Morgunblaðið - 07.01.1934, Page 3

Morgunblaðið - 07.01.1934, Page 3
Smmudagnm 7. janúar 1934. M O R G IT N B L A Ð I f> 9 C-listinn er listi Sjálfstœðisflokksins. Kl. 12 á hádegi í gær var út- runninn fresturinn til þess að leggja fram lista til bæjar- stjórnarkosninganna, sem fram eiga að fara hjer í Reykjavík 20. þ. m. Svo var til ætlast, að kjör- stjórn kæmi saman strax og framboðsfresturinn var útrunn- inn. En á þessu varð nokkur dráttur, sem orsakaðist af því, að oddviti kjörstjórnar, Pjetur Magnússon alþm. var teptur fyrir austan fjall, vegna ófærð- ar á Hellisheiði. Hann fór aust- ur í Rangárvallasýslu á fimtu- dag, til þess að sitja fund sem þar var haldinn. Einnig sat hann fund að Ölfusá á föstudag Var ætlun hans að koma hing- að til bæjarins fyrir hádegi í gær; en í fyrrinótt spiltist færð in austur yfir fjall og var al- ófært fyrir bíla í gærmorgun Vegna þessa óvæntu hindr- ana, gat kjörstjórn ekki komið saman fyr en kl. 3 í gær, og þar mætti þá varamaður Pjet- urs Magnússonar, Tómas Jóns- son lögfræðingur. Hinir, sem sæti eiga í kjörstjórn eru þeir Geir G. Zoega vegamálastjóri og Ágúst Jósefsson heilbrigðis- fulltrúi; þeir voru báðir mættir. Umboðsmenii lista vilja vera viðstaddir. Um það leyti, sem kjörstjóm var að koma saman, barst henni ósk frá umboðsmönnum tveggja listanna, að þeir feng^ju að vera viðstaddir á þessum fundi kjörstjórnar. Þessi ósk kom frá umboðsmanni Alþýðuflokkslist- ans, Sigurjóni Ólafssyni og ff'á umboðsmanni lista Gísla Bjarna sonar, sem var Gísli sjálfur. Enda þótt það væri ekki venja við bæjarstjórnarkosn- ingar, að umboðsmenn lista væru viðstaddir þegar kjör- stjórn kæmi saman til þess að úrskurða um löggildi listanna og merkja þá bókstöfum, sá kjörstjóm ekki ástæðu til ann- ars en verða við ósk þeirri, sem fram var komin. En að sjálf- sögðu gaf hún umboðsmönnum annara lista þá einnig kost á að vera til staðar. Mættu því umbðosmenn allra lista hjá kjörstjórn. Þegar þangað var komið, kom brátt í ljós, hvað það var, sem lá bak við þessa ósk þeirra Sigurjóns og Gísla Bjamason- ar. Þeir viidu ná í bókstafinn C handa lista Gísla Bjamasonar. Var auðsjeð strax, til hvers þessi leikur var gerður. Það átti á þenna hátt að reyna að fiska atkvæði frá Sjálfstæðis- flokknum á lista Gísla Bjama- sonar, því að alkunnugt er, að Sjálfstæðisflokkurinn er vanur að hafa bókstafinn C við kosn- ingar hjer í bænum. Á valdi kjörstjórnar. Samkvæmt 11. gr. laga nr. 59, 14. júní 1929, um kosning- ar í málefnum sveita og kaup- staða, er það algerlega á valdi kjörstjórnar einnar, að ákveða hvaða bókstaf listarair skuli hafa. Hjer í Reykjavík hefir það verið venja undanfarið, að Al- þýðufl. hefir haft bókstafinn A, Kommúnistar (síðan þeir komu til sögunnar) B og Sjálfstæðis- menn C. Nú höfðu umboðsmenn þess- ara þriggja flokka hver um sig farið fram á það við odd- vita kjörstjórnar, að þeir fengi að halda sínum fyrri bókstaf, og taldi oddviti engin tor- merki á því. Enda er það eðli legast, þar sem venja hefir skapast um þetta, að hún hald- ist uns nýju alþingiskosninga- lögin koma í gildi, en þau fast- setja reglu um þetta. Það er öllum flokkum fyrir bestu, að halda föstum sínum bókstaf og óheppilegt að vera að rugla þar til og frá. Á fundi kjörstjórnar í gær var reynt að fá samkomulag umboðsmanna listanna um þetta. En