Morgunblaðið - 24.09.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1933, Blaðsíða 4
1 ^TQFvqaNlíSlöSI ] Smá-auglýsingar| Gert við alls konar slitinn skó- fatnað á Grundarstíg 5. Hvergi eins ódýrt eftir gæðum. Alt hand- unnið. Helgi Jónsson. Blómaverslunin Anna Hallgríms- son, Túngötu 16. Sími 3019. Ný- komnar fallegar blaðplöntur: Pálmar, Aspedistrur, Arancariur, Aspargus, fínn og grófur. Thuja í lausri vigt. Gerfiblóm í miklu úrvali. Blómsveigar fyrirliggjandi með gerfiblómum, einnig bundnir eftir pöntun, með lifandi blómum. Líkkistur skreyttar, vinna og stifti, 6—8 krónur. Ágætt spaðkjöt í y2 og heilum tunnum frá Hvammstanga fæ jeg á næstunni. Pantið tímanlega. — Halldór R. Gunnarsson. Aðalstræti 6. Sími 4318. Divanar, dýnur vandað efni, vönduð vinna. Yatns- stíg 3. — Húsgagnaverslun Rqykjavíkur. Keflavíkurbíllinn, fer alla virka daga kl. 6 síðd. *Afgreiðsla í Hafn- árstræti 19. B. Benónýsson, sími 3964. Skúli Hallsson. Síminn í Fiskbúðinni á Laufás- veg 37 er 4956. „Freia“, Laugaveg 22 B. Sími 4059. „Freiu* heimabökuðu kök- ur eru viðurkendar þær bestu og spara húsmæðrum ómak. „Freia“ fiskmeti og kjötmeti mælir með sjer sjálft. Hafið þjer reynt það ? Sími 4059. Heimabakarí Ástu Zebitz, Öldu- gðtu 40, þriðju hæð. Sími 2475. Legubekkir vandaðir. Yerð kr. 45.00, 55.00, 60.00 og 70.00. Körfu- gerðin, Bankastræti 10. Kelvin. Símar 4340 og 4940. Kenni byrjendum ensku. Bjarni Sveinsson, Laugaveg 72. Heima kl. 8—10 síðd. Tvö amerísk skrifborð, sjerlega vönduð, með dragloki og skjala- skápur til sölu. Upplýsingar í síma 3144. 3—4 herbergja íbúð frá 1. okt. með öllum þægindum. Fyrirfram greiðsla fyrir lengri eða skemri tíma, ef óskað er. Tilboð fyrir annað kvöld á A. S. í. merkt: „X X íbúð. Fiðurhreinsun fslands, Aðal- stræti 9 B, séndir og sækir. — Simi 4520. Gott herbergi með hita í rólegu húsi til leigu. Helst fyrir kven- mann. A.S.Í. vísar á. Káputau. Ullarkjólatau Og ■ sr% Astrakany ® tekíð tipp í gær. Versl. Manchester. Laug-aveg 40. Sími 2894 Valtýr Valtýsson cand. med- hefir verið settur h.jeraðslæknir í Hróarstunguhjeraði. Garðar Svavarsson, settur prest- ur í Hofsprestakalli í Suður-Múla- sýslu hefir nýlega fengið veitingu fyrir embættinu. Dómur í Ægismálinu. Garðar Þorsteinsson hrm. var sem kunn- ugt er skipaður rannsóknardómari í máli því, sem höfðað var gegn Einari Einarssyni fyrv. skipherra út af ónákvæmri bókun o. fl- í sambandi við töku togarans Belg- aum veturi-nn 1930. Dómur var upp kveðinn í máli þessu i gær og var Einar Einarsson dæmdur í 500 króna sekt auk málskostnað- ar fyrir „all-verulega ónákvæmni og hirðulevsi um færslu skipsbók- anna á varðskipi sínu, eða van- rækslu á eftirliti með hókfærsl- unni“, eins og segir í forsendum dómsins. Brot skipherrans voru heimfærð undir 41. gr- siglinga- laganna og 144. shr. 145. gr. hegn- ingarlaganna. Einar Einarssom, sem mættur var í rjettinum við uppkvaðning dómsins óskaði þess, að málinu j'rði