Morgunblaðið - 06.04.1934, Side 6

Morgunblaðið - 06.04.1934, Side 6
6 MOKGUNBLAÐIÐ Gióðarhausvjelar - Dieselvjelar Nýjar bækur! GarSyrkjustörf eftir Ingimar Sigurðsson, garðyrkjumann. Leiðar- vísir um matjurtarækt. — Verð kr. 1.75. Ræktun jarðepla og jarðepiasjúkdómar eftir Sigurð Sigurðsson búnaðarmálastjóra. Verð 50 aura. Þeir, sem ætla að hugsa um garðrækt í sumar, ættu að fá sjer þessi kver, og nota sjer leiðbeiningar þær, sem þau veita. Verðið er svo lágt í sam- anburði við það gagn, sem hægt er að hafa af leið- beiningunum, að það get- ur ekki annað en marg- borgað sig að kaupa þau nú fyrir vorið. Barna- gummístfigvjel Stórt úrval. Verð frá 2,25. Hvannbergsbræðnr. Fuglalræ handa Canariufuglum, Selskaps-páfa^aukum og páfagaukum. Margar tegundir. IVýkomið: Fermingarkjólaefni frá 3,60 pr. meter. Kjólasilki í mörgum litum frá 3,60 pr. meter fleiri vörur mjög ódýrar. Nýi Bazarinn Hafnarstræti 11. Sími 4523. Nýju „Völund'* vjelamar, vinum á jeg 'bendi, ykkur öllum alstaðar, einnig kveðju sendi. Mnnið A S.I Að undanförnu hafa birst tvær greinar í Morgunbl. um ofan- g'reint efni, í 66. tölubl. eftir herra Þorgils Ingvarsson og í 74. tbl. eftir herra Freygarð Þor- valdsson. Báðir greinarhöfundar benda á ólag sem á sjer stað, eða rjettara afleiðingar af ólagi sem vera muni, sem sýnir sig sem feikna kostnað á mótorvjelum, nú og undanfarið. Af því að hvorugur greinarhöfundur hefir að mínu áliti fundið hina dýpri orsök þessa meins, langar mig til að skýra málið nokkuð nánar. Þetta ier svo mikið stórmál, að það þarf mjög g'óðrar athugun- ar, og væri ekki lítill fengnr ef eitthvað mætti takast að draga úr þessum kostnaði. Jeg er sann- færður um, að það sje hægt og það allverulega, eins og síðar mun sýnt. Glóðarhausvjelar hafa lengi ver- ið algengastar hjer á landi, og voru til skamms tíma eingöngU notaðar. Gallar þeirra eru þó miklir fram yfir nýrri gerðir (Dieselvjelar sbr. síðar). Aðal- kostirnir eru: ódýrir, og lengi framap af einfaldastir í meðferð. Gallarnir: Það þarf að hita glóð- arhausinn með mótorlampa, en bæði tekur það tíma og svo fylgir því eldhætta. Annar ókostnr er mikil eyðsla á brensluolíu (ea. 30—50% meiri en Diesel). Enn er einn ókostur og það jafnvel sá alvarlegasti, að glóðarhaus- vjelar brenna olíunni illa. Sjer- staklega þó þegar vjelin vinnur minna en fult álag (t. d. y2 férð etc.). Þegar slæm brensla fer" fram myndast mikið sót, svo að innri hlutar vjelarinnar óhreinkast mjög'. Þetta veldur oft alvarleg- um truflunura. Dieselvjelar, eru framleiddar alt frá 7,5 hestöflum og upp í ca. 10000 hestöfl. Þær hafa gersam- lega sigrað glóðarhausvjelarnar í samkepninni, þar sem nokkur vjela menning er. Því þótt þær sjeu venjulega dýrari, vinst sá munur fljótlega upp með minni útgjöld- um til brensluolíu o. fl. Þær brenna olíunni miklu betnr, svo þær sóta sig ekki. Það þarf ekki að hita neinn hlut upp við gang- setningu. Þær eru eins einfaldar í meðferð eins og’ hinar. Dieselvjel- ai eru framleiddar bæði sem fjór og tvígengisvjelar. Tvígengisvjel- in er langt um einfaldari að allri gerð ög starfsmáta, og er að mörgu leyt.i miklu harðgerðari heldur en fjórgengisvjelin, sem með sínum ventlum og' knÖstum er bæði margbrotnari og við- kvæmari. Eyðslan er mjög lík hjá þessum tveim tegundum, nema ef útkoman