Morgunblaðið - 21.03.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ I D R Ó T T I R íþróttaskólinn að Álafossi. Jj-tCtjtA.Z ctT- Frámhlið íþróttaskólans. Eitt liið mesta stórvirki, sem ráðist hefir verið í hjer á landi til eflingar íþróttum og ' líkamlegri menningu, er bygging íþrótta- skólans að Alafossi. Verður skól- inn ekki nein smásmíði, þegar liann er kominn upp, eins og sjá má hjer á myndinni. Hann verður bygður báðum megin við Varmána og’ yfir hana, rjett fyrir neðan brúna, þar sem heimreiðin er að Álafossi. Norðan árinnar verður bygt heimavistar- hús fyrir nemendur. Verður það þrílyft og' 17x8 metrar á stæx-ð. Hefir þegar verið steyptur grunn- ur þess og- kjallari og í honum verður eldhús, geymsla og borð- salur nemenda. Á efri liæðum verða heimavistii'nar og íbúð fyr- ir kennara. Þetta hús er lengst til hægri á myndinni. Sunnan árinnar hefir sundhöll- in verið reist. Var hún vígð á sunnudaginn var eins og frá hef- ir verið skýrt hjer í blaðinu. Sundlaugin sjálf er 15 metrar á lengd og 7 metrar á breidd og í Jienni er tveggja metra dýpi, þar sem dýpst er. Vatnið í hana er tekið úr hitayeitu Álafoss-verk- smiðjunnar og ánni sjálfri og má hafa það heitt eftir ^ild, en venj- an verður sú, að hafa það 20— 25 stiga heitt. Er það mjög þægi- legur hitr og geta menn verið eins lengi niðri í lauginni og þeir vilja. Undir Ibft í sundhöllinni er 5% metra hæð, svo að þar verðnr alt- af gott loft og birta er þar nóg. Hitaleiðslui' liggja um alt hús- ið og er loftið svo blýtt, að eng- in hætta er á að setji að mönnum þegar þeir koma upp úr iauginni. í austurenda sund hallarinnar, sem snýr fram á myndinni, er kjall- ari, og eru þar búningsherbergi stór og rúmgóð bæði fyrir karla og konur. Við endann á sundlaug- inni, yfir þessum k.jallara, eru baðherbergi fvrir karla og konur, þar sem lueim eiga að fá sjer heit sápubiið, áður en þeir fara í laugina, og kiild steypuböð þeg- ar þeir koma upp úr lauginni. Þar eru einnig salerni bæði fyrir karla og konui', og gerymsluhei'bergi fvr- ír sundföt og handklæði. Fyrir enda sundlaugarinnar eru stökkpallar tveir, mismunandi háir, J»ar sem æt'ðar verða dýfing- ar. Meðfram lauginni að sunnan- verðu er breið gangstjett og mjór gangpalluræfyrir vdstnrgafli. En með endilangri norðurhlið er mjó renna og í hana á sundfólkið að hrækja eða snýta s.jer ef það þarf þess með. Er harðlega bann- að að hrækja eða snýta s.jer í laug ina sjálfa. t)g yfirleitt verður þarna gætt hins strangasta þrifn- aðar og hreinlætis í hvíyetna. Laugina er hægt að tæma og fylla á mjög skömmum tíma og má því liVeinsa hana oft og end- urnýja vatnið í henni. Milli lieimavistarhússins og sundliallarinnar A'erður bygð brú yfir ána og- hxxs á briinni, og er þar innangegnt milli húsanna. Uppi á þaki á sundhöllinni verður sólbaðsskýli. A-nnað sólbaðsskýli verður á stalli, sem steyptur verð ur sunnan á heimavistarhúsið. Þriðja, eða öllu heldur f.jórða liúsið í röðinni, á að verða íþrótta höll, og' sjest hxin lengst til vinstiú á myndinni; verður hún þessara húsa stærst, í henni verður fim- leikasalur, sem er 22 m. langur og 8 metra breiður. Verður ]»að ein- hver besti fimleikasalur hjer á landi eins og sundlaugin verður með Jieim allra bestu, að undan- tekinni lauginni í sundhöll Reykja vikur, þegar bixið er að koma henni í ]»að horf sem hún á ,að A’era í. Það hlýtur að vera hverjum manni auðskilið, a.