Morgunblaðið - 08.10.1933, Síða 6
6
MORGTTNBIAÐTÐ
Vtð sem vinnum eldliiisstorfin.
Nú er hver síðastur að gerast áskrifandi að bókinni._Tekið á móti áskriftum á afgreiðslu Morgunblaðsins.
Reykjavíkurbrjef.
7. október.
VeSuryfirlit.
Vikan hófst með kyrru og björtu
veðri um alt land. En þegar á
mánudag geklc vindur til suðurs
með mikilli rigningu á S- og V-
landi, en varð svo V-lægur næstu
tvo daga. A fimtudag og aðfara-
nótt föstudags náði N-átt sjer um
alt land með nokkurri úrkomu
nyrðra, rigningu eða slyddu og
sumstaðar snjókomu, enda var
víða dálítið frost aðfaranótt laug-
ardags. í Reykjavík var hiti
mestur sl. sunnudag* 12.1 stig, en
aðfaranótt laugardags komst hit-
inn 1 st. niður fyrir frostmark.
Frá Háskólanum.
I dag var Háskólinn settur. Há-
•skólarektor er Alexander -Jóhann-
esson, endurkosinn. —- Er það í
fyrsta sinn sem sami maður gegnir
því starfi tvö ár í senn. En þeim
starfsbræðrum hans þótti hann
manna líklegastur til þess að ann-
ast ýmsar framkvæmdir á þessu
ári Háskólanum til framtíðar-
heilla. Veitir ekki af að það oln-
bogabarn fjárveitingavaldsins eigi
sjer athafnamikla forvígismenn.
Níi er happdrættið að komast á,
undir handleiðslu dr. Alexanders,
sem á að gefa Háskólanum bol-
magn til að reisa sjer samboðið
hús.
Tveir deildarstjórar Háskólans,
þeir Ólafur L'árusson prófessor í
lagadeild og Guðm. Hannesson
prófessor í læknadeild hafa gefið
út aðvörun til stúdenta um að
■sækja ekki þessar deildir, sakir
þess hve margt er um manninn
fyrir á þessum embættisbrautum.
En úr því að full ástæða er til
að draga úr aðsókn að deildum
þessum, þá liggur nærri að hefjast
lianda um að koma á fót námi við
Háskólann í hagnýtum fræðum, er
stuðlað geti að aukinni þekkingu 4
atvinnurekstri iandsmanna.
En um það efni hafa ýmsir
■menn ritað, þ. á. m. Vilhj. Þ.
Gíslason verslunarskólastjóri, dr.
Alexander Jóhannesson o. fl.
ísland og Suðurlönd.
Gestur Háskólans er nú, sendur
frá Hafnarskóla dr. Sigfús Blöndal
bókavörður. Hefir hann valið sjer
að umræðuefni ákaflega skemtileg-
an þátt úr menningarsögu Islend-
inga, er snertir áhrif þau, er hing-
að bárust til lands, í bókmentum
•og listiðnaði, með pílagrímum er
gistu Italíu og Spán, en komu m.
•d. við í Frakklandi, og með Vær-
ingjum, er heim komu frá Mikla-
garði.
Með rannsóknum sínum á suð-
rænum heimildum hefir dr. Sigf.
Bl. fundið alveg riýjan fróðleik og
ný sjánarmið fvrir íslensk sögu-
vísindi. ,
í sambandi við þessar rannsókn-
ir hans dettur manni í hug, að við
íslendingar ættum framvegis að
hafa í huga hvort ekki leyndust í
gömlum söfnum klaustra og ríkja
á fornubi slóðum pílagrímanna,
handrit og heimildir, er dýrmætt
væri íslenskri sagnfræði að fá í
dagsins ijós. Enginn maður væri
bklegri en dr. Sigí. Bl. til þess að
hefja könnun á. þessu máli.
Sigurður Nordal.
