Morgunblaðið - 07.01.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1934, Blaðsíða 2
2 A-zmc' MORGUNBLAÐIÐ í'tgfit.: H.Í. jLrvakar, JUrkJtTtk, KJtatjörar: JOn KJutaaaaoB. Valt^r Staláaaaoa. Ritatjörn og afgrelt3al&: Auoturstrœtl 8. — Slaal 1(00. Auglýalnraatjörl: BL H&íberr. AuKlýalnRraakrlístoía: Auaturatrætl 17. — Slaal >700. Halaiaatauur: Jön KJ rtanaaon nr. >742. Valtýr Stef&naaon nr. 4220. Árnl Óla nr. >045. B. Hafborg nr. >770. Áakrlftagjald: Inn&nlanda kr. >.00 & aiailL TJtanl&nda kr. 1.50 & aa&naSi. f l&uaaaölu 10 &ur& elnt&klB. 10 &ur& aaeS LeaMk Jóxi Þorláksson eða eínhver „seríösínn“. Sigurður Jónasson er ekki leng- ur í Alþýðuflokknum. Hann er því ekki lengur borgarstjóraefni flokksins. Fyrir ári útvöldu fyrverandi flokksmenn hans hann sem borg- arstjóraefni hjer í Reykjavík. Af því má marka hverskoaar mönnum sósíalist.ar ætla völdin hjer í bænum, ef svo alólíklega vildi til, að öðru sinni kæmi til orða, að þeir rjeðu hjer borgar- stjóra. Yið næstu bæjarstjórnarkosning ar skiftast kjósendur eftir tveim- ur aðallínum. Öðru megin eru Sjálfstæðis- menn, þeir bæjarbúar, sem bera hag almennings fyrir brjósti, hag bæjarfjelagsins, og hinir, rauðu flokkarnir, sem vinna fyrir ýmis- konar flokka- og klíkustarfsemi. Sósíalistar vinna fyrir sjerhags- muni sína, einkum brodda sína. Framsóknarmenn vinna fyrir Hriflunga, fjandmenn og haturs- menn Reykvíkinga, og um komm- únista er ekki að tala. Þeir eru skósveinar hinna rússnesku bylt- ingarsinna. Bæjarstjórnarkosningarnar snú- ast fyrst og fremsfc um það, hvort Reykjavíkurbær eigi framvegis, sem hingað til að skipa öndvegið í atvinnu og fjármálum þjóðar- innar, ellegar bærinn á að verða skattland rauðliðanna. Bæjarstjórnarkosningarnar skera. úr því, hvort Jón Þorláksson eigi framvegis að stjórna fjármálum bæjarins, ellegar atvinnuvegir og skattborgarar bæjarins eiga að verða ofurseldir einhverjum á- móta manni, og þeim, sem Alþýðu- flokkurinn hafði tilnefnt í borgar- stjórastöðu fyrir ári, einhverjum sem er ámóta og Sig. Jónasson. Getur nokkur efast um það, hvernig bæjarbúum tekst það val þ. 20. janúar? —-—---------------- Flughöfn hjá Hull. London 6. jan. F. Ú. Bæjarstjórnin í Huli hefir veitt háa fjárhæð til þess að koma upp flughöfn í grend við borgina, og á að koma upp flugvjelaskýlum, kaupa flug- vjelar, og byggja hús fyrir flug- fjelagið fyrir fje þetta. Síðan er gert ráð fyrir að komast að samningum um fastar flugferð- ir milli Amsterdam og Hull, við Konunglega Hollenska flugfje- lagið. Fjáraflaplön hermanns 3ónassnnar. Áður en Hermann Jónasson varð lögreglustjóri hjer í Reykjavík, leit hann svo á, að það væri ó- samrýmanlegt þeirri stöðu, að lög reglustjórinn ætti sæti í bæjar- stjóm. j'M'j r J ' Oj ITndir þetta gátu allir tekið, því að lögreglustjóraembættið er svo samtvimiað bæjarstjóminni, að lögreglustjórinn á ekki að jeiga sæti í bæjarstjórn. j 8vo var það, að Jónas frá •Hrifhi fór að leita að manni í lögreglustjóraembættið í Reykja- vík. Iþajin