áfrýjað til Hæsta- rjettar. „Hiord“, danska síldveiðaskipið, sem strandaði um daginn norður við Sljettu, er nú komið hingað. ,,Öðinn“ þjetti hotninn í skipinu svo það varð ferðafært. En senni- lega þarf skipið frekari viðgerð hjer til þess að komast leiðar sinnar til Danmerkur. Frá höfninni. Max Pemberton og Kári komu frá Englandi í gær, en Bragi af veiðum og fór til Englands. Haukanes og línuveiðar- inn Golan fóru á veiðar í gær. Enskt fisktökuskip ,Odder‘ kom í gær og fór í gærkvöldi. Sömuleiðis fór fisktökuskipið ,Eikhaug‘. í rjettimar austanfjalls fór með færra móti af fólki hjeðan úr bæn- um í þetta sinn, að því er bifreiða- stöðvarnar segja. Fljótshlíðarmenn frestuðu fjall- gongum í viku að þessu sinni; sakir þess hve þeir áttu mikið hey úti. Þeir rjetta á miðviku- daginn kemur Góður þurkur þar eystra í gær, og nú ekki mikið úti af heyjum. . Hjónaband. Á föstudag voru gefiú saman í borgaralegt hjóna- band Páll J. Snæfeld og Guðlaug Bjarnadóttir. Bæði til heimilis á Grettisgötu 44. Til Strandarkirkju frá N. N. (gamalt áheit) 50 kr. E. S. 5 kr. í. R. biður starfsmenn hlutavelt- unnar og hljóðfærasveit að mæta í K. R. húsinu ekki seinna en kl. 4þó. Hlutaveltan byrjar stund- víslega kl. 5. íþróttafjelag Reykjavíkur held- ur sína árlegu hlutaveltu í kvöld í K. R. húsinu. Stjóm fjelagsins segir að nú sje meira verðmæti samansafnað heldur en nokkru sinni áður. Happdrætti um 500 krónur í peningum, alskonar varn ingur sem varla tjáir að nefna, þekur nú borðin hjá í- R. svo sem kol, olía, saltfiskur, feitmeti, hreinlætisvörar, matvörur, gler- vörur, búsáhöld, snyrtivörur, svo minst sje á eitthvað af öllum þeim ósköpum. 70 ára verður á morgun húsfrú Guðrún Ásgeirsdóttir, en maður hennar, Stefán Runólfsson, er 64 ára í dag (sunnudag). Heimili þeirra er að Eskihlíð við Laufás- veg. Áheit á Hallgrímskirkju í Saur- bæ. Frá V.K.S. 5 kr. frá Rang- æingi 2 kr. frá N. N. 5 kr. Afh. af Sn. J. Þakkir. Ól. B. B.jörnsson. K.F.U.K. heldur kvöldskemtun í kvöld í húsi K.F.U.M. kl. 8þg. Þar syngur Guðrún Ágústsdóttir, Sigurður Skúlason magister les upp, en ungmeyjakór syngur. — Fleiri skemtiatriði. Bensíníkveikjan á Hólatorgi. — Þess var getið hjer í blaðinu í gær, að kviknað hefði í jiúsi Magn- úsar Kjaran í fyrradag, með þeim hætti að kviknað hefði í bensini, er frú Kjaran var með við hreins- un fata. En heimildarmaður blaðsins, slökkviliðsmaður, vissi ekki greinilega um það hvemig kviknað hefði í. En það gerðist með þeim hætti er hjer segir: Frú Kjaran stóð við eldhúsborð og var að hreinsa gluggatjöld með bensíni. Hafði hiin bensín í skál á borðinu. Alt í einu heyrði hún hvell og stóðu klæði hennar samstundis í björtu báli. Vildi svo til að verið var við þvotta í kjall- ara hússins. Hljóp hún í kjallar- ann og slökti í fötum sínum í þvottabala er þar stóð fullur af Vatni- En sonur þeirra hjóna, Birgir, kom brátt ofan af lofti. Hann náði í vatnsslöngu og tókst honum að mestu