Morgunblaðið - 29.10.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1933, Blaðsíða 3
 J * * R Q l N B L A Ð I Ð 3 mtmmmummmmmm jPt^guoRaðið ttret.: H.Í. Á.rvakur. St«TkjavlJk J.!t«tjórar: Jðn K.Jartan««ozL Valtýr St«fá.n«*oa 'tpíjörn oi? afgTeinsla Ausiurstræti 8. — Slml i ««>• *U£lý«ingr&stJörl: BJ. Hafberg ^ jirlýain^aakrlfstofa Auaturairæti 17 — Slmi «700 Lögregltiþjónarnír nýju. Bæjarstjórn setur þá í stöðurnar. Hermann Jónasson gefur í skyn að hann vinni ekki með þeim. <elrnaalmar JAn Kjjrtansaon nr. 3742 Valtyr StefónHdon nr 4220 Árn! óla nr. 3045 E Hafberg nr 377o * akrlftagjp-ld: ínnanl&mls kr. 2.00 a minnn Utanlanda kr. 2.50 á œáuum lausasölu 10 ftura elnt.aklb 20 aura m©0 Leab6» Tveir stjórnendur Síldarverksmiðju ríkisins segja af sjer. Guðmundur Hlíðdal, land- símastjóri, og Loftur Bjarnason, útgerðarmaður í Hafnarfirði, liafa báðir sagt af sjer störfum í stjórn Síldarverksmiðju ríkis- ins. Er fullyrt, að þeir hafi gert það, vegna ósamkomulags við Þormóð Eyjólfsson frá Siglu- firði, sem verið hefir formaður ■verksmðijustjórnarinnar. G. Hlíðdal hefir verið í stjórn verksmiðjunnar síðan í júní- byrjun í fyrra, en Loftur Bjarna son síðan um miðjan júlí sama ár. — Sveinn Benediktsson og Guð- mundur Skarphjeðinsson áttu sæti í stjórn verksmiðjunnar frá byrjun þangað til í júní 1932, að Guðmundur fór úr stjórn- inni, en Sveinn síðar sama sum- ar. — Þormóður hefir verið í stjórn verksmiðjunnar síðan 1930 og jafnan við lítinn orðstír. Það Þefir endurtekið sig, að Þormóð- ur hefir látið ganga frá reikn- ingum verksmiðjunnar brengl- uðum og röngum og þessi ranga reikningsfærsla ekki fengist leiðrjett fyr en eftir mikið stímabrak. Þótt víða væri leitað, mun alveg einstakt tiltæki Þormóðs, þegar hann, haustið 1931, seldi megnið af tanklýsi Síldarverk- smiðju ríkisins j leyfisleysi og sumpart þvert ofan í fyrirskip- anir meðstjórnenda sinna, og bakaði verksmiðjunni með því tjón, sem nam tugum þúsunda króna. Meðstjórnendur Þormóðs í verksmiðjustjórninni, endurskoð endur verksmiðjunnar, lands- stjórnin og sjávarútvegsnefnd neðri deildar Alþingis, hafa sett ofan í við Þormóð fyrir fram- komu hans í verksmiðjustjórn- inni, en ekkert hefir dugað. Af- glöpin hafa endurtekið sig. Nú hafa hinir nýju meðstjórn endur Þormóðs sagt af sjer. — Syndamælir Þormóðs í verk- smiðjustjórninni er fullur fyrir löngu. Þess verður að krefjast af ríkissjórninni, að hún tafarlaust setji hæfan mann í formanns sæti í verksmiðjustjórninni. — Það ætti að vera auðgert, því að þegar verksmiðjustjórnin var sett að nýju sumarið 1932, var Þormóður aðeins settur í þetta starf til bráðabirgða. Á bæjarstjórnarfundi í gær- kvöldi var veiting lögregluþjóna 2. mál á dagskrá. Stóð fundur- inn þangað til kl. að ganga 10. Voru umræður fjörugar með köflum. Borgarstjóri skýrði frá því í upphafi, að hann gerði það að tillögu sinni, að menn yrðu sett- ir í lögregluþjónastöðurnar fyrst í stað, skyldi setning þeirra gilda frá 1. nóvember. Hver er afstaða lögreglust j ór ans ? Umsóknir munu hafa komið alls frá á 3. hundrað mönnum. Umsóknir þær, er sendar voru borgarstjóra, afgreiddi borgar- stjóri til lögreglu..tjóra, svo hann fengi tækifæri til að gera til- lögur sínar. Lögreglustjóri valdi síðan eina 30 úr, er hann mun hafa ætlast til að kæmu til greina. í. upphafi umræðunnar gerði Stef. Jóh. Stefánsson þá fyrir- spurn til lögreglustjóra, hvort hann myndi sætta sig við að menn fengju stöðurnar, sem eigi væri í þessum 30 manna hóp. Vitnaði ræðumaður til ummæla lögreglustjóra um þetta efni, þar sem hann taldi sér ófært að gegna embætti sínu, ef aðrir yrðu lögregluþjónar en þeir, sem hann vildi hafa. Kvaðst