Morgunblaðið - 07.02.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1934, Blaðsíða 8
ív; t*» 4» f-i > i 'iv’ <SJ> it MORGUNBLAÐIÐ GAMLA BÍÓ „Madami! Batleillv". Gullfalleg ástarsaga og talmynd í 10 þáttum. gerð eftir samnefndum sjónleik David Belascos. Aðalhlutverkin leika af dásamlegri snild: Sylvia Sidney, Cary Grant og Charlie Ruggles. Md. Butterfly var fyrst til sem kvæði, síðan sem sjón- leikur og að lokum sem hitx heimsfræga ópera „Madame Butterfly“, og sem talmynd mun hún seint gleymast. Börn fá ekki aðgang. Takið eftir: Nú geta dömur fengið Permanent með Wellavökva sem er notaður á öllum hárgreiðslustofunum hjer í bæ fýrir aðeins tíu krónur fyrir drengjakoll og fimmtán krónur fyrir hálfsítt hár. En þær dömur sem kjósa heldur ameríska vökvann greiða sama verð og áður fimmtán til tuttugu krónur. — Hefi ágætan þýskan augabrúnalit fyrir aðeins kr. 1.50. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Hárgreið§lustoia Súsönnu Jónasdótlir Lækjargötu 6 A. Sími 4927. Valdar kartöflnr fáum við í dag með e.s. Lyru. Eggert Krisljánsson & Co. Nýja Bíú Á morgun (fimtudag) kl. 8 síðdegis. ,Maður oð kona' Aðgöngumiðasala í Iðnó í dag frá kl. 4—7 og á morgun frá kl. 1 síðd. — Sími 3191. Jyvikmynd, sem lýsir þeim hættum sem þjóðfjelaginu eru-bún- ar af kynsjúkdómum. Textinn er íslenskur, gerður af dr. Gunnl. Claessen. Böm yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Simi 1544. i B.S. Island fer fimtudaginn 8. þ. mán. kJukkan 6 síðdegis til ísa- fjarðar, Siglufjarðar, Akur- eyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla í dag. Fylgibrjef yfir vörur komi í dag. Sklpaafgreifisla Jes Zimsea. Tryggvagötu. — Sími 3025. í meira en 100 ár geta yíst engir speglar endst, sjer- staklega ekki, ef þeir eru á blautum og rökum stað, nema KINON-speglarnir, sem aldrei skemmast af sýrum eða raka. KINON-speglarnir eru með glerbaki, er ver spegilhúðina fyrir raka og öðrum utan að komandi áhrifum, og eru þess vegna einu rjettu spegl- arnir í baðherbergi. KIIýON-speglarnir eiga engan sinn líka að gæðunu og fegurð. Einkasalar á íslandi ■ ' elgi Magnússon & Co Hafnarstræti 19. IVýju bækurnar: Sögur frá ýmsum löndum, II. bindi, ib. 10.00. Sagan um San (Michele eftir Munthe, ib. 17.50 og 22.00. Sögur handa börnum og unglingum, III. bindi, ib. 2.50. Egils saga Skallagrímssonar, útg. Fomritafjelagsins, ib. 15.00, BókaTerslnn Sigf. Eymnndssonar ogBókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34. Grand-Hótel. 29. hoppar hann eins og hnefaleikamaður hring um kvenfólkið — margar þeirra lítur hann bara snöggvast á, sér til ánægju, aðrar talar hann við, sumum fylgir hann heim, eða fer með þær í eitt- hvað hótel af lakara tæi. Þegar hann svo að morgn- inum sýnir sig í hinu fína og svokallaða siðlega hó- teli, með skinhelga högnaandlitið og biður dyra- vörðinn uni lykilinn sinn, getur dyravörðurinn ekki að sér gert að brosa. Stundum er hann fullur, en syo kátur og elskulegur, að enginn getur lagt hon- um það til lasts. Það er dálítið óþægilegt að búa í herberginu fyrir neðan hann, því á morgnana æf- ir hann sig, og það má heyra skrokk hans detta á gólfið með dálitlum dynk. Hann gengur ekki með glæsilegar fiðrildaslaufur og flegin vesti. Föt hans liggja eins laust og þægilega að vöðvum hans, eins og húðin utan um skrokkinn á ætthreinum hundi. Stundum þýtur hann burt í fjögurra manna bíln- um sínum og er burtu nokkra daga. Hami ráfar um í bílaverzlunum klukkutímunum saman, lítur á bíla, stingur hausnum inn undir vélarhettuna og lítur á vélina, andar að sér bensíni, smurningsolíu og hitanum af málminum, ber á hjólbarðana, með iinúunum, klappar á lakkið og leðurfóðrið, sem er dla vega litt, og ef hann væri einn, myndi hann ennilega sleikja það. Hann kaupir litla togleðurs- i ugla, skóreimar, tíu stokka af eldspýtum og óbrúk- ega vindlakveykjara af götusölunum. Snögglega ■■rípur hann einhver þrá eftir hestum, hann fer á ætur kl. 6, þýtur með strætisvagni út í reiðsalinn < g andar að sér í hrifningu þefnum af sagi, reið- /gjum, hrossataði og svita, kemur sér í vinfengi ið einhvern hestinn, ríður út í Tiergarten, svalar :ilningarvitum sínum