Morgunblaðið - 22.12.1933, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.12.1933, Qupperneq 7
MORGUN BLAÐIÐ 7 >< Iðiagiailr. Mikið ú val I Manchester. •••••••••••••< Hnetnr, fleiri tegundir. Fýkjur. Conf. Rúsímir. Döðlur fást í Því að bera á sjer tvö rittæki þegar þjer getið fengið UIohdeR sem er hvort tveggja lindar- penni og blýant- ur. — Wonder er fullkomnasta rit- tækið, en þó frek- ar ódýr. Tilvalin jólagjöf. Góð bók. J. Arthur Findlay: Á landamærum annars heims. Þýðing eftir Einar H. Kvaran, — Útgefendur Magnús Stefánsson og Oliver Guðmundsson. — 187 bls. 8vo. Á árinu, sem er að enda, hef- ir komið út mikill fjöldi ís- lenskra bóka, miklu fleiri en vænta mætti hjer, þarsem bóka útgáfa hlýtur að vera mjög dýr og erfið, með því að les- endur, sem skilja íslenska tungu, munu í hæsta lagi vera um 140—150 þúsund. Af öllum þessum bókum gæti jeg hugsað að það yrði þessi ofannefnda bók, sem vekur á sjer mesta athygli og verður mest keypt. Hún er um sálar- rannsóknir og bætir mjög úr þeirri þörf, sem er á slíkum bókum, því að þó að ekki svo lítið sje orðið ritað um sálræn efni, einkum af Einar H. Kvar- an og Haraldi Níci:?«vm, og fyi'ir tilstuðlun beirra, og i;r þer fremst að telja tímaritið Mergunn, Górtán árnganga, og alt sem þar er saman komið, þá jafnast það ekki á við bók- mentir stórþjóða um þessi efni, og málið svo mikilsvert, að hjeð an af getur ekki orðið þagnaðj um það og bókmentimar hljóta 1 að fara vaxandi hjá oss eins og öðrum þjóðum, einkum Bretum. Bókin er eftir einn af merk- ustu sálarrannsóknarmönnum Englands, J. A. Findlay. Jeg veit ekki hvort hann er háskóla- genginn, en hann hefir mjög lagt fyrir sig háskólagreinir, einkum hagfræði, stærðfræði og eðlisfræði, og hann nýtur hins mesta trausts, einnig hjá lærdómsmönnum. Eins og oftast á sjer stað hjá vísindamönnum, sem eru vanir að byggja alt á reynslu og staðreyndum, þá lagði hann engan trúnað á sálarrannsókn- irnar og þær sögur, sem af þeim gengu, og hjelt þær væru heilaspuni einn þangað til hann fór sjálfur að ransaka. Hann segir: jeg veit það, að ef farið hefði verið fram á það við mig fyrir þrettán árum, að trúa þessum undarlegu frásögnum, þá hefði jeg ekki getað það. En þá hitti hann fyrir líklega einhvem ágætasta miðil, sem sögur fara af John C. Sloan, og er efni bókarinnar að lýsa rannsóknum höf. með hann. — Lýsir hann miðlinum sem hin- um mesta heiðursmanni, sem aldrei vildi þiggja eyrisvirði fyrir starf sitt, þótt hann væri aðeins fátækur verkamaður, svo ekki gat verið því til að dreifa að neinn fjárgróði freistaði hans til pretta. Miðilshæfileikar eru með ýmsu móti. Hæfileiki Sloans var að framleiða sjálfstæðar raddir utan við miðilinn. Þykir ; mörgum það besta sönnunin fyrir því, að það sjeu raunveru- lega framliðnir ástvinir, er þar koma í samband við oss. Enda mælir margt með því. Aðalkjarni bókarinnar og sá sem spiritistum yfir höfuð mun þykja hugðnæmastur, er lýs- ingin á þessum sannana-fund- um. Fundarmenn töluðu beint |VÍð vini sína og könnuðust við |Umtalsefnið, og ef eitthvað þekt- ist ekki í svip, sannaðist það ávalt eftir á. Frásögnin er með svo ótvíræðum sannleiksblæ, að lesandanum mun aldrei detta | í hug, að um blekkingar hafi 'verið að ræða og verður að vísa j honum til bókarinnar, og mun j hann ekki iðra þess. Annars er meiri hluti af meg jinmáli bókarinnar og það sem j höf. leggur einna mesta áherslu já, tilraun til að skýra fyrir- brigðin og sjerstaklega sam- jbandið milli heimanna. Verður I aðalniðurstaðan — í samræmi jvið það sem fleiri, t. d. Sir Oliver Lodge hefir í ljósi látið, meðal annars í bók sinni ,Ether jand reality' (ether og raun- veruleiki), — að etherinn sje jaðalefnið, sem umlyki jörð vora að eins með óendanlega fínni og smágerðari sveifluhraða, svo að annað tilverustigið sje í ether-heiminum, sem læsir sig inn í jörð vora. Þess vegna heitir bókin á frummálinu: Á landamærum ethersins, en þýí- andinn samkvæmt hugtakinu, sem í því felst og meira í sam- ræmi við íslenska hugsun, hef- ii' kallað það: Á Iandamærum annars heims. En um þetta verður einnig að vísa til bók- arinnar sjálfrar. Er það alt mjög merkilegt og umhugsun- arvert og þarf að lesast með meiri athygli og sennilega oft- ar en einu sinni sumt. Margt er sjálfsagt, sem ekki er að fullu skýrt í þessu dular- fulla sambandi. En eitt stend- ur óhagganlegt: að órækar vís- indalegar sannanir eru fengnar fyrir framhaldi lífsins, og fáar