Morgunblaðið - 18.01.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1934, Blaðsíða 8
* MORGU N BL A f) 1 f> ' 8 Þannig lítur kjörseðiUinn út, þegar listi Sjálfstæðismanna, C-iistinn, hefir verið kosinn: Kjörseðill við bæjarstjórnarkosningu í Reykjavíkurkaupstað hinn 20. dag janúarmánaðar 1934. A listi B listi X c listi D listi E listi Stefán Jóh. Stefánsson Björn Bjarnason Guðmundur Ásbjörnsson Hermann Jónasson Helgi S. Jónsson Jón A. Pétursson Einar Olgeirsson Bjarni Benediktsson Aðalbjörg Sigurðardóttir Magnús Gúðmundsson ólafur Friðriksson H jalti Árnason Jakob Möller Guðm. Kr. Guðmundsson Stefán Bjarnarson Guðmundur R. Oddsson Edvarð Sigurðsson Guðrún Jónasson Björn Rögnvaldsson Benedikt Jakobsson Jóhanna Egilsdóttir Brynjólfur Bjarnason Guðmundur Eiríksson Hallgrímur Jónasson Gísli Bjarnason Sigurður Ólafsson Guðbr. Guðmundsson Jóhann Ólafsson Magnús Stefánsson Jón Aðils Héðinn Valdimarsson Stefán ögmundsson Sigurður Jónsson Eysteinn Jónsson Guðmundur Guðjónsson Arngrímur Kristjánsson Enok Ingimundarson Pétur Halldórsson Sigurður Baldvinsson Jón Guðmundsson Þorlákur Ottesen Gunnar Gunnarsson Dr. Halldór Hansen Guðrún Hannesdóttir Halldór Ingimarsson Jón Sigurðsson Kristín Einarsdóttir Gunnar E. Benediktsson Aðalsteinn Eiríksson Magnús Magnússon Kristínus Arndal Páll Þóroddsson Jón Ólafsson Eiríkur Hjartarson Ingólfur Matthíasson Laufey Valdimarsdóttir Dýrleif Árnadóttir Sigurður Jóhannsson Guðmundur Ólafsson Teodór Magnússon Jón Guðlaugsson Guðjón Benediktsson Tómas Jónsson Friðrik Á. Brekkan Axeí Grímsson Nikulás Friðriksson Sigurvin össurarson Ragnhildur Pétursdóttir Júlíus ólafsson Helgi Gunnlaugsson Guðjón B. Baldvinsson Elín Guðmundsdóttir Ragnar Lárusson Þórhallur Bjarnarson Baldur Jónsson Guðm. O. Guðmundsson Rósinkranz Ivarsson Hafsteinn Bergþórsson Eyþór Árnason Snorri Ólafsson Sigurjón Jónsson Áki Jakobsson Brynjólfur Stefánsson Jóhann Eiríksson Axel Dahlmann Þorvaldur Brynjólfsson Matthías Guðbjartsson Einar E. Kvaran Aðalsteinn Sigmundsson Sveinn Ólafsson Sigríður Ólafsdóttir Bergsteinn Hjörleifsson Einar Jónsson Guðm. Edvarð Bjarnason Þorbjörp Jóhannesson Sigurbjörn Björnsson Einar Andrésson Guðjón Arngrímsson Magnús Björnsson Svafar Sigurðsson Einar Hermannsson Tómas Jónsson Einar ólafsson Páll Hallgrímsson Guðjón Einarsson Ólafur Árnason Haukur Þorleifsson Frímann ólafsson Páll Pálsson Zophonias Pétursson Jens Guðbjörnsson Jón Sigurðsson Sveinn Hjartarson Bjarni Bjarnason Hilmar Norðf jörð Vllmundur Jónsson Árni Guðlaugsson Einar Einarsson Aðalbjörg Albertsdóttir Þorgeir Jóelsson Símon Bjarnason Þórður Jóhannesson Kolbeinn Sigurðsson Sveinn G. Björnsson Sigurður Jónsson Jón Baldvinsson Hallgrímur Jakobsson Guðmundur Ágústsson Gunnar Árnason Knútur Jónsson Sig. Hólmsteinn Jónsson Ragnar ólafsson Kristinn Pétursson Guðbrandur Magnússon Páll Sigfússon Ingimar Jónsson Gunnar Benediktsson Sigurður Jónsson Gísli Guðmundsson Óskar Halldórsson Jón Júníusson Matthías Einarsson Jónas Jónsson Max Jeppesen Gunnar M. Magnúss. Jón Þorláksson Jón Árnason Guðmundur Þorsteinsson Sjálfstæðismenn og konur! Munið að setja krossinn fyrir framan C-listann , eins og hjer er sýnt, en^hvergigannarsstaðar.. Fjölmennið á kjörfund á laugardag og mætið snemma! Grand-Hótel. 16. uani að kenna, skiljið þér. Hún er fyrirmyndar húsmóðir, get eg trúað yður fyrir, og er vakin og sofin í hússtjórninni. Ja, víst fer vel um okkur í Fredersdorf — þér ættuð að koma þangað og j Meimsækja okkur.“ „Þakk’ yður fyrir það boð. Kannske maður gæti koniið því saman við kaupsýsluferðalag — til þess sjB sleppa við að greiða sjálfur ferðakostnaðinn?" Þegar mennirnir höfðu komið vinahótunum frá meö þessu og þvílíku samtali, snéru þeir sér að t«erg málsins. , „Það verður líklega eitthvað ótryggt veðrið í kauphöllinni í dag?“ spurði Preysing. „Ótryggt! Já, eg hefði nú haldið það. Dalldorf var þreinasta barnagaman í samanburði vað það. En það er nú svona, að síðan Bega var spennt upp úr öllu valdi, heldur hver kjaftur, að hann geti gert kaup, án þess að hafa nokkum eyri að baki sér. í gaei* hrundi það, skal eg segja yður, niður um 30— 4Ö%. O, það eru sosum margir menn, sem eru þeg- ar búnir að vera, án þes að hafa hugmynd um-það. Þeir, sem hafa reitt sig á Bega —eigið þér nokkuð Bega?