Morgunblaðið - 08.10.1933, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
&M
Jpfxdr&ttssHaMI*
Úteoí.: H.í. Árvakur, RejrkJarlk.
Rltetjörar: Jön KJartanaaon.
Valtýr Stafknaaon.
Ritstjörn og afgrelBala:
Austurstræti 8. — Slmi 1800.
Au«rl?slngastjörl: EL Hafberg.
AuarlÝslnsraakrlfatofa:
Austnrstræti 17. — Slml S700.
Helmaslmar:
Jön KJartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3046.
E. Hafberg nr. 3770.
Áakriftagjald:
Innanlanda kr. 2.00 á m&nuBl.
Utanlands kr. 2.60 á mánuBl.
1 lausasölu 10 aura elntaklV.
20 aura meB Leabök.
Ríkisskuldimar
og Tíminn.
§kóli reynslnnnar.
Bitstjór.i Tímans er svo flæktur
í þeim blekkingarvef, er hann
nndanfarið hefir ofið í blaði sínu
um fjármál og ríkisskuldir,' að
liann botnar ekki í einföldustu
fjárhagsatriðum.
Nu síðast heldur hann t. d., að
það sje eitt og hið sama skuldir
ríkis og ríkissjóðs. Skrifar hann
langím leiðara um þetta í Tímann
•og heldur því þar fram, að vegna
þess að Hagstofunni hefir reikn-
ast svo til, að erlendar skuldir
rikisins (þ.e. skuldbindingar sem
ríkið er talið fyrir) hafi í árslok
1927 numið 23.6 miljónum króna,
þá sjer þar með sannað að skuldir
ríkissjóðs hafi það ár numið sömu
upphæð.
Varla þarf að gera ráð fyrir, ar frá óstjórnartímabili Hriflunga.
að fyrirfinnist nokkur fermdxír Skuldir ríkissjóðs voru 11.3 milj-
unglingur hjer á laiidi, sem ekki kr. þegar Hriflungar tóku við
kann að gera greinarmun á. þessu stjórn síðla árs 1927. Nú er þessi
tvennu. upphæð vafalaust orðin 25 miij.
Og skattþegnar landsins kunnajkr. og á þó enn eftir að vaxa um
áreiðanlega að gera greinarmun ' 2y2 milj. kr., þegar notaðar hafai
Eyðslutímabilið mikla.
Fyrir skömmu var frá því skýrt
hjer í blaðinu, að Hagstofan hefði
reiknað út hve miklar skuldir
landsmanna við útlönd hefðu ver-
ið í árslok 1931 — þ. e- þegar
Hriflutímabilið var á enda. Hag-
stofunni reiknaðist svo til, að er-
lendu skuldirnar hefðu numið 81.5
milj. kr. áttatíu og einni miljón,
fimm hundruð þúsundum króna.
Þegar Hriflungar tóku við
stjórnartaumunum voru allar er-
lendar skuldir landsmanna (í árs-
lok 1927) 41.1 milj- kr.
Þau fjögur ár, sem Hriflungar
sátu við stýrið höfðu hinar er-
lendu skuldir landsmanna þannig
hækkað um fjörutíu miljónir
króna — eða nákvæmlega tvö-
faldast frá árslokum 1927.
Bnn er það óráðin gáta, livort
íslenska þjóðin verður nokkurn
tima þess megnug, að greiða allar
þessar skuldir hinna erlendu lán-
ardrotna.
En fari svo, að þjóðinni hlotnist
einhverntíma sú hamingja, að
losna af erlenda skuldaklafanum,
þá hlýtur hún einhuga að strengja
þess heit, að nýtt Hrifluveldi eigi
aldrei afturkvæmt á íslandi. Svo
raikið hlýtur hún að hafa lært
í. þessum dýra Hrifluskóla.
Blóðtaka ríkissjóðs.
Það segir sig sjálft, að ríkis-
sjóður hefir ekki sloppið við byrð-
á þessu. Skuldir ríkissjóðs hvíla
sem sje að öllu leyti á herðum
skattþegnanna. Þeir bera allan
þunga þessara skulda og byrð-
arnar koma fram í sköttum og
tollum, er þeir greiða árlega.
En íslenska ríkið hefir tekið
mörg lán erlendis, sem eru ríkis-
sjóði og skattþegnunum óviðkom-
andi.