korpa auga á Hermann •lóuasson. Hami bauð Hermanni embættið, gegn því skilyrði, að Hermann gerðist pólitískur vika- piltnr Hriflunga. Þannig komst Hermann í þetta ábyrgðarmikla embætti. — Og hann var ekki fyr kominn í em- bættið, ea hann fór þar að þjóna lund Jónasar frá Hriflu. Nú sá Hermann ekki neitt því til fyrirstöðu, að lögreglustjórinn ætti sæti í bæjarstjórn, enda þótt hanii áður Væri búinn að fordæma slíkt og telja það með öllu óhaf- andi. Hann ljet því Jónas frá Hriflu tylla sjer í efsta sæti á lísta Tímamanna við bæjarstjórn- arkosningarnar 1930, og hann komst inn í bæjarstjórn. Hermann var ekki fyr kominn í bæjarstjórn, en hann gerði banda lag' ’við sósíalista og fekk sjálf- an sig kosinn í bæjarráðið, enda eru það einu störf bæjarfulltrú- anna, sem launuð eru. Bn það var ekki aðeins til þess að fá launin, að Hermann ljet troða sjer inn í bæjarráðið. Hann notaði þessa aðstöðu sína ti] þess að smeygja fram af sjer skyldustörfunum við lögreglu- stjóraembættið. Þetta, gerði hann á þann hátt, að í hvert skifti, sem eitthvað það kom fyrir í embætt- inu, sem snerti á einhvern hátt starf hans í bæjarstjórn eða bæj- arráði, þá vjek hann sæti og skipa varð sjerstakan setudómara í þessi mál. Á þenna hátt tókst Hermanni að losna við umfangsmestu mál- in, sem fyrir hafa komið í hans embættistíð, en það eru málin út af óeirðum kommúnista í sam- bandi við bæjarstjórnarfundina 7. júlí og 9. nóv. 1932. Skipa varð sjerstakan rannsóknardómara í þessi mál og hefir það að sjálf- sögðu kostað ríkið stórfje. Og þessi aukni kostnaður hefir lagst á ríkið eingöngu vegna þess, að Hermann Jónasson hefir verið að vafstrast í störfum, sem eru ósamrýmanleg embætti hans. — Hann hefir verið að krækja sjer í launuð auþastörf, til þess að geta losnað yið skyldustörfin! Sje það yilji Hermanns að vera að vafstrast í bæjarstjórn og bæj- arráði, þá löfum honum það. En hann á þá vissulega sjálfur að bera þann kostnað, sem af því hlýst, að hami ekki gegnir skyldu "törfunum við embættið. Nú er þessum kostnaði hlaðið á ríkiss^ð' og skattgreiðendur la.ndsins verða að greiða hann. — Slíkt er óþolandi með öllu. Hermann Jónasson virðist bein- línis vera að gera sjer leik að því, að losna við skyldustörfin við embættið. Honum hefir nú tekist að smeygja fram af sjer öllum þeim > málum, sem á einhvern hátt snerta störf bæjarstjórnar eða bæj arráðs. Þessi mál eru þegar orðin mörg og umfangsmikil. Hann mun hafa reynt — og tekist í sumum tilfellum — að losna við þau mál, sem lögregl- an er við riðin á einn eða annan hátt. Yitaskuld ber lögreglustjór- anum að fara með slík mál, en Hermann reynir með öllu móti að smeygja þeim fram af sjer. Loks tók lögreglustjórinn upp á því s.l. -haust, að gefa út pólit- ískt kosningablað og skoðaði þetta sem einskonar ,atvinnufyrirtæki‘, fyrir sig! Þetta má nú kannske til sanns vegar færa, þegar á það er litið, að kosningasneplinum er ætlað að koma Hermanni í bæjar- stjórn og bæjarráð, en þangað sækir hann part af sínu lifibrauði. En þetta „atvinnufyrirtæki“, útgáfa kosningasnepilsins notaði svo Hermann til þess enn á ný að losa sig við skyldustörf við em- bættið. Br í þessu sambandi skemst að minnast „hótunar- brjefa“-máls Hinriks Thoraren- sens. Þar varð a.