Morgunblaðið - 18.01.1934, Side 2
2
MORGUNBLAÐTÐ
V
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Hitstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
Heimasímar:
Jón Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Tnnanlands kr. 2.00 á mánutSi.
Utanlands kr. 2.50 á mánuöi.
í lausasölu 10 aura eintakitS.
20 aura meb Lesbók.
Frá
útvarpsumræðunum.
í útvarpsumræðunum í fyrra-
kvöld gerðu Sjálfstæðismenn-
irnir snarpa hríð að andstæðing-
unum og tættu sundúr vaðal
þann er Stefán Jóhann og Her-
mann Jónasson fóru með á mánu
dagskvöldið. Mega kjósendur
Sjálfstæðisflokksins vel við una
þann málflutning.
Óskar Halldórsson útgerðar-
maður, sem er gamall og góður
Sjálfstæðismaður, rjeðist á óheil
indi og blekkingar sósíalista um
bæjarútgerð 10 togara, og
gerði grein fyrir stefnu Jóns
Þorlákssonar og Sjálfstæðis-
manna í útgerðarmálunum.
Þungamiðjan í tillögum Jóns
Þorlákssonar er, eins og menn
vita þessi: Að skapa nýja at-
vinnu fyrir sjómennina, en spilla
þó engu eða sem allra minstu
þeirri atvinnu, sem fyrir er. Ráð-
ið til þess er ekki bæjarútgerð
togara, vegna þess að togarar
veita minsta atvinnu í hlutfalli
við aflann, heldur útgerð smærri
skipa, aðallega vjelbáta, sem
veita mesta atvinnu í hlutfalli
við aflann. En allir vita að veru-
leg aukning aflans mundi stór-
lækka verð á fiski, og því drepa
niður alla útgerð og skapa eymd
og atvinnuleysi.
Jón Þorláksson hefir þegar
fyrir löngu hafist handa um
framkvæmd á þessari hugmynd
sinni, og er langt komið bygg-
ing bátahafnar og verbúða. Hef
ir Jón Þorláksson heitið að beita
sjer fyrir því, að ljetta undir
með framtakssömum sjómönn-
um um skipakaupin.
Óskar Halldórsson skýrði
nokkuð þessa hugmynd Jóns
Þorlákssonar, og fórst það vel
úr hendi.
Ekki þykir ástæða til að fjöl-
yrða um ræðu umboðsmanns
sprengilistans, Gísla Bjarnason-
ar. Gamlir fjelagar Gísla könn-
uðust við þessa gömlu skála-
ræðu. Gísla þykir gaman að tala,
það vita þeir best, sem mest eru
með honum og þessi flatjárna-
gutlari mest hefir plágað með
innantómu masi. í sínum hóp er
honum nú sagt að þegja. Það er
því ekki nema von, að honum
þyki gaman að fá að tala 1 út-
varpið — tala lengi, — án þess
að vera skipað að þegja.
Annars er Gísli í skálaræðun-
um altaf vanur að hæla og hæla
öllum sem á hann hlusta. — Nú
var hann eitthvað að hreita úr
sjer smá ónotum. Hann ætti ekki
að leggja út á þá braut. Það hef-
ir verið tekið mjúklega á Gísla.
Hann þarf þess með.
Hjer skal það eitt um hann
Xæsla kjöriimabil.
Kokiir liionil levkiivíkor.
Eftir Jén Þorláksson.
7. Skólamálin. ingu á útflutningi aðalframieiðsl-
Vegna hins hraða vaxtar bæj- unnar, fiskjar og landbúnaðaraf-
;irins er hjer sífeld þörf fyrir urða. Fyrir fjölbreytni atvinnu-
íiukinn húsakost handa skólum iífsins er það sjerstaklega áríð-
fyrir börn og unglinga. Austur- ; andi, að Iðnskólanum sje á hverj-
bæjarskólinn, . sem bæjarstjórnin [ um tíma skorinn svo rúmt stakk-
bjó svo ríkmannlega úr garði, að urinn, að hann geti ávalt bætt við
sumum finst nálgast ofrausn, bætti
úr þörfinni fyrir barnaskóla í
sjálfum aðalbænum, svo að nægja
ætt.i enn um nokkurra ára skeið,
ef' þess verður gætt, að hafa hóf á
kenslustundaf jölda þeim, sem
hverju barni er ætlaður. Verkefn-
in, sem nú liggja fyrir, eru þau,
að sjá fyrir barnaskólum í út-
hverfum bæjarins, og að sjá fyrir
skóla til framhaldsmentunar fyrir
æskulýð bæjarins.
