Morgunblaðið - 15.10.1933, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1933, Blaðsíða 10
10 MORGUNBT AÐTf> sem um þetta fjalla, að þeim virðist alt til þess benda, að magnmesta orsökin sé bannið. Áfengiskóngarnir hafa safnað að sjer miklum fjölda af sora- lýð, kent þeim allar aðferðir lög brotanna og notað þá til hern- aðar gegn keppinautum sínum. Þá hefir heldur engin ein önn- ur orsök valdið annari eins spill- ingu í lögregluliðinu, þar sem heita má, að það lið sje sum- staðar aðalvörn lögbrjótanna. Og að lokum hefir bannið vald- ið miklum og skaðlegum usla í stjórnmálalífinu, usla, sem ekk- ert annað orð er yfir en að nefna hann gjörspilling. Örrnur lönd. Önnur vonbrigði í sambandi við þetta mál eru fólgin í því, að alt hefir brugðist um spádóm- ana um það, að þjóðir hcimsir mundu yfirleitt fara að dæmi Bandaríkjanna og lögfesta á- fengisbartn um víða veröld. Eins og kunnugt er, hefir þetta farið alveg á aðra lund. Þegar bann- ið var sett á, voru fylgismenn þess í svo ákafri hrifningu, að ekkert stóðst við. Og yfirleitt var því alment trúað, að hvort sem einstökum mönnum fjelli betur eða ver, þá væri ekki með nokkuru móti unt að losna við bannhugsunina, framtíðin væri á hennar bandi og gagnslaust væri fyrir menn að ætla að spyma á móti broddunum. Ekk- ert annað þyrfti nú við, en að einhver forystuþjóð, eins og Bandaríkjamenn, gengu á und- an og gæfu heiminum kost á að svna hin blessunarríku áhrif — innan stundar kæmu allir aðrir á eftir. Þessir spádómar hafa ræst á þann hátt, að hvert rík- ið eftir annað, sem bannið hefir reynt, hefir losað sig við það, svo að Bandaríkin standa senni- lega seinast ein uppi í öngþveyt inu, því að það tekur tiltölulega lengri tíma fyrir þau að breyta lögunum en fyrir öðrum. Og ó- virðingin, sem af þessu hefir hlotist fyrir landið, er meiri en af nokkurum öðrum einstökum atriðum, sem fyrir hafa komið í landinu. Þessi volduga og merka þjóð hefir verið höfð að háði og spotti fyrir Iögleysur þær, er hún fengi ekki við ráð- ið, og fyrir þá augljósu fyrir- htningu, sem böm landsins sjálf bæru fyrir löggjöfunum. Er meira drukkið? Þessi atriði, sem eg þegar hefi nefnt, eru svo alkunn og augljós, að um þau er yfirleitt ekki unt að deila. Hinsvegar eru mjög skiftar skoðanir um það atriðið, sem miklum von- brigðum hefir þó öllum valdið — spurningunni um, hvorc meíra sé neytt áfengis eða minna en fyrir bannsetninguna. Það virðist vera frábærilega örðugt að gjöra sjer ljósa grein fyrir því máli og jeg tel rnig ekki hafa neina heimild ti! þess að fullyrða neitt um það atriði. Enginn vegur er að komast eft- ir hvað verslað er með áfengi og enn minni skýrslur eru um notkun allra þeirra undra- drykkja, sem kendir eru við heimilisbruggun. Sennilegt er þó talið, að verkafólk í borgum neyti mun minna áfengis en áð- ur var, en hinsvegar eru aðrar stjettir, ekki síst námsfólk, sem hefir nú áfengi um hönd marg- faldlega á við það, sem fyr tíðkaðist. En jeg hefi engar skýrslur sjeð um heimildarnið- urstöðuna, sem teljandi sjeu áreiðanlegur grundvöllur til þess að reisa skoðanir sínar á. En enda þótt engar skýrslur séu til um innflutning eða notk- un áfengis 1 landinu, þá ætti að mega draga ályktanir t. d. af aðeins einu dæmi, sem jeg skal geta um. Árið eftir að banninu var ljett af í Kanada — nágranna- landinu að