Morgunblaðið - 16.03.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ | Smá-auglýsinga? j Hundur. Tapast lieí'ir alinó’rauð- ur hundur. meó hvítar tær á aft- urfótum. Þeir, sem kynnu að finna hundinn, eru vinsamleg'a beðnir að tilkynna í Síma 1854 Reykjavík, Fundarlaun. Dívanar, dýnur og allskonar stoppuð húsgögn í miklu tirvali, Vatnstíg- 3. Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Góð íbúð 2 herbergi og eldlrás óskast 14. maí. Hvent fullorlið í heimili. Tilboð merkt „500“ send- isi A. S. 1 - Nýjung-. Lakksilki skotskt,1 smekklegt í þeysufatasvuntur og | punt, nýkomið í verslun G. Þórð-, ardóttur, Vesturgötu 28. Alt á sama stað. Hattar, húfur j hattaviðgerðir, margskonar fatn-1 aðarvörui', lágt verð. Hafnarstræti 18. Karjmannahattabúðin. Hianskasaumastofan, Þórsgötu 22, hefir fengið úrval af hanska- skinnum. Ymsar nýjungar í skinn- um, sem ekki hafa sjest hjer áð- ur. Hanskar saumaðir eftir máli. Guðriin Eiríksdóttir. Lambalifur, frosin, selst fyrir 40 aura yz kg. Kaupfjelag Borg- firðínga, sími 1511. Fæði, gott og ódýrt og einstakar máltíðir fást í Café Svanur við Barónsstíg. Hyggnar húsmæður gæta þess að hafa kjarnabrauðið á borðum sínum. Það fæst aðeins í Kaupfje- lags Brauðgerðinni, Bankastræti 2. Sírni 4562. Fjársvik enn í Frakklandi. Osló 14. mars F. Ú. Nýtt fjársvikamál er komið upp í Frakkíandi, en ekki er enn kunnugt í hverju svik þessi eru fólgin í einstökum atriðum, en áliti.ð er, að þau muni nema mörg- um miljónum. Hún: Hvers vegna hefir þú sagt vinum mínum að þú hafir gifst mjer aðeins vegna þess hvað jeg bý til góðan mat? Hann: Einhverja afsökun verð jeg að hafa. Fordæmí fyrír feðar Það er víst lieldur sjaldgæft, að foreldrar taki því með þökk- um að börnin þeirra fái slæman vitnisburð í skóia, og sjeu talin löt og óskyldurækin. En Mussolini er sjerstakur í sinni röð, einnig sein faðir. Mussolini á son sem heitir Rom- ano og er 8 ára gamail. Dag einn kom hann heim úr skóla með ein- kunnarbókina sína. iSá -Mussolini að Romano myndi eklti komast upp úr bekknum með þeim vitnis- burði, sem hann fekk. Næsta dag ók hann til kennar- ans. Kennaranum varð ekki um sel, er liann sá „il duce“ koma. En hann liafði ekki neina ástæðu til þess að vera smeikur, því að Mussolini sagði: „Þjer hafið gert skyldu yðar, og mjer líkar vel við yður. Þjer standið vel í stöðu yðar sem kennari. Sumir kennarar virð- ast nefnilega lialda, að þeir geri mjer einliverjá þægð með því að bera vfir með börnum mínum. En j>að er hreinasti misskilningur. Það er gott að þau finni að þau þurfi eitthvað _ að hafa fyrir, til þess að komast áfram. engu síður en aðrir. Síðar meir kunna þau að meta það, og verða vður þakk- lát, eins og jeg“. Vaðstígviel og skóhlifar frá „CODAN “ hafa hlotlð Iof allra, cr rcynt hafa, -á Digleg sfllla á aldrínum 18—20 ára getur fengið atvinnu við skrif- stofustörf nú þegar. Eiginhandar umsóknir ásamt meðmælum, ef til eru, afhendist A. S. í. fyrir mánudagskvöld 19. þ. m. merkt „Skrifstofustörf“. IVýju bæknmar: jSögur frá ýmaum löndum, ll. bindi, ib. 10.00. Sagan um San Michele eftir Munthe, ib. 17.50 og 22.00. Sögur handa börnum og unglingum, III. bindi, ib. 2.50. Sá fyrri hefir áhyggjur út Egils saga Skallagrímssonar, útg. Fornritafjelagsins, ib. 15.00» af næstn máltíð, en hinn út af því _ __ _ _ _ _ Bébmrslu Sðgf. ErmiinAssoBar ogfiókabúð Austurbsajar BSE, Laugaveg 8?