Morgunblaðið - 15.10.1933, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1933, Blaðsíða 11
11 löggjöf; gróðafíkn óheiðarlegra manna, sem myndu gera sjer þessi lög að fjeþúfu; vanafesti hinnar eldri kynslóðar, sem alin væri upp við aðra siði; forvitni hinnar yngn kynslóðar, sem jafnan væri fús á að kanna ókunna, en þó einkum forboðna, stigu o. s. frv. Bannmenn svöruðu þessum og •öðrum rökum okkar á ýmsan veg, — en sjaldnast af miklu viti. Um yngri kynslóðina sögðu þeir t- d., að á henni bygðu þeir allar sínar vonir. Hún myndi aldrei fá nein ‘kynni af Bakkusi, — hún myndi verða þur og farsæl og flekklaus, — og aldrei láta deigan dropa áfengis inn fyrir sínar varir! Jeg nenni ekki að eyða orðum að því, hvernig sú spásögn liefir ræst. — En furðulegt er til þess að hugsa, ■að sumir af þeim, sem hana fluttu, voru menn biblíufastir. Þeim hefði þó átt að vera kunnugt, að fyrsti kapítuli mannkynssögunnar fjall- ar um forboðna eplið í Paradís. Syndafallið var afleiðing fyrstu bannlaganna. — H. Á Alþingi 1909 hjelt Hannes Hafstein merkilega ræðu gegn ’bannlögunum, sem ætti að vera lesin um þvert og endilangt ís- land nú áður en hin fyrirhugaða atkvæðagreiðsla fer fram. Hafstein komst m. a. svo að orði, að það myndi korha í ljós um bannlögin, „að þau næðu ekki tilgangi sín- um, að þeim my-ndi verða traðkað ieynt og ljóst, að yfirhylming, yfir drepssskapur og alls konar und- anbrögð mundu þrífast, vitni mundu ekki muna, lögreglumenn ekki sjá, dómarar ekki skilja, en 'gróðavonir uppljósturmanna og mútuþega togast á“. Jeg leyfi mjer að fullyrða, að margir af feðrum bannlaganna á Alþingi 1909 muni hafa verið full- komlega samþykkir Ilannesi Haf- stein um þetta efni. Jeg fullyrði Irað vegna þess, að jeg hefi sjálf- ur sjeð suma þessara manna brjóta bannlögin þrásinnis og með hjart- anlegri ánægju, — af því að jeg liefi margoft heyrt virðulega bann feður tala um bannlögin sem and- vana fætt afstyrmi, sem óðagot og vanskapnað. Hvers vegna greiddu þeir þá atkvæði með lög- unumt H. H. víkur að því nokkru síðar í ræðu sinni. Honum fórust. svo orð: „Það er óbrigðult ein- kenni á öllum ofstækishreyfing- um, að þeim fylgir svo mikil hjart- veiki og hræðsla, að fjöldi manna sem í hjarta sínu hefir óbeit á þeim, þorir ekki annað en að fylgjast með og tjá sig sam- þykka. Einhvers svipaðs kennir í bannhreyfingunni hjer, að það mun vera talsverður fjöldi manna, sem fylgja banni af því að þeir þora ekki annað, halda að hitt veirði lagt sjer til lasts eða komi sjer í koll á einhvern hátt, eða þá þeir verða svo ofurliði bornir af ákefð og ofstæki hinna trúuðu, að þeir þora ekki að trúa rödd Khmar eigin skynsemi og leiðast blint, þó að þeir skilji ekki“. III. Jeg hygg, að H. H. hafi hjer bent á eina hina ískyggilegustu hlið bannmálsins. Bannhreyfingin var vitanlega vakin af heiðarleg- um mönnum, — af mönnum, sem T m trúöu á hugsjón, þó að sá átrún- aður stydddist því miður ekki við skynsamlegt vit. Þeim hafði tekist ao afla bannhugmyndinni tals- verðs fylgis meðal almennings, og þá var auðvitað ekki að sökum að spyrja. Þá kom auðvitað hin íslenska stjómmálaspilling sam- stundis til sögunnar, — til þess að færa sjer í nyt það verk, sem unnið liafði verið af ósjerplægnum hvötum. Óðar en bannlagahug- myndinni hefði aflast kjósenda- fylgi, skreið maurinn á hana, — hinn andstyggilegi, pólitíski kláðamaur, sem hefir atað út öll íslensk stjómmál nú um langar stundir. Það myndi reynast mjer ofur- efli, — og líklega flestum öðrum — að gera grein fyrir óþrifunum í íslenskri pólitík á síðustu ára- tugum. En