Morgunblaðið - 24.09.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
I
JllorgttnWaMð
Ctcef.: H.f. Árvakur, ReykJaTlk.
Kitatjörar: Jön KJartanuon.
Valtýr Stef&nMon.
Rltatjórn og afKreiösla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
▲ufflýslngaatjöri: H Hafber*.
Ausrlýsln traskrlf stof a:
Austurstrætl 17. — Slmi 8700.
Heimaslmar:
Jón Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Askrlftaffjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánutil.
Utaniands kr. 2.50 á mánuOi.
1 lausasölu 10 aura eintaklS.
20 aura meO Lesbök.
Pögrt.
Síðastliðna viku ritaði Tryggvi
Þórhallsson forseti Sameinaðs
þings enga bindindis- eða bann-
hugvekju í blað sitt.
Hvað veldur!
Nú hafði hann þó sjerstaka
ástæðu til þess. Tilefni var gefið.
Forstjóri Áfengisverslunar rikis-
ins, Guðbrandur Magnússon, hefir
blátt áfram gefið það í skyn, að
Tryggvi Þórhallsson bindindi.s-
frömuður með meiru, hafi fund-
ið áður alveg óþektan aðgang að
vínbirgðum Áfengisverslunarinn-
ar og að hann hafi notað sjer af
þessum aðgangi, fengið vín með
mjög verulegum afslætti, en, að
því er Guðbrandur segir, látið
Alþingi greiða þetta lága verð,
lil þess að þingmenn sem eru sjer-
stakrar áfengisnáðar hans aðnjót-
andi, gætu fengið vinið fvrir alls
«kki neitt.
Yill þessi dálítið uppbelgdi bind
ir.dispostulí Tryggvi Þórhallson
«kki gefa almenningi kost á, að
kynnast þessari grein af „bind-
indis' ‘ -starfsemi sinni ?
Vill hann ekki um leið gera
almenningi grein, fyrir því, hvað-
an honum kemur heimiid þessara
vinveitinga, á kostnað ríkissjóðs?
Um nokkur ár, e.t.v. helst til
mörg hafði Tr. Þ. tækifæri til þess
að veita vín að nokkru leyti á
ríkiskostnað, en að nokkru leyti
— allverulegu leyti, úr eigin
vasa. Það var þegar hann var
forsætisráðherra, og risnufje hans
var miðað við, að gestir hans yrðu
„samkvæmis hæfir“, eins og starfs
bróðir hans orðaði það eitt sinn.
En þá var Tr. Þ. í orði kveðnu
•of fínn til þess að veita vín. Þá
keypti hann aldrei flösku. Þá
særði það hans viðkvæmu bind-
indissál. — En fyrir almannafje
getur hann keypt vín, handa þing-
mönnum, á bak við tjöldin.
Hafa menn á reiðum höndum
•orð til þess að • lýsa svona fram-
íerði — svona manni?
Nýjar innflutningshömlur í
Þýskalandi.
Eerlín, 23. sept.
United Press. FB.
Ríkisstjórnin hefir gefið út
fimm ný lög í varnar skyni. Sam-
kvæmt lögum þessum heimilast
utanríkismála, fjármála, verslun-
armála og landbúnaðarmála ráð-
herrum, að gera ráðstafanir til
verndar útflutningsverslun Þjóð-
verja, með því að leggja innflutn-
ingshömlur á vörur frá þeim þjóð-
um, sem takmarka inttflutning frá
Þýskalandi.
Sfarfsmannahald ríkisins
og lannagreiðslur.
Hvenær verður komið á samræmi
og rjettlæti í launagreiðslum ríkisins?
Saumanburður á launum.
Það dylst engum, sem nokkuð
hefir kynt sjer launagreiðslur rík-
isins, að þar ríkir geypilegt ósam-
ræmi og ranglæti. Og það er ekki
í einu, heldur öllu, sem ranglætið
er haft í hásæti.
Fyrst er nú það, að laun við
ýmsar stofnanir ríkisins, sem á-
kveðin hafa verið af stjórn Hrifl-
unga, eru yfirleitt miklu hærri
Samanburður á launum við
en launin eins og þau eru ákveðin
í launalögum, þó dýrtíðaruppbót
sje meðtalin.
Þá er einnig talsvert ósamræmi
í launagreiðshun innan ríkisstofn-
ananna sjálfra.
Loks er mikið ósamræmi í launa
greiðslum til hinna ýmsu starfs-
manna ríkisins, hvort sem þeir
taka laun eftir launalögum eða á
annan hátt, ósamræmi sem leiðir
af borgun sem þeir fá frá því
stofnanir ríkisins og launum
opinbera umfram launin. Á þetta
misrjetti verður minst nánar í sjer-
stakri grein.
