Morgunblaðið - 21.03.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1934, Blaðsíða 2
2 M O R O U NRLA F> I P |[Horgmiblaí>ið Otgref.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Rltstjðrar: Jön Kjartansson, Vn 11ý r Stefð.nsson. Rltstjörn og afgrelSsla: Ansturstrœtl 8. — Sfml 1600. Augrlýaingastjört: H. Hafberg. Auslýslngraskrifstofa: Austurstrœtl 17. — Sfml 8700. Helmasfmar: Jön Kjartansson nr. 8742. V&ltýr Stef&nsson nr. 43X0. Ártl Óla nr. 804S. E. Hafberg nr. 8770. Áskrlftasjald: Innanlands kr. 2.00 A mAnnOL Ctanlands kr. 2.50 & mAnuOL 1 lausasölu 10 aura elntakiO. 20 aura meO Lesbök. Allir ð — nema ttjeðinn. Fyrir skömmu kom Alþýðu- blaðið með þá vinsamlegu(!) að- dróttun til allra starfsmanna Landsbankans, að þeir væru drykkjumenn, f járglæframenn og glæpamenn. Kvaðst blaðið og geta fullyrt, að „yfirmenn" bank ans hefðu látið orð falla í þá átt, að tíl stæði að „hreinsa til“, reka ,fjölda af‘ starfsfólki bank- ans og fá nýtt í staðinn, er hefði „óflekkaða fortíð“. Síðar fór Alþýðublaðið ofur- lítið að draga inn seglin, að því er snerti glæpsamlegar aðdrótt- anir í garð starfsfólks Lands- bankans. Þá sneri það sjer um stund að yfirstjórn bankans, bankaráði og bankastjórn. Þess- ir menn væru mest sekir, sagði blaðið og var það vissulega karl- mannlegra á málinu tekið. En þá mundi ritstj. Alþýðu- blaðsins eftir því, að Hjeðinn Valdimarsson var meðal þeirra, sem átti sæti í bankaráðinu. Þá snýr blaðið skyndilega við blað- inu, og í gær er það komið að þeirri niðurstöðu, að það sjeu hinir þingkosnu endurskoðendur bankans, sem eigi alla sökina og svo auðvitað Jakob Möller. Þar við situr nú. OfbeldisstefDur. Tíminn gerir sjer tíðrætt um ofbeldisstefnur, sem komnar sjeu lengst sunnan úr löndum (ekki austan að!), og hafi nú fengið heimilisfang og borgararjett í Sjálfstæðisflokknum. Lýsir blaðið þessari harðvítugu andstöðu- stefnu við jafnaðarmenn og kom- múnista með afar „svörtum" litum eins og vænta má úr þeirri átt, og ætlast til þess að „bændur“ hrökkvi mjög við og fyllist ógn og hatri gegn þessum ósköpum. Það þarf nú engan að undra, þó að þeir, sem hefja vilja eindregna andstöðu gegn marxismanum líti helst til liðveislu þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn er, því að hann hefir tíl þessa einn haldið uppi merkinu gegn þeim öfgastefnum. En jafnvíst er hitt, að fari sú stefna sjálf út í öfgar, og geri sig' líklega til þess að ganga gegn lýðræði og þingræði, þá hlýtur hún að eignast sinn eina sterka andstæðing þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn er. En hvernig er nú afstaða Fram- sóknarflokksins til öfgastefnanna ? Hún er nú fyrst og fremst sú, að þessi flokkur hefir opinberlega gerst ofbeldisflokkur með því, að samþykkja skipulag, sem fer þvert í bága við skoðana- og sam- viskufrelsi þeirra, sem lionum fylgja. Þingmenn flokksinseigaað hlýða flokksstjórninni í öllu, og' beri á milli, verða þeir að láta af skoðun sinni eða fara. Með brott- rekstri tveggja þingmanna á síð- asta þingi staðfesti svo flokkur- inn það, að þessi ofbeldisstefna skyldi ekki vera á pappímum að- eins, heldur skyldi henni verða beitt raunverulega. Þá hefir Framsóknarflokkurinn sýnt beinan fjandskap við þing- ræðið með því, að halda dauða- haldi í kosningafyrirkomulag, sem enga trygging gaf fyrir því, að þjóðarviljinn g'æti notið sín á þingi. Hann helt meira að segja í þetta fyrirkomulag eftir að reynsl- an hafði sýnt, að* liðlega þriðj- ungur kjósenda gat fengið hrein- an meirihluta þings. Með þessu stofnaði Framsóknarflokkurínn eða ýmsir forráðamenn hans, þing- ræðinu í þá lang alvarlegustu hættu, sem það hefir enn komist í hjer á landi. Og með áhrifum sín- um tókst þessum flokki að spilla isvo úrslitum þeirra mála, að enn er ekki fulltryggileg'a um búið. Þessir menn, sem bera svona skítugan skjöld, leyfa sjer svo, að saka