Morgunblaðið - 23.03.1934, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.03.1934, Qupperneq 8
MPRGUNJBliAÐiÐ. 8 j Smá-auglýsinga.j Stórhríðar á Spáni. Þrjú samliggjandi kjallaraher- bergi, stór og' rúmgóð, rjett við miðbœinn, til leigu. Tilvalin undir geymslu. eða fyrir lítinn iðn- rekstur. M. Matthíasson. Símar- 122$ og ,‘iú32. _ ------------------------------ Nykomið haflda börnum: Bolir, buxúr. “kot, samfestingar, ltjólar, smádrengjaföt, legghlífabuxur, sokftar. hosur, treyjur, peysur, húftír, frakkar og kápur. Einnig okkár viðurlrendu Gúmmíbuxuf og margt fleira. Snót, Vestur- gtítrt 17. _ ------------------------------ Ef þjer ætlið að fá yður perma- neat-hárliðun, fyrir páskana, þá komfð sem fyrst. Höfum einnig alvetf sjerstaklega endingargóðan augtí'abrúrialit. Carmen, Lauga- veg '64. -Gími 3768. j Málverk, veggmyndir og margs- konar rammar. Freyjugötu 11. Gefið börnum kjamabrauð. Það er bætrefnaríkt og' holt, en ódýrt. ÞaS fg-rst aðeins í Kaupfjelags- brauðgerðinni, Bankastræti 2. — Sími' '4562. Dívanar, dýnur og allskonar stoppuð húsgögn í miklu úrvali, Vetímstig 3. Húsgagnaverslun j Reykjávíkur. Rúllugardínur, Dívanar, mat- resaur, armstóla. Skólabrú 2, hús' 6i. Þorsteinssonar. Húsgagna-, vinnustofan. í lok febrúar og byrjnn mars voru óvenjulega miklar stórhríð- ar á Spáni og urðu flestir-f jall- vegir ófærir. Járnbrautaferðir teptust víða, t. d. hjá Santander og Oviedo og hraðlest var þar föst í snjó í heilan sólarhring. Allar samgöngur við ýms fjalla- þofp teptust í marga daga og var þá orðinn skortur þar á helstu lífSnauðsynjum. Glæpamaður strýkur úr fangelsi í U.S.A. ! fóru þeir Svertinginu út, læstu dyrunum á eftir sjer og fóru með lvklana. Hafði ekki náðst í þá aft- ur er seinast frjettist. j Dillinger hefir mörg morð og önnur glæpaverk á samviskunni. , Seinasta afrek hans var það, að hann braust inn í First National Bank í Iowa hinn 15. janúar í vetur, rændi þar 20.000 dollurum og drap varðmánninn. Spellvirki í danskri kirkju. EGGERT CLAESSEN hestarj ettarmál&flutningsinaSar. Skrifsiofa: Oddfellowhturfð, Vonarstræti 10. (Inngangui nm austurdyr). Einn af allra hættulegustu glæpamönmim í Bandaríkjunum, John Dillinger að nafni, strauk nýlega úr Crown Points fangels- inu í Indíanaríki. Frá flótta hans er þannig sagt: Hann liallaði til sín fangavörð og miðaði á hann marghleypu, svo að fangavörðurinn varð dauð- hræddur og' hleypti honum út úr klefanum. En marghleypan var ekki annað en spýta, sem Dilinger hafði teglt til, svo að hún var eins og marglileypa í laginu. Þegar hann var kominn út úr klefanum pgnaði hann átta öðrum fanga- vörðum með þessu sama „vopni“ og rak þá alla inn í sjerstakan klefa og lokaði þá þár inni. Síð- an opnaði hann klefa, sem Svert- ingi var í og gerði hann að fje- lag'a sínnm. Þeim tókst síðan að binda fangelsisstjórann og taka af honum lyklana að útidyrum fangelsisins og marghleypu hans. Síðan fleygði Dillinger trjebyss- unni í andlit hans og ljet svo um mælt, að allir embætismenn fang- elsisins væri grasasnar. Eftir þetta „Berlingske Tidende“ segja frá því, að aðfaranótt 4. mars- hafi spellvirki verið framin í hinni dönsku Heilagsandakirkju í Flensburg. Hafði kirkjuorgelið verið brotið svo að það var óhæft til notkunar, og ýmsir kirkjugrip- ir meira og' miuna skemdir. Var ekki vitað, þegar blaðið birti fregnina, hver valdur væri að þessu óþokkaverki. )) INItofm i Qlsem (( Nýkomið KARTÖFLUR LAUKUR GRAPEFRUÍT EPLI SÍTRÓNUR Nýju bækurnar: Sögur frá ýmsum löndum, II. bindi, ib. 10.00. Sagan um San Michele eftir Munthe, ib. 17.50 og 