Hjer verður rætt nokkuð nánar
um launagreiðslur við stofnanir
ríkisins og samanburður gerður
á þeiin og launum samkv. launa-
lögunum. Til glöggVunar fyrir les-
endur birtíst hjer yfirlitsskýrsla
um þessar launagreiðslur, sem þó
engan líeginn er tæmandi, heldur
aðeins stutt sýnishom.
embættismanna árið 1932.
Laun við ríkisstofnanirnar. Kr.
Útvarpsstjóri ............................. 10.190
Forstjóri Viðtækjaverslunar ................ 9.000
Forstjóri Landsmiðju ...................... 9.000
Forstjóri Skipaútgerðar ................... 12.065
Forstjóri Tóbakseinkasölu ................. 12.000
Forstjóri Ríkisprentsmiðju ...........'... 10.000
Forstjóri Áfengisverslunar ................. 8.799
Forstjóri Síldarbræðslu ríkisins .......... 11-000
Skrifstofustjóri hjá Útvarpi ............... 7.200
Skrifstofustjóri hjá Landsmiðju ............ 7.200
Skrifstöfustjóri hjá Tóbakseinkasölu .... 6.420
Skrifstofustjóri hjá Gutenberg.............. 6.000
Skrifstofustjóri hjá Áfengisverslun...... 6.390
Skrifstofustjóri hjá Brunabótafjel. fslands 6.000
Skrifstofustjóri lijá Skipaútgerð .......... 6.000
Skrifstofustjóri hjá Síldarbræðslu ríkisins 5.900
Skrifstofustjóri hjá Viðtækjaverslun .... 4.800
Gjaldkeri hjá Áfengisverslun ............... 6.357
Annar bókari hjá sama ...................... 5.857
Verkstjóri hjá sama ........................ 5.857
Afgreiðslumaður hjá sama ................... 5.325
Aftappari hjá sama ......................... 4.320
Bílstjóri Iijá sama ........................ 4.080
Pakkhúsmaður hjá Tóbakseinkasölu .... 4.500
Afgreiðslumaður hjá sama.................... 4.380
Birgðavörður hjá sama ...................... 4.920
Bókhaldari hjá sama ........................ 4.800
Ritari hjá Útvarpi ......................... 4.200
Verkstjóri hjá Landsmiðju .................. 5.400
Laun samkv. launal. með dýrtíðaruppbót. Kr.
Dómari í Hæstarjetti .................... 8.780
Biskup •................................. 7.780
Póstmálastjóri .......................... 8.211
Vitamálastjóri .......................... 7.890
Skógræktarstjóri ........................ 5.302
Ríkisfjehirðir ........................ 5.280
Landsbókavörður .......................... 6.690
Ríkisskjalavörður ..................... 7.390
Laun sýslumanna eru frá .......... 4.928—5.980
Prestalaun eru frá ............... 2.500—4.613
Yfirkennari Mentaskólans í Reykjavík .. 5.690
Kennarar við Mentaskólann ............... 3.921
Prófessorslaun við Háskólann ............ 5.190
Kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri 3-565
1. Bókavörður við Landsbókasafnið .... 4.693
2. Bókavörður við Landsbókasafnið .... 3.565
Póstfulltrúi í Reykjavík................. 4.692
Aðalgjaldkeri Landssímans ................ 6.102
Gjaldkeri og bókhaldari hjá lögreglustjóra 4.620
Verkstjpri hjá Landsímanum ............... 4.382
Afgreiðslumaður í Pósthúsi ............... 3.310
Afgrm. í Pósthúsi (i lægra >aunaflokki) 2.037
Símritari á Seyðisfirði ................. 2.250
Tollverðir í lcaupstöðum ................ 3.000
Starfsmaður á Hagstofunni ............... 2.700
Verkstjóri hjá Landsímanum ............... 3-690
Bílstjóri hjá Landsímanum ................ 3.060
Tollvörður í Reykjavík ................... 3.885
Hvað segir skýrslan?
Við athugun á þessari skýrslu
kemur margt ósamræmi og rang-
læti í Ijós. Hjer skal drepið á
nokkur atriði:
Dómarar í Hæstarjetti hafa í
laun alls kr. 8.780. Þessum mönn-
um er bannað að hafa önnur störf
með höndum og eru meira að
segja sviftir ýmsum rjettindum,
svo sem kjörgengi. Samt sem áður
hafa þeir lægri laun en forstjórar
ríkisstofnananna. T. d. hefir for-
stjóri Skipaútgerðar ríkisins yfir
•3000 kr. hærri laun en dómarar í
Hæstarjetti.
Prófessorar við Háskóla íslands
hafa í laun frá 5190—6690 kr.
hæst. Útvarpsstjórinn (frómi) fær
4000—5000 kr. hærri laun en pró-
fessorar! Og forstjóri Tóbakseinka
sölunnar fær um 6000 kr. hærri
laun en prófessorar og að auki
fría- siglingu minst tvisvar á ári.