Hagstofan hefir fyrir löngu
samið skýrslu yfir skuldir ríkis-
sjóðs og er hún birt í landsreikn-
ingunum. Hún sýnir, að þessar
skuldir voru 11,3 milj. kr. í árs-
lok 1927, en 23.5 milj. í árslok
1831. Og nú eru þessar skuldir
komnar upp í 25 milj. kr. að
minsta kosti.
Það eru þessar tölur, sem hafa
„talað“ og þær halda áfram að
„tala“, hvort sem ritstjóra Tím-
ans líkar betur eða ver.
Blindir rneim. Við manntalið
1930 töldust 371 menn blindir hjer
á landi. Tala hlindra er hjer miklu
hærri, heldur en annars staðar
í Norðurálfunni. Miklu fleiri
karlar töldust hjer blindir held-
nr en konur. Meginþorri blindra
er yfir sextugt. Aðeins 23 menn
yngri töldust blindir. Miklu meira
er um blindu í sveitum en kaup-
stöðum og í sveitum norðanlands
og austan er blinda miklu tíðári
en annars staðar á landinu.
verið lántökuheimildir síðasta
þings. — Skuldabyrði ríkissjóðs
verður því bráðlega 27. milj. kr.
Hafa skuldimar þannig nál. þre-
faldast í stjórnartíð Hriflunga.
Vaxtabyrðin af þessari skulda-
súpu, sem landsmenn verða að
greiða árlega í sköttum og tollum,
mun á næstu árum nema um 2
rnilj. króna. Þegar Hriflungar sett
ust við stýrið námu vaxtagreiðslur
ríkissjóðs 0-7 milj. kr. Þessi fúlga
hefir þannig nál. þrefaldast.
Ofan á vextina bætast siro ár-
leg-ar afborganir af skuldasúpunni.
Þær verða á næstu árum um eða
yfir miljón króna.
Arleg byrði af skuldum ríkis-
sjóðs. mun því innan skamms nema
um 3 milj. króna, þótt skuldimar
standi í stað úr þessu.
í fjárlögum fyrir 1934 eru allar
tekjur ríkissjóðs áætlaðar 11 milj.
155 þús. krónur. Við þessa upphæð
iná sennilega bæta einni miljón,
sem eru auknir skattar á lands-
menn, er síðasta þing samþykti.
Astandið er því þanuig, að
skuldabagginn einn er að því kom
inn að gleypa Vi hluta af öllum
áætluðum árstekjum ríkissjóðs.
Hvernig er þjóðin undir það
búin að taka þessa byrði á sínar
herðar?
Bjargráð Hriflunga.
| Eitt átrúnaðargoð Hrifluhga,
, j Eysteinn Jónsson skattstjóri,
Hjálpræðisherinn. Samkomur í kveðst hafa fundið ráð út úr ó-
dag kl. 11 árd., 4 og 8 síðd. Kap-j göngunum. Og ráðið er: Nýii'
teinn Westergaard stjómar. skattar og nýjar ríkiseinokanir.
Þessi bjargráð hefir E. J. verið
að boða í Tímanum undanfarið.
Skattstjórinn segir, að hvaða
leiðir aðrar sem famar verði, muni
í framkvæmdinni aðeins verða
sparnaður „á kostnað almennings“.
Það vei’ður sennilega lengst af
ráðgáta fyrir flestum, hvernig
þessi nýkjömi alþingismaður hugs
ar sjer nýja skatta, án þess að það
verði „á kostnað almennings“.
Eysteinn Jónsson samdi stóra-
skatts-frumvarpið fræga, sem Ás-
geir Ásgeirsson flutti á síðasta;
þingi. Samkvæmt því átti eignar-
skatturinn að hækka um 150% og
tekjuskatturinn um alt að 100%.
Dettur E. J. í hug, áð þessir skatt-
ar liefðu ekki orðið „á kostnað
almennings?“
Þá eru það ríkiseinkasölumar.
Evsfeinn vill fleiri einkasölur, til
þess á þann hátt að ná gróðanum,
sem nú lendir hjá nokkrum „kaup-
■mannssálum“ í Rvík.
Nokkur reynsla er fengin af
þessum fjárafla-plönum Hriflunga.