Sjálfstæðisflokkinn um það, að hann sje lýðræðinu andstæð- ;ur og hættulegur, Sjálfstæðis- flokkurinn, sem einn allra flokka hefir barist fyrir- fullkomnu lýð- ræði, fyrir jafnrjetti allra þegna þjóðfjelagsins án tillits til stöðu eða búsetu. Ofbeldisstefnurnar, í hvaða mynd sem þær eru og koma, eiga aðeins einn eindreginn andstæð- ing hjer á landi, og það er Sjálf- stæðisflokkurinn. Fái þær byrund- ir vængi hjer á landi, þá stendur sá byr fyrst og fremst þaðan, sem innlendu ofbeldisflokkarnir, Fram sókn og Alþýðufl. og' Kommún- istar, eru að kokka saman sín eitruðu lyf. Belgau hætta m verður veiðum. „Þór“ bf argar báti úr Vestmannaeyjum, sem var ósjálf- bjarga á hrakningi í stórsjó og byl, langt úti í hafi í fyrrinótt. í gær voru margir Vestmannaeyjabátar hætt komnir og bjargaði þá Þór enn tveim bátum. 1 fyrradag reru allir bátar í Þetta dæmi sýnir eun áþreif- Vestmannaeyjum, en kl. 9 um anlega, hver þörf er fyrir björg- kvöldið var vjelbáturinn „Bliki“ unarskip við Vestmannaeyjar á ókominn aftur að landi og hafði vertíðinni og hvert öryggi fyrir ekkert frjest af honum. Bát þenna bátaútgerðina er fólgið í því, á Sigurðúr Ingimundarson og að þar sje altaf björgunarskip til voru tveir synir hans á honum. taks ef eitthvað ber út af. Um þetta leyti kemur annar bát ----- ur til hafnar og hafði þær frjett- Margir bátar reru frá Vest- ir að færa, að hann hefði fundið mannaeyjum í fyrrinótt. En þeg- alla línu Blika ódregna. — Vissu ar leið fram á daginn í gær, menn þá, að ekki mundi alt með skall á voðaveður, bleytuhríð og fcldu og' að eitthvað alvarlegt stormur (vindstig 10). mundi hafa komið fyrir bátinn. j Klukkan 8 í gærkvöldi vant- Var nú varðskipinu „Þór“, sem aði 5 báta og var þá varðskipið hefir gæslu við Vestmannaeyjar, Þór að hjálpa einum bát, vestur gert aðvart um þetta, og fór það af Eyjum. Var það vjelbáturinn þegar að leita bátsins, í stór- „Hilmir“. Um sama leyti kom viðri og blindbyl. Helt „Þór“ skeyti úr Þykkvabænum, þar leitinni áfram þangað til kl. 2 um sem skýrt var frá því, að vjel- nóttina, og vildi þá svo giftu- bátur væri þar úti fyrir, bersýni- samlega til, að hann rakst á bát- lega í hættu. Vildi þá svo vel til, inn lengst úti í hafi, eða um 18 að Þór var kominn með Hilmi mílur suður og vestur af Geir- nálægt landvari, að hann var fuglaskeri. Vjel bátsins hafði bil- sjálfbjarga úr því. Brá þá Þór að, og voru ekki nein tök á því skyndilega við hinum bátnum til að gera við hana. Hrakti svo bát- aðstoðar. inn til hafs undan stormi, hríð ; Um kl. 11 í gærkvöldi voru og sjó, og munu þeir, sem á hon- i allir bátarnir komnir til Eyja, um voru varla hafa hug'sað að ; nema Frigg, en það var bátur- þeir myndi bjargast lifandi úr j inn sem Þór fór að aðstoða. Var slíku öngþveiti. En þá kom „Þór“, I Þór þá búinn að finna bátinn tókst að ná í bátinn og draga og var á leiðinni með hann til hann síðan inn til Eyja. Kom Eyja. hann þangað með bátinn í gær- j Margir bátar urðu að yfirgefa morgun heilu og höldnu, og hafði línur sínar, en þeir. sem náðu ekkert orðið að bátverjum. i línunum, öfluðu mjög vel. Híorðmenn Annars bera öll skrif Alþýðu- blaðsins í þessu máli frá upphafi þess glögg merki, að það er Mjólkurfjelag Reykjavíkur, sem blaðið leggur alúð við að ná sjer niðri á. Upphaf mál þessa er það, sem kunnugt er, að 12 þúsund krón- ur hverfa úr sjóði útbús Lands- bankans við Klapparstíg. Grun- ur leikur á, að þar sje um glæp að ræða — fjenu hafi verið stol- ið. Rannsókn er hafin, en menn verða engu nær um seðlahvarfið. Menn hafa vafalaust veitt því eftirtekt, að Alþýðublaðið er fyr- ir löngu hætt að minnast á þess- ar 12 þúsund krónur, alveg eins og þær hafi aldrei horfið. — í þess stað er blaðið daglega með gleiðgosalegar greinar um „ávís- anafalsanir“ Mjólkurfjelags Reykjavíkur. Þó veit blaðið vafa laust mjög vel, að ekkert það hefir fram komið