norðan — voru gefn ar út skýrslur um vínsölu í land- inu og virtist þá svo, að vín- nautn þar nyrðra hefði aukist mikið frá því sem verið hafði árin á undan banninu þar. En þ ir, sem drógu þessar ályktan- ir af skýrslunum, gættu þess ekki, sem þó var alkunnugt, að kynstur af þessu víni, sem selt Vitr úr vöruhúsum í Kanada, fóru samstundis yfir landa- mærin til Bandaríkjanna. í fyrra reiknaðist svo til, að það vín, sem flutt væri yfir Superi- or-vatnið frá Ontario-fylki einu, næmi svo miklu, að Kanada- stjórn hefði 9 miljóna dollara ágóða af því af sölutolli ein- um. Og má 'þó geta nærri, að ekki hafa öll kurl komið þar til grafar. Nú er Ontario-fylki ekki nema eitt af fylkjum þeim, sem liggja fast upp að Bandaríkj- unum, svo að það hljóta að vera fádæma kynstur af víni, sem fer frá öllu Kanada inn í landið. Ver drukkið. En þótt ekki verði um það sagt, hvort meira sé drukkið en áður, þá þarf engum blöðum um það að fletta, að ver er drukk- ið. Þegar eg kom vestur fyrir rúmum áratug, heyrði jeg oft á það minst af mönnum, er trú höfðu á banninu, að bannið væri ekki reynt fyr en með næstu kynslóð. „Nú vex upp‘.‘, sögðu þeir, ,,fólk, sem aldrei hefir haft áfengi um hönd og iært hefir að skemta sjer á annan hátt en að hella í sig eitri“. Þetta hefir vitanlega reynst hin hraparlegasti misskilningur. Fyrstu tvö ár bannsins í Banda- ríkjunum var bersýnilega mikið minna neytt áfengis en áður, en að þeim tveim árum liðnum blossaði áfengisnautn svo upp, að logarnir sáust um alla álfu. Og nú var það framar öllu æsk- an sem neytti þess. Flaskan í bakvasanum var svo sjálfsagð- ur hlutur, að ungir piltar hefðu eins vel farið flibbalausir á danssamkomu eins og að vera án hennar. Menn, sem kost hafa átt á að bera þetta saman við ástandið á Englandi, í Þýska- landi eða Danmörku, telja sig aldrei hafa orðið vara við neitt líkt viðhorf til áfengis hjá æsku þessara landa, eins og nú ríkir í Bandaríkjunum. Þetta er því viðsjárverðara, sem bindindis- semin var að vinna á hröðum skrefum, þegar banninu var skelt á. Bannið hefir kent þeirri kynslóð að drekka, sem senni- lega hefði að öðrum kosti orð- ið bindindissamasta kynslóðin, sem uppi hefir verið frá því að lýðveldið var stofnsett. Góður tilgangur. Þegar Hoover varð forseti árið 1928, gat hann þess, að bannið væri „tilraun, er sprott- in væri af göfugum tilgangi“. Þetta eru ekki ósanngjörn um- mæli. Engin vafi getur á því leikið, að’ fyrir forystumönnum bánnsins vakti gott eitt. En hitt er jafnaugljóst, að þessi til- raun hefir mistekist með öllu. 1 farveg hennar hafa flætt yfir landið spilling í opinberu lífi, glæpafesti um þvert og endi- langt landið og stórdrykkja þeirra, sem síst mega við því. Ekkert hefir áunnist, sem ekki hefði áunnist á miklu skaplegri hátt á annan veg, og ekki er hugsanlegt, að neitt geti áunn- ist á næstunni, verði banninu haldið áfram, sem ekki verði ofdýru verði keypt með því, sem þegar hefir tapast. En svo eru vitaskuld heldur fengin lík- indi til þess, að banninu verði haldið áfram mikið lengur. Öll- um er kunnugt um, að bjórsala hefir þegar verið leyfð, en það varð að gjörast á þann hátt að fara að vissu leyti með brögðum í kringum stjómarskrána. Con- gressinn ákvað með lögum, að hjer eftir skyldi það eitt heita áfengi, er áfengisstyrkl. næmi meiru en 3 per. cent. að þyngd, sem