Morgunblaðið - 21.03.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1934, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Húsgagnavinnu- stofa Stefáns og Ólafs. Ertim fluttír af Skóla- vörðtjsttg 29 á Vestar- göttt 3. (Liverpooí). Bókin. „Sfikun í heimatiúsum" Eftir Helgn Signrðardóttir. Nýkomin út í annari útgáfn, ank- in og endurbætt. Fæst hjá öllnm bóksölum. Gjörið svo vel og lítið inn til mín, ef þið þnrfið að láta gera við yðar stoppuðu húsgögn. 4 tegundir af Dívönum eru á lager á staðnum. Bý til ný húsgögn úr nýju, hlýju, góðu stoppi. Vönduð vinna. Sanngjamt verð. Virðingarfylst. Kristján Kristjánsson Skólabrú 2 (hús Ólafs Þorsteinssonar, læknis) Samkvæmiskjólar úr Crepe-satin Velour-transparant, • Taft- og Silkiflauel, aðeins fá stykki mmm Aastarstrætí 12. Uppi Opíð 2-7. Feitisrótin reið í hlað, rösk og mótað enni, ketilsótinn kom þá að karl á móti henni. Þetta Suðusúkkulaði er appáhald allra húsmæðra. manna, embættismanna og bur- geisa. Þeir bændur sem honum fylgja sjeu landráðamenn í sinni eigin stjett o. s. frv. Bænda flokksmenn nota þau orð minna í blaði sínu enn sem komið er, en á fundum og í persónulegum viðtölum nota þeir þau allra manna mest. Lítur fullkomlega út fyrir að þeir breyti eigi vana sínum í rógi um Sjálfstæðis- menn, þó þeir hafi skift umnafn. Þó gera þeir undantekningu um þá þingmenn sem þeir breiða út að ætli að ganga í þeirra flokk. Annars er það einkum þrent sem þessir menn telja undir- stöðu þess að ailir bændur Is- lands eigi að fylgja þeim: 1. Að þeir sjeu hinn sanni bændaflokkur og allir bændur eigi að fylgjast að í pólitík. — Mynda einn stjettarflokk til að vernda sig fyrir yfirgangi ann- ara stjetta og berjast fyrir sín- um málum. 2. Að þeir hafi altaf verð í Framsóknarflokknum, þeir hafi fylgt umbótamálum hans, barist við íhaldið o. s. frv. B. Að þeir sjeu á móti ,Jónasi‘ og jafnaðarmönnum. Vita allir við hvern Jónas er átt. Öll þessi atriði og ýms smærri eru þannig, að vert er að gera sjer grein fyrir þeim og hversu mikil ástæða sje fyrir bændur að skifta um flokk þeirra vegna. Að það sjeu sje:rlega sterk meðmæli með stjórnmálamönn- um, að hafa fram að þessu starf- að í Framsóknarflokknum, en vera á móti foringja hans Jón- asi og vilja nú koma hvoru tveggja í hina pólitísku gröf, er dálítið mótsagnakent, og ekki laust við að gefa tilefni til að efasemdir vakni um einlægni, um rökfimi og rjetta hugsun. — Lítur út fyrir að þeir menn beri helst til mikið traust til þess að kjósendurnir risti grunt, ef þeir eiga að gleypa slík meðmæli. En annars er þetta neðan við það að rökræðu sje þörf. Hitt er flóknara mál, og kref- ur meiri umhugsunar, að það sje sjálfsagt að allir bændur á Is- landi hópist undir merki þessara manna, af því þeir einir sjeu vin- ir bænda, af því allir bændur þurfi að vera í einum pólitískum flokki til að vernda sína hags- muni. I því sambandi kemur margt til athugunar og er þess engin von að geta gert því efni full skil í stuttri blaðagrein, en nokkur atriði er þó vert að minna á og biðja landsmenn að athuga.Af tali og skrifum ýmsra manna er helst svo að sjá, að við bændur sjeum alveg einstakar persónur innan þjóðfjelagsins. Okkar hagsmunir sjeu alveg sjer stakir í sinni röð og frá okkar sjónarmiði beri að meta stjórn- málamenn fyrst og fremst eftir afstöðu til bænda. Greindir menn vita, þó að þetta sje hinn herfilegasti mis- skilningur. Bændur eru engin sjerstök manntegund, þó þeir sjeu fjölmenn stjett og eigi örð- ugt uppdráttar. Bænda vináttan sem mest er hrópað um og gum- að af út um sveitir landsins er mest og nær eingöngu fólgin í því, að gera kröfur um ýmsa styrki frá ríkinu, bændum til handa.Margir slíkir styrkir hafa á undanförnum