*. — Hver er munurinn á fátæk- um manni og miljónamæring? hvernig hann á að koma seinasta rjettinum niður. Grand-Hótel. 41. Hvers vegna sitjið þér á laun í herberginu mínu? Hvað viljið þér mér?“ Og nú sleppti Gaigern sér og gerði áhlaupið. Nú, eða aldrei. Hann leit ekki á hana augunum. „Þér vitið það vel — af því, að ég elska yður“, sagði hann lágt. Hann sagði þetta á frönsku, því hann treysti sér síður til að koma þessum orðum upp úr sér á móð- urmáli rínu. Síðan beið hann þögull eftir áhrifun- um. Þetta er fíflskapur og vitleysa! hugsaði hann. Hann skammaðist sín niður fyrir allar hellur yfir þessum skrípaleik, sem hér fór fram. Smekkleysi var honum viðurstyggð. En, hinsvegar — ef hún kallaði ekki á hjálp, var hann hólpinn. Grusinskaja gleypti í sig frönsku ástarorðin með opnum munni. Þau höfðu áhrif eins og læknislyf, því eftir fáar sekúndur var kuldahrollurinn horfinn. — Vesalings Grusinskaja! Fjöldamörg ár voru liðin síðan nokkur hafði talað þannig við hana. Ævi hennar þaut framm hjá eins og tóm hraðlest. Æf- ingar, vinna, samningar, svefnvagnar, hræðilegur leiksviðsskjálfti, aftur vinna og aftur æfingar, sig- ur, ósigur, leikdómarar, blaðasamtöl, opinber heim- boð, ósamlyndi við ráðsmennina. Þriggja klukku- tíma vinna ein síns liðs, þriggja tíma æfing með hínum, fjögurra tíma sýning, dag eftir dag, án breytinga. Witte gamli. Pimenoff gamli. Suzette gamla. En svo ekki ein einasta manneskja að tala við, engin vitund af hlýju. Leggja hendurnar á hita- leiða?ana í ókunnugum gistihúsum, það var allt og sumt. Og einmitt þegar allt var í þann veginn að enda, þegar lífið var að fjara út, þá kom allt í einu, að næturlagi, maður í stofuna og sagði gömlu orðin, em einu sinni endur fyrir löngu voru á hvers manns vörum. Grusinskaja varð máttlaus. Hún fann til sársauka, eins og fæðingarhríða, en svo var það ekki annað en tvö tár, sem losnuðu, eftir allar þjáningarnar, sem hún hafði liðið allt kvöldið. Hún fann til þeirra í öllum líkama sínum, alveg út í fihgurbroddana og í hjartanu, síðan í augunum, og loks runnu þau niður svartlituðu augnahárin og féllu niður í lófa hennar. Gaigern horfði á hana, meðan á þessu s<óð, og fann til með henni. Vesalings konan. Nú grætur hún. Það er óþolandi. En þegar Grusinskaja loks hafði fætt þessi tvö sársaukafullu tár í heiminn, létti henni. Fyrst kom táraflóð, sem rann eins létti- lega og hlýtt og svalt, eins og það væri sumarskúr. Gaigern duttu ósjálfrátt í hug blómabeðin í Ried, án þess að hann gerði sér grein fyrir því. Svo breytt- ist táraflóðið í ákafan tárastraum, svartan straum, því augnháraliturinn leystist upp, og loks kastaði Grusinskaja sér í rúmið, og stundi upp fjölda rúss- neskra ‘orða, milli fingranna, sem hún hjelt fyrir munninum. Við þetta breyttist Gaigern úr gistihúss- þjófnum, sem hafði verði að því kominn að slá kon- una niður, og í stóran, vingjarnlegan mann, sem gat ekki þolað að sjá konu gráta, án þess að vilja hjálpa henni. Nú var hann ekki lengur hræddur, hreint ekki, en nú var það meðaumkunin, sem gerði hjarta hans veikt og órólegt. Hann gekk að