Morgunblaðið - 07.02.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1934, Blaðsíða 2
2 M O R O U N B \j A f) í Ð Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreltSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Augrlýsingaskrifstof a: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: J6n Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á iriánubi. Utanlands kr. 2.50 á mánuði. í iausasölu 10 aura eintakið. 20 aura meft Leabók. Skift liði enn. Þegar hinn nýstofnaði bænda- flokkur hljóp af stokkunum, tóku margir það úrræði eða þá ráð- stöfun sem hreint kosningabrall. Að Bændaflokksmenn væru eins- konar sendisveinar Framsóknar- flokksins, til þess að halda bænd- um í, þó ekki væri nema, lausa- tengslum við Hriflunga. En síðan skammafárviðrið skall á milli Hriflunga og Bændaflokks- manna. og þeshir fyrri samherjar brigsla hvorir öðrum um ódreng- skap, lygar, og hvers konar óráð- vendni í meðferð opinberra mála, þá fara menn að efast um hvernig samvinna þeirra verður á næst- unni. En allir geta þessir menn „jetið sig saman“ eftir kosningarnar, ef þeim býður svo við að horfa. Af einhverjum ástæðum, sem blaðinu er ekki fullkunnugt um, eru þó runnar tvær grímur á Hriflunga. Þeir sjá, að fylgi þeirra í kaupstöðunnm 6r alveg að hverfa. í Hafnarfirði og Vestmannaey.j- um engir. Á Seyðisfirði opinber- lega sameinaðir sósíalistum. Á Akureyri í upplausn eftir hin sví- virðilegu svikráð við Brynleif To- bíasson o. s. frv. Hjer í Reykjavík er Kollu-Her- mann hafður sem forystumaður flokksins, en flokksmenn alment nenna hvorki að fylgja honum, nje leika þann skrípaleik lengur að skilja sig frá sósíalistum. í sveitunum eiga Hriflungar erf- itt uppdráttar. Bændaflokksmenn virðast geta tekið frá þeim það fylgi, sem áður gat gefið þeim von um meiri hluta. Erfiðleikar Hriflunga til sjávar og sveita, hafa leitt þá inn á þá braut, að hugleiða enn eina skift- ingu eða klofning, gera nú úr hinum lamaða Framspknarflokki tvo flokka, sveita-Framsókn og sjávar-Framsókn. Á sveita-Framsóknin að reyna að þvo af sjer rauða litinn, en sjávar-Framsóknin að sameinast hinum eldrauðu sósíalistum. T lierbúðum Hriflunga er nú „herbragð“ þetta rætt og hugleitt, hvort ekki sje sigurvænlegast að ganga til kosninga með það eim kunnarorð, að: „margt smátt geri eitt stórt“, því alt, skuli það sam- einast eftir kosningarnar. Verslunarmannafjelag' Reykja- víkur heldur fund næstkomandi fimtudag. Næturvörður verður í nótt í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Slefnur og flokfear þess að reyna að koma í veg fyrir þetta, hyggjast Bændaflokksmenn að geta blekt einhverja í hópi þeirra bænda, sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum, og fengið þá til að kjósa með Bændaflokknum. Er siý pólitísk verslun- aröld í uppsiglingu á Alþingi ? Kosningarnar í vor. Svo sem kunnugt er, standa al- mennar kosningar fyrir dyrum á vori komanda. Þessar kosningar verða með tals vert öðrum hætti en hingað til hefir t.íðkast, því að kosið verður nú í fyrsta sinn eftir kosninga- lögunum nýju, sem samþykt voru á aukaþinginu í vetur. Ný.ju kosningalögin eru enn lítt kunn almenningi. En þar sem þau eru all-flókin og í þeim mörg ný- mæli, er nauðsynlegt að þjóðin kynni sjer þau rækilega fyrir kosningarnar . Þessi nýju kosningalög eru af- leiðing stjórnarskrárbreytingar þeirrar, sem samþykt var endan- lega á aukaþinginu í vetur. Sú stjórnarskrárbreyting var aðal- lega í því fólgin, að fá þær um- bætur á skipan Alþingis, að það yrði rjettari mynd af þjóðinni, eða skoðunum þeim er ríkjandi eru á hverjum tíma, en orðið var. Reynslan verður úr því að skera, hvort nýja stjórnarskráin færir fullkomið eða viðunandi rjettlæti á þessu sviði. Margir þröskuldar eru þar enn á vegi svo að hætt er við, að fullkomið rjettlæti fá- ist ekki. En best. að bíða átekta og láta reynsluna skera úr um þetta. Bændaflokkurinn nýi. Það var hrein tilviljun, að þessi nýi Bændaflokkur varð til. Þegar fram fór úrslitaatkvæða- greiðsla um það á flokksfundi í Framsókn á aukaþinginu í vetur, hvort mynda skyldi stjórn með 1 sósíalistum, komu að vísu fram 5 