gæti verið ögn betri hjá fjórgengisvjelum. Þess gætir þó lítið nema við stórar vjelar. Að gefa nánari skýringar á starísaðferðum glóðarhausvjela og Dieselvjela eða 2 og 4 g'engisvjel- um, álit jeg myndi taka of mikið rúm í blaðagrein. En ef ein- hver væri, sem vildi fræðast um þetta nánar, væri mjer sönn á- nægja að verða við því, og gætu menn snúið sjer til mín, hvort heldur brjeflega eða munnlega. Jeg þykist'með samanburði á glóðarhansvjelum og Dieselvjel- 'sjeu áberandi miklir. Menn munu nú spyrja: Er þetta mögulegt ? Því eru menn ekki fyrir löngu farn- ir að nota sjer þessar góðu vjel- ar? Svarið er auðfundið: menn þektu þær ekki og kyntust ekki nema vjelum þeim, er þegar voru komnar. Þetta álít jeg muni vera aðalorsök þessa óeðlilega mikla kostnaðar, sem vjelakaup hafa valdið; óhentugt vjelaval. Þessu er hægt að kippa í lag, a. m. *k. að miklu leyti, aðeins ef vjela- kaupendur vildu nota sjer þá sjerþekkingu, sem til er á staðn- um. Það ætti enginn maður að kaupa sjer vjel, án þess að hafa kynt sjer rækileg'a áður, um hvað er að velja. Þetta er nær ómögu- legt fyrir menn án sjerþekkingar, og ætti það því að vera sjálf- sagður hlutur að leita aðstoðar kunnáttumanns í hvert skifti. Ef slík aðferð væri höfð við vjela- kaup og ennfremur farið að ráð- um hr. Freygarðs Þorvaldsson- ar (74. tbl. Morgunbl.) um eftir- litsmann, myndi eftir nokkur ár líta glæsilegar út öll vjelbátaút- gerð. Tæknin er á stöðugu fram- farastigi, en við afskektir. Ilt væri til þess að vita, ef við g'ætum ekki notfært okkur framfarirn- ar jafnóðum og þær koma fram. Til þess eru vjellærðir menn, að þeir flytji * nýjungarnar, skýri mönnum frá þeim og fylgist yfir- leitt með því sem gerist í þessum efnum, í umbeiminum. Reykjavík í mars 1934. Gunnar Bjamason, vjelaverkfræðingur. Brávallagötu 26 Eftirtektavert. Það lítur út fyrir að myndin, Gleymdu boðorðin, sem Gamla Bíó sýndi á dögunum, hafi „farið allóþyrmilega í taugarnar11 á Alþýðublaðinu, því í gær, 28. mars, birtir blaðið grein, sem niðrar myndinni stórlega. Þar segir að myndin sje „leifar af því ljelegasta“ o. s. frv. — „auðvirði- legasti þvættingur og samansetn- ing', sem 1 hje^ hefir sjest“, „hund- leiðinleg frá npphafi til enda“ og að „engir nema allra heimskustu grasasnar telji hana nokkurs virði“. — ó Á þessum ummælum blaðsins og raunar fleiri svipuðum, kemur það berlega í Ijós, að Gleymdu boðorðin eru ekkert sjerlega vel sjeð í herbúðum Alþýðublaðsins. Jeg er að vísu ekki tíður gest- ur í Bíó; en þegar jeg sá þessa mynd auglýsta, og þá ekki síst það, að í henni voru kaflar úr einni hinni mikilfenglegustu kvik- mynd, sem hjer hefir sjest., Boðorðin tíu, langaði mig' til að sjá myndina, og í hreinskilni sagt, Ijek mjer og nokkur hugur á því að sjá eitthvað frá Rússlandi, því jeg hafði æði oft heyrt ýmislegt. þaðan, t. d. í útvarpinu (sbr. grein í Morgunblaðinu eftir Gísla Sveinsson, sýslumann, fyrir skömmu, er hann hafi þakkir fyrir). Jeg fór þá í Gamla Bíó. Mjer þótti myndin ekki „hundleiðin- leg“. Jeg sá ekki eftir aurunum, * um, hafa sýnt fram á að yfirburð- ir hinna síðar nefndu tegunda eins og Alþýðublaðið ' segir að allir hafi gert er sáu myndina. Ætla jeg' verði ekki fyrir vikið, dregin í „grasasna"-dilk Alþýðu- blaðsins ? Og hvað sá jeg svo? Jeg sá auðvitað