Gísli Bjamason vildi ólmur fá C og Sigurjón studdi hann af kappi miklu. Þegar ekki tókst að fá sam- komulag um þetta, var boðið að láta hlutkesti ráða bókstöf- um allra listanna, en því neit- uðu Gísli og Sigurjón mjög á- kveðið. Af þessu er Ijóst, að tilgangur þeirra var sá einn, að reyna að gera Sjálfstæðis- flokknum miska. Ákvörðun kjörstjórnar. Vjeku nú umboðsmenn list- anna af fundi, en kjörstjórn tók ein ákvörðun um merking listanna. Hún ákvað, að merkja listana í sem mestu samræmi við undanfarandi, síðustu kosn- ingar hjer í Reykjavík og fengu listamir þessa bókstafi: A-listi: Alþýðuflokkur B-listi: Kommúnistaflokkur C-listi: Sjálfstæðisflokkur D-listi: Framsóknarflokkur E-listi: Listi Gísla Bjarnasonar Samkvæmt þesðu hefir Sjálf- stæðisflokkurinn sinn fyrri bók- staf og listi hans er C-Iisti. Á kjörskrá. Á kjörskrá við þéssar bæjar- stjómarkosningar hjer í Rvík eru nú 17.831 manns — 17602 á aðalkjörskrá og 229 á við- bótarkjörskrá. Smávægilegar breytingar kunna að verða á þessu, því eftir er að úrskurða um nokkrar kærur, sem fram hafa komið. Kosning hjá lögmanni. Lögmaður hefir opnað skrif- stofu fyrir þá kjósendur, er greiða mega atkvæði utan kjör- staðar og er sú skrifstofa í Pósthússtræti 3 (húsnæði vara- lögreglunnar). Skrifstofa þessi er opin alla virka daga frá kl. 10—12 árd. og 1—5 síðd. Þetta verða allir Sjálfstæðis- menn að muna, sem fara burt úr hænum fyrir kjördag. Munið ennfremur, að listi Sjálfstæðisflokksins er C-listi! Dcpbók. I. O. O. F. 3 ees 115188 = E. I. n Edda 5934197 = 2. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Djúp lægð út af Austfjörðum á hreyfingu norðaustur eftir. Á S- og V-landi er stinningskaldi á V, en nyrst á Vestfj. og á A-landi er NA- eða N-stormur með snjó- komu og 1—2 st. frosti. Lægðin fjarlægist landið allhratt og mun veður yfirleitt lygna og batna á morgun. Á hafinu milli Islands og Bretlands og á N-sjónum er V- hvassviðri og skúra- eða jelja- veður. Veðurátlit í Rvík í dag: V-gola. Dálítil snjójel. Útvarpið í dag: 10.00 Frjetta- erindi (Sig. Ein.) og endurtekn- ing frjetta. 10.40 Veðurfregnir. 15.00 Miðdegisútvarp. 15.30 Er- indi: Verður tilvera guðs sönn- uð? (Magmis Jónsson prófessor). 17.00 Messa í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 18.45 Barnatími (síra Friðrik Hallgrímsson). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynningar. 19.25 Tónleikar: Fiðlusónata eftir Beethoven, nr. 1, o. fl. (Felzman og C. Billich). 19.50 Tilkynningar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Uppruni og þróun tónlist-ar, II. (Páll Isólfsson). 21.00 Grammófóntónleikar: Brahms: Sýmphonia nr. 2 (Philadelphiu symphoniu-orkestrið, Leopold Stok owsky). Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. — Endurtekn ing frjetta o. fl. 19.00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynn ingar. 19.25 Óá-kveðið. 19.50 Til- kynningar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Frá út- löndum (Vilhj. Þ. Gíslason). 