Morgunblaðið - 02.11.1933, Síða 3

Morgunblaðið - 02.11.1933, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 5 Blaðamenn. Ámi Óla 125. okt. 1913—30. jfiní 1920 og frá jan. 1926 Jón Bjömsson 1919—1928 Skúli Skúlason 1919—31. des. 1923. reka bæði blöðin í sameiningu. Morgunblaðið áttu þeir til helm- inga Vilhjálmur Finsen og Ól- afur Björnsson, en ísafold var eign erfingja Björns Jónssonar. Var þá sú tilhögun ákveðin, sem síðan hefir að mestu hald- ist, að Isafold væri vikuútgáfa Morgunblaðsins. Hið nýja blaðaútgáfufjelag, „Árvakur“ rjeði þá sem rit- stjóra blaðanna, Ólaf Björns- son (stjórnmálaritstjóra) og Vilhjálm Finsen. Var tilætlunin að stækka Mofgunblaðið að mun, og gera efni þess fjöl- breyttara og útgáfuna vandaðri en verið hafði. Um vorið 1919 sigldi Ólafur Björnsson til Dan- 'merkur, að vísu fyrst og fremst til þess að leita sjer heilsubót- ar. En jafnframt kynti hann sjer þá ýmislegt er að rekstri dagblaða laut, af svipaðri stærð og Morgunblaðið skyldi vera. f ráfall Ólafs Björnssonar ritstjóra. Hið nýja blaðaútgáfufjelag skyldi taka við rekstri blað- anna hinn 1. júlí. En lífið og sálin í því fyrirtæki átti fyrst og fermst að vera Ólafur Björnsson, sem .ritstjóri og prentsmið j ueigandi. En hjer fór á annan veg, því Ólafur andaðist 10. júnív Við þetta komust fyrirætlan- ir útgáfufjelagsins eigi til þeirra framkvæmda að ýmsu leyti, sem ætlast var til. Stóra Morgunblaðið. Útgáfufjelagið tók að vísu við blöðunum 1. júlí. Og stór- feld breyting var gerð á Morg- unblaðinu nokkrum dögum seinna (8. júlí), er blaðið var stækkað um helming. Hefir aldrei, hvorki fyr nje síðar ver- ið gefið hjer út blað í jafnstóru broti. Starfskraftar voru að sjálf- sögðu auknir við ritstjórn blaðs- ins. Áður höfðu við hana starf- að auk ritstjórans, þeir Árni Óla og Skúli Skúlason. Var Skúli nú ráðinn fastur starfs- maður. Ennfremur var Jón Björnsson þá kominn að blaðinu fyrir nokkru. En veruleg breyting á efni og frágangi blaðsins varð lítil, önnur en stækkunin. Áskriftagjald blaðsins var látið haldast óbreytt, 1 kr. á rnánuði. Það þótti í frásögur færandi, að póststjórnin kvartaði undan brdti blaðsins, sem var svo sírórt, að það rúmaðist illa í póstkoffortunum. En stærð blaðsins reyndist of mikil víðar en í póstinum. — Sýndi það sig brátt, að á rekstri blaðsins varð nú meira tap en nokkru sinni áður. Stjómmálaritstjóri var eng- inn ráðinn fyrst í stað, fyrir Ólaf heitinn Björnsson. En 5. nóv. haustið 1919 var Einar Arnórsson, núverandi hæsta- rjettardómari ráðinn stjórn- málaritstjóri blaðsins. Helt hann því starfi til 31. jan. 1920. „Stóra Morgunblaðið“ kom út frá 8. júlí til 31. des. 1919. blaðsins, þangað til stríðið hófst um mánaðamótin júlí og ágúst 1914. Þá komst hjer alt í upp- nám sem annars staðar. Þá voru allir sólgnir í frjettir. Og það var Morgunblaðið, fyrst og fremst, sem sá þeim fyrir frjett- unum. — Daglega gaf það út fregnmiða og birti frjettir jafn- óðum og skeyti bárust að, hjá dyrum afgreiðslunnar. Fólk «tóð þar hópum saman dag eft- ir dag. Og þá var eins og menn fyndi fyrst fyrir alvöru til þess, ” hvert hlutverk blaðið hafði. Fór þá mörgum svo, þótt þeir áður hefði bölvað allri blaðamensku í sand og ösku, og sagt að þeir vildu ekki hafa neitt blað inn fyrir sínar dyr, að þeir komu og gerðust áskrifendur Morg- unblaðsins, til þess að geta fengið nýjustu heimsfrjettirnar „með morgunkaffinu“. Það brá nú svo við, að á ein- um mánuði fjölgaði áskrifend- um Morgunblaðsins um helm- Ing og þegar það var árs gam- alt stærði það sig af því, að þá sje áskrifendur hátt á annað