á gráu marz-þokunni yfir jánum og snýr svo aftur til gistihússins, rólegri : skapi. Hann hefir sést í húsagarðinum vera ;5 manga til við stúlku íklædda svuntu, sem var vot af þvottavatni; — þama stóð hann og starði upp eftir öllum fimm hæðum hússins, þangað sem loft- netið er. Hægt væri að trúa honum til þess að búa yfir einhverju viðvíkjandi einni stofustúlkunni, sem er falleg og óskikkanleg, og hefir því þegar fengið uppsögn. Hann kynnist geisimörgu fólki þarna í gistihúsinu, hjálpar fólki um frímerki, gefur þeim ráð, sem ætla í langar flugferðir, býður gömlum konum út með sér í bílferð, er fjórði maður í bridge og þekkir vínkjallarann upp á sína tíu fing- ur. — Á hægra vísifingri ber hann hring með dökkblá- um steini með skjaldarmerki Gaigern-ættarinnar í, það er fálki, sem svífur yfir bylgjunum. Þegar hann fer að hátta á kvöldin, er hann vís til að fara að skrafa við koddann sinn, upp á bajersku. — „Góða nótt“, segir hann til dæmis. „Góða nótt, já þú ert góður, þú ert ágætur, þú ert mín kæra sæng“. Hann sofnar strax og ónáðar aldrei nábýlisfólk sitt með ótímabærum hrotum, eða korri, né heldur með því að kasta stígvélunum sínum til og frá. Bif- reiðarstjóri hans segir niðri í þjónastofunni, að hús- bóndi sinn sé fínn maður, en stígi ekki í vitið. En þótt hann sé Gaigern barón, á hann heima fyrir innan tvöfalda hurð, og á sín leyndarmál, ekki síður en aðrir. „Er nokkuð fleira í fréttum?“ spyr hann bíl- stjórann sinn. Hann situr allsnakinn á miðri ábreið- unni í herbergi sínu og er að núa á sér lærin. Hann hefir skínandi fagurt vaxtarlag, og brjóstkassinn er ef til vill ofurlítið of hvelfdur, eins og tíðkast hjá hnefaleikamönnum. Hann er ljósbrúnn á herðum og fótum, en aðeins frá mittinu og dálítið niður eftir er hann hvítari, því hann hefir verið í sundbuxum í sumar sem leið. „Þú veist þá ekk- ert?“ spyr hann. „Þakka þér fyrir, — mér finnst það nóg“, svar- ar bílstjórinn. Hann liggur á legubekknum með óekta Kelim; vindlingurinn hangir við neðri vörina, og hann reykir. „Heldurðu, að þeir haldi áfram að bíða í Amsterdam? Schalhorn er þegar búinn að setja fimm þusund 1 þá verzlun, — heldurðu má- ske, að það geti haldið þannig áfram? Nú hefir Emmy beðið í Springe í heilan mánuð. í París varð* ekki neitt úr neinu. Heldur ekki í Nice. Ef þér nú þar á ofan mistekst að gera nokkuð í dag, er allt farið fjandans til. Ef Schalhorn brennur inni með sín fimm þúsund, malar hann okkur mélinu. smærra“. „Er Schalhorn kannske foringi?“ spyr baróninn rólegur og hellir kölnarvatni í lófa sér. „Foringi verður að geta gert áhlaup, vil eg meina“, urrar bílstjórinn. „Gera áhlaup, já, vitanlega þegar sá rétti tímí er til kominn. Vinnubrögðin ykkar SchalhornS' falla mér ekki í geð. Þess vegna lendið þið alltaf í einhverjum vandræðum. Eg heí'i enn þá aldrei komist í bölvun og hingað til hefir Schalhorn allt- af fengið það, sem honum bar af peningum. Ef Emmy er í Springe og er hrædd og óróleg, er hún okkur einskis nýt, — það hefi eg sagt henni fyrir löngu. Ef hún ekki einu sinni getur setið róleg í listiðnaðarbúðinni sinni og Möhl getur ekki í ró' og næði látið stæla fornu umgerðirnar . . . . “ „Skítt með umgerðirnar. Komdu með perlurnar,. þá er alltaf hægt að sjá fyrir umgerðunum. Þetta er bara hugarburður hjá þér. í fyrstunni leit allt vel út — perlurnar eru 500,000 marka virði — og jafnvel þó tveggja mánaða rekstrarkostnaður sé dreginn frá, verður samt eftir dálagleg upphæð. Ef til vill er það rétt, að hægra sé að losna við þær,. ef þær eru í fornlegri umgerð, skal eg játa. Nú situr Möhl í Springe og er að gera nákvæma stæl- ingu á skrautgripum ömmu þinnar. Ehnmy er að verða vitlaus og Schalhorn sömuleiðis. Hver er þá meiningin? þlvenær ætlar herra batóninn að hætta að skemmta sér og fara að hafast eitthvað að?“ „Þú ert kannske þegar farinn að svelta — eða hvað? Þú ert kannske þegar búinn að gleyma tutt- ugu og tveim þúsundunum frá Nice, og finnst þú vera í ógurlegu áhættuspili?” sagði baróninn, sem var enn tiltölulega vingjarnlegur í bragði; nú var- hann kominn í svarta silkisokka með hvítum silki—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.