21.00 Tónleikar: Alþýðulög (Útvarps- kvartettinn). Einsöngur (Pjetur Jónsson). Grammófónn: Debussy: Petite Súite. — Smetana: Die Moldau. Þursölin. Athygli skal vakin á grein Jóns Pálssonar í Lesbók- inni í dag um hin fjörefnaríku þursöl. Þau fást í versluninni Bjarma, Skólavörðustíg 12. Frá skattstofunni: Þeir, sem ætla sjer að njóta aðstoðar á skatt stofunni við að útfylla framtals- skýrslur sínar til tekju- og eign- arskatts ættu að snúa sjer þang- að sem fyrst. Aðstoðin er veitt kl. 1—4 síðd. Áríðandi er að menn geti þá gefið nákvæmar upplýs- ingar um tekjur sínar og frádrátt, t.d. útgjöld við hús (skatta, við- hald) o. s. frv. Lík fundið í höfninni. Um kl. 2% í gærdag fann hafnsögubát- urinn karlmannslík á floti í höfn- inni, skamt fyrir framan gamla liafnarbakkann. Þektu menn þeg- ar að þet.ta mundi vera lík Jóns Hannessonar ökumanns, sem kendur var við Austurkot, en átti seinast heima á Elliheimilinu og hvarf þaðan fyrir nokkru. Líkið var flutt suður í líkhús. Höfnin. Tveir þýskir togarar komu hingað í gær, annar til þess að fá sjer kol, en hinn til við- gerðar. Fimleikasalurinn í í. R.-húsinu liefir verið bættnr mikið nú í jóla- fríinu og æfingar hefjast aftur á morgun. Frúaflokkur, Old Boys, fyrsti flokkur karla og kvenna eru beðnir að f jölmenna. - Flokk- stjórar eru beðnir að láta þetta berast. Togarinn Gvllir fór á veiðar í gær. „Hjálparstöð Líkxjar fyrir berklaveika, Bárugöt,u<f(g, (g^pgið inn frá Garðastr., 3., dvr t. v.). Læknirinn viðstaddur mánud. og miðvikud. kl. 3—4 og föstucl. kl. 5—6. Ungbarnavernd Líknar, Báru- götu 2 (gengið inn frá Garðastr. 1. dyr t. v.). Læknir viðstaddur fimtud. og föstud. kl. 3—4. Mæðrastyrksnefndin hefir upp- lýsingaskrifstofu sína opna á mánudagskvöldum og fimtudags- kvöldum kl. 8—10 í Þingholtsstr. 18, niðri. Næturvörður verðuf þessa viku í Laugavegs ApótekPog lugól(V Apóteki. Erlendu nautgripirnir, sem geymdir hafa verið í Þerney í sumar, voru, sem kunnugt er„ með hringormasýki, og hefir hún held- ur ágerst í þeim, svo að Búnaðar- fjelagið hefir ekki viljað flytja gripina brott úr eynni. Kvígan, sem látin var ganga í sumar í sjerstakri girðingu, með kúm Hafliða Pjeturssonar búanda í Þerney, veiktist seinast. Er talið að sýkingin hafi stafað af því, að Hafliði hafði hleypt einni kú sinni undir Btutthyrninginn. og muni hún hafa smitast um leið og síðan smitað aðra þá nautgripi, sem hún gekk með. Bílferðir teppast. Fannkomá var svo mikil hjer aðfaranótt langar- dags, að bílferðir teptust til Hafn- arfjarðar franfan af:degin.um í gær, en mokað var* svo “ ferðir byrjuðu eft-ir hád. Yfir Ilellislieiði var ófært bilum í gær, en fært að Álafossi. Hjónaband. í gær vpru gefin saman í, hjónaband af síra Sig- urði Gunnarssyni ungfrú Elinborg Haraldz, dóttir próf. Haralds heit- ins Nielssonar, og Erling Elling- sen verkfræðingur. Þrettándabrenna su, er knátt- spyrnufjelagið Valur ætlaði að halda í gær, fóst fyrir sökum þess hve mikill snjór hafði komið á völlinn, sem verður að moka burtu í dag, svo að eftjj daginn í dag, þegar veður levfir, verður brenn- an haldin. Póstferð til ísafjarðar. Togar- inn Kópur fer til ísafjarðar í dag eða á morgun. Eimskip. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Goða- foss er í Kaupmannahöfn. Brúar- foss er í Kaupm annah öfn. Detti- foss fór frá Hamborg í gror á leið til Hull. Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn. Selfoss fer t-il Hull og Antwerpen á morgun, Stórstúka íslands heldur auka- fund í kvöld í Templarahúsinu kl. 8. Eftir kl. 9 verður fundurinn opnaður á fyrsta stigi. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg. Samkomur í dag; Bænasam- koma kl. 10 árd. Barnasamkoma kl. 2 síðd. Almenn samkoma kl. 8 síðd. Allir velkomnir. Axel Danaprins gengur nú inn í stjórn siglingadeildar Austur- Asíufjelagsins. Hann hefir verið í þjónustu fjelagsins síðan 1921 og síðan 1927 hefir hann át-t sæt-i í st-jórn þess. (Sendiherrafrjett). Bæjarstjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum. Kosningu var lokið er blaðið fór í prentun. Um 1550 kusu af 1790 á kjörskrá. Úrslitin í Vestmannaeyium. Sjálfstæðismenn.808 Kommúnistar........... 449 Jafnaðarmenn..........276 Lindin, rit Prestafjelags Vest- f jarða, 4. árgangur 1933, hefir Morgunblaðinu borist. Efni þess er þetta: Jólahátíðin, eftir Sigur- geir Sigurðsson prófast í ísafirði, Jól (ljóð) eftir Svein Gunnlaugs- son, kennara, Englarnir og kirkj- an, eft-ir ungfrú Steingerði Guð- mundsdótt-ur, „Vertu ekki hrædd, litla hjörð“, eftir síra Þorst-ein Kristjánsson, Kristur er frelsari, og Sá finnur, er leitar, eftir síra Halldór Kolbeins, Messugerð hinn- ar nvju helgisiðabókar þjóðkirkju Islands, eftir Sigtrygg Guðlaugs- son prófast á Núpi, Átt-u fleygan finda 1 eftir Jens Hermannsson skólastjóra, Kvöldmáltíðin, sem minningar og sameiningarhátíð,' eftir síra Einar Sturlaugsson, Móðan (Ijóð) og Dauðinn (ljóð), eftir síra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri, Kii’kjnbændalag Ame- rfkumanna, eftir síra Pál Sigurðs- son, í heiðakyrð, eftir Sigurð Kristinn Harpan, Tvö dæmi um trú, eftir síra Björn O. Björnsson, Sjómannaminnismerki, eftir síra Sigurð Gíslason á Þingeyri, Trúin á guð, eftir Böðvar frá Hnífsdal, Veltur á ýmsu, eftir Kristján Sig. Kristjánsson fyrv. kennara, Rödd, og Andvarp, eftir síra Björn O. Björnsson, Hallgrímur Pjetursson, eft-ir Arngrím Fr. Bjarnason, rit- st.jóra, Á kirkjan erindi inn á svið stjórnmálanna?, eftir síra Böðvar Bjarnason. Margt fleira er í heft- inu og er það mjög fjölbreytt- og, frágangtir og pappír vandað. Ritið er prentað á Akureyri í prent- smiðju Odds Björnssonar. Selvogsvitinn. Ljósmagn hans hefir nýlega verið aukið upp í 18 sm., en Ijósmál hans er óbreytt. Brejding á flaggmerkjnm. Sam- kvæmt alþjóðasamþykt- hefir flággmerki fyrir skip, sem vilja kalla á hafnsögumann eða leið- söguniann, verið breytt í stafinn „G" (alþjóða merkjabók) í stað- inn fyrir stafinn ,,S.“ Jafnfra.mt má, eins og áður, nota flagg- merkið „PT“ eða leiðsöguflaggið, sem er þjóðfáninn með hvítri rönd í kring. Náttúrufræðisfjelagið hefir sam- komu mánudag 8. þ. m. kl. 8% síðd. í náttúrusögubekk Mentaskól ans. Fundur í kvöld kl. 8% í K.F.U. M. í Hafnarfirði. Stud. theol. Gísli Guðmundsson talar. Allir velkomriir. Radioviti í Vestmannaeyjum mun taka til starfa. seinni hlutann í janúarmánuði. Á þeim t-íma dags scm loftskeyt.astöðin starfar, mega skip kalla þangað (kall- merki: T.F.V.) og fá þaðan mið- unarmerki. Á þeim tíma sem eng- in gæsla er á stöðinni (á virkum dögum kl. 21—8 en á helgum dög um kl. 20—10) mun stöðin senda út miðunarmerki síðustu 10 mín. á hverri klukkustund, öldulengd 641 mtr. Merkin eru þessi: Staf- urinn V (... —) þrisvar sinnum í röð á 12 sek. Bil 2 sek. 19 stryk á 2 sek. með % sek. millibili. Bil 3% sek. — Þessi merki verða endurtekin 10 sinnum í röð. ísfisksala. Togarinn Vinur seldi afla sinn í fyrradag í Englandi fyrir 1121 stpd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.