ð byggingai' þessar kosta of fjár. Og það er gleðilegur vottur um sigursæld bins goða vil.ja og hvers sín má framtak einstaklingsins, að Jxessi mikla menningarstofmxn ei' að rísa þarna upp. án J»ess að til hennar liafi fengist neinn st.vrk- ur af almannafje. Má Jíka segja. að Sigurjón hafi ráðist í þettá risafyrirtæki með tvær hendur tómar. En nú hefir hann fengið leyfi til Jtess að efna til happ- drættis til ágóða fvrír slcólabygg- inguna, og er vonandi að honum verði vel ágengt með ]»að. I ndanfarin surnur hefir Sigur- jón efnt til mai-gskoriar hátíða- halda og íjiróttasýninga að Ála- fossi. Hafa marg'ir misskilið |>að hver tilgangur lians hefir verið með því, og lialdið að hann væri að auðga s.jálfan sig. En því fer fjax-ri. Allur agóði af þessum há- tíðaliöldum og íjiróttasýningum hefir runnið til byggingar íþrótta- skólans. Enginn maður getur rent grun í hvílíkt erfiði Sigurjón hefir lagt á sjálfan sig með þessu — aðeins til þess að konxa sinni merkilegu hugsjón í framkvæmd. íþróttaskólinn á Álafossi hefir nu starfað í 5 sumur. Hefir þar verið kent á stuttum nánxskeið- um. Aðallega hefir skólinn verið fyrir börn, og hefir hann fengið á sig svo ágætt orð, að foreldrar lijer í Reykjavík og um nálægar sveitir bafa kepst um að koma börnnm sínum þangað. Hefir því jafnan xmrið meiri aðsqkn að skól- anum heldur en hægt var að sinna, vegna húsaskorts og ýniissa annara ástæðna. En þegar hin nýja skólabygging er komin upp, getur skólinn tekið á nxóti miklu fleiri nemendum en áður, og auk þess starfað allan ársins hring. Um hinn góða árangxxr af starfi skólans hefir áður verið skýrt ár- lega lijer í blaðinu. Mxxnu margir ,'iiafa veitt því eftirtekt hvað börnin hafa tekið miklum þroska þar á.skömmum tínxa, og sann- færst urn það, að rjéttlega stund- uð líkamsmenning, þegar á unga aldri, er hin besta lífsábyrgð og' trygging fyrir því, að andans gáfur fái notið sín þegar fram á ævina líður. Uess má hjer geta, að xxndan- farin sumur hafa fjölda margir sjómenn farið upp að Álafossi og la-rt sund á íþróttaskólanum þar. Hafa þeir notað til þess þann tíma, er skip þeirra lágu í höfn <,g þeir höfðu ekkert að gera. Er þetta gleðilegur vottur þess, að sjómenn vorir eru farnir að skilja, hve bráðnauðsynlegt þeim er það. að vera syndir," og að þeir hafa ‘sjeð og skilið, að í- þróttaskólinn að Álafossi er líka fyrir ]»á. Carnera / ver heimsmaistaratitil sinn. Hinn 1. mars varði ítalski hnefaleikairinn Cai'nera heims- meistaratitil sinn í Miami í Flor- ida. Sá, sem á móti honum var, er Ameríkumaðurinn Tommy Loughran. Hann er ekki nema 81.5 kg. að þyngd, en Carnera er 122.5 kg., ógurlegur risi að afli og vexti. Virtist því leikurinn æi'- ið ójafn, en Loughran stóð sig svo prýðilega, að Carnera sagði á eftir að hann væri besti hnefa- leikari heimsins. Það hefir hann nú máske sagt vegna þess, að hann átti fult í fangi með hann. En það er allra dómur, sem á horfðu, að þetta hafi vei'ið ein- hver allra skemtilegasti hnefa- leikur, sem þeir hafa sjeð. Cai'nera hóf sókn þegar í byrjun og hrakti mótstöðumann sinn út' að vjeböndum.Loughran Metaskrá. Hjer fer á eftir skrá um ís- lensk met í fi'jálsum íþróttum og samanburður á þeim og besta ár-! angri í íþróttakepni Svia og Norðmanna í sumar sem leið. 110 metra grindahlaup. Ingvar Ólafsson K. R. 18 sek. 1932. (Albrechtsen, Norðmaður, sigraði sænska heimsmeistarann á 15.2 sek.). 