Morgunblaðið - 18.01.1934, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Jóh. Reykdal
er sextugur í dag og því gríp jeg
pennann til þess að fara fáein-
ura orðum um þennan mæta
mann.
Reykdal er einn þeirra fáu
útvöldu, sem altaf er að gera
menn undrandi, þá menn sem
ekki geta verið .jafn fljótstigul-
ír og hann, inn á lönd nýrra fram
kvæmda og nýrra úrræða. Hafn-
firðingar — og raunar langt um
fleiri — þekkja yfirburði hans
á sviði framkvæmda -— og at-
vinnulífsins og nú, á tímum úr-
ræðalejrsisins í athafnalífinu ~fer
um þá þróttur og gleði, þegar
þeir sjá hann hlaupandi við fót
með höfuðið fult af úrræðum,
við nýjum og ný.jum vandamál-
um.
Reykdal er brautryðiandi,
skapferli hans skipaði honum
snemma í þá sveit manna. Hann
er Þingeyingur að ætt og upp-
runa en kom til Hafnarfjarðar
ásamt móður sinni árið 1902.
Þegar ári síðar rjeðst hann í að
setja á stofn hjer í bænum timb-
urverslun og timburverksmið.ju,
er gekk fyrir vatnsafli og var
það hin fyrsta á landinu, þar
ruddi hann nýja og áður ófama
braut. Verksmiðju þessa rak
hann í nærfelt 9 ár, og bygði þá
flest þau hús, sem á þeim tíma
voru bygð í Hafnarfirði. Árið
1905 fór hann utan — þá í
þriðja sinn — til að kynna sjer
raflýsingar og sama árið setti
hann hjer upp rafljósastöð, hina
fyrstu á landinu, og veitti hún
16 húsum í bænum ljós, en tveim
árum síðar fór hann enn utan og
isetti á sama ári upp nýja raf-
.stöð, sem fjöldi bæjarbúa fekk
ljós frá; árið 1909 keypti bær-
inn síðan báðar ljósastöðvam-
ar. Árið 1911 fengu Patreksfirð-
ingar Reykdal til að fara vest-
ur og koma þar upp l.jósastöð og
enn setti hann sama árfð upp
rafstöð fyrir bænduma á Bílds-
felli í Grafningi.
Af þessu má að nokkuru
marka framtakssemi hans á
þessum árum og langar mig til
að bæta hjer við sögu um úrræði
hans þegar annara ráð brustu:
fyrir all-mörgum árum sökk
:skúta hjer við hafnarmynnið,
nálægt Fiskakletti, og var hún
með allmikinn kolafarm. „Geir“
vildi ekki við hana fást, en Reyk
■dal keypti hana á mararbotni;
menn undruðust það fyrirtæki og
sáu ekki að hann mundi hafa
annað af henni að segja en að
þurfa að sprengja hana í sund-
ur, því að hún var í siglingaleið;
en Reykdal sá betur og hjer
sem oftar reyndust úrræði hans
trygg. Hann fekk í lið með sjer
tvö skip norsk, sem á Firðinum
lágu og rjeð um leið sjávarföll-
in í vinnu til sín. Hann fekk til
kafara að koma vírum undir
skútuna og festi þeim í norsku
skipin, sem lágu sitt til hvorrar
handar, en á flæðinu lyfti sjáv-
arfallið skútunni frá botni og
eftir fyrirhöfn ekki all-mikla var
hún ofansjávar með farmi sín-
um. Menn undruðust, en hvorki
í fyrsta sinn nje síðasta yfir úr-
ræðum Jóhannesar.
Hann hefir verið eftirsóttur til
trúnaðarstarfa og hefir um
margra ára skeið setið í hrepps-
nefnd Garðahrepps, og mun
það ekki síst hollráðum hans að
þakka, að sá hreppur skuldar
engum neitt. sem mun óalgengt
um aðra hreppa á þessum tím-
um.