að slökkva eld- inn áður en brunafið kæmi. Þó brann talsvert í eldhúsi, og föt er hengu í eldhúsgangi. En eldur- inn blossaði upp með þeim hætti, að loftið í eldhúsinu varð þrungið af bensíngufu svo kviknaði í út frá týru, sem var á gaseldavjel, og hafði frúin ekki aðgætt gas- týruna við dagsljósið. Hún brend- ist á höndpm, andliti og öðrum fæti, en brunasárin ekki djúp að sögn^ læknis. Skipafr.jettir: Gullfoss fór frá Seyðisfirði kl. 10 í fyrrakvöld, áleiðis til Kaupmannahafnar. — Goðafoss er á Akureyri. — Brú- arfoss fór frá Leith í fyrradag áleiðis til Vestmannaeyja, Detti- foss fór frá Hamborg í gær. — Lágarfoss fór frá Kaupmannahöfn í fyrradag. —- Selfoss fór frá Hesteyri í fyrradag. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3, samkomur í dag: Bænasam- koma kl- 10 árd. Almenn sam- koma kl. 8 síðd. Allir velkomnir. Betania. Samkoma í kvöld kl. 8y2. Cand. tlieol. S. Á. Gíslason talar um Kirkjumál Þjóðverja. — Allir velkomnir- Ensku nautgripimir. — Síðan ensku nautgripirnir, er lands- stjómin kéypti í sumar, komu til landsins, hafa þeir verið í sóttkví úti í Þernéy. Hefir borið á hringormum á peningi þessum. Koma fleiður og hárlausir blettir á huðina. Verður gripunum ekki slept úr sóttkví fyrri en lækn- aðnr er sjúkdómur þessi. Stúdentagarðurinn. Gert er ráð fyrir, að bygging hans verði lokið þ. 1. ágúst næsta ár. Byggingar- kostnaður talinn að verða 250 ' þúsund krónur. Samtök hafa menn gert riorðan- lands til að hrinda af stað fram- haldsrekstri Hólaskóla, en fram eftir öllu sumri hafði enginn nem- andi sótt þangað til vetrarvistar. Er nú talið að umsækjendur sjeu orðnir það márgir, að skóli sje þar trygður á vetri komanda. Hjeraðsvatnafyrirhleðsla. Pálmi Einarsson ráðunautur gerði um daginn mælingar við Hjeraðsvötn, þar sem Vötnin hafa brotið bakk- ana við Vindheimabrekkur, svo hætta er á, að þau brjótist vestur með brekkunum, ef ekkert er þar að gert. Er ekki fullráðið enn hvernig fyrirhelðslu verði hagað. Hafði komið til orða að hopa undan vötnunum, og gera ekki fyrirhleðslu fyrri en vestur hjá svonefndu Arnarbergi. En þannig ér halla og farvegum háttað í Hólminum, að nái Vötnin þangað myndu þau renna beggja megin Mótorbátar. Við útvegum allar stærðir af mótorbátum frá Fredrikssund Skibsværft, * Fredrikssund. Þeir bátar, sem seldir hafa verið hingað fyrir milli- göngu okkar, eru tvímælalaust taldir þeir bestu, sem. hingað hafa komið. Eggert Kri§fján§§on & Co. Símnefni: Eggert. Vallholts, og þá vesturkvísl alt í Húseyjarkvísl. Því mun reynt að halda þeim í gamla farveginum, hvaða ráð sem til þess verða tekin. Sennilegt að þarna þurfi um 400 metra langan varnargarð. Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 11.00 Messa í dómkirkj- unni. 15.20 Miðdegisútvarp. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Grammófón- tónleikar: Bizet: Lög úr óperunni Carmen. 20.30 Erindi: Um Jenuy Lind. (Þórður Kristleifsson). 21.00 Frjettir. 