árum verið veitt ir með samþykki allra stjórn- málaflokka og aldrei hefir verið eins mikið af þeim veitt eins og síðustu 7 árin. Fyrir því hefir verið mælt af miklum fjálgleik og sífeldur samanburður gerður um það, hverjir væri einlægastir í því að styrkja bændur. Ýmsir styrkirnir hafa verið góðir og nauðsynlegir og eigi nema gott eitt um að segja, þar sem eftir sjást hagnýt verk sem koma að gagni í nútíð og fram- tíð. En hv'ernig er nú háttað hag og horfum fyrir bændastjett inni og sveitafólkinu eftir þetta 7 ára Framsóknar tímabil. Þann- ig að aldrei hefir fólkið hópast meir úr sveitunum en á þessu tímabili. Fjöldi bænda þeirra, sem eftir eru líta með vonleysi fram á veginn og vilja losna við búskap- inn hvenær sem færi gefst, enda hefir rækilega verið unnið að því óbeinlínis að draga úr þeim kjarkinn. Fyrir 7 árum voru jarðir í háu verði og eftirspurn- in áköf, en nú eru jarðir aug- lýstar til sölu í tugatali og mjög örðugt að selja. Þetta er sú reynsla, sem er óbrigðul sönnun fyrir því að eitthvað hafi nú verið bogið við bænda vináttuna í reyndinni þrátt fyrir alla styrki og þrátt fyrir öll völd Framsókn- ar höfðingjanna og þar á meðal eigi síst þeirra, sem stofnað hafa ,,BændafIokkinn“. — En hvað skyldi hafa verið að? Vitanlega fyrst og fremst það að þjóðfje- lfginu í heild hefir verið illa stjórnað. Verslunar pólitík, styrkja pólitík, og alls konar ytri gyllingar, hafa verið undirstaða þess stjórnarfars sem þjóðin hef i rbúið við. Þeir sem reka þvílíka stjórnmálastarfsemi, jafnvel þó þeir vilji hafa kontant verslun eins og Bændaflokkurinn nú, þeir verða alt af og æfinlega falskir í vináttunni við bændur og alla aðra þegna þjóðfjelags- ins. Þeir eru manna ólíklegastir til að taka rjettum tökum á þeim viðfangsefnum, sem mesta þýð- ingu hafa og þjóðina alla varðar. Vinátt uvið bændur er fyrst og fremst að finna hjá þeim stjórn- málamönnum, sem hafa mesta þekkingu, sem hafa yfirsýn yfir þjóðlífið alt, sem vilja vinna að því að öllum þegnum þjóðfje- lagsins líði vel án tillits til bú- staða og stjetta og sem leggja fram alla sína krafta til að vinna að því að þjóðin öll geti verið f járhagslega sterk og gæði lands ins notuð á rjettan hátt. Þeir ein- ir stjórnmálamenn sem þannig hugsa eru heiðarlegir og drengi- legir í sínu starfi. Þeir kaupa sjer eigi fylgi með ónauðsynlegri f járeyðslu og þeir einir eiga skil- ið alþjóðar traust. Það leiðir og af sjálfu sjer að allir slíkir menn hljóta að leggja sig fram um að gera landbúnaðinum í heild sinni gagn án tillits til einstakra bænda sem þeim fylgja, því þeir eru vinir allrar þjóðarinnar. Nú veit það hvert mannsbarn sem nokkuð veit að landbúnaðurinn er annar aðalatvinnuvegur þjóð- arinnar og sá þeirra sem þjóðin I hefir lengst á lifað. Hitt er og vitað að hann er tryggari ef að-: eins tekst að stunda hann rjett., Á vegum hans eru lítt takmörk- J uð skilyrði til að framleiða vör- Dranmar Hermanns Iðnassonar Þegar Hermann heitinn Jónasson frá Þing- eyrum gaf út dj^uma sína, vakti bókin afarmikla athygli, enda eru sumir draumarnir stórmerki- legir og prýðilega ritaðir. Bókin er nú nærri upp- seld, og því síðustu forvöð að ná í hana. Nokkur eintök eru til í bókaverslunum hjer í bænum. ur sem hægt er að lifa á, og það er undirstaða þess að fólkinu geti liðið vel. Nú er það svo að það er undirstaða þess að land- búnaður og önnur framleiðsla gapgi vel, að reksturinn beri sig vel, því aðeins er um aðlaðandi lífsstarf að ræða fyrir uppvax- andi fólk og því aðeins má gera ráð fyrir að þeir sem annars eiga úrkosta sjeu kyrrir eða laðist að en hverfi eigi frá. Allir heiðar- legir stjórnmálamenn hljóta því að sjálfsögðu að hafa einlægan vilja á því, að finna ráð