Má t. d. minna á Tóbakseinkasöl-
una. Þar einokar ríkið vöru, sem
almenningur i landinu notar mikið
af. Það selur vöruna uppskrúfuðu
verði í skjóli þess, að öll sam-
kepni er útilokuð. í stofnuninni
er heill lier Hriflugæðinga og svo
auðvitað flokkur sósíalista og lifa
þeir þar sem konungar; en almenn
ingur borgar brúsann með upp-
skrúfuðu tóbaksverði.
Svo kemur Eysteinn skattstjóri
og hrópar: Fleiri einkasölur! •—
Fleiri einkasölur, svo eklti þurfi
að spara ;,á kostnað almennings“!!
„Umbóta^-jmaðurínn
Eysteinn.
Rjett um sama leyti og Eysteinn
flytur þjóðinni — í nafni Hrifl-
unga — boðskapinn um auknar
álögur og fleiri ríkiseinokanir,
birtist almenningi lítið sýnishorn
af ráðsmensku þessa „umbóta“-
manns, sem jafnframt er embætt-
ismaður ríkisins.
Ejrsteinn Jónsson er skattstjóri
í Reykjavík. Við hlið hans situr
fulltrúi, sem hefir 5610 kr. föst
laun hjá ríkinu.
Eysteini þótti laun fulltrúans of
lág, en í stað þess að snúa sjer til
sinna yfirboðara og fá launin
hækkuð, greiðir hann fulltrúanum
t.ímakaup fyrir „aukavinnu" á
Skattstofunni.
Fastur vinnutími skrifstofunnar
er hafður einni klst. styttri dag-
lega en tíðkast á öðrum hliðstæð-
um skrifstofum svo sem t. d. á
Hagstofunni, landssíma- og póst-
málaskrifstofunum. Þetta verður
til þess að lengja „aukavinnuna“
á Skattstofunni.
Síðastliðið ár nam „aukavinna“
fulltrúa skattstjórans 2024 klst. og
.fyrir hana voru greiddar krónur
6072.50. eða rneira en öll föstu
launin.
Til skýringar á þessu gat slcatt-
stjórinn þess, að fulltrúinn hefði
nnnið ,,mjög mikla yfirvinnu, oft
fram á nætur og því nær alla
helgidaga, nránuðina desember til
júlí“. Þetta eru 7 mánuðir; lætur
því nærri, að fulltrúinn hafi unn-
ið um 10 tíma í „aukavinnu" dag-
lega í sjö mánuði samfleytt. Þeirri
spurningu var varpað fram hjer í
blaðinu, hvenær fulltrúinn hefði
unnið fyrir fasta kaupinu, en „um-
bota“ -maðurinn, Eysteinn Jónsson,
átti erfitt um svar.
Þannig lagaðar „umbætur“ eru
areiganlega ekki hagfeldar fyrir
ríkið.
Astanöið
í Pýskalanöi.
Frásögn Guðmund-
ar Jónssonar vjel-
verkfræðings.
Eins og áSur hefir verið getið
hjer í blaðinu er Guðmundur Jóns-
son vjelverkfræðingur frá Stokks-
eyri nýkominn hingað eftir rúm-
lega þriggja ára dvöl í Þýska-
landi. Morgunblaðið hafði tal af
honum og bað liann að segja les-
endum frá ástandinu í Þýskalandi,
hvernig það hefði verið þegar
hann kom þangað, og hvernig það
væri nú.
— Sá mikli munur sem orðið
hefir í Þýskalandi á þessum árum,
verður ekki skýrður í fáum orð-
um, segir Guðmundur. Hefði mig
þó langað til þess að skýra lönd-
um mínum frá þvý en vegna þess
að jeg er nýkominn hingað og er á
förum aftur, gefst mjer ekki tími
til þess. Þó get jeg sagt svona
undan og ofan af.
Þegar jeg kom til Þýskalands
var þar ógurlega mikið atvinnu-
leysi. Sveitafólkið streymdi til
borganna og allir kvörtuðu undan
tollum og sköttum. Og það var
sjerstaklega áberandi hvað mikið
var af beiningamönnum í landinu,
eigi aðeins í borgunum, heldur út
um allar sveitir, og á þjóðvegun-
um mætti maður þeim unnvörpum-
Þessir menn flæktust þorp úr
þorpi og milli sveitabæja og lifðu
aðeins á sníkjum. Þó var bannað
með lögum að betla, en fólkið varð
að gera þetta til þess að verða
ekki hungurmorða, og yfirvöldin
sáu í gegn um fingur með þeim,
vegna þess að þeir höfðu ekki í
annað hús að venda. En leiðir
verða langþurfamenn þar eins og
annars staðar.