Kreppa atvinnulífsins hefir það
meðal annars í för með sjer, -að
erfitt veitist að koma unglingun-
um í atvinnu þegar skóteskyldu-
aldrinum sleppir. En iðjuleysi á
]>eim aldri, sem þá tekur við, eða
frá 14 til 15 ára aldri, er mjög
hættulegt fyrir alla framtíð þeirra
ungmenna, sem í þeirri ógæfu
lenda. Framhald á skólanámi verð-
ur helsta úrræðið fyrir mörgum
foreldrum til þess að forða börn-
um sínum frá eyðileggingu iðju-
leysisins. En bæinn vantar alger-
lega skólahúsnæði fyrir ungling-
ana, og þess vegna er það efa-
laúst brýnasta þörfin, eins og nú
stendur, að bæta úr því.
Sjálfstæðisflokkurinn í bæjar-
stjórninni hefir nú tekið þetta mál
upp til úrlaunar á þann myndar-
lega hátt, að heita 200 þús. kr.
framlagi til þess að koma upp
slíkum skóla, fyrst og fremst
handa Iðnskólanum, og jafnframt
handa gagnfræðaskólum bæjarins.
Það er samskólahugmynd Jóns yf-
irkennara Ofeigssonar, sem hjer
er að baki, og verður hrundið í
framkvæmd ef Sjálfstæðismenn
fara áfram ir.eð stjórn bæjarmál-
anna.
Iðnaðarmannafjelagið hefir þeg-
ar fvrir nokkrum árum eignast
lóð, sem með litlum viðauka er
prýðilega fallin fyrir skóla, sem
unglingar þurfa að sækja úr öll-
um bænum; við Ingólfsstræti, og
rr.á óefað vænta þess að samningar
geti 1 júflega tekist við það fjelag
um að fá þennan ágæta stað handa
skólanum. Iðnskólinn hefir marg-
falda þýðingu fyrir bæjarfjelagið
og landið alt. Hann er beinlínis
skóli atvinnulífsins, sem býr nem-
endur sína undir fjölbreytt störf
á sviði iðnaðarframleiðslu. En sí-
feld aukning á fjölbreytni at-
vinnulífsins er orðin hin mesta
bæjar- og þjóðar nauðsyn, eftir
að lokað er með innflutningshöml-
um í markaðslöndunum fyrir aukn
sagt, að allir sem nokkuð þekkja
til hans, hlægja upphátt þegar
hann ætlar að fara að hreinsa til
í þjóðfjelaginu.
Kjósið C-listann!
si^ kenslu í nýrri sjergrein, hve-
nær sem mögulegt er að hefja í
landinu nýja tegund iðnar eða
iðju. Valfrelsi um námsgreinar
þarf að geta verið sem rýmst —
það er sama grundvallarhugsunin
og samskólatillögur Jóns Ófeigs-
sonar voru bygðar á. Það er þess
vegna alveg eðlilegt að Iðnskólinn
sje skoðaður sem höfuðþátturinn í
lausn þessa skólamáls, og að for-
ustan sje lögð í hendur þeirra
manna, sem sjerstaklega bera þarf
ir hinnar fjölbreyttu iðnaðarstjett-
ai fyrir brjósti. En þarna á að
rísa upp stórmyndarleg stofnun,
sem á að verða sannur borgarskóli
fyrir allan þann æskulýð bæjarins,
sem æskir framhaldsmentunar til
undirbúnings sjerstörfum í þágu
atvinnulífsins eða aukinnar al-
þýðumentunar. Vona jeg eindregið
að það mál sje nú komið á fram-
kvæmdanna stig.
Þá liggur fyrir að sjá fyrir
barnaskólum á þrem stöðum í út-
hverfum bæjarins, Skildinganesi
ásamt Grímsstaðaholti, Sogamýri
og Laugarnesvegi ásamt Klepps-
vegi og Laugarásbygð. Um alla
þessa skóla, sem að sjálfsögðu
verða fremur litlir í fyrstu, þarf
að gæta þess, að velja þeim þegar
í upphafi þann stað, og tryggja
þeim það stórt svæði, að hæfi fyr-
ir fullstóran skóla í framtíðinni,
þegar bærinn er vaxinn þangað.