En um leið og getið er fyrir-
lestra dr. Sigfiisar, og lieimflutn-
ins lians á nýjum fróðlelci um ís-
lensk efni, er ekki síður ástæða til
að minnast á íslenskan fræðagest
í Stokkhólmi Sigurð Nordal pró-
fessor. Hann heldur nú fyrirlestra
við háskólann í Stokkhólmi um ís-
lenska sagnaritun, við svo mikla
aðsókn, að hann hefir þurft
stærsta áheyrendasal háskólans að
því er hermt er í sænskum blöðum.
1 ummælum sænska blaðsins
„Dagens Nyheter“ um fyrsta fyr-
irlestur Sig. Nordal, er m. a. frá
því sagt að hann hafi eigi verið
myrkur í máli, er hann hjelt því
fram, að Norðurlandaþjóðir hefðu
ekki enn borið gæfu til að meta
íslendingasögur eins og þær ættu
skilið, sem heimildarrit fyrir fom-
germanskri menningarsögu. Stæðu
frændþjóðirnar /á Norðurlöndum
að vissu leyti Bretum að baki í
því efni. Fullyrti blaðið, enda kom
það á daginn síðar, að fyrirlestrar
Sig. Nordals vektu mikla og al-
menna eftirtekt.
Landmælingarnar.
Vel hefir miðað áfram í sumar
l^ndmælingum herforingjaráðsins
hjer á landi, uppdráttum lokið af
8309 ferkílómetra svæði. Var veðr-
áttan yfirleitt hagstæð fyrir mæl-
ingamenn, einkum þá, er mældu
bygðir.
Foringi mælingamanna, Jensen
„oberstlöjtnant“ vann sem fyr
að þríhyrningamælingunum, og
var að því kominn að tengja horna
niælingar sínar ,á Austfjörðum við
byrjunarmælingarnar á Lónsheiði,
er gerðar voru fyrir 30 árum. —
Komst hann með mælingar sínar
til Álftafjarðar er veður spiltist og
bann varð að láta staðar numið til
brottferðar. Mælingaflokkur öræf-
anna, en í þeim flokki var sem
fyr, Steinþór Sigurðsson, mag-
ister, lauk við uppdrátt af svæð-
inu milli Jökulsár í Axarfirði og
Jökulsár á Brú, alt frá Möðru-
dalsöræfum suður í Vatnajökul,
ennfr. Mývatnsöræfi að mestu. Hin
ir þrír flokkarnir er unnu að upp-
dráttum bygðanna mældu Þistil-
fjarðarhjerað suður á - Haug,
Langanes, Langanesstrandir og
Vopnafjarðarhjerað.
Ormaveikin.
Níels Dungal prófessor heldur
að sjálfsögðu áfram rannsóknum
sínum á ormaveiki sauðfjár. En
eftir því sem áhorfðist nú, ætlar
það að verða erfitt viðfangsefni
og fólkið. Meðalasprautur í barka
lungnaormaveiku kindanna bera
lítinn árangur. Það ,er lífsferill
binna skæðu orma sem þarf að
rannsakast.
Úr Austur-Landeyjum hefir
frjest, að þar hafi fje drepist úr
ormaveiki nú um göngitr, en sje
sumt svo magnlaust og af því
clregið, að vart sje á vetur setj-
andi.
Úr Grímsnesi hefir frjest, að
þar hafi fullorðnir sauðir verið
aðframkomnir af ormaveiki, er
þeir komu af fjalli.
Víða um sveitir hjer sunnanlands
Á
Nýkomið
Manchettskyrtur smekklegt úrval.
Hálstreflar, fjöida tegundir
Fliltbar, fjölda tegundir.
Hálsbindi fjöida, tegundir.
Peysur f jölda tegundir.
Kuldakúfur fjölda tegundir.
Oturskinnshúfur fjölda tegundir.
