Morgunblaðið - 24.09.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.1933, Blaðsíða 7
4 * .» ff o 5 fN' H ! * P! F» 7 Rusiirbsiarsktlini. Foreldrar þeirra barna, sem eiga að vera í 7. og 8. bekkjum Austurbæjarskólans, eru vinsamlega beðnir að tala við mig sem fyrst. Viðtalstími 10—12 árd. (Gengið inn um stafndyr suðurálmunnar, upp á efstu hæð), Sími 2611. Á sama tíma verður tekið á móti börnum til innrit- unar, 8 ára börnuum, sem ekki komu til prófs í vor, og þeim börnum, sem flust hafa í umdæmi skólans í sumar. Sigurður Thorlacius, skólastjóri Mttnimi ni soil Lítið notaður 5 tonna mótorbátur með 15 hesta vjel, :i ágætu standi, er til sölu með tækifærisverði. Báturinn er mjög heppilegur til snurrevoðaveiða Upplýsingar í síma 3452, kl. 8—10 síðd. Ef þfer vil$ið Mta sfaitdsetja híbýli yðar fljótlega, þá fáið þjer það best og ódýr- ast gert hjá okkur. 60—70 mismunandi liti af Distemper málningu sem þjer fáið hvergi ódýrari, og yfir 100 teg. af veggfóðri, sem nú seljast til 15. okt. fyrir helming verðs- Olíumálning löguð í öllum litum. Faglærðir menn í iðnaðin- um framkvæma verkið fljótt, eftir því sem hver og einn óskar. — Komið í verslunina Málniog & verkfæri. Laugaveg 25. Sími 2876 eða 3822. notaðar, verða keypt- sr i Kvðldúlfsporti, næstn dsn©.. 'hefir Hermann Jónasson aldrei þekt. Álment siðgæði ekki heldur, svo kunnugt sje. En þessi maður á að vera lög- reglustjóri í Eeykjavík? Nei. — Hann á ekki að skipa það em- fcætti stundinni lengur. — Þegar kunningi hans spurði hversvegná hann hefði logið, — hversvegna hann hefði ekki sent * lögregluna strax á vettvang, til að firra vandræðum og bæinn smán, bar hann það fyrir sig, að hann hefði -fyrst þurft að ráðgast við Hjeðinn Valdimarsson!! Ólöglegt áfengi. í málgagni bannmanna var um daginn smágrein ein, þar sem þeirri spurningu var vikið að kjós- endum hvort þeir vildu bæta sterku drykkjunum við það áfengi „löglegt og ólöglegt“, sem fyrir væri í landinu. Með fyrirspurn þessari fer grein arhöf. ofurlítið á snið við sann- leikann, þar sem hann gefur í skyn, að þeir sem afnema vilja þessi slitur sem eftir eru af bann- inu, vilji það til þess að auka á- fengið í landinu og áfengisnautn landsmanna. En úr því greinarhöf- viður- kennir, að í landinu sje „ólög- legt“ áfengi, sem hann kallar, svo um munar, þá er auðvelt að leiða honum fyrir sjónir það sanna í málinu. Þeir sem afnema vilja bannið, eru afnáminu fylgjandi fyrst og fremst til þess, að með því minki eftirsóknin í hið ólöglega áfengi, lieimabrugg og smyglaravín, að á- fengið í landinu aukist ekki, aðal- breytingin verði sú, að lögbrotin hverfi úr sögunni. Þetta skilja þeir sem það vilja. María Markan. Braut íslenskra listamanna þeirra, sem sækja til hárra marka, hefir jafnan verið torsótt. Fámenn þjóð og lítt þekt, sem á lítinn þjóðarauð og er þar að auki ekki nema í meðallagi skynbær um gildi listar nje fórnfús í þágu hennar, getur aldrei boðið lista- mönnum sínum, jafnvel hinum frá- bærustu, annað en liúsgangskjör. íslendingar hafa alloft haft á- stæðu til að gera sjer