Morgunblaðið - 13.02.1934, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Borgarasfyrjöld
í Austurríkl
Blóðuglr bardagar á got-
tiin Vínarborgar i gær.
Jafnaðarmenn gera sjer
strætisvígl og berjast
með lianclspreiigiftiiii. «
Aðalbækistöð þeirra,
ráðhúsið, fekið með á-
hlaupi.
Heimvarnariiðið veltlr
stiómiiiiftl vígsgengi.
Stahremberg- fursti og heimvamarmenn.
Útgef.: H.f. Árvakur, Iteykjavtk.
Ritstjörar: Jön Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjörn og afgreiösla:
Austurstræti 8. — Stml 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Stml S700.
Heimastmar:
Jön KJartansson nr. 2742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3046.
H. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBi.
Utanlands kr. 2.50 á mánuBi.
1 lausasölu 10 aura elntakiS.
20 aura meS Lesbök.
Sambandið
og stjórnmálin.
Forkólfar Sambands ísl. sam-
vinnufjelaga hafa jafnan brugðist
reiðir við, er því hefir verið hald-
ið fram, að Sambandið væri póli-
tísk stofnun.
Nú er það hinsvegar komið á
daginn, að Sambandið er ekki
eins saklaust og forkólfarnir vilja
vera láta.
Tryggvi Þórhallsson skrifar ný-
lega grein í „Framsókn“, sem
„Vanvirða“ nefnist. Þar vítir
hann harðlega sorpblaðamensku
Tímamanna. Jafnframt upplýsir
hann, að það sje Sambandið sem
beri aðalkostnaðinn af útgáfu
Tímans.
Tryggvi Þórhallsson er að víta
það, hvernig Tíminn skrifi um
Þorstein Briem ráðherra, son Ól-
afs heitins Briem frá Álfgeirsvöll-
um, fyrv. formanns Sambandsins.
Telur Tr. Þ. það mikla vanvirku,
að Sambandið skuli kosta mann til
þess að ófræga son hins látna
heiðursmanns.
Um þetta segir Tr. Þ.:
„En nú gengur ritstjóri Tímans
í byrjun hvers mánaðar til Sam-
bans íslenskra samvinnufjelaga og
fær útborg'uð launin sín. Og aðal-
starf hans er nú það, að ófrægja
son Ólafs Briem, landbúnaðarráðh.
Þorstein Briem.
Þetta líðst Gísla Guðmundssyni
viku eftir viku, jafnhliða því, sem
hann kemur svo dónalega fram
við útvarpsumræður, að flokks-
bræður hans um land alt bera
kinnroða fyrir hann.
Hvílík vanvirða!
Hvenær segja samvinnufjelögin
sjer afhendis slíkt blað og slíkum
merkisbera ?“
Þessi harðorðu ummæli Tr. Þ.
varpa skýru ljósi yfir hina pólit-
ísku starfsemi Sambandsins. Það
kostar útgáfu pólitísks blaðs til
þess að rægja og ófrægja þá sam-
vinnumenn, sem ekki vilja játast
trú Hriflu-Jónasar.
Auðvitað er þetta framferði
Sambandsins hin megnasta van-
virða. En Tr. Þórhallsson hefir í
þessu, sem ýmsu öðru, vaknað
nokkuð seint, því að Sambandið
hefir í mörg ár hagað sjer ná-
kvæmlega á sama hátt.
En betra er seint en aldrei. Og
það er víst, að frásögn Tr. Þ.
verður til þess, að opna augu
margra samvinnubœnda. — Þeir
munu hjer eftir ekki fást til að
triia því, að Sambandið sje ópóli-
tísk stofnun.
Kalundborg 12. febr. F. Ú.
I dag hefir brotist út borgara-
styrjöld í Austurríki, og er nú
barist á götunum í Vínarborg
og í Linz, og stendur baráttan
milli jafnaðarmanna og Dolfuss-
stjórnarinnar. Fregnirnar af við
ureigninni eru ekki allsendis
greinilegar ennþá, og ber ekki
alveg saman, en aðalatriði þess,
sem sagt er að fram hafi farið
í dag, er þetta:
Upptök styrjaldarinnar.