ð skipa sjerstak- an rannsóknardómara, því að Her- mann „úrskurðaði" sig úr mál- inu, þareð það snerti hans „at- vinnufyrirtæki". Þetta framferði lögreglustjór- ans, að vera vafstrast í alls konar störfum, ósamrýmanlegum : hans ábyrgðarmikla embætti, er gersamlega óþolandi. Og þar sem þetta aukavafstur virðist. beinlínis gert í því skyni, að hagnast á því persónulega, verður að krefjast þess af ríkisstjórninni, að hún ! grípi í taumana. Telji Hermann það nauðsynlegt, að hann sitji í bæjarstjórn og I bæjarráði og- gefi út pólit.ísk blöð í atvinnuskyni, er sú minsta krafa sem af honum verður að heimta, að ríkissjóður ekki bíði fjárhags- legt tjón af þessu brölti hans. Bn mi standa sakir þannig, að ríkis- sjóður verður árlega að greiða stórfje vegna þessara fjárafla- plana Hermanns Jónassonar. Þessu verður að kippa í lág nú þegar, fyrst Hermann vill, vegna eiginhagsmuna vera áfram að vafstrast í störfum, sem eru ósamrýmanleg hans embætti. Fiðskiftasaimriingar. Rómaborg 6. jan. United Press. FB. Á fimtudag s. I. var endur- skoðaður viðskiftasamningur milli Ítalíu og Júgóslavíu und- irskrifaður. Er hann svipaður og ítalsk-rússneski viðskifta- samningurinn. — Viðskiftaum- leitanir milli ítala og Svisslend- inga standa nú yfir í Kern. Moldviðri ranðlíðanna. Þeír gera sig enn þá vítíausarí en þeír era. Menn, sem á undanförnum ár- um hafa komið til Reykjavíkur á svo sem 5—10 ára fresti, undr- ast allir hve ört bærinn hefir vax- ið og dafnað. Venjulega eru allir ’bæjarbúar, allir stjórnmálaflokkar sammála um þetta. Enda ekki hægt annað. En þegar kosningabliku dregur upp þá gleyma rauðu flokkarnir skyndilega öllu, sem þeir áður hafa sagt um þetta efni, gleyma öllu, nema því, að keppast við að útblása öfgar og vitleysu um bæinn, stjórn hans, og alt sem hjer er. Allir hinir rauðu, eða rauð- skjöldóttu Skriffinnar, vita með sjálfum sjer, að alt það sem þeir segja undir kosningar, eru ýkjur og vitleysa ein, sem hjaðnar niður að kosningaósigri þeirra afstöðn- nm. Mérkilegt, að þeir skuli ekki skilja og finna, hve öfgar þeirra missa marks, úr því þær aldrei gera. annað en færa þeim ósigur heim. Það vantar heilmikið enn. Inngangurinn að kosningamold- viðri rauðliðann er ætíð þessi: — Það vantar enn þá ýmislegt í Reykjavík. Bærinn hefir ekki enn þá vatns- veitu fyrir 30 þús. manns! Og rauðliðarnir æpa upp yfir sig. Þeir segja: Því var vatnsveitan ekki strax gerð nægilega stór? Því var ekki alt gert í einu? Því bygði ekki 8000 manna bær vatns- veitu fyrir 30,000' manns? Svona er „íhaldið“, sem þeir kalla. Munaði 8000 manna bæinn nokkuð um að gera vatnsveitu fyrir ferfalt stærri bæ? Það hefð- um við gert, ef við hefðum ráðið. Bftir því gætu þeir eins sagt: Bf við ráðum í bænum, þá ger- um við