Morgunblaðið - 18.01.1934, Blaðsíða 5
M O R <; I \ B I A BIH
r>
Verkamenn
og vinnuveitendur
mega ekki hafa
neínn fjelags-
skap i Þýskaíandi
Verkfðll og verkbönn
élögleg.
Berlíu 17. jan.
United Press. P.B.
Ríkisstjórnin hefir gefið út ný
li>g þess efnis, að afnema að kalla
má að fullu öll þau lög, sem í gildi
hafa verið, um verkalýðsmál og
ýms mál, sem snerta verkamanna-
stjettirnar og atvinnurekendur. í
himnn nýju lögum eru verka-
mannafjelög og fjelög atvinnurek-
• enda afnumin, en verkbönn og
verkföll lýst ólögleg.
Kfósui
[ okkar eigin lista
“ C-lísla.
„Þjóðernissinnalistinn“ svokall-
aði, sem fram er kominn gegn
vilja þjóðernissinna, er, og hlýtur
að vera, sending frá rauðliðum.
Sjálfir eru nú bolsarnir hjer
klofnir svo gífurlcga, að vonir
þeirra eru mjög lamaðar, og eini
möguleikinn í þeirra augum hefir
því verið sá, að kljúfa einnig út
úr Sþí.lfstffiðisflokknum.
Þetta verða Sjálfstæðismenn að
varast. Hvert einasta atkvæði, sem
fellur á E-listann fellur til þess af
rauðu flokkunum ,sem næst stend-
ur því, að taka sæti af Sjálfstæðis-
flokknum. —
Það skaust líka upp úr Gísla
Bjarnasyni í fitvarpsnmræðunum
.á þriðjudagskvöldið, að leyniþráð-
ur væri milli E-listans og þeirra
rauðu, þegar hann var að skjalla
'Sigurð .Jónasson og dorga eftir
fylgi hans.
Anðvit.að má Sigurður Jóuasson
•og aðrir hans líkar kjósa eins og
þeir vilja, en
Sjálfstæðismenn! Látið E-listann
auðan!
Kjósið C-listann!
Utanríkisverslun Finna.
Helsingfors, 17. jan.
Unitcd Press. P.B.
Útflutningur Pinna nam s.l. ár
'52S8 miljónum t'inskra marka. Til
samanbnrðar skal þess getið, að
árið 1982 nam útflutningurinn
4631 milj. f. marka. Innflutningur
nam 1933 3926 milj., en 1932 3502
íjnilj. finskra marka.
——-
Fornleifar í Svíþjóð.
Maður nokkur, Knut Tinnþerg
að nafni, var við fornleifarann-
•sóknír í snmar í Syðra-Lapplándi.
Fann hann þar mannabygðir sem
eru afar gamlar, líklega um 4000
ára. Hafa þær bygðir verið þar
löngu áður en Norðurlandasögur
hófnst. t Syðra-Lapplandi fann
hann rústir af 27 bústöðum og í
Nyrðra-Jamtalandi af 23 búst.öð-
um. Á þessum stöðum gróf hann
upp 1100 forngripi.
Rússar
og Japanar
í seinustu viku ársins, sem leið,
var ráðgjafarþingið rússnéska
kvatt saman í Moskva. Og sovjet-
stjórnin dró enga dnl á, að það
væri gert til þess að ræða horf-
urnar í Asíu. Á þessu þingi helt
Litvinoff, utanríkismálafulltrúi,
merkilega ræðu, sem í rauninni
var aðvörun til Japana. Hann
sagði meðal annafs:
„Hið fyrsta, sém .Tapanar verða
að gera til þess að sýna friðar-
vilja sinn, er að þeir hætti yfir-
gangi sínum á austurkínversku
járnbrautinni og bæti þau spjöll,
sem þeir hafa gert á henni. Síðan
verða Japanar að fallast á að
halda áfram samningum um kaup
á járnbrautinni. Og að lokum
verða þeir að gera samninga við
Rússa, þar sem hvor þjóðin heit-
ir því, að ráðast ekki á hina. —
Vjer vonum að Japan hlýði heldur
heillaráðum liinna hygnu borgara
sinna, en ráðum stríðsgjarnra æv-
intýramanna“. Og seinna sagði
hann: „Vjer getum varist. Vjer
skulum tryggja og auka varnar-
ráðstafanir vorar, eins og vjer
liöfum gert. Og það gerum vjer
með því að auka rauða herinn,
rauða flotann og rauða flugliðið.