21.30 Grammófóntónleik- ar: Tschaikowski: Symþhonia nr. 5. — Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veður- fregnir. 19.40 Tilkynningar. Tón- leikar. 20.00 Klukkusláttur. Tón- leikar: Alþýðulög. Utvarpskvart- ettinn). 20.30 Erindi Búnaðarfje- lagsins: Geymsla á garðávöxtum. (Ragnar Ásgeirsson). 21-00 Frjett- ir. 21.30 Grammófóntónlieikar. Tschaikowski: Nussknacker Suite (Philadelphiu symphoniu orkestr- ið, Leopold Sotkowsky). Hljómsveit Aage Lorange spil- aði að Vífilsstöðum síðsatliðinn sunnudag. Sjúklingar hafa beðið blaðið a flytja þakkir fyrir skemt- unina. Hjálpræðisherinn. í dag talar Major Beckett kl. 11. Efni: Hin himneska vitrun. Kl- 4. Efni: Kanada. Kl. 8y2. Efni: Flognir fuglar. Jökulhúsið á Snæfellsjöldi, sem pólrannsóknamennirnir voru í síðán í fyrra haust og fram til 1. ágúst, hefir Ferðafjelag íslands keypt og á það framvegis að vera fjallskáli fyrir þá, sem vilja ganga á Snæfellsjökul.Ekki þurfti þó fjelagið að leggja fram neitt fje til kaupanna úr sínum sjóði, því að Fontenay sendiherra Dana gaf helmi'ng kaupverðsins, en Kristján Ó. Skagfjörð heildsali og Silli og Valdi kaupmenn gáfu hinn lielminginn. Nú er verið að ganga frá húsinu undir veturinn og verð- ur það ekki opnað fyr en að vori, og verður það þá útbúið þannig, að 8 manns geti að minsta kosti gist þar samtímis. Nokkuð af þeim matreiðsluáhöldum, sem rann- sóknamennirnir höfðu þar, fylgdi með í kaupunum, en Ferðafjelag- ið hefir bætt ýmsu við. Getur því ferðafólk, sem að jökulhúsinu kem ur næsta sumar, verið þar eins og heima hjá sjer, eldað mat og hit- að sjer kaffi. Gjöf til Slysavarnafjelagsins, frá dánarbúi I. G. Halbergs kr- 500.00. Bestu þakkir. Þ. Þ. Áheit á Elliheimiiið: G. P. 20 kr. ólafía 10 kr. N 100 kr. — Með þakklæti meðtekið. — Har. Sigurðsson. Reykjavík. oesir með smeltu loki, fást eins ogr að undanförnu í smásölu og; heildsölu hjá Gnöm J Breðfjörð blikksmiðja og tinhúðun, Laufásveg 4. Sími 3492„ Nokkra góda vantar í Karlakór Reykjavíkur. i Upplýsingar hjá Sigurði Birkis; söngkennara, Laufásveg 71. Sími 4382. II - IS'/i afsláttur gefin af flestum vörum verslunarinnar þessæ viku. Notið tækifærið.. Uersíun löns B. Hetgasonar. Laugaveg 12. Áheit á Hallgrímskirkju í Saur- bæ frá G. B. 20 króriur. Þakkir.- Ól. B. Björnsson. K. F. U. M., Hafnarfirði. Al- menn samkoma í kvöld kl. 8 y2.. Cand theol. Valgeir Skagfjörð? talar. Allir velkomnir. Utanríkisverslun Norð- manna. Oslo, 22. sept. FB. Innflutningurinn í ágústmánuði nam 61.20 milj. kr., en útflutn- ingurinn 44.7 milj. kr. Frá Noregi. Oslo 23. sept. FB„ Kosningaóeirðir brutust út í gærkvöldi, er Quis- ling fyrv. ráðherra hjelt kosninga- fyrirlestur í Grunerlöklren-skólan- um í Ósló. Lenti í handalögmáli milli kommúnista og varnarliðs þjóðernissinna. Gjallarhornið var mölvað í áflogunum. Margir menn meiddust. Lögreglan ruddi loks 'salinn og götuna fyrir utan húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.