atkvæði, er tjáðu sig vera á móti slíkri stjórnarmyndun. En að lokinni atkvæðagreiðslu lýstu þrír þessara manna yfir því, að þeir beygðu sig fyrir flokkssam- þykt hjeraðlútandi. Hinsvegar nægði þetta ekki til þess, að hin fyrirhugaða sósíalista- stjórn yrði þingræðisstjórn. Til- þess þurfti allur Framsóknarflokk- urinn að styðja stjórnina, en það strandaði á þeim Jóni í Stóradal. og Hannesi á Hvammstanga. Á þetta er bent hjer til þess að bændur landsins og allur almenn- ingur skilji það, að þeir menn, sem nú eru orðnir aðalforingjar Bændaflokksins nýja, vora á auka- . þinginu reiðubúnir að mynda I stjórn með sósíalistum og ganga að öllum kröfum þeirra, sem þeir nú keppast við að fordæma. Þetta sýnir best, hve valt er að treysta þeim mönnum, sem nú eru komnir á bændaveiðar aftur. Að hverju er stefnt? Pólitísk verslun. Þessi stefna Bændaflokksmanna, að koma þeim glundroða í stjórn- málin og flokkana, að enginn einn flokkur geti fengið meirihluta á Alþingi og þar af leiðandi borið ábyrgð á stjórn landsins, er háska- leg og kemur af stað spillingu í stjórnarfarinu. Við höfum nokkra reynslu af þessu stjórnarfari frá síðustu ár- um. — Eftir kosningarnar 1927 voru sósialistar milliflokkurinn á Al- þingi. Framsókn, undir forystu Tr. Þórhallssonar, tók við stjórn síðla árs 1927 og sat við stýrið fram á vorið 1931. Milliflokkur- irm, sósíalistar, studdu Framsókn allan þenna tíma. í umburðarbrjefi, sem Bænda- flokksmenn sendu nýlega út um .sveitir landsins, er nokkuð lýst stjórnarfarinu á þessu tímabili. Tr. Þórhallsson er látinn segja frá reynslu sinni af milliflokknum (sósíalistum) og er lýsing hans svohljóðandi: „En sín (þ. e. Tr. Þ.) reynsla væri sú frá stjórnartíð sinni, að ekki væri eigandi eftirkaup við 'sósíalista, og þar yrði því að láta hönd selja hendi, ef um samn- ingaviðskifti væri að ræða. — Hann þekti, hvernig altaf þurfti að kaupa þá aftur og aftur árin 1927, ’28, ’29 og ’30, þangað til þeir sviku vorið 1931, þótt þeir hefðu fengið hvert beinið öðru feit- St j órnmálaviðhorf ið. í lok aukaþingsins í vetur urðu all-mikil umbrot á stjórnmálasvið- inu. Framsóknarflokkurinn, sem um skeið hafði verið fjölmennur á j)ingi og um nokkur ár fjölmenn- astur þar, tvístraðist í lok auka- þingsins og er enn ósjeð hverjar afleiðingarnar verða. Ástæðan til þess, að svona fór fyrir Framsóknarflokknum, er al- jyjóð kunn. Það var sambandið við sósíalista, sem tvístringnum olli. Þeir, sem kunnugir voru í her- búðum Framsóknar, höfðu fyrir löng'u sjeð fyrir, að þannig myndi fara. Hin sósíalistisku öfl í Fram- sóknarflokknum voru altaf að verða sterkari og sterkari og eftir síðustu kosningar var svo komið, að ráðamenn flokksins vildu ólm- ir kasta flokknum í fang sósíal- ista. Alvarleg tilraun í jiessa átt var gerð á aukaþinginu í vetur, þegar mynda átti samsteypustjórn með sósíalistum. En tilraunin misheppn aðist vegna þess, að tveir fulltrúar bænda, þeir .Tón í Stóradal og Hannes á Hvammstanga skárust úi' leik. Þeir voru þvínæst reknir úr flokknum. Afleiðingin varð sú, að tveir aðrir jiingmenn, Tr. Þór- hallsson og Halldór Stefánsson sögðu sig úr Framsókn og Þorst. Briem ráðherra fór einnig litlu síðar,» Þessir 5 menn gengust svo fyrir stofnun nýs flokks, Bænda- flokksins svonefnda. Bændaflokksmenn gera sjer vonir um, að ná í atkvæði frá Framsóknarf 1 okknnin og Sjálfstæð isflokknum. Ekki er ósennilegt, að þeir nái talsvert af atkvæðum frá Fram- sókn. Fjöldi bænda, sem hingað til hefir fvlgt Framsókn í kosn- ingum, eru sáróánægðir méð makk ið við sósíalista. Þessir menn munu telja það eitthvað skárra að fara yfir í Bændaflokkinn, í von um , það, að hann taki upp hreina pólitík gagnvart, stefnu sósíalista. En það er óhugsandi, að nokk- ur bóndi, sem fylgt hefir Sjálf- stæðisflokknum að málum, láti glepjast af fagurgala Bændaflokks manna og snúist yfir til þeirra. Enda væri jiað mesta glapræðið, sem þessir menn gætu gert. Bændaflokksmönnum er jiað Ijóst, að þeirra flokkur verður fámennur á næstu þingum. Sjálfir fara þeir ekki dult með þessa skoðun. En þeir eru að vona, að Bændaflokkurinn geti orðið sá milliflokknr