Morgunblaðið - 02.11.1933, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.11.1933, Qupperneq 4
6 MORGUNBLAÐIÐ Starfsmenn Morgunblaðsins. Sigfús Jónsson gjaldkeri sítSan 1923 Engilbert Hafberg augiýsinKastjóri síðan 1922 Aðalsteinn Ottesen afgreiðslumaður síðan 1915 ísleifur Gísli Finsen Helgi Hafberg gjaldkeri 1914—1923 afgreiSslumaSur 1914—.’15 og 1923—1925 fold, og var jafnan sama efni í báðum blöðunum tekið upp úr Morgunblaðinu. Unnu þeir Vilh. Finsen saman við blöðin til áramóta. Þá ljet Vilh. Fin- sen af ritstjórn og Þorsteinn varð einn ritstjóri. Var um leið gerð sú breyting, að ,,ísafold“ var lögð niður, en ,,Lögrjetta“ gerð að vikublaði ,,Morgun- blaðsins“. Um þessi áramót var lang- vint prentaraverkfall, og með- an á því stóð kom „Morgun- blaðið“ út fjölritað í lítilli út- gáfu, alls 32 tölublöð, frá 5. janúar til 11. febrúar. — Þá byrjaði það aftur að koma út eíns og áður, enda þótt verk- fallinu væri ekki alveg lokið. Þ. 1. júlí árið 1920 ljet Árni Óla af starfi sínu við blaðið. Hafði hann þá unnið við rit- stjórn þess frá því það var stofnað. Og í árslok 1923 hvarf Skúli Skúlason frá blaðinu, og stofn- aði Frjettastofu blaðamanna (F. B.). En 31. mars 1923 ljet Þor-1 steinn Gíslason af ritstjórn | blaðanna, og tóku þeir við rit- j stjóminni Jón Kjartansson og, Valtýr IStefánsson, Jafnframtj var útgáfa ísafoldar, sem viku-j blaðs tekin upp að nýju, en Lögrjetta hvarf úr sambandi við Morgunblaðið. 1. apríl 1924. í ávarpi hinna nýju ritstjóra til lesenda blaðsins þ. 1. apríl segir svo: „Langa stefnuskrá fyrir rit- stjórninni teljum vjer óþarfa, þareð blaðið sýnir stefnuna best í verkinu. Þó skal þess aðeins getið, að sú er ætlun vor, að aðal- ^ áherslan verði lögð á það, að skýra sem greinilegast frá því, ■ sem gerist utan lands og innah, eftir því, sem rúm blaðsins^ leyfir. Við lítum svo á, að það sje mest um vert, að lesendurnir kynnist sem best högum og á- stæðum allra stjetta, til þess að úlfúð sú og stjettarígur þverri, er annars getur orðið sjerlega viðsjárverður hjer í fámenninu. Þess skal þó þegar getið, að þá teljum við best fari, ef í framtíðinni tekst að sigla fyrir sker hafta og banna. Saga vor og þjóðarlund geta fært hverj- um, sem um það vill hugsa, lieim sanninn um það, að því blómlegra er yfir andlegu og efnalegu lífi þjóðarinnar, sem einstaklingarnir hafa meiri á- byrgð og frelsi í orðum og gerðum. Nokkuð hefir verið gert að því að vekja tortrygni gegn blaði þessu og því ætlað, að það ynni aðeins fyrir hag einn- ar stjettar. En slík ámæli verða ljettvæg, er það er athugað, að einmitt sú stjett manna, sem að því hefir helst stáðið, er þannig. stödd í þjóðf jelaginu, að gengi hennar fer saman og al- menn velgr-ngni þjóðarinna.r“, Fjárhagsleg viðreisn. Tímabilið frá 1. júlí 1919 og fram til ársins 1923, mun hafa verið það erfiðasta fyrir rekst- ur blaðsins, það sem af er. Hinir nýju^eigendur blaðsins, er ákváðu stækkun þess 1919, höfðu reynst helsti stórhuga. Er vikublað var sett í samband við Morgunblaðið, til að ná til lesenda í fjarlægum hjeruð- um, dró mikið úr út- breiðslu Morgunblaðsins á þeim stöðum, svo fyrsta