Morgunblaðið - 15.10.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐID
3
2
JpAorgttttUaMft
t t*ef H.f. Arvakur, Raykíank
Ritatjorar: Jön Kj&rtanssott.
Valtýr StefAnMon.
-- >rn og afgreiBsla:
Austurstræti 8. — Sími 16»t
.ÁUifiysíngastJörl: BJ. H&fbent
■ iiu ivsinK&skrlfstofa:
« * usturstræti 17. — Slml *7»U
j ^Hiniaaimar
i .lön KJartansson nr. 8742
\ altýr Stefánsson nr. 4220
Árni óla nr. 3045.
h Hafberg nr. 3770.
3 ■ •Kriftagjald:
Ilnnanlands kr. 2.00 & mánutii
Utanl&nds kr. 2.50 & mánuOI
! l&usasölu 10 aura elnt&klB.
20 aura metJ Lesbök
H öfti n.
* Þegar Framsóknarblöðin tala
-aim innflutningshöftin leggja jþau
höfuðáhersluna á, að hefta þurfi
innflutning iá óþarfa vöru, til þess
•að þeir sem hafi fje milli handa;
•eyði því ekki í óþarfann.
Minna slík skrif á „lanilsföður-
lega umhyggju' ‘ einvalclskönunga‘
a tímum vistarbanda og bænda-
ánauðar, þegar stjórnarvöldin þótt
ust þurfa að hafa vit fyrir ung-
om og gömlum í smáu og stóru.
Innflutningshöft Tímamannanna
eru af sömu rót runnin og aðflutn-
ingsbann áfengis. Það átti að
kenna þjóðinní að vera í bindindi,
með því að setja aðflutningsbann.
Og nú á að kenna alþjóð manna
að nota engan óþarfa, með þvi að
banna innflutning á óþarfanum.
JÞað er að segja. Með innflutn-
angshöftin fór eins og bannið. Það
æeyndist nauðsynlegt að veita und-
anþágur. Og svo eru veitt inn-
iflutningsleyfi í belg og biðu til
Pjeturs og Páls, og allir keppast
vúð að fá leyfin. Því allir þykjast
vita og hafa lært af reynslunni, að
bannvara er einhver hin allra út-
'gengilegasta vara, sem hægt er að
hafa á baðstólum.
En hinir, sem ekki era svö
hepnir að fá innflutningsleyfi á
bannvöru, þeir liugsa sem svo
að úr því hinir „umhyggjusömu“
haftamenn bægja óþarfanum í
burtu, þá geta landsmenn keypt
þeim mun meira af þarflegu vör-
unni. Og svo hrúga þeir inn ýms-
um „þarflegum“ vörum í landið,
svo nægir til nokkurra ára.
En aðalafleiðingin af öllu þessu
ástandi er sú, að eftirspumin
eftir ,;óþarfanum“ eykst, og eftir-
spurnin eftir þarflegu vörunni
verður óþarflega mikil, verslunar-
/jöfnuðurinn verður óhagstæður,
eins og nú, þegar nokkurum milj-
•ónum meira er flutt inn til lands-
ins en iit, síðan um áramót. Höft-
ín verða álíka vitleysa og vín-
bannið.
Fangar ræna fangavörðum.
Fyrir skömmu vildi til ein-
kennilegur atburður í fangahúsinu
í Michigan Oitv í Bandaríkjum.
Ellefu föngum liafði á einhvern
hátt tekist að ná í marghleypur
og rjeðust þeir skyndilega á
fangaverðina og neyddu þá til
þess að hleypa sjer út úr fang-
elsinu. Fyrir utan biðu tveir bíl-
ar eftir þeim. Á þeim flýðu fang-
arnir og höfðu á brott með sjer
fangelsisstjórann og tvo fanga-
verði.
Morgunblaðið er 12 síður í dag
<og Lesbók.
Bruggun í óbygðum.
Bruggunarverksmiðj a
í holum hól. — Þrír
menn teknir fastir.
Fyrir nokkru fekk Björn Bl.
Jónsson löggæslumaður grun
um það, að menn myndu vera
að brugga áfengi uppi á fjöll-
um, einhvers staðar í grend við
Kaldadalsveginn. Lagði hann
því á stað í rannsóknarför í
fyrradag ásamt þremur lögreglu
þjónum hjer úr bænum.