það, sem hlýtnr að ske hvarvetna þar sem boð- orðum Guðs er gleymt: Guðsorð virt að vettugi, Guðshús fyrirlitið, Guðsþjónum misþyrmt. Heimilin vanrækt, hjónaböndin smánuð, siðsemi og heiðarleiki fótum troð- inn eða hafður til athlægis. Hinsvegar sá jeg „hamingju“ „frjálsu ástanna“, upplausn heim- ilanna, afnám fjölskyldulífsins, sem telst haft1 á athafnafrelsi ein- staklingsins, og loks sálar-angist og örvænting vonblektrar eigin- konu, sem hafði það eitt til saka unnið, að hún var gift og unni manni sínum einum hugástum. Sýningin á kveldstund í kirkj- unni, hrörlegri, niðurníddri af óvinum Guðs, var átakanleg og mun mörgum ógleymanleg er á horfðu. — Aldraður prestur reikar inn í kirkjuna sína, sem yfirvöldin hafa fyrirboðið honum að st.arfa í framar. Þar hittir hann barna- hóp, sem með ærslnm og' ólátum tæta í sundur eintök af biblíunni. — Og gamli presturinn brýtur boðorð yfirvaldanna og fer að segja börnunum sögdr úr biblí- unni — ágrip af sögn ísraelsþjóð- arinnar. Börnin hlýða á mál hans, og áhorfendur hörfa á myndirnar á tjaldinu hverja annari átakan- legri og alvarlegri — afleiðingar óhlýðni og guðleysis, sem ávalt verður með svipuðum hætti, hvort sem þjóðir eða einstaklingar eiga í hlut. Þetta er þá í stuttu máli aðal- drættir myndarinnar, sem Alþýðu- blaðið sá ástæðu til að sparka í. Mjer þykir rjett að minna á þessa mynd, sem holla bendingu þess hvernig fer þegar mennirnir hætta að trúa á Guð, og g'leyma boðorðum hans. Þesskonar bend- ingar eru hollar, hvaðan sem þær koma; þjóð vor þarfnast þeirra engu síður en aðrar þjóðir, enda skiftir það engu máli hver þjóðin er, hitt er staðreynd, sem eigi þýðir að andmæla, að þegar mennirnir ganga burt af vegum Guðs og gleyma boðorðum hans, er þeim glötun búin og ' g'æfu- leysi. Hví amast Alþýðublaðið við þessháttar bendingu? ' 29. mars 1934. Guðrún Lárusdóttir. Ástfangin; hvað er það? Sextán ára gömul stúlka, sendi sænsku blaði nýlega svo- hljóðandi fyrirspurn. Blaðið svaraði á þessa leið: Þetta er slæmur sjúkdómur, sem, eins.og inflúensa, er mjög algengur á þessu breiddarstigi jarðar. Flestir taka sjúkdóminn einhverntíma á æfinni. Eins og inflúensu geta menn í ílestum tilfellum tekið veiki þessa hvað eftir annað. En ef svo er ekki, þá er venjan, að sjúkdómurinn verði ,,kroniskur“. En flestir komast hjá þessari hættu, og venjulega er sýkingin hvorki mjög skæð eða langvarandi. En sje um væg tilfelli að ræða, er hætt við að menn sýkist fljót- lega aftur. Hvergi eins stórt úrval af Búsáhöldum eins og í Model 1933 verða seld í þesa- um mánuði með mjög lágu verði. Ornino, Laugaveg 8. Símí 4661 fcJHi j.Gnvni.'i SÉöin. fer hjeðan austur um land, 9, þ. m., kl. 9 síðdegis. Tekið verður á móti vörum í dag og fram til hádegis á morgun. fer á laugardaginn, 7. þ. m., með vörur til Víkur, Skaft- ásróss og einnig til Vest- mannaeyja ef rúm leyfir. Flutningur óskast tilkynt- ur á föstudag. Rjúpur afbragðsgóðar fást í Hordals-íshúsl Sími 3007. Bránlr Italir Útungunaregg úr fyrsta flokks hænum, stofn frá hinu viðurkenda hænsnabúi, Aage Frederiksen, Danmörku, meðaltal á hænu 1932—1933, 201 egg. Hænurnar í tveimur flokk- um. Upplýsingar í Reykja- vík í síma 3287, milli 12 og 1 og eftir kh 7. Hænsnahiiið Norður^röf Kjalarnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.