Reykdal hefir ekki aðeins sint
veraldlegum málum, heldur
andlegum líka. Hann er eigin-
lega frumkvöðull að stofnuh
fríkirkjusafnaðarins í Hafnar-
firði og þannig brautryðjandi
iþess, að fyrsta lúterska kirk.jan
var reist í bænum og veglynd-
ur stuðningsmaður hennar síð-
an, og það er bæði beinlínis og
óbeinlínis fyrir hans atbeina, að
þessi kirkja váfð fyrst raflýst af
öllum kirkjum landsins, sem
sökum straumeklu gat aðeins
orðið með því móti, að safnað-
arfólk tók sig saman um að nota
ekki — eða sem minst — raf-
lj'ós í heimahúsum á meðan
messugerð fór fram í kirkjunni.
Hjer sem annarsstaðar er Reyk-
dal brautryðjandinn, sem vinnur
að framgangi hollra nýmæla.
Jóhannes Reykdal er tíðast
kendur við Setberg, en jafn-
framt búskapnum rak hann og
rekur enn timburvei'slun og
timburverksmið.iu, sem hann
reisti eftir að hann seldi hina,
sem áður er getið — og enn rek-
ur hann frystihús. Þegar Reyk-
dal fluttist úr Hafnarfirði upp
að Setbergi, var jörðin vanrækt
, kot en í hans höndum hefir hún
tekið algerum stakkaskiftum og
er nú stórbýli; Setbei'g hefir
góða ræktunarmöguleika og
mun landið enn taka stórfeldiím
stakkaskiftum ef Reykdals nýt-
ur enn um nokkur ár.
Fyrir tveim árum fluttist hann
frá Setbergi á nýbíli í landareign
inni, sem hann nefnir Þórsberg
og hugði hanrt þá að hafa minna
um sig og njóta næðis á hinu ný-
bygða og vandaða steinhúsi, en
honum lætur ekki að hafa lítið
um sig: Þórsberg er þegar á
góðri leið með að Veröa stórbýli,
það er eins og alt verði stórt í
höndum hans.
Jóhannes Reykdal er kvæntur
ágætiskonu, Þórunni Böðvars-
dóttur, Böðvarssonar í Haínarf.,
enda er sambúð þeirra til fyrir-
myndar. Lúter sagði um sina
konu, að hann „vildi ekki skifta
á henni og konungsríki Frakka
eða Feney.ja-veldi“, jeg hygg að
Loforð öðrum megin —
svik hínum megin.
Þetta eru klyfjarnar, sem sam-
fylking rauðliða hefir upp á að
bjóða enn á ný. Munið það, kjós-
endur. Kjósið C-listann — lista
Sjálfstæðismanna!
Bahterían.
Skelfing sósíalista út af við-
bjóði bæjarmanna á borgarstjóra-
efninu nýja, Hriflu-Jónasi, er
hreint og beint spaugileg. Enda
fjell sú hugmynd, sem lýst var í
blaðinu í gær í góðan jarðveg,
þar sem Hjeðinn Valdimarsson
stóð og káfaði ofan í kosninga-
drykkinn eftir „bakteríunni“, sem
þar var að sveima, þ. e. Hriflu-
manni, í bakteríulíki. Því það er
eins víst og nokkuð getur verið,
að hvaða samsuðu loforða, fyrir-
heita og blekkinga rauðliðar bjóða
k.jósendum þessa bæjar, hafa þeir
nú fengið þá sóttkveikju í kosn-
ingadrykkinn, er ónýtir öll þeirra
gullnu loforð, þar sem er vissa
bæjarbúa um, að
Jónas Jónsson er borgarstjóra-
efni rauðu flokkanna.
Tollhækkun í ítalíu.
Rómaborg, 17. janúar.
United Press. F.B
1 hinu opinbera málgagni ríkis-
stjórnarinnar liefir verið birt til-
kynning um hækkun innflutnings-
tolla á ýmsum vörum frá 50 lírnm
og upp í 2000 lírur á vætt (quin-
tal). Vörutegundir þær, sem um
er að ræða, eru m. a. frosinn fisk-
ur og skinn, og bitnar það aðal-
lega á Canadamönnum. Einnig
hefir verið bannaður innflutning-
ur á koksi og bitnar það aðallega
á Pólverjum og Bretum. — Inn-
flutningstakmarkanir þessar ná
aðeins til þj'óða, sem hafa komið
á h.já s.jer innflutningshömham.