bækur munu víst hafa stáðfest þær sananir betur en þessi bók fyrir utan bækur hinna miklu vísindamanna spiritismans, svo sem Myers, W. Barrett, Oliver Lodge og óteljandi annara. — Þess vegna mun þessi bók hafa öðlast meiri hylli, en nokkur önnur bók um spiritisma. Kom út 30 sinnum á rúmu ári 1931 —32. Jeg get ekki stilt mig um að koma með þessi orð höf. að nið- urlagi.: Ef einhver hefir sett saman trúarkerfi, sem ríður í bág við þessar staðreyndir, þá verður að breyta því kerfi, svo að það samsvari staðreyndun- um, því að staðreyndirnar breyta sjer ekki til þess að samsvara einhverju sjerstöku trúarkerfi. Jeg trúi því að vís- indin og trúarbrögðin muni sam einast, þegar þau hafa tekið þessar staðreyndir gildar. Ekki þarf að taka fram, að frágangur þýðandans er hinn ágætasti. Það hefir víða verið erfitt að þýða, en hvergi hefi jeg — að vísu við fljótan jrfir- lestur — rekið mjg á stirt eða óíslenskulegt mál, og prentvillur finnast vart meira en ein eða tvær, sem enga þýðing hafa. Og útgefendunum til mak- legs lofs verður að segja, að frágangur þeirra er hinn prýði- legasti, mjög snoturt band og hlífðarkápa, prent og pappír. Er bókin fyrir það geðugri og ánægjulegri að fara með hana. Bókin er ódýr og eiguleg jólagjöf og spillir síst þeim hugsunum, er hlýða þykir að vjer berum um jólin, því að fari hún með staðleysur, yrði jólaundrið þýðingarlítið. Kristinn Daníelsson. Tilkynning frá Sðlnsambandl isl. fiskframleiðenda Vjer undirritaðir stjómendu'r Sölusambands ísl. fiskfram- leiðenda erum staðráðnir í því, að halda Sölusambandinu áfram næsta ár ef þátttaka framleiðenda verður nægilega mikil og verður þá starfsemi þess hagað svipað og verið hefir, þó með þeirri breytingu, að vjer munum hlutast til um að hver lands- fjórðungur velji sjer trúnaðarmann, er komi á fund vom til þess að fylgjast með störfum og athuga hvemig gætt sje hags- muna hinna einstöku fjórðunga. Er þetta gjört í því skyni að auka viðkynningu' og traust milli stjómar Sölusambandsins og meðlima þess. Viljum vjer því hjer með beina þeirri ósk til allra sem taka vilja þátt í slíkum samtökum um sölu á næsta árs fisk- framleiðslu, að þeir sendi oss umboð sín eigi síðar en 10. jan. næstkomandi og munum vjer þá taka ákvörðun um það, hvort vjer treystum oss til þess að halda starfseminni áfram. Verði þátttaka eigi nægileg að vorum dómi, munum vjer leggja niður störf vor jafnskjótt og vjer höfum ráðstafað sölu á þeim hluta af þessa árs fiski sem enn er óseldur. Til þess að ná sæmilegu verði fyrir þann fik mun verða leitað aðstoðar ríkisstjómar- innar ef nauðsyn krefur. Að lokum viljum vjel lýsa yfir þeirri skoðun vorri, að Sölusambandið hefir reynst landsmönnum til mjög mikilla hags- bóta og álítum vjer, að falli starfsemi þess niður, kunni af því að leiða slíkt verðfall að valdi fjárhagslegu hruni sjávarút- vegsins. Þess vegna skorum vjer fastlega á alla fiskfraumleiðendur að fylkja sjer sem einn maður, undantekningarlaust, undir merki Sölusambandsins. Reykjavík, 21. desember 1933. Richard Thors. Ólafur Proppé. Kristján Einarsson. Magnús Sigurðsson. Helgi Guðmundsson. 5híöaskálinn. Hæli fyrir gigtveika. Frá A. C. Höyer í Hveradöl- um hefir blaðinu borist eftir- farandi grein: Þareð nú að allar horfur eru á, að Skíðaskálinn komist upp í Hveradölum, vil jeg beina þeim tilmælum til Skíðafjelags- 'ins, að það gangist fyrir því, I að skálinn verði á sumrin not- : jaður sem heilsuhæli fyrir gigt- ! veika. Þorkell Þorkelsson veður- jstofustjóri hefir fyrir mörgum árum síðan fært sönnur á, að hverirnir í Hveradöjum hefðu radium að geyma. — Radium þetta kemur engum að gagni, en fjöldi fólks þjáist af gigt. T'að eru ekki ínargir, sem hafa f’íni á að fara suður til Pistyan, enda óþarfi þangað að leita, þareð nóg er af hverum hjer. Það er ljett verk að þvo þvott. Þegar Rinso er notað. Leggið þvottinn í Rinso-upplaustn nætur- langt, og næsta morgun sjáið þjer, að öll óhreinindi eru laus úr honum yður að fyrirhafnar- iausu. Þvotturinn þvæi sig sjál- fur, á meðan þjer sofið. Rinso gerir hvítann þvott snjóhvítan, og mislitur þvottur verður sem nýr. Rinso verndar þvottinn frá sliti og hvndur frá skemdum, því alt nudd er óþarft. Reynið Rinso-aðferðiaa þegar þjer þvoið næst og þier notið aldrei gamaldagsaSfes ðir aftur. VERNDAR HENDUR, HELDUR ÞVOTTINUM ÓSKEMDUM M-R 79-33 IC R. S. HUDSON LIMITED, LlvEKPOOL, ENGLAKO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.