Ríkisstjórnin lýsti því yfir í
dag, að hún hefði fengið fregnir
um það, að jafnaðarmenn hefðu
undanfarið viðað að sjer miklum
vopnum, sem geymd væru í höf-
uðstöðvum þeirra. Yfirvöldin
kröfðust þess, að vopn þessi yrðu
látin af hendi, og fyrirskipaði að
rannsókn skyldi fara fram í að-
albækistöðvum jafnaðarmanna í
Vín. Þegar framkvæma skyldi
rannsókn þessa í dag, neituðu
jafnaðarmenn, að láta nokkur
vopn af hendi og laust þá í bar-
daga milli þeirra' og stjórnar-
manna. Jafnaðarmenn köstuðu
handsprengjum, en lögreglan og
herinn rjeðust á stöðvar þeirra.
Allsher j arverkf all.
Nú rak hver atburðurinn ann-
an, og brátt komst alt í uppnám.
Jafnaðarmenn lýstu yfir alls-
herjarverkfalli, og hlóðu sjer
virki í ýmsum götum í nánd við
höfuðstöðvar sínar, og einnig í
útjöðrum borgarinnar. Vegna
verkfallsins varð Vínarborg Ijós-
laus í eftirmiðdag o& símásam-
bandslaus, en logreglan setti taf
arlaust í gang sínar sjerstöku
aflstöðvar, og gat þannig haldið
uppi símasambandi fyrír sig.
Bardagar í öðrum borgum.
Jafnaðarmenn fóru nú að
drífa í stórhópum til borgarinn-
ar, jafnframt því, sem ýmiskon-
ar óeirðir og bardagar urðu í öðr
um borgum, einkum í Linz, sem í
sumum fregnum er talin miðstöð
uppreisnarmanna, en vegna
símasambandsleysis út um land,
er ekki enn þá vitað með vissu,
hvað þar hefir farið fram. Þó er
sagt, að þar hafi tveir lögreglu-
þjónar fallið og 20 særst, er þeir
gerðu árás á höfuðstöðvar jafn-
aðarmanna þar, Schiffer-hótelið
og tóku það herskildi í harðri á-
rás.
Ráðhúsið í Vínarborg tekið
með áhlaupi.
Nú víkur sögunni aftur til Vín
arborgar, þar geisuðu bardag-
arnir áfram í götunum af mikilli
heift. Stjórnin lýsti borgina í
hernaðarástandi, og borgaraleg
lög voru upphafin, umferð stöðv-
uð um ýmsar aðalgöturnar og
hervörður settur á strætin og við
allar helstu byggingar stjórnar-
innar. Ríkisstjórnin skaut á
fundi í hermálaráðuneytinu und-
ir forsæti Dollfuss sambands-
Dollfnss kanslari að halda ræðu.
kanslara og samþykti þar, að
láta tafarlaust ráðast á aðalvígi
jafnaðarmanna í Austurríki,
ráðhúsið í Vín. Herdeild með
hríðskotabyssum var undir eins
send þangað, og síðustu fregn-
irnar í kvöld, sem þó eru óstað-
festar, segja að stjómarherinn
hafi tekið ráðhúsið með áhlaupi.
í liði stjórnarinnar eru, auk
ríkishersins og lögreglunnar,
mannafli Heimwehr flokksins.
Yfirlýsingar frá beggja
hálfu.
Dollfuss kanslari og stjórn
hans, og leiðtogar jafnaðar-
manna hafa hvorirtveggja gefið
í dag út yfirlýsingar til almenn-
ings.
I yfirlýsingu jafnaðarmanna
segir, að framkoma varakanslar-
ans hafi undanfarið verið svo ó-
viðunandi, að hennar vegna að-
allega, og af ýmsum öðrum á-
stæðum líka, hafi þeir talið nauð
synlegt, að efna til kröftugra
mótmæla gegn stjóminni. I yfir-
lýsingunni segir ennfremur, að
það sje riett, að flokkurinn hafi
dregið að sjer vopn, en það hafi
hinsvegar aldrei verið ætlunin,
að beita þeim til árása. Vopnin
hafi varið fengin til þess, að
flokkurinn gæti verið viðbúinn,
ef á hann yrði ráðist, eða ef Fas
istarnir í landinu reyndu að koll-
varpa stjórnskipulagi ríkisins.