í lugsamgöngur í Miðevrópu.
Berlin, 16. jan. 1934. FÚ.
Undirbúningsstarfsemi er hafin
til þess að 'Skipuleggja að nýju
og endurbæta flugsamgöngurnar
milli Þýskalands og Póllands og
er þetta gert með samvinnu þýskra
og pólskra flugfjelaga.
Eyja einangruð vegna
storma.
London, 16. jan. 1934. FÚ.
Tory-eyja undan Donögalströnd
á frlandi hefir verið samgangna-
laus við land vikum saman, sakir
storma, og talið er að meðal íbú-
anna ríki hin mestu vandræði af
matvæláskorti. St.jórnarvöldunum
í Donegal hefir nú verið fengið
beitiskip til umráðá til þess að
koma matvælum til eyjarskeggja.
Reykdal þætti of grunt í árina
tekið að segja slíkt um sína
konu. Frú Þórunn er hljóðlát
húsfreyja og berst lítið á, en
hún er ein þeirra, sem eru ofar
mínu lofi og annara. Á síðustu
árum hafa þungir skuggar fall-
ið yfir Setbergsheimilið, af 12
börnum eiga þau hjón aðeins 7
eftir, en virðing þeirra hefir
vaxið við hverja raun, þau eru
skapfestumanneskjur trúarsterk
og þrekmikil.
f dag óska vinir Reykdals
honum og konu hans allra heilla
og biðja blessunar yfir götur
þeirra.
J. A.
Þar
sem rauðliðar
hafa sfjórnað
Samfylking rauðliða, Tímamenn,
sósíalistar og kommúnistar leggja
nú mikið kapp á að vinna ,grenið‘,
en þetta heiti gaf Hermann Jónar-
son Reykjavík á flokksfundi Tíma
manna í haust.
.Jónas frá Hriflu er sameigin-
legur tengiliður allra rauðu flokk-
anna. Hann kvað vera borgar-
stjóraefni rauðliða, ef samfylking-
in fengi meiri hluta í bæjarstjórn
Reykjavíkur.
En hvað er það, sem rauðliðar
hafa upp á að bjóða íbúunum í
„greninu“, ef þeir skyldu komast í
meirihluta
Á loforðum stendur ekki frá
rauðliðum nú fremur en endra-
nær. En best að tala sem minst um
þau, meðan engar verða efndirn-
ar. Rauðliðar hafa áður lagt út
í kosningar hjer á landi með fulla
vasa af fögrum loforðum. En
hverjar urðu efndirnar?
Öðrum megin loforð — hinum
megin svik, sagði Bólu-Hjálmar.
Sömu klyfjarnar hafa jafnan ver-
ið á rauðskjótta hrossinu, sem
samfylking rauðliða hefir þríment
á við kosningar hjer að undan-
förnn.
Loforð rauðliða er því einskis
virði.
En þá er að líta á það, hvernig
rauðliðar hafa farið að, þar sem
þeir hafa haft völdin.
Samfylking rauðliða hefir stjórn-
að fsafirði í meira en tug ára.
Blaðið Heimdallur birti nýlega
nokkrár fróðlegar tölur frá þessu
gósenlandi rauðliða, Isafirði.
Þar voru í árslok 1932 2471
búsettir menn. Eignarskattur
þeirra var við síðustu álagningu
2028 kr.. svo ekki er þarna aim
auðugan garð að gresja.
Síðasta reikningsár var fátækra
framærið á fsafirði 111 þús. kr.
— hundrað og ellefu þúsund
krónur. Þetta svarar til þess, að
hjer í Reykjavík væri fátækra-
framfærið kr. 1.400,000,00 — ein
miljón og f jögur hundruð þúsund
krónur. Nú er fátækraframfæríð
hjer 7—800 þús. og þykir flestum
nóg.
Þá eru útsvörin. Þau voru s.l.