afleiðingin var sú að eintakaf jöldi Morgunblaðsins minkaði. En tekjur af vikublaðinu munu hafa reypst minni, en ætlað var í upphafi. Árið 1923 rofaði til í þessu efni. Þá tókst að koma út- gjöldunum í samræmi við tekj- ur. En það var gert m. a. með svo harkalegu móti, að stund- um kom ekki út nema tveggja síðu blað. Blaðið hafði þó með að drag- ast stóra skuldabagga við ísa- foldarprentsmiðju og pappírs- sala, svo allar umbætur voru lítt mögulegar. Helst svo til haustsins 1924. Þá var eigend- um Morgunblaðsins gert tilboð um kaup á blaðinu. En þeir menn, sem undanfarin ár höfðu sýnt áhuga og fórnfýsi í því að halda útgáfunni áfram, töldu sjer að því lítinn sóma að gef- ast upp við svo búið. Þeir lögðu enn fram fje til blaðsins, nægi- lega mikið til þess að það gæti talist skuldlaust, og lögðu með því grundvöllinn að velgengni blaðsins síðan. Sýnir þetta og, að þeir treystu því, að blaðið mundi fyr eða síðar verða sjálf- bjarga. Útbreiðslan tvöfaldast. Farið verður fljótt yfir sögu ritstjórnartímabils þeirra, sem nú hafa ritstjórnina með hönd- um, og hafa haft, nærfelt helm- inginn af tuttugu ára æfi Morg- blaðsins, því blaðið var 10 ára og 5 mánaða, er núverandi rit- stjórar tóku við því. Stefnu þeirri, er þeir birtu í upphafi ritstjórnar sinnar hefir eigi verið kvikað frá síðan. Þarf eigi um það að fjölyrða hvernig almenningi hefir fallið blaðið í geð. Utbreiðsla blaðs- ins er sannur spegill undirtekt- anna. Síðan árið 1924 hefir upplag blaðsins tvöfaldast. Lesbókin. Merkasta tilbreytingin í út- gáfu blaðsins á þessu tímabili , er Lesbókin. Hún byrjaði að | j koma út haustið 1925. — Til hennar var stofnað til þess að jtryggja lesendum blaðsins hent- ^ugt lesmál á helgum, og flytja þeim ýmiskonar almennan fróð- j leik, sem of lítið rúm hefir jfengið í íslenskum dagblöðum. Upprunalega var til þess ætl- ast, að Lesbók flytti auglýs- ingar. En auglýsendur komu ekki auga á það, hve miklar vinsældir Lesbókin fekk og kærðu sig ekki um að auglýsa í henni. Var þá það ráð tekið, að helga Lesbókina aðeins les- | endum, og flytja þar engar i auglýsingar. Engu var lofað um iframhald Lesbókar í byrjun, imeðan óvíst væri hverjar und- j irtektir lesendanna yrðu. Nú . mun það sá hluti af útgáfu-j starfi blaðsins, sem síst yrði lagður niður. 1 ísafold og Vörður. í ársbyrjun 1930 gerði út- gáfufjelag „Morgunblaðsins“ samning við miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins þess efnis, að sameinuð yrðu vikublöðin ísa- fold og Vörður, og gefin út sem eitt blað. Jafnframt var Árni Jónsson frá Múla, sem: verið hafði ritstj. Varðar, ráð- inn sem stjórnmálaritstjóri. — Hann starfaði við blaðið rúmt ár uns hann fluttist til Seyðifjarð- | ar og stofnaði þar blaðið Aust- firðing. Síðar, eða frá því í nóv- jember 1930 til ársbyrjunar 1932 var Sigurður Kristjánsson stjórn málaritstjóri vikublaðsins. Starfsmenn og prentun. Annars hefir lítil breyting orðið á starfsmannaliði blaðs- ins síðan núverandi ritstj. tók við. Fram til ársins 1926 unnu þeir þrír við ritstjórnina Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson og Jón Björnsson. í janúar 1926 