vonir um íslenska söngfrægð. En þær vonir hafa ekki ræst nema að litlu leyti. Valda því sjerstaklega miklir örð- ugleikar á leið þeirra manna, er keppa að því marki. Námið er langt, kostnaðarsamt í mesta lagi og til þess að -öðlast viðurkenn- ingu meðal heimsfrægra lista- manna stórþjóðanna, þarf ekki einungis frábærar listargáfur, held ur þeim mun meiri dugnað, þraut- seigju og trúmensku við hugsjón listarinnar, sem minni styrkur er að baki. En nú er því svo háttað um gengi listarinnar og sigra á leið hennar, að jafnvel þó fyrir hendi sjeu hinar frábærustu gáfur og manngildi þeirra, sem fyrir gáfun- um ráða, kemur livorugt að fullu haldi í hinni almennu og hörðu lteppni, ef fjármuni brestur til náms og til þess að brjóta sjer leið að viðurkendum sönghöllum hinna stærri þjóða. Og einmitt á því skeri hafa strandað flestar vonir okkar um íslenska söngfrægð í öðrum lönd- um. Nú hafa ýmsir Reykvíkingar og fleiri menn víðsvegar um land átt kost á þvi að hlýða á söng ungfrú Maríu Markan að þessu sinni. Og munu þeir, sem fylgst hafa með radaþroskum hennar og námsferli, undrast, hversu miklum framför- um hún hefir tekið. Það er og einhuga álit þeirra manna, sem eru framast dómbærir um slíka list, að ungfrú Markan sje gædd einhverjum mestu og glæsilegustu raddhæfileikum. fslendingar hafa því enn, þar sem ungfrú Markan er, ástæðu til þess að vænta mikils, ef ekki brestur liin almennu sliilyrði. En livernig er þeim háttað? Ungfrú Markan er, eins og aðrir okkar ágætustu listamenn, fjelaus og henni mun auk þess vera ósýnt um að ganga bónbjargarleið. Hún hefir nú, mitt á þroskaskeiði sínu orðið fyrir því óliappi, að Þýska- landi og Austurríki, þar sem hún hefir stundað nám og hlotið lista- ]moska, hefir nú, vegna innan- landsörðugleika og óvenjulegs á- stands, verið lokað fyrir listamönn um annara þjóða. Verða því þeir, sem hugsa til framhalds í söng- ment sinni og ekki hyggjast að leggja árar í bát, að leita í_ aðrar áttir og jafnvel þangað, þar sem að jafnaði er örðugra fyrir. Ungfrú Markan ,mun hvorki bresta kjark nje þrautseigju til þess ao ná settu marki, ef að baki væri hinn nauðsynlegi stuðningur samúðar og nokkurrar fórnfýsi Janda hennar. Mætti líklegt Þykja, að þeir, sem ráða yfir því fjj? sem ætlað er til styrktar menturn og listum, gæti þess vel, hvers eðlis er sú þörf, sem hjer er fyrir hendi um að veitá þessari merki- legu listakonu stuðning svo að um muni. En Reykjavíkurbúar geta veitt. þessari söngkonu þann stuðning, sem henni mun vera geðþekkastur og líklegastur til góðra nota, en hann er sá, að fylla söngsal liennar ekki einungis í dag, held- ur og á öllum þeim söngsamkom- um er hún kann að boða til nú á iiæstunni. Vinur lista. Ánægjustund. Þótt deilt sje um margt hjer í bæ, mun enginn ágreiningur vera um, að það sje bæjarprýði að gróðurblettunum við dómkirkjuna. Langt er síðan nokkrir vinir kirkjunnar fóru að tala um „að það þyrfti að laga til í kringum kirkjuna/1 en framkvæmdir urðu engar þangað til kirkjunefndin tók málið að sjer. Og jeg skil ekki í öðru en að allir