400 metra hiaup. Stefán Bjarnason Á. 54.6 sek. 1927. (Hjalmar Johannessen, Norðmaður, 49.4 sek.). 800 metra hlaup. Geir Gígja K. R. 2 mín. 2.4 sek. 1928. (Hjalmar Johannes- sen 1 mín. 56.2 sek.). 1500 metra hlaup. Geir Gígja K. R. 4 min. 11 sek. 1927. (Reidar Jörgensen, Norðmaður, 4 mín. 1.6 sek.). i 5 kílómetra hlaup. Jón Kaldal í. R. 15 mín. 23 sek. 1922. (Lindgren, Svíi, 14 mín. 57.4 sek.). Hástökk með atrennu. Helgi Eiríksson I. R. 1.75.5 metra 1930. (Bergheim, Norð- maður, 1.88 meti'a). * Langstökk. Sveinbjörn Ingimundarson í. R. 6.55 metra 1928. (Olle Hall- bei'g, Svíi, 7.24). Stangarstökk. F’riðrik Jesson Á. 3.25 meti’a 1929. (Lindblad, Svíi, 3.90 metra). Kúluvarp, betri hendi. Þorsteinn Einarsson Á. 12.91 metra 1932. (Mölster, Norðmað ur, 14.31 metra). Spjótkast, betri hendi. Ásgeir Einarsson Á. 52.41 metra 1931. (Olav Sunde, Norð- maður, 63. 97 metra). Kringlukast, betri hendi. Þorgeir Jónsson Á. 38.58 metra 1926. (Folke Andersen, Svíi, 43.61 metra). 10 kílómetra híaup. Karl Sigui'hansson K. V. 34 mín. 6.1 sek. 1932. (D. Kai'ls- son, Svíi, 32 mín. 18 sek.).- 100 metra hlaupu Garðar S- Gíslason I. R. 11.3 sek. 1926. (Agnar Hagen, Norð- maður, 10.9 sek.). Eins og sjá má á þessari skýrslu eru íþróttamenn voi'ir ekki svo langt á eftir fi'æknustu íþróttamönnum fi’ændþjóðanna í sumum greinum, svo sem hlaup- unum. Aftur skortir oss mikið á við þá á öðrum sviðum, sjerstak- lega í köstunum. Tröllið Carnere,. varði sig af snild og smaug fim- lega undan hinum æðisgengnu árásum. Síðan fór hann að sækja sig og í 5. lotu kom hann góðurn höggum á Carnera svo að hann svimaði. En jötuninn þoldi meira en það og hann náði s.ier undir eins. í 14. lotu var Loughran orð- inn þreyttur og þá kom Carnera á hann hægi'a handarhöggi og eftir það var hann æi'ið óstöðug- ur á fótunum. Þó tókst honum að verjast í 15. og síðustu lot- unni og lauk svo að Cai'nei'a var dæmdur sigur á ,,points“. . Þótt hnefaleikar sje enn hafð- ir í miklurn metum, einkum í Ameríku, hefir gengi þeirrar í- þróttar hnignað m.iög á seinustu árum. Sjest það best á því að bera saman aðsókn að hnefa- leiknum, og hvað hnefa- leikamennirnir hafa upp úr bar- dögum sínum. Það var búist við því að 75 þús. dollara myndi fást í að- göngueyri að hnefaleik Carnera og Loughran, en.varð ekki meira en 30 þús. dollarar. Fekk Carn- era 37 0 í sinn hlut af því, en Loughran 12'•> '/ . Ágóðinn af þessum heims- meistai'a, hnefaleik var ekki nema 1/20 hlutinn af því, sem fekkst á slíkum hnefaleikum fyrir 10 árum. Þegar þeir Dempsey og Cai’p- entier keptu um heirnsmeistai'a- titilinn 4. júlí 1921 í New York, voru þar 90 þúsundir áhoi'fenda, og höfðu þeir greitt 1.600.000 dollara í aðgöngueyi’i, eða um 8 miljónir íslenskra króna. Fyr- ir kvöldið fekk Dempsey 300 þús. dollara og Carpentier 200 þús. Afganginn fekk Tex Ric- hard, sá er 'efndi til kappleik- anna. Enn meiri tekjur voru þó af kappleiknum þegar þeir -Demp- sey og Tunney börðust um heims meistaratitilinn 1926, og eins þegar þeir börðust aftur árið eft- ir og Dempsey ætlaði að vinna titilinn aftur. Tek.jui’nar af þess- um seinni bardaga urðu helrn- ingi hærri heldur en tekjui'nar af hnefaleik þeirra Dempsey og Carpentiers 1921. Af þessum tekjum fekk Tunney Va> eöa nær fjórar miljónir ki’óna. • • • • ——■9^^—• *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.