til þessa hvaða flokki og hvaða stjett, sem þeir annars tilheyra. Menn getur greint á um ráðin og um það stendur jafnan hörð deila hver þau sjeu best, en að svo miklu leyti sem bændur sjálfir gætu komið sjer saman um þau í sínum allsherjar atvinnufje- lagsskap búnaðarfjelagsskapn- um, þá mundi enginn stjórn- málaflokkur í landinu leyfa sjer að snúast í gegn. Þetta sem þegar er sagt, er nægilegt til að sýna að stjettar- flokkur bænda í íslenskri pólitík á engan rjett á sjer. Bændur eru í minni hluta meðal þjóðarinnar og þeir eiga og verða að koma sínum málum fram og öllum öðr um þjóðmálum með samvinnu við aðrar stjettir en ekki baráttu við þær. Því síður á sá flokkur rjett á sjer sem nú er stofnaður, þar sem tilvera hans er örþrifa- ráð pólitískra afbrotamanna, er sáu að þeir voru að falla í stjórn- málagröfina. Til þess eru litlar líkur að þeir verði frekar hjer eftir en hingað til vaxnir því vandastarfi að rjetta hag þjóð- arinnar. Ef stjettarflokkur bænda ætti rjett á sjer og væri eðlileg leið, þá væri jafn eðlilegt og sjálfsagt að allar aðrar stjett- ir stofnuðu flokk og berðust hver við aðra eða versluðu um hags- muni sína. Þá yrðu 20—30 stjórnmálaflokkar og þá væri verkið fullkomnað að Alþingi væri hin eina kauphöll í landinu. Pólitíkin yrði stjettastríð, þar sem hver hrifsaði það er hönd á festi og alt stefndi til upplausn- ar. Slíkt hlyti, fyr eða síðar, að enda með byltingu þar sem sá sterkasti tæki völdin og vernd- aði þau með oddi og egg. Stjórnmálastarfsemi okkar lands á að byggjast og verður’að byggjast á alt öðru en stjetta- baráttu á komandi árum. Á- greiningur um stjórnmálastefnu er hinn eini rjetti grundvöllur og bændur okkar lands eru af eðli- | legum ástæðum háðir sama lög- j máli og aðrir menn að þeir hafa Jmismunandi skoðanir á stjórn- j málastefnum.Sjereignastefna og atvinnufrelsi annars vegar, en ameignarstefna og ríkisrekstrar hins vegar eru þær stjórnmála- stefnur sem fyrst og fremst skifta mönnum í flokka í þessu Jandi. Það skýrir til muna línur í því efni, að Framsóknarflokk- urinn gefur það hreint ^ipp, að hann sje og ætli sjer að vera í bandalagi við Alþýðuflokkinn um þau efni sem mestu varða. Næstu kosningar eiga að skera úr um það hvort það bandalag j eða Sjálfstæðisflokkurinn á að fá meiri hluta á Alþingi. Allir ! þeir sem vinna að því, að rugla j þá baráttu, rugla málum, og rugla stefnum eru mjög óþarfir menn, hvort sem þeir kalla sig Kommúnista Nazista eða Bænda flokksmenn. Þeir vinna að því að lama þingræðisvald þjóðar- innar og skapa það óstand sem ríkti á síðasta þingi að enga þingræðislega stjórn sje hægt að mynda. Það þarf þjóðin að skilja. ðlavía M. Guðmundsson 75 ára. Frú Ólavía María Guðmunds- son er fædd 21. mars 1858, og er af sænskum ættum. Til ís- lands kom hún fyrir 52 árum (1882) ásamt manni sínum, Guðlaugi Guðmundssyni sýslu- manni í Skaftafellssýslum og síð ar bæjarfógeta á Akureyri. All- an þenna tíma hefir hún verið hjer á landi, og síðustu árin mest hjer í Reykjavík hjá dætr- um sínum, frú Karólínu konu Jóhannesar hótelstjóra Jósefs- sonar, og Kristínu hjeraðslækn- isfrú. Frú Guðmundsson er ís- lensk í anda, tápkona og skör- ungur mikill, fríð sýnum, fyndin og fjörug í tali og mesta trygða- tröll. „Frúin á Klaustri", svo sem títt var að kalla hana austur í Skaftafellssýslu, er enn ern og Ijett í lund og alt annað en elli- móð, þótt aldurinn sje nú orð- inn þetta hár og þó að hún hafi um áratugi staðið fyrir stórbúi á mannmörgu og gestkvæmu höfð ingjasetri. Gestrisni hennar og rausnar minnast nú margir forn- kunningjar þeirra hjóna, og biðja frúnni blessunar og vel- farnaðar jafnan. Einn af mörgum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.