hvorki vatnsveitu nje ann- að fvrir Reykjavíkurbæ. Nei. Við gerum vatnsveitu, sem nægði fyr- ir ferfalt fleiri menn, sem nægði öllum landsmönnum, 100—120 þúsund manns. Hvað munar okk- ur um að borga vexti og afborg- anir af óþarfa vatnsveitu kostn- aði þessa stund, á meðan bærinn er að ferfaldast. Borgaðir eru 8% ársvextir. En 8% í 8 ár tvöfalda upphæðina. Þessu muna sósíalistar ekki eftir, eða þeir eru upp úr því vaxnir að hugsa um slíka smámuni. Húsnæði fyrir 30 þúsund. f 20 ár hefir ekki tekist að byggja vönduð íbúðarhús fyrir 20 þúsund manns. Þetta sjá rauð- liðar fyrir kosningar. Það eru til kjallaraíbúðir enn í bænum með Ijelegum gólfum og sólarlausum gluggum. Að þetta skuli geta átt sjer stað, slík ósvífni; er eftir „lcokka- bókum“ rauðliða alt meirihluta bæjarstjórnarinnar að kenna!!! Bn hvernig skyldi það hafa tekist að byggja yfir aðrar 20— 30 þúsundir landsmanna síðustu 20 árin í öðrum landshlutum? Hve margir íslenskir baðstofu- gluggar eru enn sólarlausir, slæm gólf, raki, rottur, tæring? Man Hermann Jónasson eftir nokkrn slíku úr ríkjum Framsóknar? Eða sósíalistar úr kaupstöðum þar sera þeir ráða? Það er satt, að enn liefir ekki tekist að koma upp áhjósanlegn húsnæði fyrir alla bæjarbúa. Bn er þetta nokkur saga? Hvar £ landinu er yfirleitt betri hýsing en í Reykjavík? Svari þeir rauð- liðar því! Bn liinu geta þeir ekki svarað hvernig þeir geta gert húsbygg- ingar hjer í bænum örari en þær hafa verið. Þeir geta lieldur ekki haldið því fram, að aðstreymi fólks úr öllum landshlutum hingað til bæjarins stafi af því að bærinn sje illa hýstur. Nei. Hjer er til- tölulega mest um viðunandi hiis- næði. Þess vegna m. a. flytur fólk hingað. Haldi vöxtur bæjarins áfram, með skynsamlegri stjórn Sjálf- stæðismanna, hverfa heilsuspill- andi íbúðir úr Reykjavík meðan úir og grúir af þeim í öllum myndum landshornanna á milli. Þetta veit fólk. Og því flytur það liingað. KommðnUtabnevkslið á SiGlufirði Sjóðþurðin hjá Lúter Einarssyni. Siglufirði, laugardag. Kommúnistar hjer hafa gert til- raun til þess að fá Lúter Einars- son, þann er uppvís varð að sjóð- þurðinni, strykaðan út af fram- boðslista sínum, og mun fjelag þeirra ætla sjer að snúa sjer til stjórnarráðsins í Reykjavík með beiðni um þetta. Sjóðþurðarmálið hefir orðið flokki kommúnista til afskaplege hnekkis. Togari veiðir kampavín. London 6. jan. F. Ú. Met í dýrmætum aflabrögð- um setttu nokkrir fiskimenn í Massachusetts nú í gær, er þeir voru að veiðum á togara. Þeg- ar þeir byrjuðu að draga inn vörpuna kom það í ljós, að Tiún var óvenjulega þung. í vörp- unni reyndist vera kassi fullur af kampavíni. Heldu þeir nú áfram að toga í von um meiri afla, og ljettu ekki fyrri en þeir höfðu „fiskað 300 kassa af kampavíni og öðrum dýrum vínum“. Pólverjar skjóta kommúnista. Berlín 6. jan. F. Ú. Pólskir verðir á landamærum Póllands og Rússlands skutu í fljótræði kommúnista, sem var á flótta úr fangelsi yfir landa- mærin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.