Morgunblaðið - 18.01.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1934, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ mm part vegna þess kve stutt er eíðan almenningur aldrei hafði eyri handa á milli, en á sjer sumpart dýpri rætur í eðli þjóðarinnar. Hvað sem um það er, íslendingar verða að láta sjer skiljast að spar- semi er kostur, en ekki löstur, og gálaus meðferð fjár, er fyrst og fremst vottur um þroskaleysi, sem er til athlægis þeim er meiri hafa kunnáttu í meðferð f jár. Morgunblaðið vill því hvetja alla til að taka vel/á móti uppá- stungum síra Halldórs á Reyni- völlum. ----------------- C-listinn er listi Sjálfstæð- isflokksins. t Helga Erlingsdóttir Dáin þ. 30 .des. 1933 í Keflavík. Helga heit. var fædd þ. 16. nóv. 1862 að Kirkjubóli í Hvítársíðu. Poreldrar hennar voru þau Erling ur Ámason bóndi og Þórunn Magnúsdóttir, er bjuggu um 25 ára skeið á Kirkjubóli. Helga ólst upp í föðurhúsum, en eftir tví- tugsaldur vann hún á ýmsum bæj- um þar í sveitinni. Nokkru fyrir aldamótin fluttist hún suður til Keflavíkur, og þar dvaldi hún, þar til að hún Ijest, þ. 30. des. síðastl. rúml. sjötug að aldri. Nokkru áður en Helga heit. fiuttist alfarin suður, kyntist hún Hinriki Hinrikssyni frá Keflavík og hófu þau búskap árið 1896 í Keflavík. Þeim varð ekki barna auðið, en stúlku, Lísibet að nafni, tóku þau í fóstur á áðru ári. Helga var þessari fósturdóttur sinni á- valt sem besta móðir. Lísibet gift- ist síðar Albert Bjamasyni form. og útgerðarmanni í Keflavík. A efri ámm sínum var Helga heit. til heimilis hjá þeim hjónum, sem reyndust henni prýðilega í alla staði. Æfiatriði Helgu heitinnar era ekki margbrotin, en bak við þau liggja mörg vel unnin störf, þrek og elja þess einstaklings er fátæk- ur fer úr föðurgarði til að vinna fyrir sjer. Hún var vel að sjer um margt, og lagin við alla vinnu, enda þurfti hún oft á þeirri lægni að halda, því sí og æ var hún vinnandi, á meðan heilsan leyfði. Hún var og góð kona, er öllum þótti vænt um og virtu. sem henni kyntust. Helga heitin átti alls 9 syst- kini og var hún með þeim vngstu þeirra. Tvö af systkinum hennar dóu í æsku, en sú sem yngst var þeirra systkina, Oddný Erlings- dóttir, ljest í Reykjavík á síðastl. hausti. Helga Erlingsdóttir var jarð- sungin í gær í Keflavík. Sb'ændi. SjáKstæðismenn, sem fara burt úr bænum fyrir laugardag, era ámintir um að greiða atkvæði hjá lögmanni áður en þeir fara. Kosn- ingaskrifstofa lögmanns er í Póst- stræti 3 (gömlu símastöðinni) og opin alla virka daga frá kl. 10—-12 og 1—5. Kjósið C-listann! náma5lysið mikla Myndin hjer að ofan sýnir rústir námabygginganna. Það var rjett eftir áramótin, að ógurleg sprenging varð í kola- námu, sem kölluð er Nelson III. og er skamt frá Dux í Tjekkó- slóvakíu. Niðri í námunni voru 160 menn að vinna og komst eng- inn þeirra út, því námugangarnir hrundu saman og ■ upp úr rúst- unum stóðu háir eldstrókar. Það er talið, að kviknað hafi í gasi niðri í námunni, og svo ægi- leg var sprengingin, að lýftuturn- inn hrundi, og öll mannvirki við námuopið eyðilögðust.. Mönnum var þegar Ijóst, að hjer var um hið stærsta námuslys í landinu að ræða, og björgunar- ráðstafanir voru þegar gerðar, en ekki varð við neitt ráðið. Náma þessi var önnur stærsta kolanám- an í Tjekkóslóvakíu. og skiftist hún í þrjá hluta, og var innan- gengt neðanjarðar milli þeirra allra. En það kom fljótt í ljós, að eldurinn hafði breiðst um alla námuna. Þegar farið var að ‘ryðja gangana, sem liggja út úr