Vjer vitum, að það kann að reka
að því, að nauðsynlegt sje að minn
ast þess er Stalin sagði, að vjer
megum ekki sleppa einu fótmáli
af landi voru. Og til þess að verja
land vort bæði að austan og vest-
an, notum vjer eigi aðeins rauða
heraflann, heldur hinn mikla þjóð
arher, sem mun vinna, undir for-
ystu Stalins og kommúnistaflokks-
ins, jafn mikla hernaðarsigra og
þá sigra er hann hefir urniið á
friðartímum“.
Á nýársdag sendi Voroshilov
hermálafulltrúi ávarp til hersins
og segir þar að á þessu ári verði
að skríða til skarar í austri. —
„Vjer viljum að eins frið, en vjer
segjnm það hreint. og beint, að
hiær sá, sem ræðst á oss skal
komast að því fullkeyptu. Og nfi-
verandÁ ástand er óþolandi. Ráuði
hérinn er viðbúinn þegar kallið
kémur frá Stalin að berjast í
austri. Vjer vonnm að ekkert
komi fyrir, en ef eitthvað skeður
þá erum vjer jafn reiðubxmir til
þess að falla og sigra. Rauði her-
inn ér öflugri en nokkru sinni
áður. Og vjer vörum Japana al-
varlega við því, að hætta sjer út
í ævintýr."
Eftir því, sem sagt er, var ræðu
þessari útvarpað frá rúmlega 200
xitvarpsstöðvum í Rússlandi og
allir hermenn hlýddu á hana,
hvar sem þeir voru í landinu.
Þegar áður en Litvinoff fór til
Bandaríkjanna og var sVo hépp-
inn að fá viðurkenningu þeirra
og loforð um vörubirgðir, hafði
veiáð talað um það að stríð væri
óhjákvæmilegt á austurlandamær-
unum. Hið eina sem gæti hindrað
það, að sögn, væri jarðskjálftar
eða aðrar náttúru hamfarir. Bæði
í Moskva. og 'Washington höfðu
menn lengi horft áhyggjufullir á
yfirgang Japana á meginlandi
Asíu. Og samningar Bandaríkj-
anna og Sowjets eru áreiðanlega
ekki fyrst og fremst um það að
versla saman, heldur eiga þeir rót
sína að rekja til óttans við hinni
sameigmlega óvin, Japan.
Englendingar, sem kunnugir eru
í Asín, fullyrða að það sje nú
miklu minni líkindi til þess að
Rússar geti unnið signr á Jap-
önum í stríði, heldur en voru til
þess 1904—05. Aftur á móti muni
Bandaríkin með tíð og tíma geta
sigrað .Japana. Fyrstu styrjaldar-
árin sje ekki við öðru að búast
en eintómum frjettum um ósigra
Bandaríkja. Og að þessu leyti
breyti það litlu þótt Bandaríkin
og Ritsslandi geri með sjer hern-
aðarbandalag, nema að því leyti
að stríðið verði þá ekki jafn lang-
vint, eins og ef Bandaríkin stæði
ein.
Hvorki Japanar nje Rússar
draga dul á það að þeir sje að
búa sig undir stríð. Japanar
keppast við að smíða herskip eius
og þeir mögulega geta Fjár til
þess afla þeir með því að selja
vörur um allan heim lægra verði
en Norðurálfumenn. Japanski her-
iim í Manchuko er eigi aðeius víg-
búinn, heldur hefir hann haldið
þar stöðugar æfingar undir ýmsu
yfirskyni.