22.00. Sögur handfi þörnum og unglingum, III. bindi, ib. 2.50 Egils, saga SkaUagrímssonar, útg. Fornritafjelagsins, ib. lð.OGs Bðkararslim Slgf. Epmlnuar ogBökaBúG Austurbajar BSE, Laugaveg 8%, Byggingarsamningur undirskrifaður af Leonardo da Vinci. í skjalasafni í Conio a Ttalía hafa menn nýlega rekist á hygg- ingarsamning, undirskrifaðau af málaranum fræga, Leonardo da Vinei, Samningurinn er dagsett- ur 28. mars 1490 og er því 444 ára gamall. Er hann nm kaup á steini í hús nokkurt, „sem meistari Leonardo da Vinci, málari og byg'gingameistari“ hafði tekið að sjer að byggja í Milano. Sagn- fræðingar segjá að þetta skjal sje merkileg heimild um starfsemi málarans, sem byggingameistara. Bakarar! Alábócgac>[llálfsígti] hefir lækkað. >jol Notið það eingöngu. Jll Ni-flp m Grand-Hótel. 48. var. Tataradrengirnir voru miklir vinir mínir. öll öþrif og útbrot, sem þeir voru með, fekk eg líka. Þegar eg minnist bernsku minnar, man eg alltaf bezt eftir lyktinni af hrossataði. Svo var eg í nokk- ur ár ógnun og syndasvipa nokkurra heimavistar- skóla. Svo fór eg dálítið í stríðið. Þár er gott að vera. Þar var eg eins og heima hjá mér. Fyrir mér hefði það mátt vera miklu verra. Þegar stríð kemur aftur fer mér aftur að líða vel“. „Líður þér þá ekki vel núna, ræningi? Hvernig lifirðu? Hvers konar maður ertu?“ ' „En þú? Hvers konar kona ert þú? Því konu eins og þig hefi eg aldrei þekkt áður. Annars er yfir- l&itt ékkert dularfullt við konur. En þu vekur hjá mér forvitni — það er eitthvað, sem eg verð að sþyrja þig um. Þú ert allt öðru vísi en . . . . “ „Ó, eg er bara gamaldags. Eg er frá öðrum heimi — annari öld en þú, það er allt og sumt“, sagði Gruainskaja óákveðið. Hún brosti út í myrkrið og tárin sviðu í augum hennar. — ,,Við danskonurnar fengum uppeldi eins og hermenn, með hörku og járnaga á dansskólanum í Pétursborg. Við vorum smá-riýliðar, sem áttum að lenda í rúminu hjá ein- hverjum stórfursta. Það var sagt, að þær sem fóru að verða gildar, þegar þær voru kring um fimmtán ára gamlar, fengi stálgjörð um brjóstið til þess, að þær skyldu ekki vaxa meir. Eg var lítil og mög- ur, en hörð eins og demantur. Og metorðagjörn — það lá í blóðinu. Ekki annað en vél, sem vinnur, vinnur og vinnur. Engin ró, enginn frítími, engin kyrstaða — aldrei. Og svo síðar: Sú, sem verður fræg, er alveg einmana. Uppi á sigurhæðunum er kalt eins og á Norðurpólnum. I hverju það liggur að halda áfram að sigra í þrjú ár — fimm ár — tíu ár — alltaf .... en hvað er eg að segja þér? Skil- urðu mig? Heyrðu nú til: Stundum ekur maður fram hjá litlu hliðvarðarskýli eða fer í bíl gegn um smáþorp og sér þá fólk sitja með hendurnar á hnjánum fyrir utan húsið sitt og vera heimskulegt á svipinn. Og einmitt þetta: að vera þreyttur og sitja auðum höndum, það var hlutur, sem vert var að óslca sér. En reyndu svo þegar þú ert orðinn frægur, að hverfa úr heiminum, hvíldu þig og láttu hina dansa, þessa nauðljótu, skökku og snúnu Þjóðverja, þessar negrastelpur, sem ekkert kunna; já, lofaðu þeim að dansa og hvíldu þig sjálfur, Nei, Ben- venuto, þú sérð að þetta er ómögulegt — gengur ekki. Maður hatar vinnuna, maður bölvar henni, en getur svo ekki án hennar lifað, ef á skal herða. Maður hvílir sig í þrjá daga, en svo byrjar kvíðinn: Nú missi eg vaxtarlagið, eg verð þung á mér, æf- ingin fer fjandans til. Maður verður að dansa, það er eins ög djöfulæði; það er ekki til í heiminum neitt morfín eða kókain eða neinn löstur yfirleitt sem kemst til jafns við vinnuna og sigurinn, máttu vita. Maður verður að dansa og dansa. Og það er líka