hvor sem vill fá ein- hverja nasasjón um það efni, þarf ekki annað en að kynna sjer litið eitt sögu bannlaganna. — Bann- málið hefir að vísu altaf átt sjer nokkra trúaða og trygga fylgis- menn, sem háfa sýnt það bæði í orði og verki, að þeir virtu þann málstað, sem þeir börðust fyrir. En hinir hafa því miður verið öllu fleiri sem ekki hafa fyrirorðið sig' fyrir að talta þátt í öllu bannlagakáki þingsins, þótt það væri á almennings vitorði, að þeir virtu öll bannlög að vett- ugi utan þingsalsins, — og jafn vel í þingsalnum sjálfum, nema rjett þá stundina sem þeir voi’u að greiða atkvæði á móti betri vitund. Að minni hyggju eru bann- menn ekki svo ámælisverðir fyrir neitt sem þetta, að þeir hafa altaf bygt pólitík sína á liðveislu þessara sísvíkjandi augnaþjóna, þessara. pólitísku spákaupmanna, sem aldrei hafa haft neitt annað markmið í banndeilunum, en stuúd arhag' sjálfra sín eða síns flokto. Hámarki náði þetta samband trú- aðra bannmanna og sannfæringar- lausra stuðningsmanna þeirra á Alþingi 1928, er hin illræmdu þefaralög voru sett. Þau lög fluttu rn. a. sönnunarskylduna frá á- kærandanum yfir á herðar hins ókærða og gengu þar með í ber- högg við allar lieilbrigðar rjett- <■ rfarshugrnyndir og alt siðferðis- '< gt vcisæmi. Alþingi hefir ekki enn þá borið gæfu til að feJla l>essa fáránlegu endurbót á bann- lögunum úr gildi, en svo sem kunnugt er feldi og fótum tróð bjóðin þefaralögin næstum því á samri stundu sem þau voru sett. Þau sukku bókstaflega í jörð niður undir þeim þunga andstygðar og fvrirlitningar, sem allur landslýður lagði á þau, heið- arlegir bannmenn ekki síður en aðrir. Málefni bannmanna hefði áreið- anlega reitt betur og sæmilegar af, ef þeir hefðu goldið nokkru meiri varhuga við fleðulátum ó- eiulægra stjórnmálamanna, en ver- ið hinsvegar nokkru hófsamari í viðureign sinni við hreinskilna og opinskáa andstæðinga. IV- Við andbanningar bentum ffrá upphafi á, að þó að alt annað ljeki í lyndi, — þó að fylgi þjóð- arinnar við bannlögin væri miklu fastara og tryggara, en það j raun og veru var, — þá var þeim þó slík hætta búin úr tveim áttum, að óhugsandi væri, að þau gætu staðist stundinni lengur- — Við bentum á Spán og heimabruggið. Bannmenn ljetu auðvitað þau orð okkar siem vind um eyrun þjóta. En Spánverjar komu bráðlega til skjalanna og 1922 neyddist Al- þingi til að leyfa innflutning spænskra vína. Síðah hafa íslensku bannlögin vitanlega ekki verið annað en einber hjegómi. Það var engin furða, og hefði ekki átt að koma neinum á óvart þ tt bannlögin yrði að lúta 1 lægra haldi fyrir Spánverjum. Hitt mun hafa komið flatt upp á bannmenn, að um sömu mundir höfðu bann- lögin eignast afkvæmj, all-ófrýni- legt og svipljótt. Þetta afkvæmi hlaut í skírninni hið þjóðlega nafn landi. Andbanningar höfðu frá ondverðu sagt fyrir um þessa fjölgun á þjóðarheimilinu. Bann- menn svö'ruðu þá auðvitað af venjulegri dómgreind, að á slíku væri engin hætta. En þegar kró- inn var kominn til og farinn að ólátast, gripu þeir til þess óvitur- lega ráðs, að neita tilveru hans með öllu. En það er nú orðið svo kunnugt. að engum tjáir að mæla á móti, að víðsvegar úti um sveitir lands- ins hafa á síðasta áratug opna.st gosbrunnar óholls áfengis, sem nú flæðir yfir landið í stríðum straum- um. Það hefði einhvern tíma þótt fyrirsögn, en satt er það samt, að nú er landinn, — sem venju- lega mun vera fúlt og ógeðslegt ólyfjan, — fíuttur úr sveitunum í kaupstaðina, — beint úr sveita- menningunni inn í kaupstaðar1- spillinguna! Áður var það siður að steitakonur færðu vinum sínum í kaupstöðum