Að undanförnu liafa Riissar lát,
ið vígamannalega hjá landamær-
um Mancliuko. Þeir hafa reist
þar stóra flúgskála og háfa þar 300
hernaðarflugvjelar, yopnaðar
sprengjum. Menn vita ógjörla
hvaða vígbúnað þeir hafa í Vladi-
vastock, en nokkurúm hluta hafn-
arinnar hafa þeir haldið lokuðum
í marga, mánuði. Kafbáta, sem
þeir hafa keypt í Evrópu, hafa
þeir sent þangað í smábútum með
járnbrant og sett þá sainan eystra.
Vimia að því þýskir verkfræðing-
ar. Þarna hafa og verið gerðar
stórar þurkvíar, þar sem hægt er
að gera við hin stærstu herskip.
Víðsvegar í Síberíu, þar sem hent-
ast þykir, hafa verið gerð stór-
kostleg forðabúr, og hefði þó
ekki veitt af þeim matvælum, sem
þar eru, heima fyrir.
Það er sennilega til þess að
fyrirbyggja það, að uppreisn verði
í )ieim lijeruðum, þar seiö búist er
við bardögum, að Stalin hefir
gefið út reglugerð urti sjerrjett-
indi handa íbúunum þar. Bændur
eru leystir frá þeirri skyldukvöð
um 3—5 ár að afhenda stjórninni
korn. AJlir verkamenn hafa fengið
mikla kauphækkun og aukinn
matarskamt. Með þessum og öðr-
um ráðum ætlar stjórnin sjer að
gera tolkið ánœgt svo að það sitji
ekki á svikráðum við herinn.
TOGARAFJOLDIM
I REYKJAVÍK.
I Árið 1919 voru gerðir út 10 togarar
frá Reykjavík.
I Árin 1925 og 1928 hafa flestir tog-
arar verið gerðir út frá Reykjavík.
I Þá voru þeir 27 að tölu. Síðastliðna
vertíð voru gerðir út hjeðan 24 tog-
arar.
I Oft á dag flytur Alþýðublaðið stór-
fenglegar lygar um þetta efni, þvert
ofan í skýrslur og staðreyndir.
I Blöð, sem flytja slíkar kosningagrein-
ar, eru málgögn rökþrota manna, úr-
eltra og deyjandi flokka.
Leikhúsið. Leikfjelagið sýnir
„Mann og konu“ í 11. sinn í kvöld.
Hefir aðsóknin að þessum leik
verið meiri en nokkur dæmi eru
til um aðrar leiksýningar. Að-
göngumiðar hafa oftast nær selst
á örstuttum tíma daginn áður en
leikið hefir verið. Annað kvöld
verður leikið aftur, en til hægðar-
auka fyrir þá Iíafnfirðinga, sem
sækja vilja þá sýningu fara stræt
isvagnar beina leið frá leikhiisinn
að sýningunni lokinni, ennfremur
verða aðgöngumiðar að þeirri sýn-
ingu afhentir í Verslun Vald. Long
í Hafnarfirði í dag.
Ungbamavernd Línar. Bárug. 2
(gengið inn frá Garðastr.. 1. dyr t.
v.). Læknir viðstaddur fimtud. og
föstud. kl. 3—4.
Víða slettir
flórkýrin
hala §ínumM.
Ef Framsóknaróskapnaðurinn
stendur að „Nýja dagblaðinu“, þá
hefir hann fundið sláandi mynd
af sjálfum sjer í húsinu við Sól-
e.vjargötu 15
Þó er sá íiiunur, að efniseindir
hinnar eldri og yngri ’ byggingar
eru í þjettu sambandi, en sii lík-
ing á ekki við um Framsóknar-
flokkinn. Þar er alt á hverfanda
hveli, hyorki stílfegnrð, nje heil-
indi, heldur alger óskapnaður.