nám- unni, streymdi þar út mikið gas, sem hindraði mjög starfið, og stundum var gasið logandi. Yarð björgunarliðið því að hverfa frá bvað eftir annað. Nokkur lík náð- ust þó út úr námunni fyrsta dag- inn, en svo magnaðist eldurinn svo mjög að það var fyrirskipað að byrgja námagangana alveg og reyna á þann hátt að láta eldinn kafna af loftleysi. Útbúnaður báta og skipa. Eins og kunnugt er, flutti hr. ritstj. Sveinbjörn Egilson, nú fyr- ii skemstu, ágætt erindi í útvarp- ið um út.búnað báta og skipa, þar sem hann kvatti menn mjög til þess að notfæra sjer betur en áð- ur öll þau tæki er menn þekkja og allir geta veitt sjer, er aukið gæti öryggi þeirra þegar mest á ríður og eitthvað gæti dregið úr hinum ægilegu slysförum hjer við land. Það er ekki í fyrsta sinni að sá maður bendir á eitt og ann- að er betur mætti fara á því sviði og á hann skilið þjóðarþökk fyrir áhugá sinn og viðleytni á því mál- efni. En því miður virðist ráðun og bendingum hans og annara mætra manna, er um þetta hafa talað og skrifað fyr og síðar, lítill gaumur gefinn og jeg er hræddur um að svo vérði enn, því ekki hefi jeg heyrt eða sjeð minst á þetta síðasta erindi hans í ræðu nje riti, því langar. mig til að leggja orð í belg og taka undir með honum. Það ér t. d. merkilegt hve menn hafa verið tómlátir með það að hafa með sjer lýsi og bárufleyga í bátum sínum, sem er eitt ágæt- asta tæki til þess að verjast áföll- um í stórsjó, sjálfur hefi jeg reynslu fvrir því. Það eru nú yfir 40 ár síðan síra Oddur sál. Gísla- son, með sínum þjóðkunna dugn- aði, áhuga og ósjerplægni tók að ferðast milli veiðistöðva og kenna mönnurn notkun þessara tækja og annara er að gagni gætu orðið og margoft verið á það bent síðan. Ætti nú hver einasti formaður á stærri og minni bátum kringum alL land að taka upp þann ófrá- víkjanlega sig nú í vertíðarbyrjun a.ð fara ekki á sjó án þess að hafa með sjer nóg lýsi og báru- fleyg. Þetta gætu allir veitt sjer, kostar lítið, en get.ur komið að ómetanlegu gagni. Sem dæmi þess hvert gagn lýsi eða lyfur getur gert í stórsjó, vil jeg geta þess, að sama daginn sem Kristján heit. Bjarnason fórst á skipi sínu „Ori- /ent“ með allri áliöfn, var jeg á kútter „Sigríður“ staddur grant á Selvogsbanka. Oerði þá ofsarok á suðvestan með jeljagangi og stór- sjó, rifnaði þá stórseglið, svo óum- flýjanlegt var að taka það niður og koma upp öðru segli, ef mögu- legt væri. Þeir sem til þekkja, geta skilið hve erfitt og hættulegt verk það var, að hafa svo marga menn á þilfári er til þess þurfti, I slíku veðri og stórsjó og skipið flatrekandi á meðan, en með því að við höfðum nokkrar lifrar- tunnur á þilfarinu, ‘tók jeg það ráð að slá botn úr þeim og láta lifur í poka, merja hana og fleygja þeim út með löngum köðlum fram an og aftan til á skipinu og auk þess fleygja nokkru af henni lausri. Á þennan hátt tókst okkur að hafa seglaskifti og koma segl- inu upp án þess að fá neinn hættu legan sjó á meðan, sem ann- ars hefði verið nærri óhugsandi og fleiri dæmi gæti jeg tilfært um gagnsemi olíu eða lýsis undir lík- um kringumstæðum. Það ætti mi ekki að þurfa að benda á það hve nauðsynlegt er að seglin og seglaútbúnaður allur sje í góðu lagi og ófiiinn, en því mið- ur vill nú verða misbrestur á því, t. d. hefir oft verið komið með segl til mín til viðgerðar í byrjun vertíðar, eftir 1 eða 2 róðra, sem hafa verið svo fúin að varla hefir verið við þau gerandi, en þó látin duga. Það lítur stundum svo út að seglin á vjelbátum sjeu álitin auka atriði. Það