ár á ísafirði 193 þús. kr. —
hundrað níutíu og þrjú þúsund
krónur. Af þessari fúlgu var 18.
nóv. s.l. óinnheimt kr. 104 þús.
kr. og var þó hárt að gengið.
Ef sama hlutfall væri milli
skatts og útsvara í Reykjavík,
eins og á Isafirði, þá væru útsvör-
in hjer kr. 8.200,000,00 — átta
miljónir og tvö hundruð þúsundir
króna.
Svona er nu umhorfs á ísafirði
þar sem rauðliðar hafa ráðið ríkj-
um í meira en tug ára.
Skyldu þeir vera margir, Reyk-
víkingar, sem óska eftir því, að
rauðliðar setjíst að völdum hjer
í bænum til þess nál. að tvöfalda
fátækraframt'ærið og meira en
þrefalda útsvörin?
Allir þeír Reykvíkingar, sem
vilja styðji frelsi einstaklinga og
þjóðar, fylkja sjer um lista Sjálf-
stæðismanna og kjósa C-listann!
Verkamanna-
bústaðir
( (safirðl.
Hverníg rauðliðar ætla
þar að byggja úr svikn-
um loforðum.
Ekki er að því að spyrja, að
rauðliðar lofa verkamannabústöð-
um fyrir alla verkamenn, ef þeir
komast til valda. Svo er það hjer
í Reykjavík.
Og svo var ]>að á ísafirði.
En hvernig er með efndirnar í
hmu vestfirska ríki sósíalista?
Á fjárhagsáætlun bæjarins hef-
ir verið áliveðið að leggja fram 2&
þús. kr. til verkamannabústaða.
En efndirnar hafa orðið kr.
2.441.00.
I samræmi við þetta Iiefir úr
ríkissjóði fengist til ísfirskra
verkamánnabústaða kr. 2.411.00,
árið 1931.
Sjóður verkamannabústaða á
ísafirði átti nú að vera orðinn 50
þúsund kr„ ef sósíalistastjórn bæj-
arins Iiefði efnt loforð sín.
En ísfirskir sósíalistar
hafa látið sjer nægja að
efna 10% af loforðum
sínum, og eru nú 5000 kr.
— fimm þúsund krónur —
í sjóðnum.
Þá er eftir að vita, hvort fólk,
sem á við erfitt og slæmt hxis-
næði að búa á ísafirði, telur að
því nokkra bót, að sósíalistar hafi
lofað að stjórna þannig fjármálum
bæjarins, að til verkamannabú-
staða væri nú handbær 50 þús.
l<r. sjóður, sem ekki er til, og
sennilega aldrei verður til, meðan
sósíalistar ráða þar í bænum.
Fyrirspurn
tíí Útvarpsráðsins.
Jeg hefi tekið eftir því í umræð-
unum um bæjarmálefni, að fylg-
ismenn E-lLstansj eru þar lýstir
f ull trú a r Þ j óðernishreyf ingarini i -
ar. —
Nú hefi jeg lesið í blöðum yfir-
lýsing frá aðalráði Þjóðernissinna.
að sá flokkur hafi ekki lista við
bæjarstjórnarkosningamar. heldur
fýigi þeir lista Sjálfstæðisflokks-
ins. Ekki em þeir heldur fulltrú-
ár un&ra Þjóðeiáiissinna. því að
blað þeirra ræðst á listann.
Hvaðá rjett hafa þeir þá til
þess að koma. fram sem fulltrúar
flokks, sem afneitar þeim með
ollu ?
Hefir útvarpsráðið engar gætur
á þessu ? G-etur t. d. hver sem vill
komið og gert kröfu til þess að
tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokks-
ins. ef hann hefir komið upp ein-
hverri listanefnu, þó að það sje
gert í forboði Miðstjórnar S’jálf-
staiðisflokksins og til þess eius að
hljúfa ?
Útvarpshlustandi.
Ungir kjósendur!
Minnist þess, að Sjálfstæðis-
fiokkurinn er eini flokkurinn, sem
hefir ungan mann í öruggu sæti.
Kjósið C-listann!