þingsins, sem geti þar ráðið úrslitum mála og haft, íhlut- unarrjett um það, hvernig stjórn landsins verði skipuð. Þæssari aðstöðu hyggjast Bænda flokksmenn að ná með því, að . kljúfa svo mikið úr kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins, að hann fái i ekki hreinan meirihluta. Þeir vita, sem er, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í landinu, sem hefir möguleika til að fá hreinan meirihluta á næsta Alþingi. En til a,ra“. Er það þessi aðstaða á Aiþingi, sem Bændaflokksmenn eru nú að keppa eftir? Hún getur orðið feng sæl fyrir einstaka menn í flokkn- um, en fyrir þjóðarheildina yrði liún áreiðanlega ekki farsæl. Fái þeir vilja sinn fram. Bænda flokkSmenn. að skapa smáu flokk- unum þá aðstöðu á þingi, að þeir einir geti ráðið þar mestu, verður það áreiðanlega til niðurdreps okk ar þjóðfjelagi. Alþingi verður þá einskonar kauphÖll, þar sem póli- tískir spákaupmenn selja sig hæst- bjóðendum, en þjóðin verður að borga brúsann. Tvær stefnur. Hvað sem líður flokkum og flokksbrotum, mun framtíðin sýna og sanna, að tvær höfuðstefnur verða ráðandi í stjórnmálum hjer á landi í framtíðinni. Ennars vegar verður stefna Sjálfstæðisflokksins, sem berst fyr- ir frelsi einstaklinga og þjóðar. Annars vegar verður stefna an, sem sósíalistar og kommún- istar hafa flutt inn í landið. Aðal- markmið þessarar erlendu stefnu er a.ð rígskorða alt í fjötra ein- okunar og kúgúnar. Um þessar tvær höfuðstefnur mun baráttan verða liáð í fram- tíðinni, Línurnar skýrast smám saman. Leifar Framsóknarflokks- ins munu hverfa yfir til sósíalista, en bændur, sem þeim flokki hafa i Pósthestur tapast. og finst ekki fyr en á 4. degi. Á föstudaginn var Ágúst Óla- son, póstur frá Mávahlíð, að flytja Ólafsvíkurpóst að Gröf í Mikla- holtshreppi. Kom hann að Hof- stöðum í Miklaholtshreppi um kl. 7 um kvöldið og fór þar inn í bæinn til að skila pósti. Hesta sína tvo, reiðhest og hest með póst-töskum, batt hann saman á hlaðinu. En meðan hann var inni, fældust hestarnir, slitu sig lausa og stukku út í myrkrið, eitthvað suður á bóginn. Ágúst elti þá all-lengi, en varð svo að gefast upp og fór heim til Hofstaða aftur og gisti þar um nóttina. Á sunnudaginn fór hann út í Staðarsveit að leita, og frjetti þá, að reiðhesturinn hefði komið fram í Görðum, haltur og mikið meiddur og aðeins með slitur af reiðtýgjunum á sjer. En hinn hesturinn með póstinum fanst hvergi. V ar hans leitað allan sunnudaginn og í fyrradag leit- uðu 20 manns allan daginn líka, en fundu hann hvergi. í gær- morgun var hryssingsveður svo að ófært þótti að leita, en laust fyrir hádegi birti upp, og var nú enn lagt, af stað. Og nú fanst klárinn. Var hann kominn inn undir Straumfjarðará, niður und- an Stakkhamri. Var hann enn með póst-töskurnar á sjer og rar pósturinn óskemdur að mestu, en hesturinn eitthvað meiddur. fylgt, munu koma yfir í Sjálf- stæðisflokkinn. Fyrst í stað munu pólitískir spákaupmenn rísa upp og sjá sjer leik á borði. Þeir munu reyna að stofna milliflokka, sem ganga eiga kaupum og sölum á Alþingi. Slíkir flokkar snúast um menn, en ekki málefni. Og þegar fram líða stund- ir munu þeir hverfa með öllu af hinu pólitíska sviði. Flokkur framtíðarinnar. Vonandi er, að kjósendur Sjálf- stæðisflokksins verði ekki til þess, að skapa nýja pólitíska verslun- aröld á Alþingi. Hví skyldu þeir hjálpa til slíkra hermdarverka 1 Flokkur þeirra, Sjálfstæðisflokk urinn, er flokkur framtíðarinnar. Hann er ekki stjettarflokkur. — Hann vinnur að víðsýnni og þjóð- legri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrels- is, með hagsmuni allra stjetta fyr- ir augum. Hann veit, að allar stjettir þjóðfjelagsins eiga jafnan tilverurjett og eiga, þarafleiðandi kröfu til stuðnings frá löggjafar- valdinu. Hann veit, að stjettarígur og stjettahatur er hverju þjóðfje- lagi til niðurdreps, ekki síst þeim fámennu og smáu. Þess vegna, Sjálfstæðismenn, yngri og eldri, hvar sem er á land- inu, fylkið ykkur þjett saman um ykkar flokk, Sjálfstæðisflokkinn, og látið ekki blekkjast, af fagur- gala pólitískra spákaupmanna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.