GEYSIR
liafa menn furðað sig á því und-
anfarin ár, hve sauðfje hefir verið
krankfelt, og hve illa því hefir
notast af fóðri. Ilafa sumir kent
urn fóðurbreytingu, eða breyttri
meðferð. Sennilega má kenna orma
veiki um meira af þessu, en menn
hafa áttað sig á.
Innflutningshöftin.
Skuggahliðar innflutningshaft-
anna eru nú sem óðast að koma í
dagsljósið. Greinargerð Jóhanns
Ólafssonar er birtist nýlega í Morg
unblaðinu hefir opnað mönnum
miirg skúmaskot í þeirri viðskifta-
þvælu, sem höftin hafa stofnað til.
Það hefir t. d. ekki komið eins
<>])inberlega og skýrt fram fyrri,
að innflutningshöft, sem eru ó-
skipulega rekin, og ranglátlega
gagnvart einstökum innflytjend-
um geta blátt áfram orðið til þess
að skapa óeðlilegar birgðir vissra
vörutegunda í landinu. Þegar tek-
in er af mönnum verslun með þær
vörur, sem þeir hafa verslað aðal-
lega með, fara margir að leita fyr-
ir sjer á öðrum sviðum, og svo
keppast menn við að ná í vörur
þær sem fást, annað livort með
undanþágum eða frjálsu móti, í
þeirri von, að höftin hefti innflutn
ing liinna, þangað til einn góðan
reðurdag, að blaðran springur, og
innflytjendur sjá, að í landinu er
. t. v. birgðir til fleiri ára af vör-
mh þessum.
Haftavinir hljóta að hugsa sig
um er þeir sjá að höftin þeirra
geta jafnvel valdið slíku öfug-
streymi.
Höft og gjaldeyrir.
Því neitar enginn, að innflutn-
’iigi verði að stilla í hóf við
greiðslugetu og gjaldeyri lands-
manna. En til þess er gjaldeyris-
nefnd og hömlur gjaldeyrisverslun
ar að sjá um, að svo verði.
En ekld síst á tímum eins og
nú, er full ástæða til að kappkosta
um, að siá. gjaldeyrir sem þjóðin
liefir handbæran til kaupa frá út-
löndum, notist sem best, sem mest
fáist fyrir hann af vörum, gerð
verði sem hagkvæmust innkaup.
Það er eitt af hlutverkum fram-
kvæmdasamrar verslunarstjettar
hvers þjóðfjelags, að annast um að
svo verði.
Eu nú er það augsýnilegt, að inn
flutningshöftin, með öllum skömt-
nnum sínum til manna, niður-
skurði ýmis konar viðskifta, og
| dreifing innkaupanna á sem flest-
| ar hendur, blntt áfram torvelda og
jafnvel girða fyrir, að kaupin
verði hagkvæm.En verslunarágóði
af innflutningnum fer að óþarf-
iega miklu leyti í vasa erlendra
manna, þegar innflutningurinn til
landsins verður einskonaf smásölu-
prang.
Barnakensla.
Austur á Eskifirði hefir risið
mál eitt út af barnakenslu. Skóla-
stjóri barnaskólans er þar Arn-
finnur Jónsson, kunnur konlmún-
istaforsprakki. Born á skólaskykL.
aldri eru þar 120.
Áður kensla skyldi byrja undir-
rituðu foreldrar 77 barna umsókn
til skólanefndar um að mega sjá
börnunum fyrir kenslu utan sltól-
ans. Eru þær ástæður tilgreindar
fyrir málaleitun þessári, að í skól-
anum hafi ríkt óviðunandi aga-
leysi.
Skólanefnd mun hafa gefið und-
nþágu fyrir þessi 77 börn, að þau
þyrfti ekki í skólann að koma. En
skóli byrjaði á tilsettum tíma, með
bessum tiltölulega fáir börnmn er
þangað fengust.
Ýmsar sögusagnir liafa gengið
nm miður heppileg uppeldisáhrif
frá Arnfinni skólastjóra. Og eitt-
hvað er meira en litið aflaga, þeg-
ar um % nemendanna flýr skól-
ann. Mál þetta mun að einhverju
lcyti nú vera í höndum fræðslu-
málastjóra og ráðuneytis.