ullarhár eða smjer- sköku eða rjómaflösku. Nú eru þess dæmi, að þær stinga að kunn ingjum sínum hálfum eða heilum potti af spritti- Fyrir skömmu ritaði einn af trúnaöarmönnum Templara, Pjet- uir Sigurðsson, grein í Alþýðu- blaðið- Þar er brugðið upp mynd af skemtisamkomu einni, er hald- u var hjer austan fjalls ekki alls fyrir löngu. Greinarhöfundurinn var að vísu ekki sjálfur á sam- komunni, en hann segist ekki hafa neina ástæðu til að rengja þá frásögn, sem hann hefir fengið af henni. En sú frásögn er á þá leið, að þar hafi verið saman komin 10—12 hundruð manna, en af þeim hafi um 700 verið undir óhrifum víns og fjöldi allur mikið drukkinn. „Þar hafi verið margir unglingar ölvaðir og það alt nið- ur að fermingaraldri. Menn hafi legið þar úti um alt. dauðad'rlikkn- ir, þar hafi lent í áflogum og margir verið veikir af þessum pþverra, er þeir drukku. Það hafi líka komið í ljós, að drykkurinn hafi ekki verið þeim mjög kær, því að víða hefðu legið flöskur eð slatta í, sem bá.ru þess vott, að þegair menn hefðu fengið nægju sína, þá var ekki hirt um afgang- inn. Skemtiskrá samkomunnar hefði verði Ijeleg og annað ekki sjáanlegt, en að aðaltilgangur hennar hefði verið þetta drykkju- slark“. Svo mörg eru þau orð. En hvernig geta nú þeir menn, sem rita, að ástandið er slíkt, fengið af sjer að ljá núgildandi áfengis- löggjöf fylgi sitt? Brekkan komst svo að orði í útvarpserindi sínu, að það væri því miður ekki á mörgum sviðum, að ísl- þjóðin gæti hælt sjer af að hafa verið braut- ryðjandi eða á undan öðrum þjóð- um í „menningarrilja og menn- ingarframkvæmdum“, en það hafi hún verið í áfengislöggjöf sinm. Það er kjarkmaður, sem flytur slíka kenningu eftir alt, sem á dagana hefir drifið síðan bannlög voru sett á íslandi. Því að ef nokkuð er víst og óyggjandi, þá er það þetta, að almenningur á íslandi liefir aldrei sýnt neina tilhneigingu til þess að virða bann- lögin- Og því er nú komið svo sem komið er Enda játaði Brekk- an öðrum þræði, að öll áfengismál vor væru komin í hinar mestu ógöngur, ástandið væri ískyggi- legt og óþolandi. Það myndi og reynast torvelt að rengja það með rökum, að svo sje. Áfengismál vor eru nú sem stendur í þessu liorfi: Ríkið rekur vínverslun í stórum stíl og liirðir okurgróða af þeirri verslun. Það hefir ekki önnur vín á boð- stólum en hin svonefndu Spánar- vín. Hinsvegar telur ríkið það glæpsamlegt atferli, að flytja inn eða neyta annara áfengra drykkja, þótt engum komi til hugar að telja þá að neinu leyti skaðlegri en Spánarvínin. Enn fremur hafa sprottið upp vellandi brennivíns- brunnar víðsvegar í sveitum og kaupstöðum og dettur víst engum heilvita manni í hug, að gerlegt sje að byrgja þá brunna svo a.ð nokkru haldi komi, meðan núver- andi áfengislöggjöf er í gildi. — Gagnvart því fyrirbrigði virðist ríkisvaldið standa gersamlega ráð- brota og rænulaust, því að bannlögin hafa reynst alveg sjerstaklega van máttug til að kveða niður þenna frumburð sinn. landann. Loks er það alkunnugt, að hinir bannfærðu drykkir, — brennivín, koníak, whisky og romm — eru fluttir inn í landið á laun, og veit auðvitað enginn með vissu, hve mikið kveð- ur að þeirri launverslun. Það eitt er víst, að liún er talsverð og að ríkisvaldið getur ekki afstýrt henni. Og nú liggja fyrir þjóð- inni þessar einföldu spurningar: Hvers vegna mega landsmenn ekki neyta brennivíns og annara sterkra drykkja að frjálsu, eins og þeir nii neyta Spánarvína og landa? TTvers vegna má ríkissjóður ekki njóta tolls og verslunarliagnaðar af þeim sterku drykkjum, sem nú eru fluttir til landsins og