rúminu, lagði handleggina sitt hvorum megin við þennan titrandi líkama og tók að hvísla í eyra henni, innan um ekk- ann. Hann hefði huggað grátandi krakka, eða veik- an hund á sama hátt. „Vesalings litla kona — vesalings litla Grusinsk- aja, er að gráta“. Þannig voru orð hans hjer um bil. „Er gott að gráta---já — þá á hún líka að gráta, vesalingurinn litli, sem á svo bágt. Hefir nokkur gert henni nokkuð illt? Voru þeir vondir við þig? Ertu fegin, að ég er hjá þér? Á ég að vera kyr? Ertu hi’ædd? Ertu að gráta þess vegna? Ó, litli heimski stelpukrakkinn!“ Hann lyfti annari hendinni upp frá rúminu, tók hendur Grusinskaju frá munni hennar og kyssti þær; þær voru votar af tárum og svartar eins og á krakka; einnig andlit hennar var atað af lituðu tár- unum úr augunum með málningunni kring um. — Gaigern gat ekki stillt sig um að hlæja að þessu. Þótt Grusinskaja væri enn grátandi, tók hún samt eftir hinni meinleysislegu hreyfingu á öxlum hans, sem er svo algeng hjá sterkum mönnum, þegar þeir hlægja. Gaigern hafði rétt úr sér og gengiðinníbað- herbergið. Hann kom þaðan aftur með svamp í hendi og þvoði nú andlit hennar vandlega — hann hafði líka tekið með sér handklæði. Nú lá Grusinsk- aja kyrr og róleg og lét þetta afskiftalaust. Gaigerm settist á rúmstokkinn og brosti til hennar. ,,Jæja?“ sagði hann spyrjandi. Grusinskaja hvíslaði einhverju. sem hann skildí ekki. ,,Þú verður víst að segja það á þýzku“, sagði sagði hann. „Þú — maður. . . .“ hvíslaði Grusinskaja. Orðið hitti hann -— eins og hnötttur, sem er sleginn fast,. hitti það hjarta hans, svo hann sveið næstum und- an. Þær konur, sem hann umgekkst, áttu ekki mörg blíð.uorð í fórum sínum. Þær kölluðu hann dengsa, stráksa, eða stóra baróninn. Hann hlustaði á þennan sálarhljóm, sem lá í orðunum; í honum var eitthvað eins og frá bernsku hans, eitthvað frá þeim heimi„ sem hann hafði yfirgefið og nú kallaði á hann. En: hann hristi það af sér. Bara ég hefði eina sígarettu, hugsaði hann dauflega. Grusinskaja hafði snöggv- ast horft í augu hans, með einkennilega mjúku og næstum hamingjusömu augnaráði. En nú settist hún upp, rétti út annan fótinn eftir gólfskónum, sem hafði dottið af henni og varð á sama vetfangi að. heimskonu aftur. „O, — sei, sei,“ sagði hún. „Hvílík viðkvæmni!' Grusinskaja að gráta? Það er svei mér vert þess að horfa á það. Það hefir hún ekki gert — árum sam- an. Monsieur hefir gert mig hrædda. Monsieur get- ur sjálfum sér kennt um þetta leiðinda atvik.“ Hún talaði nú í þriðju persónu, eins og hún viidi fjar- lægja þau hvort öðru, með því, að taka þúið aftur, en maðurinn var ekki kominn svo nálægt, að, hún. gat ekki þérað hann. Gaigern gat engu svarað. „Það er hræðilegt, hvernig leikhúsið fer með taugarnar í manni“, héllt hún áfram á þýzku, þareð hann virtist ekki hafa skilið hana almennilega. — Agi! Já, aginn er nógur og þreytir mann svo hræði- lega. Aginn er í því fólginn að gera allt af það, sem mann langar ekki til að gera. Mikil þreyta af allt of miklum aga — þekkir hann það? „Eg? Nei, ekki aldeilis. Eg geri allt af það, sem jeg sjálfur vil,“ sagði Gaigern. Grusinskaja lyfti hendi sinni og hafði fengið allan sihn yndisþokka. aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.