Reykvíkingar sjeu henni þaklclátir fyrir þessa prýðilegu gras- og blómabletti. Skiljanlega þurfti talsvert fje til þessa, og margt er enn ógert af verkefnum nefndarinnar, og því er harla eðlilegt að bæjar- búar styðji nefndina með því að fjölmenna að þeim samkomum,-' er kirkjunefndin stofnar til. Annað kvöld verður slík sam- koma í dómkirkjunni og er „pró- grammið“ svo gott og margbreytj. að það hlýtur að margborga sig að fara þangað. Vegna kirkjuhússins, vegna nefndarinnar og vegna sjálfra vor ættum vjer að fylla hvert sæti í kirkjunni. S. Á. Gíslason. Sparnaðarráðstafanir Eysteins skattstjóra. Eysteinn Jónsson skattstjóri skrifar forystugreinina í síðasta tbl. Tímans. „Tvenns konar sparnaður“ heitir greinin. Skattstjórinn viðurkennir nauð- syn þess, að ríkisbúskapurinn sje rekinn greiðsluhallalaust, en til þess að ná því marki sjeu aðeins tvær leiðir: Önnur er sú, að hækka skattana og álögumar (þær em víst ekki nógar fyrir), og hin leiðin er sú, að ríkið einoki enn fleiri vörur og reyni á þann hátt að ná itm tekjum. Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Jónas frá ITriflu, að hafa fengið þenna ný- bakaða „bændafulltrúa“ inn á Al- þing, til þess að beita sjer þar fyrir stefnumálum kommúnista. Verkamenn svívirtir. — Tíminn, málgagn Hriflunga skýrir frá því, að ástæðan til þess að ekki hafi verið unnið fyrir hádegi á þriðju- daginn var, við þýska fisktöku- skipið Diana, hafi verið sú, að verkamennirnir hafi lagt niður vinnu, eða m. ö. o. þeir hafi lilýtt banni kommúnista. Þessari „vinnu stöðvun“ hafi fyrst verið aflýst, þegar formaður Dagsbrúnar kom niður á hafnarbakka rjett fyrir hádegi. Þessi frásögn Tímans er tilliæfulaus með öllu og svívirði- legur rógur um verkamennina, er ])arna unnu. Þeim kom aldrei til hugar að leggja niður vinnu og voru altaf reiðubúnir að halda vinunni áfram. Yfirlýsing form. Dagsbrúnar var aðeins staðfesting á þeirri ákvörðun, sem verka- mennirnir höfðu sjálfir tekið. Hía er itti „fði“ nfiaa! Hún á nú fjör og þrótt í ríkum mæli. Og þó v a r svo mikill deyfð- arbragur á henni. En það var af því, að hún þjáðist af meltingar- leysi, sem gerði hana „lata“, — en það var áður en hún fór að neyta Kellogg’s ALL BRAN. í þessum ljúffenga korarjetti er kjamaefni, sem styrkir meltingar- færin, B-fjörefni og jára, sem er blóðstyrkjandi efni. Það er 100% kom og áhrifin eru því einnig 100%. Etið 2 matskeiðar á dag. Engin suða. Borið fram með kaldri mjólk eða rjóma, eins og það kemur úr rauðu og grænu pökkunum. sem vinnur bug á Dppboð. Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík, og að imdangengnu lögtaki, verða hestarnir, Gammur og Örn, seldir við opinbert upp- boð, sem haldið verður í Tungu, mánudaginn 2. október næstkom- andi kl. 2y2 síðd. Greiðsla fari fram við hamars- högg. Lögmaðurinn í Reykjavík, 23. sept. 1933. BjiSrn Þórðarion. __m____ Nýkominn ostur Verðið lækkað. Irma, Hafnarstræti 22. Fallegt úrval af • kven- j nátttðtnm i nýkomið. J iðriiiúsia.! »§••••••••••••••••••••••••»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.