Þegar þeir voru komnir norð-
ur fyrir Tröllaháls og ána, sem
rennur úr Krókatjörn, sáu þeir
hvar bílför lágu út af veginum
til vinstri. Röktu þeir nú förin
eins langt og þau náðu og gengu
síðan kippkorn. Sáu þeir þá
gufu leggja upp úr hól nokkr-
um, hinum megin árinnar, og
þar sem hjer er ekki um neinn
venjulegan jarðhita að ræða,
þótti þeim þetta grunsamlegt,
óðu yfir ána og fóru að kanna
hólinn. Fundu þeir á honum
glugg, líkt og á hólnum, sem
Gilitrutt bjó í forðum. Og er
þeir gægðust þar niður, sáu
þeir, að hóllinn var holur inn-
an, og upp úr h'onum lagði
sterka angan. Þar voru eldar
kyntir á þremur primusum und-
ir pottum, en alt um kring voru
full ker, svo að flóði út af. —
Innan um þetta sátu tveir menn
úr Reykjavík, bifreiðastjórarn-
ir Guðjón Sæmundsson, Öldu-
götu 8 og Valdemar Valdemars
son, Pósthússtr. 14.
Löggæslumennirnir rjeðust
nú til inngöngu í hólinn og svip
uðust þar betur um. Sáú þéir
þar þá tvenn bruggunaráhöld
og einnig rúm, þar sem mennirn
ir höfðu sofið. Ennfremur fundu
þeir þarna um 400 lítra af á-
fengi í gerjun, 86 lítra af full-
brugguðu áfengi, dálítið af geri
og 500 pund af strausykri. —
Þetta eyðilögðu þeir alt og
brutu síðan niður jarðhúsið —
sem aldrei skyldi verið hafa.
Að rjettu lagi hefði það
átt að komast undir vernd Þjóð
minjasafnsins og vera talandi
tákn fyrir augum komandi kyn
slóða um það, hvernig komið
var hjer á landi, áður en þjóðin
hratt af sjer bannlagabölinu.
Það var nú farið með þá hól-
búa til Reykjavíkur og þeir af-
hentir lögreglunni. Þriðji mað-
urinn, bifreiðarstjóri líka, sem
talinn er í vitorði með þeim,
var tekinn fastur í gær.
Sagt er, að bruggararnir sjeu
unglingspiltar, 17—20 ára að
aldri.
Landbúnaðarafurðir
í Noregi.
í „Aftenposten“ birtist 4. okt.
skýrsla nm það hvað bændur
fengu fyrir afurðir sínar um mán-
aðamótin. Er verðið talsvert mis-
munandi eftir staðháttum.
Verð á 100 kg. af bundnu heyi
var 8—12 krónur. Kartöflur 3.50
—7 kr. 100 kg. Egg 1-—1.45 kr.
kg. Smjör 2,30—2.60 kr. kg. —
Nautakjöt, besta tegund, 0-80—
1-25 kr. kg. Hrossakjöt 30—50 au.
kg. Sauðakjöt 70—100 aura kg.
Dil. akjöt 60—115 aura kg.
Þýskaland hættir
að taka þátt í Þjóða-
bandalagsfundum og
afvopnunarráðstefn
unni.
Ríkisþingið rofið og
nýjar kosningar 12.
nóvember.
Opinberlega tilkynt, að Þýska
land hafi hætt þátttöku í Þjóða-
bandalaginu og afvopnunarráð-
stefnunni.
Síðari fregn: Hindenburg for-
seti hefir gefið út tilskipun þess
efnis, að ríkisþingið sje rofið.
Kosningar eiga að fara fram þ.
12. nóv. næstkomandi, til þess
að fá úrskurð þjóðarinnar um þá
ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að
hætta þátttöku í þjóðabanda-
laginu og afvopnunarráðstefn-
unni.
.i “ ; i; '■ ■ I
Berlín, 14. okt.
United Press. PB.
Frick innanríkisráðherra hef-
ir gefið út tilskipun þess efn-
is, að afleiðingin af því, að rík-|
isþingið sje rofið, verði að sjálf-
sögðu sú, að þingrof fari einnig
fram í hinum einstöku ríkjum.
