Morgunblaðið - 24.09.1933, Blaðsíða 6
6
MORGUNBIAÐIÐ
Kanpmenn!
fiolden oats hafrarajfil
er gott og ódýrt, í 50 kg. hörljereftspokum.
Hafið það ávalt í verslun yðar.
H. Benediktsson & Co.
Símí 1228.
fitengar eða siúlka
óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda á Laugar-
holt og þar í grend frá 1. október.
(
Reykjavíkurbrjef.
23í september.
, Kartöflusýkin.
Akaflega dapurlegar fregnir
koma úr sumum kartöfluræktar-
lijeruðum um tjónið af kartöflu-
sýkinni. A Akranesi nemur tjónið
tugum þúsunda króna. í sjávar-
plássunum austanfjalls hafa sumir
þurrabúðarmenn að sögn vart kart
öflur til heimilis síns, er undan-
farin ár hafa getað selt úr görðum
sínum fyrir 2—400 kr.
Bót er það í máli, að vel láta
þeir menn yfir árangri af vörn
gegn kartöflusýkinni, er snemma
hafa dreift varnarlyfjum um garð-
ana. Er sýnilegt, að bændur í hin-
um sýktu hjeruðum verða fram-
vegis að gera sjer það að reglu á
hverju vori að sprauta varnarmeð-
ulum um garðana, að sínu leyti
eins og menn nú bólusetja sauðfje
fyrir bráðapest, hvort svo sem
vart verður við pestina eða ekki,
Þá er það sjálfsögð skylda
landsstjórnar eða Búnaðarfjelags
íslands, að gefa út skýrslu um út-
breiðslu veikinnar, svo menn dreifi
henni ekki út um ósýkt hjeruð,
með því t. d. að fá þangað útsæði
úr sýktum görðum. í Hornafirði
hafði sýkin ekki gert vart við sig
í fyrra. Þaðan var flutt mikið út-
sæði síðastl- vor.
Loðdýraræktin.
Svo margir hafa nú hug á því,
að stunda ýmsa loðdýrarækt hjer á
landi, að brýn nauðsyn er á því,
að menn hafi greiðan aðgang að
nauðsynlegustu leiðbeiningum um
þessi efni. Þar sem vel tekst, er1
hjer um arðvæna atvinnu að ræða,
sem vissulega er vert að gefa
gaum.
En þar sem menn t. d. leggja
út í refaeldi, þarf all-mikinn
stofnkostnað, og veltur á miklu, að
vel takist,, með meðferð, og þá
ekki síst með val á undaneldis-
dýrum-
Er það í raun og veru kjarni
málsins. Að þau dýr, sem til lands-
ins flytjast, sjeu úrvalsdýr, og
sje brátt áfram ekki leyft, að
nein miðlungsdýr eða lakari komi
til landsins.
Takist ekki með frjáLsum sam-
tökum loðdýraræktarmanna, að
girða fyrir mistök í því efni, verð-
ur löggjöf að koma til um inn-
flutning, ásamt eftirliti með þeirri
loðdýrarækt sem fyrir er.
Má í þessu sambandi minna á,
hvílíka fjársjóði þeir menn hafa
\fært þjóð sinni, er á öldinni sem
leið flutt inn úrvalsnautgripi af
kúakyni Holseta.
„Yarðar mest til allra orða, að
undirstaða rjett sje fundin<!, hjer
sem annars staðar.
Sauðfje.
Hver plágan rekur aðra í sauð-
fjárrækt okkar íslendinga. Ekki
er bráðapestinni fyr haldið í
skefjum, og fundið varnarlyf við
hinni smitandi lungnabólgu, en
ormaveiki svo svæsin grípur um
sig í sumum hjeruðum, að til stór-
vandræða horfir.
Hjer um daginn tók Niels Dun-
gal 70 kindur af handahófi úr
sláturfje úr sveit einni austan-
fjalls, og reyndust allar ormaveik-
ar, en 46 þeirra höfðu orma bæði
í lungum og görnum.
Er ekki álitlegt fyrir bændur að
setja hið ormaveiklaða fje á hin
ljettu hey, er þeir nú hafa, eftir
úrfellasamt grassumar.
Nú hefir Niels Dungal tekið sjer
fyrir hendur gagngerða rannsókn
á ormaveikinni. Er þess að vænta
að hann reynist hjer sem fyr hjálp
arhella bændanna í baráttu þeirra
gegn sauðfjársjúkdómum. Bændur
eru alment farnir að skilja það,
hve mikils virði þeim er starfsemi
Dungals, þó bændablaðið Tíminn
hafi ekki annað um þann
mann að segja, en uppnefni
og skæting. Var hann þar nefndur
„músabani“ ekki alls fyrir löngu,
og þótti Tímadótinu vel til fundið.
Sjálfstæðismál.
Framsóknarblöðin hafa nýlega
tekið upp umræður um Sjálfstæð-
ismálið. Hafa þeir Framsóknar-
menn m. a. tilkynt þjóðinni, að
þeir teldu það hjegóma einn, hvort
við íslendingar yrðum í framtíð-
inni sjálfstæð þjóð, eður eigi.
Ymsir „hrukku við“ eins og Tr.
Þ. segir, er þeir heyrðu játning
þessa.
En það viðbragð var ástæðu-
laust. Hvernig svo sem á því stend
ur hafa þeir Framsóknarmenn með
mikilli kostgæfni á undanförnum
árum unnið að því að koma sjálf-
stæði þjóðarinnar fyrir kattarnef.
Þeir hafa í því efni sýnt meiri
verkhygni, en í nokkru öðru máli.