kemur varla fyrir að maður sjái segl dregin upp til þurkunar á vjelabátum þó þeir liggi dögum og vikum saman í höfn, nje þó vindur sje hagstæður þegar þeir eru á ferð, þau eru því oftast blaut, og fúna því fljótt og ónýt þegar á þeim þarf að halda og mest á reynir. Það er heldur ekki nóg að möstur og stagir sjeu í góðu lagi, ef stagirn- ir eru festir niður með ónýtum spottum, eins og jeg hefi þó oft sjeð. Nú eru sumir farnir að mála möstrin á bátum símim, (það á víst að vera fínt), en þegar við gömlu seglaskipakarlarnir sjáum það, finst okkur liggja beint við að álykta, að ekki eigi að draga seglin upp á þeim (það myndi skemma málninguna!). Þá er að minnast á rekakkeri. Það er eitt af þeim áhöldum sem aldrei má gleymast að hafa með sjer í hverj- um einasta bát er á sjó fer, því margföld reynsla er fengin fyrir nytsemi þess, einkum í sambandi við lýsisnotkun, t. d. er menn hafa í verstu veðrum orðið að yfirgefá | skip sín á smábátum, en bjargast-- j einungis fyrir notkun þessará j tækja. En ætli það komi ekki ofli j fyrir b jer hjá okkur, að þessi it.æki sjeu ekki við hendina, þegar þeirra er mest þörf? Jeg er hrædd ur um að svo sje. Nú hefir Sveinbj. Egilson í ný- útkomnum „Ægir“ enn á ný vak- ið máls á þessu og telur þar upp alt það helsta sem hver bátur þarf nauðsynlega að hafa til þess að geta talist vel útbúinn og er nú vonandi að þessar brýningar hafi einhvern árangur. Það munu vera nógar þjáning- ai vina og vandamanna þeirra er í sjóinn fara, þó ekki bætist þar við kveljandi hugsun um það hvort slysinu hefði ekki orðið af- stýrt ef allur útbúnaður hefði ver- io í góðu lagi. Ellert K. Schram. Hljómleikar r O ri • i • t i frikirkjunni Það er sárgrætilegt og okkur Reykvíkingum til skammar hve illa sóttir þessir ágætu hljómleik- ar Páls ísólfssonar og Einars Sig- fússonar vora. Hvar voru þei» andlega hungruðu? Hvar voru alÞ ir „músíkvinirnir“ ? Hvenær ætli mönnum skiljist það, að aldrei get ur komist upp og þrifist hjer nokkurt tónlistarlíf og menning nema hver og einn hjálpi til að skapa hana beinlínis eða óbein- tínis? Við eram of fátæk og fá- menn þjóð, til að hafa ráð á því að kæfa með afskiftaleysi vora það besta sein kemur hjer fram í íslenskri menningu og listum. Við verðum að fylkja okkur miklu. þjettar um öll menningarmál en aðrar þjóðir. Hjer í fámenninw gildir einstaklingurinn meira, og verður að leggja meira á sig. IJnd- ir áhuga hans er það komið, hvort við nokkurntíma öðlumst sjálf- stæða menningu. Hljómleikarnir í fyrrakvöld voru hvað efnisval snerti mjögr skemtilegir. Að undanteknum hin- um rómantíska og litskrúðugá sálmi César Francks, voru ölí verkin fornk laSsisk eða frá tíma- bilinu 1600, fram á 18. öld ein- mitt þegar frjáls hljóðfæratónlist var að myndast og þroskast. Aðalverkið var hið dásamlega „polyphona“ meistaraverk Joh Seb. Bachs „passacaglia fyrir org- el“ og ljek Páll ísólfsson það af mikilli snild og voldugu skapi Hvílík vandræði, að fá ekki að heyra þenna orgelmeistara okkar oftar! Einar Sigfússon er upprennandi fiðluleikari sem eflaust, á eftir að verða okkur til sóma. Hann leik- ur stílhreint og fágað og er á óðfluga framfaraskeiði. Best þótti mjér hann leika „Sónötu“ eftir Seraillé. Ágætir hljómleikar — en fjár- hagslegt tap fyrir listamenninalt Á. C-listinn óskar eftir Sjálfboða- liðum til þess að vinna að sigri Sjálfstæðismanna við bæjarstjóm- arkosningarnar. Gefið yður fraitt þegar í dag í Varðarhúsinu. \ *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.