svara mun til 7—8 per cent að rúmmáli. BjórBandaríkjanna mun því ekki vera ósvipaður dönskum piísner að áfengis- magni. Sennilega þó heldur veikari en hitt. En vitaskuld er þetta ekki néma byrjunin á því, sem verða mun. Nú fer fram um alt landið atkvæðagreiðsla, sem sýnir hvort þjóðarviljinnsje með því að breyta stjórnarskrár ákvæðinu um bannið. Og þótt þrjá fjórðu ríkjanna þurfi með til þess að breytingin nái fram að ganga, þá getur naumast hjá því farið, að hún muni takast og landið þá leita að nýjum ráð- um til þess að leysa gátuna um meðferð áfengis í nútíma lífi. Hvað verður af þessu lært? En þótt þessi tilraun hafi mistekist, þá ætti hún ekki að verða með öllu verðlaus fyrir heiminn. Sjerstaklega er það mikilsvert, að hjer á í hlut ein voldugasta þjóð heimsins. Smá- þjóðir, eins og vor þjóð, hafa gjört tilraunir með bann, og öllum mistekist. En því hefir verið um kent, að þetta staf- aði af aflleysi ríkisvaldsins í þessum löndum til þess að fram- fylgja vilja sínum. Jafnvel hin- ir upphaflegu andbanningar hér á Islandi mæltu á móti banninu á þessum grundvel'i. Þeir bentu á, að landið væri -órt í samanburði við íbúatölu, ströndin væri vogskorin og rík isvaldið mundi þess með öllu ómegnugt að halda uppi gæslu laganna. En reynsla Bandaríkj-' anna hefir sannað, að afl ríkis-; valdsins er ekkert aðalatriði í þessu máli. Þetta er heimsins sterkasta ríki og ofstækisfullir menn hafa rekið á eftir ríkis- valdinu, en alt kemur fyrir ekki. Þeir, sem dálæti hafa á sterku ríkisvaldi, ætti að varast slíkar tilraunir, því að óhjá- kvæmilegt er að ríkisvaldið hafi að lokum óvirðing af tilraun- inni. Hin mikla lexía Bandaríkj- anna í þessu máli, er sú, að ekk- ert ríki, með stjórnarfari því, sem yfirleitt ríkir í lýðræðis- löndum, er þess umkomið að halda uppi lögum, sem mikill hluti landsbúa er andvígur. Yf- irleitt má segja, að í bann- málinu hafi menn varið alt of miklum tíma í deiluna um það, hve langt ríkisvaldið megi ganga í því að hefta persónu- legt frelsi manna. Vitaskuld er mjög mikilsvert að gjöra sjer þess grein, en niðurstaðan fer þó ávalt eftir skapferli manna og lífsskoðun. Hún fer eftir því, hve mikils mönnum þykir vert um frelsi. Og í því efni eru menn mjög margvíslega hugs- andi. En einmitt sökum þess, hve lausnin á spumingunni er ! háð mismunandi upplagi manna og skapferli, er réttara að beina heldur augunum að hinni spurningunni: hvaða teg- und af lögum er hugsanlegt að unt verði að halda uppi sæmilega? Og bannreynsla Bandaríkjanna hefir úr því skor ið betur en nokkur önnur ein- 'stök tilraun í veraldarsögunni, 1 að nú á tímum verður ekki hald ið uppi lögum, sem andstæð eru dómgreind og tilfinningum mj jg mikils hluta þjóðarinnar. Þau lög, sem hafa verið og verða á- i valt alment brotin eru alveg jsjerstakrar tegundar — lög : eins og bannlögin, sem miljónir virðulegra og annars hæglátra og hófsamra manna telja harð- stjóralög, heimskuleg og ónauð- synleg, eða þá afkvæmi hleypi- dóma og ofstækis. Vonandi fyrnist ekki þessi reynsla næst-u komandi kynslóðum. Burt með bannið. Útvarpserindi eftir Árna Pálsson. Jeg hefi látið tilleiðast að tala lijer fáein orð í kvöld um bannið, þó að mjer sje það óljúft fyrir margra hluta sakir. Þetta ógeð- felda vandræðamál hefir nú ver- ið á dagskrá þjóðarinnar um 20 —30 ár og er orðiö svo