Þess vegna verður valið á skóla-
svæðunum ekki tryggilega leyst
nema í nokkru sambandi við fyr-
irhugað skipulag bæjarins á þess-
um svæðum.
Af þessum þrem svæðum er
fjölmenni mest í Skildinganesi pg
á Grímsstaðaholti, líklega um 200
börn á skólaskyldualdri nú þegar.
Jeg hefi hugsað mjer að leggja til
að þeim skóla yrði ætlað svæði
sunnan undir Skildinganeshólum,
uálægt miðsvæðis milli bygðanna,
sem nú eru á holtinu og í Skild-
inganesi, og staðurinn hinn feg-
ursti. En í sambandi við þá ákvörð
un verður óhjákvæmilegt að slá
fastri í aðalatriðum gatnaskipun
á svæðinu þar í kring.
Um skólann í Sogamýri hefi jeg
að svo stöddu engar sjerstakar til-
lögur að gera. Þar er rúmt, og
engin vandkvæði á um svæði
handa skólanum. En í sambandi
við skólabyggingu fyrir Laugar-
nesveg og Laugarásbygð hefi jeg
hugsað mjer að bera fram tillögu
til úrlausnar á vandamáli, sem
stendur í nokkru sambandi við
skólamálin.
Það er alkunnugt, og var gert
allmjög að blaðamáli á síðastliðnu
hausti, að mikil þörf er á því að
geta tekið börn, sem eru svo veikl-
uð, að þau þola ekki skólaveru
með frískum börnum, og eiga fyr-
ir fátæktar sakir ekki kost á
nægilega góðri aðhlynningu í
heimahúsum, og sjeð þeim fyrir
dvalarstað lengri eða skemri tíma,
þar sem þau geta notið góðs fæðis
og aðbúnaðar, nauðsynlegra iækn-
inga eða hressingar, og jafnframt
sint skólanámi, sem að stunda-
f jölda og á annan hátt er þá snið-
ið eftir þeirra veikluðu kröftum.
Hjer er auðvitað ekki að ræða um
börn með sjúkdóma á smitunar-
stigi, þeim verður að ráðstafa á
annan hátt. Stungið var upp á að
lc-jrsa úr þessu með því að fá þess-
um börnum verustað í sumarhæli
Oddfellowa við Silungapoll, en á
þá úrlausn get jeg alls eklci fallist.
llúsið er bygt sem sumarskýli, og
jeg álít það ekki forsvaranlegan
vetrarbústað fyrir veikluð börn.
Staðurinn er of afskektur fyrir
vetrarhæli, þó hann sje unaðslegur
ti1 sumardvalar, og þar vantar
flest þau bæjarþægindi, sem eru
svo mikils virði að vetrinum, þótt
menn þurfi alls ekki að sakna
þcirra við sumardvöl.
Nú hefi jeg áður vikið að því,
að .jeg hugsa mjer að þar sem
þvottalaugamýrin er. verði til
frambúðar eitt af tilkomumestu
opnu svæðum bæjarins, með trjá-
gróðri og öðru því, er slíku svæði
tilheyrjr. í einum útjaðri þessa
svæðis, aðgreindur frá því einung-
is með hæfilegri girðingu, verði
svo útibaðstaður sá, með volgu
sjóvatni og laugavatni, sem á að
vaxa upp úr Sundlaugunum nú-
verandi. Slíkum stað tilheyra sól-
böð til notkunar þegar kostur er,
en rafljósaböð innanhúss til notk-
unar þegar ekki nýtur sólar.
Nú er hugmynd mín sú, að
barnaskólanum fyrir þessar bygð-
ir verði valinn staður við útjaðar
þessa opna svæðis, í hæfilegri ná-
lægð við sundstaðinn. X sambandi
við þann skóla verði svo bygð
heimavistardeild fyrir veikluð
börn, sem starfi undir stjórn
hjúkrunarkonu og auðvitað undir
læknisumsjá. Til heilsubótar eigi
þessi böm auk aimars kost á að
nota alt það, volg sjóböð, ljósböð
o. s. frv., sem útibaðstaðurinn þar
skamt frá hefir upp á að bjóða til
hressingar og lieilsubótar, auðvit-
að eftir læknisforsögn og undir
stjórn hjúkrunarkonunnar. Kensla
barnanna, sem veldur vandkvæð-
um ef úr þessu ætti að gera sjer-
staka stofnun uppi í sveit, fjarri
öðrum mannabústöðum, leysist svo
að segja af sjálfu sjer einmitt í
sambandi við lítinn heimangöngu-
barnaskóla, eins og þama yrði.