Lögregluliðið.
Hermann Jónasson lögreglustj.
hefir sýnilega sjeð sitt óvænna.
eftir frumhlaup sitt um daginn,
er hann einn þóttist hafa rjett
til að auglýsa lögregluþjónastöð-
urnar sem veita á hjer í bsenum,
og ráða í þær menn.
Borgarstjóri auglýsti stöðurnar
sem kunnugt er, og var umsóknar-
frestur útrunninn þ. 1. okt. Voru
þá umsóknir komnar 183.
Bæjarstjórn veitir stöður þessar.
En áður en það er gert gerir lög-
reglustjóri uppástungur iim það
ihverjum veita skuli.
í Alþbl. hefir lögreglustjóri
sagt, að hann legði niður embætti
sitt, ef aðrir fengju stiiður þessar
en þeir sem hann vildi þangað.
Tíminn 'hefir geipað um inálið
af fljótfærni og rosta, eins og
hann er vanur, m. a. út af því
að borgarstjóri auglýsti.
En á bæjarstjórnarfundi sagði
lögreglustjóri að það væri auka-
atriði liver auglýst. hefði, aðal-
atriðið væri, að sem hæfastir menn
fengist í stöður þessar. — Taldi
borgarstjóri það engan vafa að úr
svo fríður hóp sem sótt liefði,
mætti fá 21 úrvalsmann í stöður
1 ó gre gluþ j ónann a.
fíætti þá einn áheyrenda við:
„Og það hvað svo sem „uppá-
stungum“ lögreglustjóra liði“.
„Valdið í hendur
láglaunamanna! ‘ ‘
Alþýðublaðið minnist í gær á
misrjettið í launagreiðslum ríkis-
ins, sem flett hefir verið ofan af
lijer í blaðinu. 'Getur Alþbl. ekki
annað en samsint rjettmætar að-
finslur um það efni.
En í endaloltin kemst blaðið að
þeirri niðiustöðu, að vandræði
þjóðfjelagsins muni lagast öll, kom
ist, eins og blaðið segir, „valdið í
hendur láglaunamanna".
Ekki tilgreinir blaðið nánar
hvað nefndir eru „láglaunamenn“,
en minnist að vísu á einn mann
ónafngreindan, í þjónustu ríkis-
ins, er fær kr. 275.00 í kaup á
mánuði.
j En það má af orðum blaðsins
telja alveg víst, að forkólfar Al-
þýðuflokksins eru ekki í hóp
þeirra manna, sem va-ldið eiga að
fa, hvorki bankastjórarnir Jón
^ Baldvinsson og Haraldur Guð-
■ mundsson, með sín bankastjóra-
laun plús aukastarfaþóknunum,
’ eða landlæknir, sem þegið hefir
dávænar aúkagreiðslur fyrir lítið
starf, eins og t. d. eftirlit með
lyfjabúðum, þó hann sýni sig þar
sjaldan, og stjórn Landsspítala,
sem eigi mun tímafrek; að ó-
gl eymdum Dagsbrúnarf ormannin-
um Hjeðni Valdimarssyni alþm.,
sem vera mun einhver tekjumesti
maður B*eykjavíkur, þegar alt er
með talið. Þá eru þingmenn Al-
þýðuflokksins taldir. Ekki mun
Alþýðublaðið nefna þá „láglauna-
nienn", sem trúandi sje fyrir völd-
um. Og sje litið út fýrir hóp þing-
manna Alþýðuflokksins blasa við
hálaunafígúrur, eins og Sigurður
jjónasson einkaSöluforstjóri og
raftæk.jasali m. m. og aðrir slíkir.
Það er ekki hlaupið að því. að
finna „láglaunamennina“ innan
forustuklíku sósíalistanna hjerna.