Þó segir einnig í yfirlýsingunni,
að verkamenn muni telja það
skyldu sína, að grípa til vopna,
ef lýðræðið, eða stjórnarskrá
ríkisins, sje í hættu.
Dollfuss-stjórnin segir í sinni
vfirlýsingu ,að það hafi vitnast,
að jafnaðarmannaflokkurinn
hefði vígbúnað og vopnasöfnun,
sem væri óheimil að lögum, og
hættuleg landsfriðnum, og hefði
því verið nauðsynlegt, að heimta
framsal þeirra á þessum vopn-
um, en þeir hefðu neitað því, og
stofnað til bárdaga. í stjórnar-
ávarpinu, er einnig alvarlega
i skorað á allan almenning, að
; vera rólegan, og halda vinnu
' sinni áfram, og Dollfuss varar
j verkamenn við því, að láta leiða
sig út í nokkurar óeirðir, sem
fyrirsjáanlega geti einungis
orðið þeim sjálfum til ills.
Dollfuss boðar breytingar á
stjórnarskránni. Sjerrjett-
indi einstakra rikishíuta af-
numin og landshöfðingjum
steypt.
Það er einnig sagt, að Doll-
fuss hafi í dag boðað all víð-
tækar breytingar á austurrísk#
stjórnarfari þannig, að gera
eigi úr sambandsríkínu eitt alls-
herjarríki, afnema sjerrjettindi
einstakra landshluta og lahds-
þinga, og setja landshöfðingj-
ana af. Borgarstjóranúm í Vín-
arborg var einnig vikið frá í dag,
og í sumum fregnum segir, að
það hafi verið aðal tilefni þess,
að óeirðimar hófust.
Ennfremur er sagt, að Doll-
fuss hafi í hyggju, eða hafi þeg-
ar, gefið út fyrirskipun, sem
bannar starfsemi allra sjer-
stakra pólitískra flokka í land-
inu.
Bardagar víða í gærkvöldi.
Þegar síðast frjettist í kvöld,
stóðu enn yfir bardagar í Vín og
víða um land, en óstaðfestar
fregnir segja, að stjórnarliðið
hafi náð á vald sitt flestum
stöðvum jafnaðarmanna, og tek
ið fasta'suma leiðtoga þeirra.
Byltingin á Spáni
hjaðnaði niður.
Madrid 12. febr.
United Press. F.B-
Stjórnarvöldin telja nú, að
ekki muni til þess koma, að
stjórnarbyltingartilraun verði
gerð í svip, en menn óttuðust
það í fyrrakvöld og voru þá gerð
ar sjerstakar ráðstafanir, vörður
settur við opinberar byggingar
o. s. frv. — Einnig hefir fregnast
að Barrios muni ætla að segja
af sjer hermálaráðherraembætt-
inu, en stjórnarvöldin neita því.
— Stjórnmálamenn sem U. P.
hefir átt tal við, gera sjer nú
vonir um, eins og talsmenn rík-
isstjórnarinnar, að friður hald-
ist í landinu.
Yinnudeilurnar í Danmörku.
Kalundborg 12. febr. F. Ú.
Danski sáttasemjarinn hefir
boðað 'fulltrúa verkamanna og
vinnuveitenda til fundar á morg-
un, til þess að ræða um hina yf-
irvofandi vinnustöðvun. Stjórn
vinnuveitendasambandsins hefir
í dag tilkynt, að verkbannið,
sem hún hefir áður lýst yfir,
muni einnig ná til ýmsra fjelaga
utan verkamannasambandsins,
svo sem til nokkurra fjelaga
blikksmiða, gas- og vatnspípu-
lagningamanna, múrara og trje-
smiða.
í Danmörku eru nú 136 þús.
atvinnulausir menn.