þúsund. Jafnframt þessu komst hreyf- ing á kaupmannastjettina. Aug- lýsingar jukust stórum, því að þrátt fyrir allan þann glund- xoða, sem stríðið gerði, verður því ekki neitað, að það setti fyrst í stað fjörkipp í alla versl- un. Það var óvissan, hin mikla eftirspurn og hækkandi vöru- verð, sem varð þessa valdandi. Þarf ekki að rekja það nánar hjer, en þessa aðeins getið til að sýna hverjar afleíðingar það hafði fyrir rekstur Morgun- iblaðsins. Stofnað frjettafjelag. I sambandi við þetta er rjett að geta þess, að vegna fjár- skorts treystist Morgunblaðið ekki til þess að fá jafn miklar •og ýtarlegar fregnir af stríðinu fyrst í stað, eins og margur hefði óskað. Var þá það ráð fekið að stofna hjer frjettafje- lag. Höfðu blöðin „Morgun- blaðið“ og ,,ísafold“ forgöngu að því, en í fjelaginu voru auk þeirra margir helstu kaupsýslu- menn bæjarins, því að þeim reið það á mestu að vita sem glögg- ast um ástandið í álfunni. Jafn- framt voru stofnuð lík frjetta- fjelög út um alt land, og voru 'þau í sambandi við frjettafje- lagið hjer. Samningur var gerð- ^ur við frjettastofu Reuters í Lundúnum um að senda dag- lega 100 orða skeyti og höfðu í þá ekki fyr þekst á íslandi aðr- ar eins frjettasendingar. Skeyt- in voru send til Morgunblaðs- ins; það Ijet þegar þýða þau og ; prenta síðan á ensku og ís- | lensku. Sendi það svo skeytin jafnharðan til allra þeirra, sem í frjettafjelaginu voru, og sím- aði þau til allra frjettafjelaga jút um land. Þessi skeyti byrj- uðu að koma 21. ágúst og heldu þau áfram daglega til áramóta. Bresku frjettirnar. j Haustið 1914 mintist hinn út- sendi ræðismaður Breta, Mr. úable, á það við ritstjórann, að utanríkisstjórn Breta sendi dag- lega út frjettir um stríðið, og mun hafa látið þess getið, að hann gæti útvegað Morgun- blaðinu þær ókeypis, ef það vildi þýða skeytin og birta. Þessu tók ritstjórinn auðvitað fegins- liendi, og birtist fyr^ta skeytið í blaðinu á ársafmæli þess. Síð- an heldu þessi, skeyti stöðugt áfram þangað til stríðinu var lokið. Horft um öxl, eftir árið. I yfirlitsgrein, sem birtist í blaðinu þegar það var ársgam- alt segir svo: „Meginregla Morgunblaðs- ins var sú, að flytja lesendum sínum miklar og áreiðanlegar frjettir hvaðanæva. Munu allir þeir, sem líta vilja á það hlut- drægnislaust, hvernig Morgun- blaðinu hefir tekist að leysa það hlutverk sitt af hendi, verða að viðurkenna, að það hefir flutt meiri frjettir en nokkurt annað íslenskt blað hefir gert til þessa. — — En auk þess hefir Morgunblaðið flutt alls konar fróðleik, skemtandi greinar og sögur, sem hafa ver- ið hver annari betri. Hefir það að öllu samtöldu flutt lesend- um sínum miklu meira lesmál á einu ári, en nokkurt annað ís- lenslct blað. Og til þess að færa sönnur á það mál vort, skulum vjer láta þess getið að 3520 dálkar af lesmáli hafa staðið í blaðinu á þessu ári, eða til jafn- aðar nær hálf þriðja síða á degi hverjum". Upphaflega var það skýr og ákveðin stefna Morgunblaðsins, að vera eingöngu frjettablað, ópólitískt með öllu, er ljeti sig engu skifta stjórnmáladeilurn- ar í landinu. En er tímar liðu reyndist það ritstjórn blaðsins ókleift, að reka blaðið sem full- komlega ópólitískt blað. Smátt og smátt tók blaðið flokksaf- stöðu til fleiri og fleiri mála, fyrst einkum málefna er snertu Reykjavíkurbæ, og síðan al- mennra landsmála. Útgáfukostnaður eykst. F j árhagsvandræði. Kaupendum blaðsins fjölgaði með ári hverju jafnt og þjett, bæði í Reykjavík og nágrenni, ! og ekki síður í ýmsum kaup- ; stöðum landsins. En jafnframt hækkaði út- gáfukostnaður blaðsins stór- ; kostlega vegna hækkandi