Sjálfur hefi jeg fengið mikla trú
á lækningakrafti baða, bæði sjó-
baða og jarðhitabaða. Jeg hefi
mikið ýfirvegað þetta mál, og trúi
ekki öðru en að hressingardvöl á
svona stað með góðu viðurværi,
böðum og aðhlynningu mundi
verða mörgu veikluðu barni til
heilsubótar.
C-Iistinn er listi Sjálfstæð-
isflokksins.
Jónas
borgarstjóri?
Rauðu flokkana dreymir dag-
drauma. Móti öllum vonum
reyna þeir að telja sjer og öðr-
um trú um, að þeir berjist nú til
sigurs — sameinaðir.
En hver verður nú borgar-
stjóri, ef svona ólíklega skyldi
fara?
Hver er sameiginlega táknið
fyrir alla þessa rauðflikróttu
skepnu, sem nú berst hér í bæn-
um móti Sjálfstæðisflokknum?
Það er aðeins um einn manu
að ræða, og sá maður er Jónas
Jónsson frá Hriflu.
Mörgum mun finnast þetta
svo mikil fjarstæða, að þeir
vilja ekki leggja við þvi
eyrun. En hver sá, sem hefir
sjeð það ógisarviðbragð, sem Al-
þýðublaðið tók þegar þessu
Ieyndarmáli var ljóstað upp,
mun fara að gefa þessu nánari
gaum. Og þá verður erfitt að
verjast þessari hugsun, að Jón-
ay verði einmitt sá maðurinn,
sem næst standi að hreppa tign-
ina.
Þetta staðfestist enn af því, að
honum er teflt fram í útvarps-
umræðunum þó að allir viti, að
um hann er alls ekki kosið. Hann
kemur þar fram af hendi ,hinna',
alveg hliðstætt því, að Jón Þor-
láksson kemur fram af hálfu
Sjálfstæðismanna vegna þess, að
hann er þeirra borgarstjóraefni,
en ekki af því, að hann er á list-
anum sem meðmælandi.
Jón Þorláksson
eða
Jónas Jónsson.
Hvorum skyldu Reykvíking-
ar treysta betur til þess að hafa
forgönguna um sín mál!
— ---«*»>—-—
Kvennaf undurinn
í Varðarhúsinu í gær.
Að tilhlutun Sjálfstæðisflokks-
ins var í gær lialdinn fundur í
Varðarhúsinu fyrir stuðningskonur
C-listans.
Fundurinn hófst kl. 4% síðd.
Var hann fjölmennur.
Fyrstur tók t.il máls Guðmund-
ur Asbjörnsson forseti bæjar-
stjórnar. Hann talaði um fjármál
og atvinnumál bæjarins.
Næstur talaði Jón Þorláksson
borgarstjóri um skóla- og heil-
brigðismál bæjarins, og í sam-
bandi við það um Sundhöllina og
umbætur þær á sundlauginni, sem
liann beitir sjer nú fyrir.
Ennfremur töluðu á fundinum
frú Guðrún Jónasson, frá Ragn-
hildur Pjetursdóttir í Háteigi, frú
Guðrún Pjetursdóttir, frú Guðrún
Lárusdóttir, frú Vilborg Guðna-
dóttir, ungfrú María Maack, Sig-
urður .Jónsson rafvirki og Sigurð-
ur Jónsson skólastjóri.
Fundurinn fór mjög vel fram.
Voru fundarkonur mjög einhuga
um að gera sigur Sjálfstæðisflokk*
ins glæsilegan á laugardaginn.
Enda munu konur hjer í bæn-
um minnast þess, að Sjálfstæðis-
flolckurinn einn hefir konu í ör-
uggu sæti á sínum lista.
Konur munu þess vegna fjöl-
menna á kjörfund og
kjósa C-Iistann!