nauðsynlegt, því þegar eg hætti að dansa, er ekki til nein manneskja í öllum heiminum, sem í raun og veru getur dansað — vertu viss! Og það verður að vera til einhver, sem getur dansað, sem veit hvað það er að dansa, mitt í allri móðursjúku efnishyggjunni ykkar. Eg hefi lært hjá öllum fræg- ustu stjörnum, sem til hafa verið: Kjesinskaja, Trefilowna, og þær hafa aftur lært hjá hinum stóru stjörnunum, sem voru uppi fyrir 40—60 árum. Eg hefi það oft á tilfinningunni, að eg eigi að dansa móti öllum heiminum, móti þessu ,,í dag, í dag“, ykkar. Þarna sitjið þið öll sömun, peningafólk og bíluafólk og hlutabréfaeigendur og stríðsmenn — og hér er eg. Svona lítil Grusinskaja, svona gömul, svona vitlaus og svona úrelt, og þessi spor, sem þekkt fyrir tvö hundruð árum. Og svo tek eg ykkur samt með trompi, og þið æpið og hlægið og látið öllum fíflalátum og verðið hrifnir — og hvers vegna? Er það vegna þessara eldgömlu dansspora? Þá er hann með öðrum orðum mikils virði, þrátt fyrir alt? Vitanlega, því heimsfrægt verður ekki annað en það, sem heimurinn þarfnast. En svo fer líka allt hjá manni í mola — ekkert verður eftir . heilt í manni. Enginn maður, barn eða neitt inni- hald yfirleitt. Maður er ekki lengur manneskja, skilurðu, ekki kona, ekkert annað en útblásin á- byrgðartilfinning, sem flækist um heiminn. Þann sama dag, sem maður hættir að sigra, þann dag þegar maður þykist ekki lengur vera mikils verður, hættir lífið hjá mér og mínum líkum. Heyrirðu? Skilurðu mig? Ó, eg vildi svo óska, að þú skildir mig“, sagði Grusinskaja biðjandi. ,,Ekki allt, en mestallt — þú talar frönskuna svo. ótt“, svarar Gaigern. Allan þennan mánuð, sem hann hefir setið unt perlurnar, hefir hann jafnaðarlega komið á dans- sýningar Grusinskaju og látið sér leiðast undir drep. Hann ftírðar sig hreinskilnislega á því, að» Grusinskaja skuli drasla þessum dans-hringsnún- ingi með sér eins og einhverju píslarvætti. Húm leggur sig svo léttilega að fótum hans, og rödd' hennar er eins og hljómfagurt fuglakvak, og samt er hún uppfull af þessu þunglyndislega hjali. — Hverju á hann að svara? Hann andvarpar og hugs- ar sig um. „Það var fallegt, sem þú varst að segja um fólk- ið, sem situr auðum höndum. Það ættirðu að setjá í dans“, segir hann loks, til þess að segja eitthvað. En Grusinskaja gerir ekki annað-en hlæja að fjar- stæðunni. „Það? Nei, það getur maður ekki dansað, Mon- sieur. Heldurðu, að fólk vilji sjá mig í líki gamallar kcrlingar, með skýluklút um höfuðið og gikt í. fingrunum, sitja stirða og hvíla sig?“ Hún stansaði í miðri setningunni. Áður en hún hafði komið út orðunum, hafði líkami hennar tekið þessa hugsun fangna, hann dróst saman og varð stirður. Hún sá þegar fyrir sér leiksviðið, og hún þekkti þegar ungan málara í París, sem gat útbúið það, ems og það átti að vera, hún sá fyrir sér dans- inn og fann hann í höndum sér og beygðum háls- liðunum. Hún lá þögul í myrkrinu og með opinn munn, án þess að draga andann — af eintómum spenningi. Herbergið fylltist af persónum, sem hún hafði aldrei dansað, en hægt var að dansa — hundruð af sönnum og lifandi verum. Betlikerling rétti skjálfandi fram hendurnar, gömul sveitakona dansaði, þótt gömul væri, í brúðkaupi dóttur sinnar, mögur kona stóð fyrir utan trúðatjald og sýndi hinar fábreyttu íþróttir sínar, og stelpa stóð við Ijóskersstaur og beið eftir karlmönnum. Og svo var lítil stúlka, sem braut fat og var lamin fyrir, fimmtán ára stúlka, sem fekk skipun um að dansa allsnakin fyrir geisistóran, skrautbúinn mann —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.