aftaka hitar í Jaþan, og laust eftir mánaða- mótin fór fellibylur yfir vestur- hluta eyjanna. Fylgdi honum gríð- arleg flóðhylgja sem gekk hátt á land xxpp- 1 Osaka fóru 3000 hús í kaf og 1000 í Toltio. Fjölda margir fiskibátar fórust. Eftir fellibylinn dró xir hitanum- Wiley Post slasast. Oslo, 22. sept. FB. Ameríski flugmaðurinn Wiley Post liefir meiðst alvarlega af völdum flugslyss. Þinghallar- bruninn. Leipzig 23. sept. TJnited Press. PB. Van der Lubbe hefir byrjað „hungurverkfall“. Biilgarinn Dim- itroff, einn hinna ákærðu liefir lýst þ.ví yfir fyrir rjettinum, að „enginn kommxinisti mundi láta sjer detta í hug að gera nokkuð jagn heimskulegt og kveikja í rík- isþinghöllinni.“ Ennfremur lýsti hann því yfir að hann liefði kerið í handjárnum allan þann tíma, er hann hefir verið í fangelsinu. Tilfinningarlaus maður. Spán- verji einn vai-ð fyrir því í strið- inu, að hann misti alla tilfinningu í líkamanum. Níi hefir hann ofan af fyrir sjer með ]xví að sýna sig, eins og hvert annað viðundur. Hann lætur t. d. reka nagla gegn- um hendurnar, án þess að finna hið minsta til. m Alt á sáma stað. BiianeyiDsla. Munið eftir hinni ágætu, upphituðu bílageymslu. Vnifiifl sanng|arnl. Egill Vihjálmsson. Laugaveg 118. — Sími 1717. Stanley -verkfæri- nýkomin. Hallamælar, jám. Hallamælar, alum. 2 teg. Járnheflar 10 teg. Handborar 6 teg. Hamrar 15 teg. Sýnishorn af hömmm fyrir bílaverkstæði. Meitlar og Skrúfjárn fl. o. fl. Stanley verkfæri em betri en önnur verkfæri. Athugið það! Aðalútsala J ÁRN V ÖRUDEILD Jes Zimsen. Vetrar- kápur Kvenna, (aðeins litlar stærðir). — Barna og iingli'nga, teknar upp í gær. Verslunin Snót. Vesturgötu 17. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.