“ „Hefi átt, en losaði mig við það í tæka tíð,“ tagði Preysing og laug af kaupsýsluvana, hvað em fyrir kunni að koma — og það vissi Rothen- burger. „O, þér skuluð sosum ekkert vera að selja — etia hækkar aftur,“ sagði hann huggandi, rétt ins og Preysing hefði sagt já, en ekki nei. „Hverju maður eiginlega að treysta, þegar stofnun eins <:g Kúselsbanki í Dússeldorf fer á hausinn? Önnur ■ ins stofnun. Er ekki Saxonia yðar ein af syrgjend- i num?“ „Við? Hvemig getur yður dottið það í hug?“ „Nú, er það ekki? Eg hélt það væri. Maður heyr- ir allskonar kviksögur — en ef þér tapið engu í Kúsels, er mér ekki vel Ijóst hversvegna Saxoni hefir hríðfallið eins og raun er á“. „Það er mér sjálfum heldur ekki ljóst. 28% er engir smámunir. Það eru til bómullarbréf, sem hafa haldið verði, og eru í miklu smærri fyrirtækjum en okkar“. „Já, „Chemnitz Prjónavörur" hefir staðið óhagg- að“, svaraði hr. Rothenburger umsvifalaust. Preysing leit á hann og bláir tóbaksreykjar hringirnir svifu í loftinu milli kaupsýsluandlitanna. „Jæja, þá komig þér loksins að sjálfu efninu“, sagði Preysing eftir ofurlitla þögn. „Það áttuð þér sjálfur að gera strax, Preysing. Eg hef engin leyndarmál, að búa yfir. Þér hafið fyrirskipað mér að kaupa Saxonia Bómull eins hag- kvæmlega og eg gæti og það hef eg gert og keypt Saxonia Bómull fyrir Saxonia Bómull. Gott og vel. Við hofum ýtt genginu furðanlega upp, jú víst var 184 gott. Það var talað um, að þér væruð í miklum samningum við England — og bréfin hækkuðu. Svo heyrðist, að þér ætluðuð að ganga í félag við Chem- nitz Prjónavörur — og bréfin hækkuðu. Snögglega þeytir Chemnitz öllum Saxoniabréfum á markaðinn og þau hríðlækka vitanlega. Lækkuðu miklu meira en vit var í. En kaupin á kauphöllinni stjórnast ekki alltaf af viti — hún er eins og móðursjúkur kven- maður, get eg sagt yður, Preysing — eg hef sjálf- ur verið kvæntur í fjörutíu ár og veit hvað eg er að fara. Þér hafið tapað þegar Kúsel fór á hausinn, Gott og vel. Samningarnir við England komust ekki í kring. Líka gott og vel, — en 28% fall á einum degi er samt of mikið af svo góðu. Þar hlýtur físk- ur að liggja undir steini“. „Já, en hvaða fis.kur?“ spurði Preysing og langur öskustúfur af vindli hans datt nðiur í kaffið, sem var orðið kalt. Preysing var ekki ísmeygilegur.. Spurningin var bjánaleg og klaufaleg. „Það þýðir það, að Chemnitz Prjónavörur forða sér — það vitið þér eins og eg. Þér komið hingað í hendingskasti til að bjarga því,, sem bjárgað verður En hvað á eg nú að ráð.legg'ja yður. Ekki err hægt að pressa neinn kærleik út úr Chemnitz-mönn- um. Þegar þeir þeyta öllum hlutabréfunum á mark- aðinn, þá er það sama sem amen og góða nótt hjá yður. Yið höfum ekki framar neitt með Saxonia Bómull að gera. Þá er bara að athuga hvað þér getið gert á þessum óþægindatímum ? Ætlið þér að halda áfram að kaupa yðar eigin bréf. EkkL verða þau yður dýr?“ Preysing svaraði ekki samstupdis — hann var að hugsa, og það var honum erfitt. Þegsi Preysing var heiðarlegum maður, hreinn og beinn, og rétt- sýnn í alla staði. Kaupsýslugáfnaljós var hann ekki; til þess vantaði hann hugarflug, fortölugáfui og mannborlegheit. Hvert sinn sem hann átti að taka einhverja ákvörðun, varð hann eins og kýr á. svelli. Þegar hann laug, vantaði hann allan sann- færingarkraft. Kaupsýslulygar hans urðu aldrei annað en litlir, veikbyggðir vanskapníngar. Honum var gjarnt að stama og undir yfirskegginu komu fram svitadropar, niður á efri vörina. „Nú, jæja, ef þeir í Chemnitz ekki vilja gera fje- Iagsskap, þá geri þeir svo vel; þeir þarfnast okk- ar meir en við þeirra. Ef þeir hefði ekki náð í þessa litunar aðferð, vildum við yfirleitt ekkert hafa með þá að gera“, sigði hann loks og þóttist hafa verið slunginn. Rothenburger hóf alla tíu, digru fing- urna á loft og dembdi þeim á borðið, rjett hjá hun- angsskálinni. „Já, en nú hefir Chemnitz einu sinní sína litunar- aðferð. Og Saxonia vill nú eiu sinni hafa gott af henni“ ... sagði hann vingjarnlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.