vinnulauna og afskaplegrar ^ verðhækkunar á pappír. — Neyddist það því til að hækka áskriftargjöld, fyrst upp í 75 aura á mánuði og síðan upp í 1 krónu. Var það þó með hálfum hug gert, búist við því, að ! mörgum mundi þykja blaðið |of dýrt og hætta að kaupa það. En sú varð ekki raunin á. Fólk 'var orðið vant við verðhækk- anir á öllum sviðum, og Morg- unblaðið vildi það ekki missa. | — Hækkun áskriftagjaldsins og auknar auglýsingatekjur I hrukku þó ekki til þess að ! standast útgáfukostnað blaðs- jins, þó sparlega væri á haldið já öllum sviðum. Við ritstjórn jblaðsins unnu t. d. oftast nær ‘fyrst framan af aðeins tveir jmenn, þeir Vilhjálmur Finsen j og Árni Óla. Blaðið gat ekki ’greitt skuldir sínar við Isafold- j arprentsmiðju, og jókst skuld- i in jafnvel ár frá ári. Hinn þröngi fjárhagur blaðsins hefti alla framþróun þess og við- gang. Helst svo fram til ársins 1919. ! Stofnað blaðaútffáfufjelag. Árið 1919 urðu tímamót í sögu blaðsins. Þá efndu nokkr- ir menn hjer í bænum til blaða- útgáfu, í þeim tilgangi að kaupa Morgunblaðið og ísafold, og Úte-áfukostnaður óbærilegur Blaðið minkað. Frá nýári 1920 hófst prent- araverkfall. Gátu þá engin blöð komið út. En hinn 4. janúar kom þó út „Frjettablað Morg- unblaðsins og Vísis“. Var það í sama broti og Morgunblaðið hafði verið í upphafi, en ekki nema 2 síður. Var það sett af prentaralærlingum í ísafold, með þegjandi samþykki prent- ara, og gefið út til þess að skýra lesendum blaðanna frá málavöxtum. Kom aðeins út þetta eina blað, og eftir viku var verkfallinu lokið. * Fyrsta blað „Morgunblaðs- ins“ 1920 kom út 8. janúár. — Hafði það þá verið minkað mikið og var komið í það brot, sem það er í enn í dag. Um þessa breytingu segir svo í blaðinu sjálfu: „Þegar Morgunblaðið hóf göngu sína í nóvembermánuði 1913, kostaði hvert rís af pappír, sem í það fór, kr. 2.95. Samskonar pappír var komnin upp í 18 kr. í júlímánuði s.l. hvert rís. Kaup prentara var 20 kr. á viku árið 1914. Og í júlímánuði í sumar sem. leið höfðu prentarar 54 kr. á viku. En þrátt fyrir þessa gífurlegu hækkun stækkaði Morgunblað- ið þá um helming, vegna þess að það bjóst við, að kostnaður- inn mundi minka, að vísu ekki prentunarkostnaður, heldur pappírskostnaður. En hin sorglega reynsla hef- ir orðið sú, að pappír hefir farið síhækkandi síðan. Og í septembermánuði fengu prent- arar enn 30% kauphækkun. Og enn ber þess að geta, að seinasta Alþing var svo hugul- samt að hækka hið geypiháa burðargjald blaða um 50% frá nýári. Alt þetta hefði þó Morg- unblaðið borið án þess að kveinka sjer, ef enn meiri vand- ræði hefði ekki steðjað að. Rjett fyrir nýárið fekk blað- ið skeyti frá pappírssala sín- um um það, að állur blaða- pappír hefði enn hækkað um 20%. Og nú, þegar blaðið byrj- ar að koma út á þessu ári, hafa prentarar enn fengið 40% kaup hækkun. Nú var úr vöndu að ráða fyrir blaðið, hvernig það ætti að standast þennan gífurlega kostnaðarauka. Og það voru ekki nema tvær leiðir til. Ann- að hvort varð það að hækka að stórum mun áskriftagjald og auglýsingaverð, eða þá að naínka. Hvorugur var kostur- inn góður, en að lokum var það afráðið, að taka hinn síð- ari, og minka brot blaðsins fyrst um sinn“. Skift um ritstjóra og aðra starfsmenn. Eftir að Einar Arnórsson ljet af ritstjórn Morgunblaðs- ins var Vilhjálmur Finsen enn einn ritstjóri blaðanna Morg- unblaðsins og vikublaðsins ísafoldar. Hinn 1. júní 1921 tóksÞor- steinn Gíslason við stjórnmála- ritstjórn blaðanna. Um leið var Lögrjetta gerð að vikublaði Morgunblaðsins jafnhliða ísa-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.