þaul- rætt fyrir langa-löngu, að þess er engin von að ný rök eða gagn- rök komi fram. Flestir skynbær- ir menn munu og líta svo á, að rejmslan, sem stendur öllum rökræðum ofar, hafi kveðið upp fullnaðardóm um bannmálið fyrir löngu, og get jeg ekki gert mjer neina von um, að þeir sem ekki vilja hlíta þeim dómi, meti mín orð að nokkru. Loks má svo heita, að ekkert bann hafi verið hjer á íslandi síðan 1922, og þó að pappírslög um bann væru til hjer á árunum 1912—1922, þó hljóta þó allir, sem nokkra virðingu bera fyrir sannleikanum, að kann- ast við, að þau lög gengu aldrei í gildi í 'raun og veru, ekki einu sinni að hálfu leyti. Og að hverju á jeg þá að eyða orðum hjer í 20—30 mínútur? . I. Friðrik Á Brekkan flutti fyrir skemstu bannerindi i útvarpið. — Hann komst svo að orði í upp- hafi máls, að þeim, sem ráða ættu fram úr vandamálum, væri nauð- synlegt, að gefa sjer tíma til þess að hugsa þau, — til þess að ræða þau við sjálfa sig í huganum, — til þess að hlusta á rök annara og bera þau sarnan við sín eigin rök. Jeg býst við að allir geti orðið sammála herra Brekkan um þetta, því að hjer hefir hann sagt það eitt sem sjálfsagt er- En þó bætir hann við, að á þetta vilji oft skorta, — og er jeg hræddur um, að það eigi ekki hvað síst við um sjálfan hann og samherja hans. Mjer er það að minsta kosti minnisstætt, að ekki var gott að koma orðum eða rökum við bann- menn um þetta mál fyrir svona 20 árum, ;— og raunar lengi síðan. Það er þó alls ekki tilgangur minn að hefja ádeilur á bannmenn a þeirri stuttu stundu, sem mjer er ætluð hjer í kvöld. Mjer liefir að vísu aldrei blandast hugur um, að þeir færu viltir vegarins. En 'liitt er mjer ekki síður kunnugt, að margir þeirra hafa verið hjart- anlega sannfærðir um sinn málstað og þess fnllvissir, að þeir ynnu landi og lýð ómetanlegt gagn með baráttu sinni fyrir banninu. Sumir þeirra hafa og vitanlega lagt bæði tíma og fje og sálarfrið í sölurnar fyrir þetta auðnulausa óhappamál. — Þjóðf jelagsdygðir standa vitanlega ekki i slíkum blónía á íslandi um þessar mundir, að vjer höfum efni á að lítilsvirða ósjerplægni og trygð við málefni, jafnvel þó að málefnið sje oss ekki geðfelt. Þess vegna getum við andbanningar altaf átt sam- leið við heiðarlega. bannmenn á oðrum sviðum, þótt margt hafi á milli bori um bannmálið. — En hitt er satt, að ekki var dælt að koma rökum við þá um þær mundir, er bardagahitinn var sem mestur í þeim. Og þó er það j sannast að segja að vjer and- ! banningar höfðum ódrepandi rök : fram að færa fyrir okkar máli, enda mun sjaldgæft að þeir, sem takast þann vanda á hendur að segja fyrir óorðna hluti, reynist svo sannspáir, sem andbanningar um bannlögin: Yið sáum þegar í upphafi, að það væri óvitaskapur, að ætla sjer að breyta rjettarvitund manna með því einu að skrifa |á pappír, að það skyldi teljast ^saknæmt og glæpsamlegt á morg- un, sem talið var leyfilegt og eðlilegt í gær. Við bentum á, að strendur Is- lands væru víðáttumiklar og ó- kleift að hindra með lögreglueft- irliti, að ekki flyttist áfengi í land. Við reyndum að gera bann- mönnum skiljanlegt, að á móti þessum lögum mundu rísa fjölda- ; margar hvatir mannlegrar sálar, ;bæði göfugar og ógöfugar: sóma- tilfinning heiðarlegra manna, sem eigi vildu láta kúgast af rahglátri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.