St. Jóh. St. að vísu gjarnan vilja að vald- ir væru menn utan þessa hóps. En ef lögreglustjóri setti það á odd, að þessir einir kæmu til greina, ætlaði hann að beygja sig fyrir því. Fyrirspurn St. Jóh. St. svar- aði lögreglustjóri með þessum orðum: Það liggur í hlutarins eðli, að jeg get ekki haft aðra menn starfandi á mína ábyrgð, en þá, sem jeg hefi stungið upp á, að fái stöður þessar. Sósíalistar vilja slá málinu á frest. Sósíalistar hjeldu um það margar ræður, að þeir hefðu ekki kynt sjer upplýsingar þær, sem lögreglustjóri hefði gefið, um menn þá, er hann stakk upp á, og vildu láta líta svo út, sem þeir hefðu ekki átt kost á því. Báru þeir fram tillögu um það að fresta málinu. En Jakob Möller benti á, að lengi gætu þeir vanrækt að kynna sjer málavöxtu, og væri óhægt að bíða eftir því, enda hefði þeim verið í lófa lagið að kynna sér öll plögg lögreglu- stjóra, hefðu þeir viljað. Var frestunartillagan feld. Lögreglustjórinn og utanbæ j armenn. Lögreglustjóri flutti langa ræðu um það, að rjettast he:ði verið að veita aðeins utanbæjar- mönnum lögregluþjónastöðurnar, því sá siður væri m. a. í London. Reglu þeirri kvaðst hann hafa fylgt, með því að benda á sex eða sjö utanbæjarmenn. Þótti Jak. Möller hjer gæta ósamræm- is. — Sig. Jónasson var óðamála sem oft áður á fundum, og tal- aði með gífuryrðum um, að Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn ætl- uðu að hafa einhvern óskunda í írammi. Hann var ekki virtur svars. Að umræðum loknum féllu at- kvæði þannig, að þessir menn voru settir í lögregluþjónastöð- urnar og hafa þeir allir verið í varalögreglunni: Aðalsteinn Jónsson, Hverfisgötu 90. Ágúst H. Kristjánsson, Tjarnargötu 40. Ármann Sveinsson, p. t. Siglufirði. Bárður Óli Pálsson, Laufásvegi 59. Bjarni Eggertsson, Grettisgötu 74. Egill Þorsteinsson, Reykjavíkurvegi 31. Eiríkur Eiríksson, Laugavegi 81. Friðrik Garðar Jónsson, Hafnarstræti 18. Geir Sigurðsson, Bergþórugötu 11. Guðmundur Illugason, Fálkagötu 20. Haraldur Þ. Jóhannesson, J ófríðarstöðum. Jón Jónsson, frá Laug, Laugavegi 40. Kristbjörn Bjarnason, Skaftafelli. Kristján Þorsteinsson, Ásvallagötu 23. Leó Sveinsson, Lindargötu 25. Óla.fur Magnússon, Seljavegi 13. Ólafur Sigurðsson, Tjindargötu 7 A. Sigurður Grímsson Thorarensen, Kirkjustræti 6. Sigurgeir Albertsson, Seljavegi 27. Stefán Zophonías Jóhannsson, Hamri, Suðurlandsvegi. Þorkell Steinsson, Meistaravöllum. Bannlagavisar Á einum atkvæðaseðli hjer í Rvík, var lívorki krossað við Já nje Nei, en þessi vísa var á seðl- inum: Þó að Feli og Brynki banni, brennivín í hverjum manni, ávinna þeir ekki neitt. Því að bæði sveinn og svanni súpa það í bverjum ranni, þó atkvæði sje ekki greitt. Á öðrum seðli var krossað við Nei, og stóð þessi vísa á seðlinum: Fyrst jeg hrugga brennivín, bannið læt jeg standa; svo allir drekki eins og svín okkar góða „landa“. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiciiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiMa Hún hefir barnsins silkimjúku húð. Móðir hennar vissi hvað hún gerði, þegar hún tók | | litlu stúlkuna sína á knje sjer og brýndi fyrir henni | | að nota aldrei aðra sápu en | PALMOLIVE [ Nú er litla stúlkan gjafvaxta og hörund hennar | | er bjart og silkimjúkt. Það ber þess ljós merki, að 1 1 hún hefir hlýtt ráðum hennar. Palmolive er óviðjafnanleg fegurðarsápa. Látið 1 | því enga aðra sápu komast inn á heimili yðar. | PALMOLIVE ] .................................lllllllllllllT HolasKlpið er á e'á i Væntanlegt um miðja þessa viku. Enn fremur kemur annað kolaskip um ménaðamót nóvember og desember. Hoiaverslun Sigurðar Öiafssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.