við rannsókn málsins, sem bendi til þess, að Mjólkurfjelagið hafi gerst sekt um fölsun ávísana. Á þessu stigi málsins skal ekki nánar farið út í að skýra það fyrir almenningi hvers vegna Al- þýðublaðið hverfur frá seðla- hvarfinu og fer með málið inn á þessa braut. Vafalaust gefst tækifæri til þess síðar. Lá við kelilsprengingu. Togarinn „Belgaum" kom af veiðum á mánudagsmorgun með mikinn afla og ætlað á veiðar aftur á mánudagskvöld. f ráðningasamningum meist- ara og kyndara á togurum, er svo fyrir mælt, að þeir skuli hafa- landleyfi þegar skipin eru í heimahöfn. Kemur þá vjela- vörður um borð í skipin og tek- ur við af meisturum og kyndur- um. Venjulega er það kyndari sem þessi störf annast, en ekki maður með vjelstjórarjettindi. Störf vjelavarðar eru aðal- lega fólgin í því, að skifta um ristar, ef með þarf, setja olíu á tanka, halda vatni á katli — yf- irleitt að sjá um, að alt sje í lagi. Vjelin sjálf er ekki í gangi, með- an skipin liggja í höfn. Þó að vjelavörður sje um borð, þegar skipin liggja í höfn, koma meistarar og kyndarar við og við um borð, til þess að líta eftir að alt sje í lagi. En þegar kynd- ari kemur um borð í Belgaum á mánudagskvöld, til þess að líta eftir nýjum ristum, sem átti að setja í eldholin, verður hann þess var, að tvö eldholin — bæði hliðarholin — eru mjög sigin niður. Skarar hann strax niður eldinn. Vjelavörður hafði einn- ig orðið var við þetta sama og byrjaði að skara niður eldinn, hleypur síðan í land til þess að segja meistara frá þessu. Hjer hefir vafalaust litlu munað, að ketilsprenging yrði, en þá hefði vafalaust alvarlegt slys hlotist af. Sjópróf voru haldin í gær, til þess að reyna að komast fyrir um orsakir þessa. Sennilegt er, að vatn hafi vantað á ketilinn, hverju sem um er að kenna. Fyrir Belgaum hefir þetta þær afleiðingar, að skipið kemst ekki á veiðar aftur fyr en eftir 3—4 vikur. Glæpamannaforingi sleppur úr fangelsi. styrkja útflutning með stórfje. Oslo, 20. mars. FB. króna. — Verkalýðsmenn vildu Stórþingið samþykti í gær til- veita ríkisábyrgð í þessu skyni, iögur ríkisstjórnarinnar um að alt að 50 milj. kr„ en sú tillaga ábyrgjast sölu á norskum vörum fjekk ekki stuðning annara til útlanda, fyrir alt að 30 milj. flokka. Kreppumál Norðmanna rædd í þinginu. Berlín 20. mars F.Ú. Amerískur glæpamannaforingi, að nafni Dillinger, braust nýlega út úr fangelsi í Bandaríkjunum. Lög'reglan hefir hafið leit að hon- urn um alt landið, og hefir verið haft eftirlit með öllum farþegum með járnbrautarlestum, skipum og flugvjelum, en alt hefir komið fyrir ekki, og hefir ekki enn tek- ist að handsama hann. Osló 20. mars. FÚ. í norska þinginu hafa í dag staðið miklar umræður um at- vinnuleysis- og kreppumálin og sjerstaklega um tillögur Jafn- aðarmanna.Andstæðingar þeirra hjeldu því fram, að tillögumar væru óframkvæmanlegar og mundu ekki ná tilgangi sínum. M. a. var lagt fram brjef frá Maynard Keynes, þar sem hann legst á móti tillögunum. Afstaða bændaflokksins er enn þá ekki ákveðin til fulls. Hann getur fallist á sumar tillögur Jafnað- armanna, og þó með athuga- semdum, en aðrar ekki. Umræð- unum er ekki lokið. Verkfalli lokið á Spáni. Barcelona, 20. mars. UP. FB. Rafmagnsverkfallið er nú til lykta leitt, að því er talið er. Stóð yfir langur fundur í gær milli atvinnurekenda, fulltrúa verkamanna og ríkisstjórnarinn- ar. Var fundurinn haldinn í stjórnarbyggingunni. Fulltrúar verkamanna, sem á fundinum voru, búast við, að verkamanna- fundur, sem boðað hefir verið til, fallist á samkomulagið, sem gert var. Nýtt f jársvikamál í Frakklandi. Berlín 20. mars F.Ú. Franska blaðið, Populaire, skýr- ir frá því, að enn sje nýtt fjár- svikamál á döfinni í Frakklandi. Er það hjá fjelagi því, sem rek- ur gasstöðvarnar í París, og eiga svikin að nema um 50 milj- ónum franka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.