Þá var líka komið svo, að hver
höndin var upp á móti annari í
landinu, stjettum var sigað sam-
an, bændurn á móti kaupmönnum,
kaupmönnum á móti iðnrekendum,
iðnrekendum á móti verkamönnum
og verkamönnum á móti öllum
öðrum.
í Sernburg í Mechlemburg þar
sem jeg dvaldist seinustu tvö árin
óg rúmlega það, mátti kalla alt
með kyrrum kjörum, enda er það
lítil borg, ámóta og Akureyri. En
í fyrrasumar varð þó uppþot þar.
Komu þangað aðvífandi kommún-
istar úr ýmsum nágrannaþorpum
[og borgum, svo sem Rostock og
Gostrow. Voru þeir vopnaðir sófl-
um og steypuskóflum og brutu
með þeim allar gluggarúður í bæn-
um, sem Vir náðu til, en á bak
við þessa skemdarseggi voru aðrir
með marghleypur og skutu í
glugga á efri hæðum luisa. Safn-
aðist svo lýðurinn saman á aðal-
torgi bæjarins (Keiserhof) og
lenti þeim þar saman við Nazista.
Voru Nazistar fáir og báru lægra
hlut. f bænum voru ekki nema
jfáir lögi’egluþjónar, og gátu þeir
! auðvitað ekki rönd við reist þess-
Helene lónsson 09
Eigild Garlsen
Daasskóll
Flokkur fyrir börn:
Miðvikudaga: Kl. 3!/2—5. Byrj-
endur.
— Kl. 5—6Í/4. Viðvaningar.
— Kl. 6Y2—8. Byrjendur.
Föstudaga: Kl. 3 !/>—5. Viðvan-
ingar.
Laugardaga: Kl. 7Vá—9. Byrj-
endur.
Sunnudaga: Kl. 10—11 V&. Byrj
endur og viðvaningar.
Föstudaga: Kl. 5—6V2 fyrir
stálpuð börn, sem hægt er
að veita kenslu í tískudansi
Flokkur fyrir unglinga:
Miðvikudaga: Kl. 8—9!/2- Byrj-
endur.
Föstudaga: Kl. 6V2—8. Við-
vaningar.
Sunnudaga: Kl. 1—2V&. Byrj-
endur.
Flokkur fyrir fullorðna:
Miðvikudaga: Kl. 91/2'—H* Byrj
endur.
Fimtudaga: Kl. 8V4—9%. Við-
vaningar.
Föstudaga: Kl. 8—9Vá- Byrj-
endur.
Sunnudaga: Kl. 2V4—4. Loka-
nám fyrir fullorðna.
Föstudaga: Kl. 91/2—H- Flokk-
ur fyrir hjón og pör.
Flokkur fyrir Ballet-Pla&tik
og Akrobatik.
Mánud. og fimtud.: Kl. 4—5Vi-
Ballet fyrir börn. Byrjend-
ur. —
Mánud. og fimtud.: Kl. 5V4—
6%. Ballet fyrir börn. Við-
vaningar.
Mánud. og fimtud.: Kl. 7—8V4-
Ballet og Plastik-flokkur
fyrir ungar stúlkur.
Mánudaga: Kl. 10—11. Plastik
og Akrobatik-flokkur íyr-
ir fullorðnar stúlkur.
Laugardaga: Kl. 5V4—6%. Pla-
stik og Akrobatik fyrir
börn.
Stepflokkur:
Mánudaga: Kl. 8%—10- Full-
orðnir.
Fimtudaga: Kl. 10—11. Fyrir
unglinga.
Laugardaga: Kl. 4—5V4- Fyrir
böm.
Allar upplýsingar á Skólavörðu-
«tíg 12, 1. hæð. Sími 3911.
Tilhögunarskrá sendist efta
sækist.
Jeg sel
gott fæði fyrir sanngjarnt verð,
líka tek jeg að mjer að baka
kökur fyrir prívatheimili eftir
pöntun.
Ingibjörg Arnadóttir,
Laugav. 49, III. hæð
áður í Templarahúsinu.