Þeir hafa lamað þjóðina fjárhags-
lega, vitandi vits um það, að fjár-
hagslega ósjálfstæð þjóð verður
aldrei sjálfstæð nema að nafninu,
og þá vart nema stutta stund.
Fjárhag þjóðarinnar eyðileggja
þessir menn, með því, að stöðva
framþróun framleiðslunnar, með
skattaáþján, og sóun á því fje,
sem pínt er út úr atvinnurekend-
um- —
Ánauð.
Á búskaparárum Hriflunga hafa
útgjöld ríkis numið rúmlega L4
af öllum útflutningi landsmanna.
Við þetta bætast sveitarútgjöld.
Mun ekki ofmælt, að landsmenn
legggi nú að meðaltali að minsta
kosti afrakstur af tveim vinnu-
dögum vikunnar í opinber gjöld.
Þetta er atvinnuvegunum ætlað
að bera. Og ógnað með enn hærri
álögum.
Með þessu móti, þessu áfram-
haldi, er urðað sjálfstæði íslensku
þjóðarinnar og sjálfstæðisvonir,
þessi hjegómi, sem Framsóknar-
menn kalla.
Kommúnistar.
Einar Olgeirsson erindreki Rússa
hjer í bæ, fekk eitt af sínum stór-
menskuköstum hjer um daginn,
eins og menn muná, er þýska fiski
skipið kom hjer á höfnina, og
kommúnistar bæjarins stöðvuðu
fiskflutning í skipið lengi dags.
í tilefni af ólátum þeim, gaf
Einar út hlað síðar, þar sem hann
m. a. talaði um þá „ósvífni“ (!)
af Þjóðverjum að sigla að landi
með þýskan stjórnarfána við hún,
þar sem hann sjálfur, Einar 01-
geirsson, væri fyrir í landi-
Engu var líkara, en maðurinn
talaði þessi orð í fúlustu alvöru.
Er ekkert sýnna, en manntetrið,
og þeir fjelagar hans þá sennilega
um leið, hafi ofmetnast af því,
hvernig þeim ár eftir ár er leyft
að vaða lijer uppi með óspektir
og ofbeldi, án þess rjett sje út
hönd til að hegna þeim fyrir
ítrekuð lögbrot. Þó það komi fyrir,
að piltar þessir sjeu dæmdir eftir
dúk og disk, léika þeir jafnt laus-
um hala eftir sem áður.
Með þessu móti er verið að ala.
upp í þessu útblásna óknyttafólki
Arákskap og stærilæti sem úr
hófi keyrir. Fer þá skörin að
færast upp í bekkinn, þegar þess-
ir pólitísku fífukveikir ætla
að setja stórveldum álfunnar lífs-
•^glurnar.
Hermann.
Lögreglustjóranum Hermanni
Jónassyni, varð á nokkur skissa,
í sambandi við kommúnistaupp-
þotið við höfnina
Eins og getið var um í Morgbl.
liðu 3—4 klst. frá því lögreglu-
stjóri tilkynti ræðismanni Þjóð-
verja hjer, að hann hefði sent
lögregluna á vettvang, og þang-
að til lögreglan kom.
Með öðrum orðum, að þegar
Hermann lögreglustjóri sagðist
hafa gefið fyrirskipun .sína um,
að lögregluliðið færi niður að
höfn, þá hafði hann énga fyrir-
skipun gefið.
Hann sem sagt laug að ræðis-
manninum.
Að vísu getur engum kómið
þetta á óvart. Maðurinn er alinn
upp við Tímasannleik og Hriflu-
siðgæði, þar sem vísvitandi lýgi
er, og hefir altaf verið í háveg-
um höfð- Skyldur lögreglustjóra
Nýkomi
Laulmr í pokum — ágæt tegund.
Anneisínur 176 og 252 stk.
E p 1 i.
Sífini 1234.
Haustverðfið
er komið á kfifit og nðrar
sláiar ij ár æiar ðir.
Kjötbúðin í liúsum vorum við Lindargötu, verður
opnuð í dag, og verður þar fyrst um sinn daglega á boð-
stólum kjöt af dilkum og öðru fje, flokkað á sama hátt
og undanfarin ár.
Verð á dilkakjöti 1 heilum kroppum er kr. 0.70—0.90 pr kg.
Verð á kjöti af sauðum og öðru geld-
fje, í heilum kroppum . kr. 0.65—0.95 pr. kg.
Verð á ærkjöti í heilum kroppum .. kr. 0.55—0.65 pr. kg.
Slátur, mör, svið, lifur, hjörtu og ristlar, fæst nú
einnig daglega.
Munið að birgja yður upp í tíma, því sláturtíðin
stendur stutt yfir nú, eins og síðastliðið ár.
Alt sent heim ef óskað er. Ekkert lánað.
Slðlurflelag Siðu
Sími 1249 (3 línur).
Fyrirliggjandi:
Haframjöl „Lormania“.
Hveiti „Crystal“.
Kandíssykur — Flórsykur.
Cggerl Krist|ánsson & Ce.
Sxmi 1400 ( 3 iinur)
Hefi nú aftur fengið allar tegundir af vörum
Marmello til lækninga og fegrunar á hörundi.
Komið til mín og fáið upplýsingar um hvað þjer
eigið að gera til þess að hörund yðar verði heil-
brigt og fagurt.
Hefi einnig íengið 10 mismunandi liti a£
púðri.
Liiidís Halldérssoit,
Tjarnargötu 11.
Sími 3846.
jScmtgU faFatoinstm 0$ lit«n
áöagavíjj 34 ^imit 1300 Jiiðskiaotk.
Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk
10 ára reynsla.