í tilkynningu ríkisstjórnarinnar
segir, að vegna móðgandi krafa
heimsveldanna á afvopnunar-
ráðstefnunni í Genf, krafa, sem
af hefði léítt vanheiður Þýskáé
lands, ef ríkisstjórnin hefði fall-
ist á hana, hefði hún tekið þá
ákvörðun, að hætta þátttöku í
umræðum á afvopnunarráðstefn
unni og jafnframt tilkynt Þjóða
bandalaginu, að Þýskaland
hætti störfum í þátttöku þess.
1 ávarpi til þjóðarinnar er lögð
áhérsla á það, að Þýskaland fíje
reiðubúið að eyðileggja „sein-
ustu vjelbyssuna og senda heim
seinasta he.rmanninn“, ef öhn-
ur veldi gerði slíkt hið sama.
Ennfremur segir þar, að Þýska-
land sje reiðubúið að fallast á
sáttmála meðal ríkjanna á meg-
inlandi álfunnar, til langs tíma,
friðinum til varðveitingar.
Breskur skipstiðrl
heiðraður af íslensku
ríkisstjórninni fyrir
björgun.
F.B. 14. okt.
Þann 13. apríl s. 1. var v.b.
„Frægur“, formaður Eiður Jóns-
son, frá Vestmannaeyjum í nauð
um staddur í fiskiróðri vestur af
Vestmannaeyjum. Hafði bátur-
inn uppi neyðarmerki en samt
fóru fiskiskip framhjá honum
án þess að sinna merkinu. Kom
þá að lokum breskur botnvörp-
ungur, „Fortuna“ frá Gríms-
by og tók bátinn í eftirdrag.
.Vegna aftaka veðurs liðaðist
báturinn í sundur svo að skips-
höfn hans, 6 manns, varð að yf-
irgefa bátinn. Komust þeir við
illan leik yfir í togarann, er síð-
an flutti skipshöfnina til Vest-
mannaeyja. — Bátnum varð
aftur á móti ekki bjargað og
sökk hann á rúmsjó úti. — Þar
eð auglýst var, að breski tog-
arinn hafði bjargað skipshöfn-
inni af v.b. Fræg frá yfirvof-
andi lífshættu, vildi í’áðuneytið
votta skipstjóra togarans þökk
íslenku ríkisstjórnarinnar með
■■■■■■■■■■WaWWgWWWWMBWBgMWEgqWttWKW^ja^aM HIHBHIIIBI lil r''ln 1II' IHH—BB
^•••••••••••••••••••••••^
m
•
t
c
•
Eftirmiðdagshljómleikar.
Sunnudaginn 15. október 1933 kl. 3l/2:
1) Forleikur að Oper. „Mignon“. Thomas.
2) L’Arlesienne Sujte 2. Bizet.
1) Pastorale.
2) Intermezzo.
3) Menuett.
4) Faranoole.
3) Souvenir de Circus Renz, Galopp. Peiter.
(Xylophon-sóló: W. Hinkelmann).
4) Menuett a Barcarole úr Hoffmanns Erzáhl-
ungen. Offenbach.
5) a) Liebesfreud. Kreisler.
b) Liebesleid. Kreisler.
(Violin-sóló: W. Knop).
6) Vals úr Oper. Der Rosenkavalier. R. Strauss.
7) a) Serenade. Popper.
b) Menuett G-dúr. Beethoven.
(Cello-sóló: Þórh. Ámason).
8) Syrpa af lögum úr Operettunni „Paganini".
Lehar.
Hafið þjer íhugað -
hvers virði bækur yðar og skjöl eru, eða ætlið þjer
að gera það eftir að það er brunnið?
eldtraustir skápar
vernda yður gegn slíku tjóni.
Útvegum með litlum fyrii*vara allar stærðir af pen
ingaskápum og höfum venjulega nokkra skápa fyr-
irliggjandi.
H. OLAFSSON & BERNHOFT.
Dmboðsmann
vantar norskt firma. Margar góðar vörutegundir í ýmsum
greinum. Tilboð, merkt „Áhuga,samur“, leggist inn á A.S.Í.
2 skrifstofuherbergi
i húsi mínu, Lækjartorgi 1, tiJ leigu. Leigjast saman eða
sitt í hvoru lagi.
P. Stefánsson. f