Sennilega nokknr afturför frá
því á stríðsárunum, eða frá þeim
tíma er FramsóknarkumbaWimi
varð til. —-
Hinir skipuiagslansu byggingar-
nefndarníðingár hefðu með jafn
óskeikulli spásögn getað þrumað,
að búsið væri „fullbygt" 1930, því
að það var þá bygt, eins og nú,
jer þeir taka mynd af viðbótar-
byggingunni, að nokkru leyti
lmrðalausri. Og er það að vísu í
fullu sainræmi við ..amatöra"
þessa. því að eigi mun um þá
verða sagt, að þeir bafi hurð heila
fyrir ,.málaskála“. —
Þeir sýna bakhlið hússins. — En
V j
þá lilið á sjálfum sjer hafa þeir
jafnan sýnt hinu spaka búaliðí
þessa lands, frá því að fyrst er til
rnunað,
Ekki er gott að segja hvernig
fyrnefnt liús mnn líta út, þegár
núverandi nefndarníðingar ,eru
orðnir að nefndinni, og hafa tekið
okkur smælingjana, sem verðum
að fara selflutning í tryggingar-
framkvæmdum, upp á hjálpar-
arma sína.
Hver syldi t,. d. liafa trúað því,
að hús skynlausra skepna í Reyk-
liolti breyttist alt í einu í óþorn-
andi mentalind, fyrir alda og ó-
borna. Það þarf peninga, og hug-
kvæmni til slíkrar snildar. Þar er
það, sem „verkin tala“. Mættu ís-
lendingar vera lausir við slíka ná-
mensku, þá eru meiri líkindi til
þess, að Reykjavík verði, ekki
aðeins „fallegur bær“, heldur fag-
ur — góður bær, hvað sem báru-
járni, eða liálfgerðum hússkrokk-
um líður.
Reykjavík, 12. janúar.
Siguringi E. Hjörleifsson.
ÍO ára áætlun
sjera Halldórs
Hjer í blaðinu hefir veríð birt
útvarpserindi síra Halldors um lí>
ára áætlun Iians. Hefir blaðið orð-
ið þess vart að erindi þetta hefii-
vakið mikla eftirtekt. ,*g hvatt.
hugsandi menn til þess að farið
sje að ráðum síra Halldórs um
sjálfsafneitnn og sparnað.
. Þjóðkunnur bóndi á Norður
landi skrifar blaðinu á þessa leið:
„Mjer finst að blöðin ilytji fuli
mikið af pólitíkinni, þ. e. a. s. að
því er snertir ádeilurnai-. Jeg held
að það væri vel sjeð fleirum
en mjer, að meira birtisi af þein-
uppástUngum og íhugimarefnum
sem erindi eiga til allra án tillits
til pólitískra skoðana. eða þest
hvar í flokki menn stanða. Jeg á
við ritgerðir eins og ..10 ára á-
ætlun“ síra Halldórs Jónssonan á
Reynivöllum í Kjós. Mjer falla
þær uppástundur ágætlega vel. —
Jeg er alveg sammála - :ra Hall-
dóri um það, að við íslendingar
eignumst aldrei neitt ef við ekki
lærum að spara. Og jeg held að
10 ára áætlunin sje einmitt þjóð-
ráð til að kenna okkur að spara.
Eirtkum á þessi boðskapur erihdi
til unga fólksins, og allra helst þó
í kaupstöðunum. Jeg veit, að það
getur mikið sparað, og skyldi það
ekki koma sjer vel fyrir margan
æsknmanninn að eiga sjer spari-
sjóðsbók. Þó ekki sje til annars
en standast kostnað við að stofna
bú, þegar sú hamingjustund renn-
ur upp. En þetta geta ótrúlega
margir, ef þeir aðeins vilja. Marg-
ur getur sjeð af 10 krónum
á mánuði. En sjeu þær lagðar
mánaðarlega í sparisjóð, með 5%
vöxtúm, þá mnn láta nærri að
nppliæðin sje orðin yfir 2000 kr.
á 10 árum. Þannig er bægt að
eignast stóra upphæð án þess að
vinna í happdrætti. Morgunblaðið
ætti að hvetja nnga fólkið til að
fylgja ráðum síra Halldórs....“
Margir aðrir hafa sagt svipað
við Morgunblaðið, og það er alveg
fullkomin ástæða til að þjóðin
veiti athygli sjerhverjiun sem hvet
ur til spamaðar. Við erum fátæk
þjóð, og lífsskilyrðin bjóða ekki
upp á óhóf. Samt sem .iður fara
íslendingar óhpflegav með fje evu
flestar aðrar þjóðir. Er það sum-