var Árni Óla ráðinn að blaðinu að nýju, en Jón heit. Björnsson fluttist til Akureyr- etf haustið 1928 og stofnaði þar blaðið Norðling, er hann einn helt úti með miklum dugnaði, eins og hans var von og vísa uns hann misti heilsuna. Hann Ijest, 23. ág. 1930. Með þau vandræði og þá erf- iðleika í huga, sem nærri höfðu eyðilagt framtíð blaðsins, hin fyrstu árin, hefir á þessum síð- ari árum jafnan verið gætt þess, að blaðið sniði sjer stakk eftir vexti. Þegar margir auglýsendur hafa þurft að nota sjer út- breiðslu blaðsins, og auglýsa 1 því hefir blaðið á stundum orð- ið allstórt — eftir íslenskum mælikvarða. Því jafnan hefir þess verið gætt, að auglýsingar bæru lesmálið ekki ofurliði. örðugleikar eru þó enn mikl- ir á því, að gefa út ,,stór“ blöð, m. a. vegna þess, að enn verð- ur blaðið að mestu að búa við aldraðan prentvjelakost ísa- fcldarprentsmðiju, en prent- smiðjan, eins og geta má nærri, eigi stofnsett og henni eigi hag- að með dagblaðsrekstur fyrir augum. Að Morgunblaðið hefir þó á undanförnum árum getað fi:llnægt kröfum auglýsenda og lesenda svo, sem raun er á, er að miklu leyti að þakka lipurð og velvild frá hendi ísafoldar- prentsmiðju og þá ekki síst dugnaði og áhuga þeirra prent- ara, sem við blaðið hafa unnið, og jafnan kappkostað að leysa verk sitt fljótt og vel af hendi. Frá útgefendum. Alla tíð síðan hlutafjelag var stofnað til útgáfu Morgunblaðs- ins, hafa stjórnir þess fjelags og fjelagsmenn alment gert sjer far um, að greiða götu þessa fyrirtækis, enda þótt aldrei hafi útgáfustjórnin tekið upp afskifti af daglegum rekstri blaðsins. En því má ekki gleyma, að það er útgáfufjelag- inu að þakka og einstökum fje- lagsmönnum, að Morgunblaðið er við lýði, en fór ekki forgörð- um í skuldabasli. Upprunalega voru fjelags- menn einir 15. Fyrsti stjórnar- formaður var Magnús heitinn Einarson dýralæknir, en með- stjórnendur þeir Arent Claes- sen stórkaupm. og Georg Ólafs- son núv. bankastjóri. Árið 1922 tóku aðrir menn við stjórn fjelagsins, þeir John Fenger aðalræðismaður, Garðar Gíslason stórkaupm. og Carl Proppé. Seint á árinu 1924 óskaði J. Fenger að fá sig lausan úr stjórninni. Hafði hann á und- anförnum árum -lagt mikið kapp á, að fá bætta aðstöðu blaðsins enda kom það starf hans að. tilætluðum notum. En sakir árása, sem hann hafði orðið fyrir frá hendi stjórnmálaandstæðinga, sem sprottnar voru af illkvitni og misskilningi, taldi hann rjett að hverfa úr stjórninni. Við for- menskunni tók þá Magnús Einarson dýralæknir aftur. Helt hann því starfi þangað til hann fell frá, 2. okt. 1927. Var það blaðinu mikið happ að hafa sem stjórnarformann á erfið- leikatímum jafn fjölfróðan og víðsýnan áhugamann og Magn- ús heit. Einarson var. Eftir hans daga tók Garðar Gíslason við formenskunni, og hefir haft hana á hendi síðan. Hefir hann rækt það starf sitt með þeirri árvekni, þeim áhuga og fyrirhyggju, sem honum er lagið. En meðstjórnendur hafa þeir verið Hallgrímur Benedikta ■son og Valtýr Stefánsson. Brúðar- kjóllinn, hin fræga saga Kristmanns Guðmundssonar, fæst hjá bóksölum í fallegu bandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.