drukkn- ir í óleyfi ? Og hver ráð sjá menn til þess að afstýra heimabrugginu ef sú löggjöf, sem nú gildir á að haldast? Allar þessar spumingar eru í mínum augum svo einfaldar og auðveldar, að þeim verður ekki 3varað nema á einn veg: Burt með bannið! Burt með rytjurnar af þessari löggjöf, sem aldrei hefir náð tilgangi sínum hjer á landi og hvergi hefir náð tilgangi sínum, hvar sem hún liefir. verið reynd. V Því að þess er að minnast, að fieiri lönd en fsl. hafa sorglega reynslu af bannlöggjöf- Ef engir aðrir en íslendingar hefðu reynt bannlög, gætu forhertir bannmenn auðritað haldið áfram að tönnlast á að allur ófarnaður bannsins væri ekki sjálfum lögunum að kenna, heldur menningarleysi þjóðarinnar, hirðuleysi yfirvalda, mannvondsku og spillingu and- banninga o. s. frv. En nú rill svo vel eða illa til, að vínbannslög hafa verið sett í fjórum löndum öðrum en íslandi, — í Finnlandi, Rússlandi, Noregi og Bandaríkj- unum. Og alls staðar hafa afleið- ingarnar o'rð Lð hinar sömu: smygl, leynLsala, leynibrugg, eiturblönd- un, mútugjafir — og þar að auki manndráp og morðvíg að minsta kosti í Ameríku. Alls staðar hafa bannlög skapað sama áístandið, og verður því ástandi best lýst með fjórum orðum vÓfrelsi og kúg- un öðrum megin, srik og glæpir hinum megin. Enda hafa nú Rúss- land, Noregur og Finnland af- numið sín bannlög, og enginn efast um, að atkvæðagreiðsla sú, sém um þessar mundir fer fram í Bandaríkjunum muni dæma bannið þar í landi til dauða. Munum við íslendingar þá standa einir eftir og flagga með þessu ræxni, sem eftir er af bann- lögunum, svo sem væri það sýni- legt ták'n um þroska okkar og sið- menning? Jeg get ekki trúað því, að svo hraparlega takist til. Mjer er það fullkunnugt, að margir hinna bestu bannmanna hafa fyrir löngu mist alla trú á framtíð bannsins hjer á landi. — Indriði Einarsson mun nú vera einn elst-. tir og merkastur íslenskra bann- manna og bindindisvina. Hann er einn af frumstofnendum Good- Templara reglunnar hjer á landi og hefir unnið mikið starf í henn- ar þjónustu. Hann var og lengi vel ákveðinn fylgismaður bannlag- anna. En hann er maður svo vitur og svo vel að sjer, að hann getur lært af reynslunni. Og nýlega hef- i'r hann lýst yfir því opinberlega, að hann muni ekki greiða atkvæði með banninu hinn fyrsta vetrar- dag. Hann lætur svo um mælt, að j>að sem eftir sje af bannlögunum sje engum til sóma, „og jeg held eng’um til gagns. Það er miklu nær fyrir fólk og stjórn af taka gjöld af þessum sterku drykkjum til ríkis og sveita, að jafna upp með Jjeim hallann á fjárlögunum, heldur en að gera það ekki. — Sterku drykkirnir verða drukkn- ir, hvort sem þeir verða leyfðir eða leyfðir ekki‘“. Það er áireiðanlegt að margir góðir bannmenn líta nú nákvæm- lega sömu augum á þetta mál sem Indriði Einarsson. En þó eru vit- anlega aðrir bannmenn, sem eiga bágt með að snúast gegn máli sem þeir hafa tekið svo miklu ást- fóstjri við og haft svo mikinn trún- að á. Ekki verður sagt með neinni vissu, hvað margir bannmenn hall- ast á þessa sveifina, en hyggilegast mun þó að gera ráð fyrir, að þeir sjeu ekki allfáir. Þá fara og sög- ur af því, að margir bruggarar sjeu heldur en ekki vinveittir nú- gildandi áfengislöggjöf og muni veita henni alt það fylgi, sem þeir liafa föng á- Loks hafa kom- múnistar lýst því yfir, að þeir muni greiða atkvæði með bann- inu. Svo að það lítur út fyrir, að hópurinn sem ætlar sjer að slá skjaldborg utau um jarðneskar leifar bannlaganna hinn fyrsta vetrardag, vefði ærið mislitur. En

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.