Yfirkennarar við Mentaskólann
fá 5690 kr., en svokallaðir „skrif-
stofustjórar“ við Útvarpið og
Landsmiðjuna fá 7200 kr., eða 1500
kr. hærri laun.
Kennarar við Mentaskólann fá
3921 kr. í laun, ep verkstjóri hjá
Áféngisversluninni fær 5857 kr.
og aftapparinn hjá sömu stofnun
fær 4320 kr. í laun.
Laun presta eru eftir þjónustu
aldri frá 2500—4600 kr., en af-
greiðslumaður hjá Áfengisverslun-
inni fær 5325 kr. og birgðavörður
lijá Tóbakseinkasölunni 4920 kr.
Laun sýslumanna á landinu eru
frá 4900—5857 kr. eftir þjónustu-
aldri. Verkstjórinn hjá Áfengis-
versluninni hefir nákvæmlega
sömu lattn og elsti sýslumaður
landsins, sýslumaðurinn í Rangár-
vallasýslu. Verkstjórinn fær hærri
laun en prófessorar við Háskól-
ann.
Svona er ranglætið, hvar sem
gripið er niður.
, Sjeu og borin saman hliðstæð
störf lijá ýmsum stofnunum verð-
ur sarna ranglæti uppi á teningn-
um-
T. d. fær bókari lijá Áfengis-
versluninni 5857 kr., en gjaldkeri
og bókari hjá lögreglustjóra 4620
kr.
Verkstjóri hjá Áfengisverslun-
inni hefir einnig 5857 kr. en verk-
stjóri hjá Landsímanum 4382 kr.
Afgreiðslumaður hjá Áfengis-
versluninni hefir 5325 kr. og hjá
Tóbakseinkasölunni 4380 kr., en
starfsmaður i Hagstofunni fær
2700 kr.
Bjlstjórinn hjá Áfengisverslun-
inni fær 4080 kr., en bílstjórinn
hjá Landsímanum 3060 kr.
Birgðavörður Tóbakseinkasöl-
unnar fær 4920 kr., en tollvörður
í Reykjavík 3885 kr-
Svona mætti lengi halda áfram
og allsstaðar yrði uppi sama rang-
ia-tið og misrjettið.
□agbók.
I.O.O.F. 3 — 115925S == xx; 8 .*/• O.
Veðrið í gær: I Vestmannaeyj-
um er vindur enn allhvass A, en
annars veður kyrt um alt land,
þurt og víða bjart. Hiti 9—13 st-
Lágþrýstisvæðið hefir skift sjer í
tvent, og er annar hlutinn yfir
Bretlandseyjum en hinn yfir Græn
landshafi. Lítur út fyrir fremur
hæga A- og SA-átt hjer á landi
uæsta sólarhring með mildu veðri
og víðast úrkomulaust.
Veðurútlit í dag: SA-gola. —
Úrkomulaust að mestu.
í fríkirkjunni í Hafnarfirði er
messað í dag kl. 5 (en ekki kl. 2,
eins og vanalega), síra Jón Auð-
uns.
Lúðrasveit Reykjavíkur spilar í
dag kl. 3y2 á Austurvelli.
Knattspyrnufjelagið Valnr. 1.
flokkur hefir æfingu 1 dag kl.
3y2 á íþróttavellimun.
Ný tegund af
ilmvðtnum
Og
andlitsdufti
frá Spáni.
Höfmn fengið miklar
byrgðir af Ilmvötnum,
sem ekki hafa þekst hjer
áður.
Komið á morgun og lítið
á þessa nýju vörutegund
EDINBORG.
Haustvðrurnar
koma.
Káputau.
Hvítt pluss.
Spejlflauel.
Skinnhanskar,
margar gerðir.
Ungbarnakjólar,
hvitir og mislitir.
Barnaplusskápur, hvítar.
Barnasokkar og Skór.
Bamahúfur.
Bamaregnkápur.
Barnaregnhlífar.
Edinborg
Húsmæður!
ódýrustu og bestu búsá-
höld og glervörur kaup-
ið þjer hjer.
NÝKOMIÐ
mikið úrval af:
Matarstellum.
Kaffikönnum.
Gratirfskeljar og föt.
Bollapör 0.45, 0.50.
Diskar 0.30.
Vatnsglös 0.28.
Kökuföt (reyklituð).
Ryðfrí hnífapör 1.15.
Ávaxtaskálar og diskar.
Krystall.
Búsáhöld stórkostlegt
úrval.
Pottar 1.25.
Kaffikönnur 2.25.
Punthandklæðabretti 72
cm. o. fl- o. fl.
Edinborff
Bíll
fer til Akureyrar og Húsavíkur á
þriðjudagsmorgun.
Ódýrt far.
Upplýsingar í síma 4776.